Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Side 2
36 WaiL LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 Bilasýningin í Birmingham stærri en nokkru sinni: Nýi Jaguar-bíllinn er ekki fullkláraður og var því sýndur í nokkurri fjarlægð, enda „fjarska fallegur". inn óneitanlega. Daihatsu heggur á tvær hendur og frumsýnir tvo nýja bíla, Cuore og Move. Raunar er stutt síðan þessi framleiðandi setti fram Move, Grand Move, Terios og Sirion og nú kemur fram endurbættur Move. Út- litsbreytingin er kannski ekki slá- andi en hann er sýnilega breiðari og rýmri. Cuore er hins vegar nýr bíll frá grunni og ansi laglegur - minnir ekkert á þann gamla Cuore sem ís- lendingar þekkja. Hann er nú orð- inn smábíll fullrar stærðar og minn- ir að útliti helst á Charade. Þá frumsýndi Suzuki hér styttri gerð af Grand Vitara. Þetta er þriggja hurða bíll, hlutfallslega álika styttri en fimm hurða bíllinn og 3 hurða minni Vitaran er þeim stærri. Af öðrum bílum sem greinarhöf- undur sá hér í fyrsta sinn og vöktu sérstaka athygli hans má nefna 4 dyra stallbak af Ford Focus sem að útliti er afar vel lukkuð teikning. Hlaðbakurinn er líka myndarlegur bill og virkar allstór, enda mikið lagt upp úr farangursrými í honum. Þá sýnir Ford líka hugmynd að nýjum Transit, allt öðruvísi útlits en núverandi Transit, með gífurlega stórri hliðarhurð. Sá bíll verður varla í sölu fyrr en á nýrri öld. Þó fylgir sögunni að hann verði boðinn ýmist með framhjóladrifi eða aftur- hjóla, líklega eftir stærðum. Ford er einnig hér með Evrópu- gerð af Ford Ranger skúffubílnum sem boðinn verður með einfoldu húsi, millistærð tveggja hurða, svo og 4 hurða húsi, „double cab“. Tvær dísilvélar verða í boði. Þessi bíll er sambærilegri við þá asísku skúffu- bíla sem við þekkjum en ameriska Rangerinn. Þessi bíll er framleiddur í verksmiðjum Mazda i Tailandi og ætti að geta orðið á íslenskum markaði fljótlega á nýju ári. Þá getur hér að líta indverskan jeppa, Tata. Hann ber engin fram- leiðslueinkenni annarra jeppa sem við þekkjum þó viss Mitsubishi- keimur sé á honum framanverðum og þaklínan minni dálítið á Land Rover Discovery. Hann er með sæti fyrir sjö, þar af þrjá í sætum út á hlið að aftan við miðjubekk, tvo öðr- um megin en einn hinum megin. Starfsmenn Tata á sýningunni harð- neita að þessi jeppi sé í samvinnu við aðra asíska framleiðendur - en því neita þeir raunar líka þegar spurt er um Tata-skúffubílinn með tvöfoldu húsi sem er þama til sýnis. Samt er vandséður mikill munur á honum og Mitsubishi L200. Skoda Octavia station er líka bíll sem vekur athygli hér. Það sama má einnig segja um Octavia-fólksbílinn þó hann geti varla talist nýr lengur. Lexus sýnir hér hinn nýja SI200 sem forkynntur var í Genf í vetur er leið. Þetta er bíll sem er miðað heint SHH, Birmingham:______________________ Án efa verður að telja Jaguar S Type forvitnilegasta nýja bílinn sem sýndur er í Birmingham þessa dag- ana. Að vísu er þessi bíll tæplega fullgerður enn og var aðeins sýndur í fjarska, uppi á tumi. En hann er líka „fjarska fallegur" - mjög klass- ískur - og þótt þetta sé greinilega ný teikning ber útlit bílsins mjög ákveðna skírskotun til eldri Jaguar- bíla. Annar bíll sem frumsýndur er í Birmingham og dregur að sér áhorf- endur eins og lífrænn áburður flug- ur er Rover 75 - nýr fólksbíll og sá fyrsti alnýi frá Rover eftir að BMW keypti fyrirtækið. Þessi nýi bíll er á stærð við BMW 5-línuna og hérlend- ir spekúlantar velta því fyrir sér hvort nægilega margir kaupendur fyrirfinnist að þeim stærðarflokki til að reisa Rover fólksbíla úr þeirri öskustó sem þeir hafa legið í hin síðari misseri. En fallegur er gripur- Jaguar frumsýndi nýjan bíl, S-Type, á alþjóðlegu bílasýningunni í Birming- ham sem opnaði dyr sínar fyrir gestum í gær. í útliti sækir bíllinn mikið til eldri bíla Jaguar en undir skelinni er hann hlaðinn nýjustu tækni. Símamyndir Reuter Gestir munu súpa úr 267.000 kaffibollum SHH, Bifmingham.____________________ Alþjóðlega bílasýningin i Birmingham er haldin annaö hvert ár. Hún fellur sumpart i sHuggann af bílasýningunni í París sem hald- in er fáum vikum áður. Síðast þeg- ar haldnar voru sama árið sýning- ar í París og Birmingham kom rúm milljón gesta á þá fyrmefndu en tæp 624 þúsund á hina. í ár er gert ráð fyrir að gestir veröi allmiklu fleiri, enda eru sýningarbílar nú riflega 200 fleiri en þá, rúmlega 1000 alls. Þar að auki er óteljandi flöldi breytingafyrirtækja, íhluta- og aukahlutaframleiöenda og ann- arra líklegra sem óliklegra fyrir- tækja sem tengjast bílaiðnaði með einum hætti eða öðrum. Birminghamsýningin var opnuð almenningi í gær, föstudag 23. októ- ber, eftir þrjá daga sem aðeins voru ætlaðir blaðamönnum og/eða gest- um framleiðenda og seljenda. Henni lýkur 1. nóvember. Hún nær nú yfir 9 sýningarsali í stað 5 árið 1996 og hefur þvi stækk- að um rúma 30 þúsund fermetra. Um 221 þúsund manns starfa við uppsethingu sýningarinnar og rekstur hennar. í sambandi við hana hafa veriðlgefnir út 10 milljón bæklingar. Gestir munu súpa úr 267 þúsund kaffibollum, drekka 83 þúsund „pint“ af bjór og tæma 3.700 flöskur af borðvíni. | 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.