Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Blaðsíða 21
Stjörnubíó frumsýnir í dag nýjustu mynd Spike Lee, He Got Game. Þessi ódæli kvikmyndagerðarmaður hefúr tíælt frá sér mýndum á undanförnum árum - næstum af viðlíka k^aftj 0 3 Woody~AI|en - og komið sér í bá stöðu sem margir listamenn þrá; annaðhvort elskar fólk Spike Lee eðá hatar hann. bíódómur Stjörnubíó - He Got Game: ★★★ Spike Lee, sem leikstýrir He Got Game, sem Stjömubíó frumsýnir í dag, fæddist í Atlanta. Faðir hans er djassbassisti, Bill Lee, sem hefur gert tónlist við nokkrar mynda Lees, og móðir hans er kennari í listum. Spike Lee var óráðinn á unglingsár- um hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur, helst vildi hann verða íþróttamaður og reyndi fyrir sér í hafnabolta en án árangurs. Þegar kom að þvi að hann þurfti að ákveða hvað hann ætlaði að gera skráði hann sig í markaðsdeild í More- house College í Atlanta, meira til að gera eitthvað heldur en af áhuga. í sumarfríinu fór hann til New York tO að leita sér að vinnu. Þetta var sumarið 1977, sumarið þegar slökkn- aði á borginni og diskóæðið var að komast í algleyming. Ekki fékk Lee neina vinnuna og tO að gera eitthvað af sér keypti hann átta mOlímetra kvikmyndatökuvél og fór að mynda aOt það sem vakti athygli hans. Út- koman var Last Hustle in Brooklyn, sem hann lýsti sem kvikmynd um svarta og Púertóríkó-menn að stela og dansa. Nú var hann kominn með deOuna og skráði sig í New York-há- skólann og útskrifaðist úr kvik- myndadeOd þess skóla verðlaunaður fyrir útskriftarverkefni sitt. FuUur sjálfstrausts lét hann skrá sig hjá stóru umboðsfyrirtæki og hélt að tOboðin kæmu í hrönnum. Þegar ekkert gerðist gerði hann sér grein fyrir því að ef hann ætlaði sér að verða kvikmynda- leikstjóri yrði hann sjálfur að standa í að koma sér áfram og fór á stúfana tO að afla flár. Náði hann að skrapa nógu miklu saman tfl að.geta hafist handa við gerð She’s Gotta Havé it og lék hann aðalhlutverkið sjálfur. Kvikmynd þessi vakti at- hygli og fékk meðal annars verð- laun á kvikmyndahátíðinni í Cann es. Með nokkrar miOjónir doUara í vasanum hóf Spike Lee að gera School Daze og enn streyndu dollar- arnir í vasa hans. Skjótur frami Það var þó ekki fyrr en með sinni þriðju kvikmynd, Do the Right Thing, að Spike Lee skipaði sér í hóp merkUegustu leikstjóra í Bandaríkj- unum. í henni tók hann fyrst afdrátt- arlausa afstöðu með sínum'kynþætti og komst upp með það. Fyrir Do the Right Thing fékk Spike Lee tilnefn- ingu tO óskarsverðlauna fyrir hand- rit sitt og nú var hann kominn al- mennOega af stað. Hann var jafn- krítískur í næstu tveimur myndum sínum, Mo' Better Blues og Jungle Fever. Nú þótti Spike Lee vera kom- inn tími tO stórafreka og fékk vUyrði hjá Warner-bræðrum tU að gera Malcolm X, epíska kvikmynd um hinn umdeUda blökkumannaleið- toga. Lee fór langt fram úr kostnað- aráætlun og var peningavaldinu óþægur ljár í þúfu og má hann þakka vinum sínum að hann fékk að ljúka við myndina. Þegar Warner-bræður sögðu hingað og ekki lengra komu Bill Cos- by, Ophrah Winfrey, Michael Jordan, Magic Johnson, Prince, Janet Jackson og Tracy Chapman honum til hjálpar og lögðu pen- inga í myndina svo að Lee gæti klárað hana. Malcolm X fékk ágætar viðtökur og telja margir að Spike L e e hefði örugglega fengið tilnefningu tO óskarsverðlauna sem besti leikstjóri hefði hann ekki verið jafn yfirlýs- ingaglaður um kerfið í HoUywood og raunin varð. Fimm kvikmyndir liggja eftir Spi- ke Lee frá því hann gerði Malcolm X og aðeins tvær þeirra teljast í hópi hans betri mynda, Clockers og He Got Game. Ruddi brautina Á þeim árum sem liðin eru frá því She's Gotta Have it kom fyrst fyrir sjón- ir almennings hefur mikið vatn runnið tfl sjávar og nú er Spike Lee talinn hafa átt meira en lítinn þátt í að opna HoUywood fyr- ir svörtum kvik- myndagerðarmönn- um. Meðal þeirra leik- ara sem vilja þakka Spike Lee frama sinn eru Wesley Snipes, Denzel Was- hington, Angela Basset, Samuel L. Jackson, og Laurence Fishburne. Með fram kvikmyndagerð hefur Spike Lee leikstýrt auglýsinga- og tónlistarmyndböndum. Sína fyrstu auglýsingu gerði hann 1988, var það Nike-auglýsing með Michael Jord- an. Síðan hefur hann verið mjög eft- irsóttur af stórum auglýsingastofum og gert nokkrar auglýsingar sem þykja mjög góðar, meðal annars fyr- ir Levi's og Coca Cola. Tónlistar- myndbönd hefur hánn aðeins gert fyrir þá sem hann telur vini sína og má þar nefna Prince, Stevie Wond- er, Michael Jackson, Miles Davis, Tracy Chapman, Anita Baker, Public Enemy og Bruce Homsby. Það kemur engum á óvart sem séð hefur He Got Game að Spike Lee er mikOl aðdáandi körfuboltans og þá helst liðsins New York Knicks. Á hann að baki ómældar vinnustundir í þágu þess liðs. Þá hefur hann skrif- að bók um þetta áhugamál sitt, Best Seat in the House: A BasketbaU Memoir auk þess sem hann hefur skrifað sex bækur um kvikmyndir sínar og kvikmyndagerð. Spike Lee er afltaf með mörg jám í eldinum. Lengi hefur verið á borði hans að gera kvikmynd um hafna- boltaleikarann Jackie Robinson, en erfiðlega gengur að fjármagna hana og áður en sú mynd verður að raunveruleika mun hann leik- stýra Son of Sam, sem fjallar ekki um frægan raðmorðingja sem gekk undir þessu nafni, heldur kemur hann óbeint við sögu. Spike Lee býr í New York er giftur lögfræðingnum Tonya Lewis, sem hann hitti á útifundi í Washington þar sem verið var að mótmæla mannréttindabrotum á svörtu fólki, og eiga þau tvö börn, dótturina Satchel og soninn Jackson. -HK Lee er alltaf meö mörg járn í Lengi hefur veriö á boröi hans aö gera kvikmynd um hafna- boltaleikarann Jackie Robinson, en erfiölega gengur aö fjármagna hana áður en sú mynd veröur aö raun- veruleika mun hann leikstýra Son of Sam, sem fjallar ekki um fræg- an raömorðingja sem gekk undir þessu nafni, heldur kemur hann óbeint viö sögu. Meira en bara körfubolti Leikstjóri og handritshöfundur: Spihe Lee. Kvlkmyndataka: Malik Hassan Sayed. Tónlist: Aron Copland og Puplic Enemy. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Ray Allen, Milla Jovovich og Bili Nunn. Frá því Spike Lee gerði Malcolm X og var um leið óspar á eigin skoð- anir á peningavaldinu í HoOywood hefur hann nánast verið hornreka í kvikmyndabransanum vestanhafs, hefur verið að gera ódýrar og mis- góðar kvikmyndir sem hafa að mestu farið fyrir ofan garð og neð- an. Undantekning er þó Clockers þar sem hann sýndi að krafturinn sem einkenndi fyrstu kvikmyndir hans var enn fyrir hendi, aðrar nýj- ar myndir hans, Crooklyn, Girl 6 og Get on the Bus, fóru nánast beint á myndbandamarkaðinn og tvær þeirra, Crooklyn og Get on the Bus, komu aldrei fyrir augu bíógesta hér á landi. Ef einhverjir hafa haldið að Spike Lee væri að missa tökin á list sinni þá afsannar He Got Game það. Þrátt fyrir að Lee missi aðeins tökin á sögunni í lokin þá er He Got Game gott drama þar sem Lee liggur sem fyrr ekki á skoðunum sínum á ýms- um þáttum mannlífsins. í þessari mynd virðist honum vera sérlega uppsigað við hvítar stúlkur sem hann gerir i góðu ádefluatriði á stelpur sem hafa það takmark eitt að komast i bólið hjá svörtum íþróttastjörnum. Það eru fleiri sem fá að kenna á beittum penna Lee, umboðsmenn íþróttamanna fá það óþvegið og aOt skrumið í kringum íþróttastjörnur hefur sjaldan komið jafn berlega fram. He Got Game er fyrst og fremst fjölskyldudrama þótt fjaflað sé um heim íþrótta. Myndin segir frá föður sem verður fyrir slysni eiginkonu sinn að bana fyrir framan tvö ung böm sín. Fimm áram síðar er faðir- inn í fangelsi og fær þá óvænt tfl- boð. Allt skuli gert tO að hann fái styttingu á fangelsisdómi sínum og sleppi úr prísundinni, fái hann son sinn tfl að velja „réttan" háskóla, en sonurinn er efnilegasti körfubolta- maður landsins. Róöurinn verður erfiður hjá föðurnum þar sem son- urinn hefur nánast afneitað honum. Denzel Washington leikur fóður- inn Jake og gerir það ákaflega vel, fellur aldrei í þá gildru að gera per- sónuna væmna, enda hefur Spike Lee í handriti sínu passað upp á að skapbrestir hans komi í ljós. í hlut- verki sonarins er Ray Allen sem er upprennandi köfuboltastjarna í raunveruleikanum og kann hann ýmislegt fyrir sér í leiklistinni, þá er vert að benda á Miflu Jovovich sem leikur gleðikonu, sem verður nábúi Jakes meðan hann gengur laus, Hún fer vel með hlutverkið, en það er þó hennar persóna sem er dragbíturinn í myndinni. Eiginlega er lítill tilgangur með því að bæta persónunni við sögunna, hún kemur aldrei nálægt atburðunum sem myndin fjallar fyrst og fremst um. í lokin er vert að benda á sérlega góða kvikmyndatöku og klippingu og það „Ef einhverjir hafa haldið að Spike Lee væri að missa tök- in á list sinni þá afsannar He Got Game það.“ þor hjá Lee að blanda saman ballett- tónlist Arons Coplands og rapptón- list Puplic Enemy. Það má kannski segja að þessi sérstaka samsuða taki stundum athygli ffá því sem er að gerast í myndinni, sem annars er mjög svo virðingarvert og sýnir svo um munar að Spike Lee fer ávallt eigin leiðir. Hilmar Karlsson Háskólabíó (framhald) Martha, má ég kynna... +* Marta o.s.frv. er gamanmynd I rómanttskari kantinum og helst sérstök fyrir þá sök hversu bandarisk hún er. Monica Potter minnir um margt á Juliu Ro- berts og er hér I svipuðu hlutverki og Julia gerði sér mat úr á árum áður. Stærsti gallinn liggur í handritinu sem skrifað var af Peter Morgan. -ge Blúsbræður 2000 *★ Framhald framhalds- ins vegna er víst óhætt að segja um þessa misheppnuðu tilraun til að endurlífga Blús- bræður án Johns Belushi. Ef ekki væri fyrir stórgóða tónlist og enn betri flutning blús- manna þar sem stjörnur eru í hverjum bás þá væri lítið variö í myndina sem fyrir utan tónlist- ina er ein endemis della frá upphafi til enda.- HK Rökkur ★★★ Gamaldags krimmi með mátu- lega flókinni fléttu sem gengur ágætlega upp. Rökkur er kvikmynd leikaranna. Mestur er fengurinn að Paul Newman sem heldur enn reisn þrátt fyrir aldurinn. Gene Hackman og Susan Sarandon standa einnig fyrir sínu. -HK Grease ★★* Oft hafði ég á tilfinningunni að þaö eina sem bjargaði þessu 20 ára afmæli Grease væri aö hún heföi með árunum tekið á sig .kamp“-Imynd Rocky Horror Picture Show. Þannig gengur hún upp fyrir mér. Aö þessu sögðu má síðan bæta við að lögin standa enn fyrir sínu og dansatriðin eru skemmtileg. -ge Kringlubíó Armageddon ★★ Bruce Willis stendur fyrir sínu sem mesti töffarinn I Hollywood I mynd þar sem frammistaða tæknimanna er það eina sem hrós á skilið. Leikstjórinn Michael Bay gerir það sem fyrir hann er lagt og því er Armageddon meira fyrir auga en eyru. -HK Laugarásbíó Sllding Doors ★★* Paltrow er Helen, ung kona á uppleið, þegar hún er óvænt rekin af hópi karlremba og líf hennar tekur stakka- skiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góður en þó handritið innihaldi heilmikið af skemmtileg- um punktum og klippingarnar milli sviða/veru- leika séu oft skemmtilegar þá vantar hér ein- hvern herslumun. -úd Lost In Space ★★ Framtlðarkvikmynd sem byggð er á gamalli sjónvarpsseriu sem ekki þótti merkileg. Myndin er stór I sniðum og stundum mikilfengleg en sem betur fer tekur hún sig ekki alvarlega. Hægt er að mæla með henni viö alla fjölskylduna sem er meira en hægt er að segja um aðrar framtíðarmýndir sem sýndar eru I kvikmyndahúsum höfuðborg- arinnar. -HK Regnboginn Senseless ★ Marlon Wayans, með öllum sln- um kjánalátum, nær stundum upp ágætri stemningu og sumir brandararnir eru nógu fá- ránlegir til að vera sniöugir en eins og með nokkra kynbræður hans I leiklistinni, sem hafa sérhæft sig I farsakenndum eftirllkingum af götulífi I úthverfum stórborga, þá fær mað- ur fljótt leið á einhæfum leik hans. Nokkrar aukapersónur lífga upp á myndina. -HK Mimlc ★★■*, Ég verö að játa að ég beiö með mikilli eftirvæntingu eftir nýju myndinni frá Guillermo Del Torro eftir að hafa heillast ákaf- lega af hinni afskaplega frumlegu og áhuga- verðu vampýrumynd Cronos. Kannski er slík eftirvænting ósanngjörn. Þrátt fýrir frábærlega flottar myndrænar útfærslur og skemmtilegar sviðsmyndir þá fellur Mimic I þá gildru að vera of mikil eftirherma. -úd The Object of My Affection ★★<■ Nicholas Hytner ætlar sér mikið með þessari mynd enda hefur hann leikstýrt metnaðarfullum kvikmyndum á borð við The Madness of King George og The Crucuble. Honum tekst að sneiða fram hjá ýmsum gildrum en handritiö kemur I veg fyrir að honum takist ætlunarverk sitt. -úd Tltanlc ★★★! Stórbrotin og ákaflega gef- andi kvikmynd. Af miklum fitonskrafti tókst James Cameron að koma heilli I höfn dýrustu kvikmynd sem gerð hefur verið. Fullkomnunar- árátta Camerons skilar sér I eðlilegri sviðsetn- ingu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Le- onardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir- minnileg I hlutverkum elskendanna. -HK Stjörnubíó He Got Game ★★★ (sjá hér til hliöar) Helft ★! Heift (Hush) skartar tveimur giæsi- legum leikkonum af tveimur kynslóðum, Jessicu Lange og Gwyneth Paltrow, sem báö- ar hafa það mikla útgeislun að þaö liggur viö að þeim takist að fela alla stóru gallana sem eru á sögu sem er augljóst hvernig endar og nær aldrei almennilegri spennu. Þaö að út- koman skuli ekki slefa upp I meðalafþreyingu verður að skrifast á leikstjórann sem veldur ekki slnu starfi. -HK Skotmarkið ★★★ Myndin ber öll einkenni hinnar fagurfræðilega ýktu sviðsetningar og sjónarspils sem einkennir Hong-Kong-myndir en hér er spilað fyrst og fremst upp á húmor- inn. Skemmtileg hasarmynd sem er einnig rómantísk og kómisk. Mark Wahlberg tekst enn og aftur vel upp. -úd meira á. www.visir.is 14. ágúst 1998 f Ó k U S 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.