Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 3D"V
★
í tilefni af bílasýningunni í París var þessi sérgerð af Smart í tvílit þar til sýnis
44 w'lar
Sá litli vekur athygli:
Smart
Á bílasýningunni í París mátti sjá
mikinn fjölda smábíla að þessu
sinni, enda er Frakkland gósenland
smábílanna. En það verður vart
kastað rýrð á nokkum þeirra þótt
því sé haldið fram að sá smábílanna
sem vakti hvað mesta athygli í Par-
ís að þessu sinni hafi verið Smart,
litli bíllinn sem Mercedes Benz og
svissneski úraframleiðandinn
Swatch framleiða í samvinnu.
Smart lenti í svipuðum hremm-
ingum og litli A-Benzinn í sumar en
hann er einnig búinn að fá sina lag-
færingu og á að standast allar elgs-
beygjur og uppákomur í umferð-
inni.
Smart er nú þegar kominn í sölu
í Þýskalandi en fyrir tveimur vik-
um hófst sala á bílnum á 39 sölu-
stöðum. Svo mikil eftirspurn er þeg-
ar eftir bílnum að væntanlegir
kaupendur verða að bíða þess í fjóra
mánuði að geta brugðið sér í bíltúr.
Vélin í Smart er þriggja strokka,
600 cc og 45 hestöfl. Gírkassi er hálf-
sjálfskiptur, sex gíra, og það þarf
ekki að nota kúplinguna þegar skipt
er um gíra. -JR
Til að undirstrika fjölnot Smart var hann sýndur í ýmsum útfærsl-
um í París. Hér er einn með fjallahjólið í burðargrind að aftan.
Umhverfi ökumanns er nokkuð sérstætt í Smart, skemmtilegur frá-
gangur á öllu og sætin koma á óvart fyrir það hve þægileg þau eru.
Smart er með gott pláss fyrir tvo og það er sérlega gott að
umgangast bflinn.
Audi TT:
Alvöru sportbíll
Þá tvo daga sem blaðamenn höfðu
til umráða á bíiasýningunni í París á
dögunum var mismikið að gera í sýn-
ingarbásum bílaffamleiðendanna, en
■ einn var sá bás þar sem aldrei var ró-
legt, en það var hjá Audi og var það
nýi TT-sportbíllinn sem vakti þessa
miklu athygli.
Það var sama hvenær þar var geng-
ið hjá garði, alltaf voru margir um að
skoða hvem bíl, menn stóðu nánast í
biðröð eftir því að setjast inn og þreifa
á stjómtækjum og búnaði.
Þetta er alvöm sportbíll eins og
þeir gerast bestir. Öll hönnun bilsins
kallar á athygli. Það er sama hvort
hann er skoðaður að utan eða innan,
natni hefur verið lögð í alla hönnun
og allt gert til að undirstrika sportlega
eiginleikana.
Það er þó einkum aö innan sem
hönnunin nýtur sin best. Burstað ál í
mælaborði, umhverfis mæla, gírstöng
I innanrýminu er mikið um ál til skrauts, til að undirstrika að þetta er sport-
bfll dagsins í dag, notadrjúgur og einfaldur.
Það er sama hvar litið er á Audi TT. Linur eru mjúkar og undirstrika sport-
lega eiginleikana.
og lofttúður gefa mælaborðinu sér-
stætt útlit.
Stór hjólin með flötum hjólkoppum
minna á glæsidagana á fyrri hluta
aldarinnar þegar bílar á borð við
Bugatti gerðu garðinn frægan.
TT er byggður á sama grunni og
Golf og Audi A3 og raunar Skoda Oct-
avia lika. Vélar em tvær, 180 hö og
225 hö. Gírkassi er sex gíra og með afl-
meiri vélinn er Tt aðeins fáanlegur í
Quattro-útgáfu. Aflmeiri bíllinn er að-
eins 6,4 sekúndur frá 0 í 100 km og há-
markshraðinn er sagður vera 243
km/klst.
Ef einhver hefúr áhuga á svona bíl
er verðið væntanlega um sex milljónir
króna ef um er að ræða TT Quattro, en
eitthvað minna ef menn láta sér nægja
minni vélina og drif á einum ás. -JR
Menn höfðu það á orði í París að strax við frumsýningu væri þessi nýi TT
orðinn klassískur, svo vel væri hönnun hans heppnuð.
Chrysler Pronto
Cruizer
Chrysler kom á óvart i Genf á
liðnum vetri með frumsýningu á
nýjrnn hugmyndabíl, Pronto Cruiz-
er, en með honum þótti hafa tekist
vel að sameina allt sem evrópskur
bílaiðnaður hefur upp á að bjóða og
langa hefð í bandarískum bílaiön-
aði.
Pronto Cmizer var á stalli í París
og vakti engu minni athygli en í
Genf.
Einkum em það tengslin við
hönnun sportlegra bíla um miðja
öldina, en mest af hönnuninni er
sótt til Art Deco-hönnunar áranna
eftir 1940 í Bandaríkjunum.
Eitt helsta einkenni bílsins era
stór hjólin, 18 tommur að framan og
19 tommur að aftan.
Vélin er 1,6 lítra, 115 hö. og smíð-
uð í sameiginlegum verksmiðjum
BMW og Chrysler í Brasilíu. Gír-
kassi er fimm gíra, handskiptur
sportlegur gírkassi. -JR