Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 Hér er verið að svipta hulunni af nýjum Lexus Sl 200, nýjum minni Lexus sem ætlað er að keppa beint við bíla á borð við fimmuna frá BMW. á 5-línuna frá BMW, minnsti Lexus- inn til þessa og með tveggja lítra vél. Þá er lokum að geta tveggja smá- bíla sem greinarhöfundi þóttu for- vitnilegir - Volkswagen Lupo, sem er snotur bill og mun álitlegri en Seat Arosa, sem var fyrirrennari hans hjá VW-samsteypunni, og Da- ewoo Matiz, sem er fallega hannað- ur og nútímanlegur - mun snotrari „í eigin persónu" heldur en myndir hafa gefið hugmynd um. Wlar . - -í; ' Bíll sem vaktl elnnig mikla athygli í Birmingham að þessu sinni var nýr Rover 75 og hér er Nick Stephenson, yfir- maður hönnunardeildar Rover, að skýra út kosti bílsins fyrir blaðamönnum. Umrót á bflamarkaði í Suður-Kóreu: Vinnur Hyundai kapphlaupið um Kia? Undanfarnar vikur hefur staðið yfír kapphlaup meðal bilaframleið- enda um það að eignast Kia í Suður- Kóreu en kóreska ríkisstjómin eða nánar tiltekið Þróunarbankinn í Suður-Kóreu, sem er í ríkiseigu, nánast þjóðnýtti þetta bílcifram- leiðslufyrirtæki i fyrra eftir að það komst í veruleg fjárhagsvandræði. í byrjun vikunnar var gefið út í Seoul að það væri Hyundai Motor Co. sem hefði besta boðið í Kia og systurfyrirtæki þess, Asia Motors. Ford Motor Co., sem er einn stærstu eigenda Kia, var dæmt úr leik þegar það bauð undir nafnverði í hlutabréf Asia Motors. Daewoo Motor Co. átti næsthæsta boð í Kia en einnig hafði Samsung Motors boðið í Kia. „Hyundai fékk flest stig fyrir það að vera tilbúið að afskrifa skuldir fyrirtækjanna tveggja," segir Lee Jong-dae, einn aðalstjómenda Kia, við Reuters-fréttastofuna. Hann vildi ekki segja hve miklar skuld- imar væm en að sögn talsmanna Hyundai era þær „umtalsverðar". Áður hafði Þróunarbankinn látið að því liggja að Ford myndi yfirtaka Kia en Ford ásamt Mazda í Japan á 16,9% í Kia. Tvær tilraunir hafa þegar verið gerðar til að bjóða Kia til sölu með þessum hætti en báðar mnnu út í sandinn vegna þess að kröfuhafar neituðu að ganga að óskum hæst- bjóðenda um að afskrifa kröfur sín- ar. Nissan: Nýr Sunny á markað í Japan Nissan frumsýndi á þriðjudaginn nýjan Sunny í Tokyo og hófst sala á bílnum í Japan þann sama dag. Með hönnun á þessum nýja Sunny var sá háttur hafður á að sama „grunnplata" er á öllum þrem- ur gerðum bílsins, hlaðbak, venju- legum fólksbíl með skotti og vænt- anlega stationgerðinni einnig. Með því að sameina þessar þrjár gmnn- plötur hyggst Nissan spara um 30 milljarða jena eða sem svarar 15,6 milljörðum króna á næstu fimm árum. Ekki fylgir þeim fréttum sem borist hafa af frumsýningu á þess- um nýja Sunny hvort Sunny-nafnið snýr aftur til Evrópu en eins og kunnugt er þá var það Nissan Al- mera sem tók upp merki Sunny á Evrópumarkaði. Yoshikazu Hanawa, stjórnarformað- ur Nissan Motors, kynnti nýjan Sunny fyrir blaðamönnum á hóteli í Tokyo í vikunni. Símamynd Reuter Japönsk bílaframleiðsla í Evrópu: Meira en milljón bflar smíðaðir á þessu ári? Stóm japönsku bílaframleiðend- umir, Nissan og Toyota, hafa um nokkurt skeið átt bílaverksmiðjur í Evrópu og fleiri bætast í hópinn. Það era heldur ekki lágar tölur á borðinu þegar horft er til fram- leiðslu japönsku fyrirtækjanna í Evrópu sem einkum felst í því að smiða bíla sem beinlínis era hann- aðir með evrópska kaupendur í huga. Á þessu ári mun japanska frarn- leiðslan í Evrópu væntanlega fara yfir eina milljón bila sem er einfalt reikningsdæmi ef horft er til þess að á fýrstu sex mánuðunum vora smíð- aðir 560.000 bílar í þessum verk- smiðjum í Evrópu. Viðskiptavinur að skoða bíla í sýningarsal hjá Kia í Seoul í vikunni. Hyundai virðist vera sigurstranglegast í kapphlaupinu um Kia en það keppti við Ford, Daewoo og Samsung um bitann. ^Í^ILPINE HÁGÆÐA HUÓMTÆKI í BÍLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.