Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Blaðsíða 20
t 1 bíódómur Háskólabíó - Dark City: ★★ Myrkraborg b í ó Bfóborgin '\ lattMl Wwpon 4 ★★★ Þessi nýjasta viöbót I seriuna er ágætis afþreying. Hún er fyndin og spennandi og éhættuatriöin flest til fyrirmynd- ar. Þótt hún nái aldrei aö toppa þaö besta úr » fyrstu tveimur myndunum ætti hún ekki aö valda aödáendum þeirra Riggs og Murtaugh vonbrigöum. Þetta veröur líklega síöasta myndin og ekki amaleg endalok á eftirminni- legri seriu. -ge Clty of Angels ★★* Þrátt fyrir að vera klisju- kennt bandariskt ástardrama eru fallegar og áhrifamiklar senur inni á milli þar sem leik- sljöra og kvikmyndatökumanni tekst vel upp aö skapa þá stemningu sem upprunalega hugmyndin um (ó)sýnilega engla býður upp á. -úd Bíóhöllin/Saga-bíó Mercury Rlslng **i Tveir einstaklingar sem eru á mismunandi máta einangraöir frá um- heiminum eru gegn öllum öörum T þessari ágætu sakamálamynd sem kemur skemmti- lega á óvart með þéttri sögu um Stóra bróöur sem gerir ekki mun á röngu og réttu og notar öll meöul, lögleg sem ólögleg, til aö halda sínu. Bruce Willis er í mun gáfulegra hlutverki en f Armageddon. -HK Slx Days, Slx Nlghts ★★* Fremur hugmynda- snauö en þó skemmtilega rómantísk gaman- mynd sem gerist í fallegu umhverfl á eyjum i Kyrrahafinu. Myndinni er haldiö uppi af góðum leik aðalleikaranna, Harrisons Fords og Anne Heche, sem ná einstaklega vel saman. Aðrir leikarar standa sig ágætlega en hverfa T skuggann af gneistandi samleik Fords og Heche. -HK Utla hafmeyjan ★★★ Teiknimyndir Walts Dis- neys eru klassískar og þegar ný kynslóð rís eru þær settar á markaðinn á ný og er ekkert annað en gott um það að segja. Litla hafmeyj- • an kom meö ferskan blæ inn T þetta kvik- myndaform eftir aö teiknimyndir í fullri lengd höfðu veriö í lægö um nokkurt skeiö og hún á fullt erindi enn til ungu kynslóðarinnar. ís- lenska talsetningin er vel heppnuö. -HK Háskólabíó DarkClty ★★★ (sjá hér til hliöar) Vinarbragö ★ Helsta vandamál Vinar- bragös er kannski þaö aö myndin er hrein- lega of leiöinleg, langdregin og flatneskjuleg og endirinn fyrirsjáanlegur. Kosturinn er hins vegar sá aö leikurinn er almennt góöur en átakalaus. -úd Leikstjórl: Alex Proyas. Handrit: Alex Proyas og Davis S. Goyer. Kvlkmyndataka: Dariusz Wolski. Tónllst: Trevor Jones. Aöalhlutverk: Rufus Sewell, Kiefer Sutherland, Jennifer Connelly, Richard O’Brien, William Hurt. Á ég mínar eigin minningar eða eru þær fengnar frá einhverjum öðrum? Er eitthvað fyrir utan mörk þessarar borgar, og hver er þá leið- in út? Það vantar ekki að aðstand- endur Dark City hafi haft mikið af smart og áhugaverðum hugmynd- um, en því miður heppnaðist þeim ekki sem skyldi að koma þessum „Dark City fær sitt útlit að láni víðar að, frá málaranum Magritte jafnt sem Hellraiser, enda er það fyrst og fremst þetta gotneska yfirbragð sem situr eftir. hugmyndum heim og saman, og sið- an frá sér í heilu formi. John Mur- dock (Rufus Sewell) vaknar um miðnætti og man ekkert hver hann er eða hvað hann er að gera hér. Borgin sefur og í næsta herbergi er myrt melia. Murdock er eltur af þremur ókennilegum mönnum í síðkápum og með kúluhatta. Þessir menn eru geimverur, ókunnur þjóð- flokkur sem er að deyja út, og hafa rænt heilli borg af (mann)fólki í von um að finna lausn á sínum mál- um. Þjóð þessi hefur vald til þess að breyta raunveruleikanum að vild og þar með flytja minningar á milli manna og láta þá gleyma öllum leið- um út úr borginni. En Murdock hef- ur eignast þennan hæfíleika sjáifur og er því ekki svo auðfangaður. Dark City er mjög metnaðarfuli og ansi mögnuð mynd, og vekur til- finningar bæði um ofsóknir og inni- lokun. Hún er fúll af ótrúlega eftir- minniiegum myndrænum skeiðum, sérstaklega þar sem geimþjóðin „tjúnar“ og lætur borgina bókstaf- lega vaxa, hús spretta upp úr göt- um, stækka, minnka eða taka öðr- um breytingum. Yfirbragðið þykir minna á Blade Runner, en Dark City fær sitt útlit að láni víðar að, frá málaranum Magritte jafht sem Hellraiser, enda er það fyrst og fremst þetta gotneska yfirbragð sem sitrn- eftir, líkt og í fyrri mynd leik- stjórans, The Crow. Hins vegar veldur handritsskortur því að oft var eins og um langa auglýsingu að ræða, auk þess sem það var synd að sjá hvemig metnaðarfull mynd af þessu tagi hellti sér út í klisjuendi. En það var æði að sjá Richard O’Brien í formi. Úlfhildur Dagsdóttir Sviösetningar eru mikiifenglegar í Dark City, sem Háskólabíó frumsýnir í dag. I leít að sannlei í framtíði Háskólabíó frumsýnir í dag fram- tiöartryllinn Dark City sem Alex Proyas leikstýrir, sá hinn sami og leikstýrði hinni athyglisverðu The Crow. Fjallar myndin um ungan mann sem dag einn vaknar upp í ókunnugu hóteli og uppgötvar að hann er raðmorðingi og að lögreglan er á hælunum á honum. Vandamál- ið er að hann man ekki til þess að hafa nokkum tímann myrt einn né neinn og það sem meira er, hann man ekki hver hann er. Með hjálp læknis fer hann að púsla saman lífi sínu og i þeirri viðleitni rekst hann á skýringuna á því að hans er leitað sem hættulegs morðingja. Ungur, lítt þekktur leikari, Rufus Sewell, leikur aðalhlutverkið. Mun þekktari leikarar em í öðrum hlut- verkum, má þar nefna Kiefer Sutherland, William Hurt og Jennifer Connelly. Sewell, sem í dag er talinn meðal efnilegustu leik- ara af breskum uppruna, vakti fyrst athygli fyrir leik sinn í kvikmynd Johns Schlesingers, Cold Comfort Farm, og Carrington, en þar lék hann á móti Emmu Thompson og Jonathan Pryce. Alveg frá þvi að Sewell lauk leiklistamámi hefur hann haft úr nógu að moða. Fyrir leik sinn í leikritinu Making it Bett- er völdu leikhúsgagnrýnendur í London hann besta nýja leikarann árið 1993. Hefur hann síðan leikið í nokkrum leikritum, auk þess sem hann hefur verið að leika lítil hlut- verk í kvikmyndum, má þar nefna Victory, Hamlet (Kenneth Brannagh) og A Man of no Import- ance á' móti Albert Finney. Þessa dagana má sjá hann í annarri kvik- mynd í Háskólabíói, Martha Meets Frank, David and Lawrence. Alex Proyas er ástralskur leik- stjóri sem hafði nánast eingöngu verið í gerð tónlistarmyndbanda og auglýsingagerð þegar honum var boðið að gera The Crow á sínum tíma, en eins og kunnugt er lést að- alleikarinn í þeirri mynd, Brandon Lee, þegar skot hljóp úr byssu með- an á tökum stóð. Engar sögur fara af óvæntum uppákomum við gerð Dark City og verður þvi að áætla að allt hafi gengið slysalaust. -HK Vl í í í I i i C ■ ** W'JÉ r ? Bizet / Trotter / McLeod Rokk - salsa - popp söngleikur l | 111 Mw isl I \SK \ ÓVl l\ \\ Miðasd1o 551 1475 = i f f Sídustu sýningar á þessum brádskemmtilega söngleik « « C « « f ókus 14. ágúst 1998 +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.