Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
Fiat
Stuðarinn
verður að
mælaborði
Bílaíramleiðendur leggja mik-
ið upp úr umhverfismálum og
endurnýtingu þessa dagana.
Hjá Fiat á Ítalíu hafa menn
náð langt í þessum málum og
sem dæmi má nefna að þegar
stuðarar gömlu bílanna koma í
endurvinnslu er plastið úr þeim
nýtt í smíði á mælaborðum.
Við þriðju endurvinnslu end-
ar plastið í undirlagi undir mott-
m-nar í bílnum.
Mitsubishi
vinnur til
verðlauna
fyrir GDI
Mitsubishi hefur fengið evr-
ópsk verðlaun fyrir hönnun
GDI-vélarinnar. Viðurkenningin
heitir „Europe Auto Innovation“
endómnefiidin sem stóð að þessu
vali segir GDI-vélina vera mestu
nýjungina í bílaheiminum á síð-
asta ári.
PPG-lakk á
Ferrari
Ferrari hefur ávallt lagt mikið
upp úr því að hafa rétta rauða
litinn á bílum sínum. Nú hafa
þeir valið lakkframleiðandann
PPG til að sjá um litinn á Ferr-
ari á næstunni. Jafnframt
kynnti Ferrari nýja „litaseriu",
sem hyggist á tveimur aðallit-
um: „Rosso Corsa“ og „Blue
Tour de France“.
■ ■
Oruggari
umferð í
kulda
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt
fram á að sé kalt inni í bílnum
sé umferðin á öruggari nótum.
Ef hitinn inni í bílnum fer
upp fyrir 35 stig lengist við-
bragðstími ökumannsins svo að
stöðvunarvegalengdin verður 30
metrum lengri sé ekið á 100 kíló-
metra hraða.
Loftpúði
fyrir
fæturna
Ný gerð af loftpúða, sem á að
vernda fætuma komi til árekst-
urs, verður tilbúin til fram-
leiðslu innan fárra ára.
Það er dótturfyrirtæki Siem-
ens í Þýskalandi sem hefur
hannað 10 lítra loftpúða sem
opnast og vemdar fætuma í
árekstri.
45
Miklar hugmyndir en minni árangur
Með gjaldþroti Kewet er lokið
draumum danskra hönnuða og
framleiðenda um smíði rafbíla í
Danmörku.
Það má segja að þetta ævintýri
hafi hafist með danska rafbílnum
sem kallaðist Ellert, leit út eins og
„baðker með loki“ og sumir muna
eftir frá Ólympíuleikunum í
Barcelona, en þar vom þessi litlu
rafbílar notaðir til myndatöku á
hlaupabrautunum.
En þrátt fyrir þessa miklu auglýs-
ingu náði Ellertinn ekki mikilli sölu
og eftir þrjú gjcddþrot voru leifamar
af framleiðslunni fluttar til Svíþjóð-
ar, en alls voru smíðuð 4070 eintök
af þessum litla rafbíl.
Guðmundur í Nesradíó kynnti
einn svona rafbíl hér á landi fyrir
nokkmm ámm, en annars hafa
þessir dönsku rafbílar lítt sést hér á
landi.
Mikil bilasala í Danmörku á ár-
unum upp úr 1980 varð til þess að
margir danskir hönnuðir sáu mögu-
leika í smíði rafbíla og á iðnsýningu
í Herning á árinu 1985 voru átta raf-
bílar kynntir. Aðeins Ellertinn
komst þó í framleiðslu.
Það var siðan Kewet sem hélt
uppi merki danskra rafbíla fram á
þennan dag, um 600 smíðaðir í Dan-
mörku og 400 í Þýskalandi, en nú er
sem sagt ævintýrinu lokið. -JR
Tveir City-Jet frá Kewet
voru fluttir inn hingað til lands
fyrir nokkrum árum og hér
á myndinni má sjá þá fyrir
framan danska sendiráðið
þegar þeir voru fyrst kynntir.
n
Danska rafbílaævintýrið er úti:
Kewet gjaldþrota
Ævintýrið um smíði danskra raf-
bUa er úti. Á dögunum var síðasta
danska rafbUaverksmiðjan, Kewet
Intemational A/S, gerð gjaldþrota
af skiptarétti í Temdrup. Fyrr á
þessu ári höfðu fyrirtækin tvö, sem
stofnuð voru um smíði rafbila,
Kewet Salg og Kewet Industri, kom-
ist í þrot en stofnandanum, Knud
Erik Westergaard, hafði tekist að
bjarga brotunum og stofnaði nýtt
fýrirtæki, Kewet Intemational A/S.
Það var skortur á stuðningi frá
dönskum yfirvöldum sem varð
Kewet að faUi, segir Westergaard.
„Við verðum að horfa upp á það
hvemig yfirvöld í Frakklandi,
Þýskalandi og Noregi hafa stutt við
bakið á framleiðendum rafbUa, en
við höfum ekki fengið svo mikið
sem þrjá aura.
Noregur var mikilvægur mark-
aður fyrir okkur en eftir að norska
ríkið ákvað að styðja þarlenda
framleiðendur sem nam 170 millj-
ónum norskra króna féll sá mark-
aður fyrir okkur,“ segir Knud
Erik Westergaard.
Frá því að framleiðslan byrjaði í
Hadsund á árinu 1992 hafa um eitt
Tveir City-Jet frá
Kewet voru fluttir
inn hingaö til lands
fyrir nokkrum árum
og hér á myndinni
má sjá þá fyrir fram-
an danska sendi-
ráðið þegar þeir
voru fyrst kynntir.
þúsund City-Jet raf-
bUar verið smlðað-
ir og þeir eru enn í
akstri í um 25 lönd-
um.
Framleiðendur rafbfla reyna að vinna þeim brautargengi:
Bílar með fjölorkuvélum
málamiðlun?
Framleiðendur rafbíla í Evrópu
munu á næstimni reyna að vinna al-
menning á sitt band með því að sýna
fram á kosti þess að rafbílar mengi
minna og séu léttari á fóðrum.
„Það eru fordómar í gangi. Fólk
segir rafbíla vera eins og leikfanga-
bUa, séu sífelit að bUa og fari ekki í
gang í rigningu," segir Frederick
Vergels, framkvæmdastjóri Samtaka
framleiðenda rafbUa í Evrópu
(AVERE), í viðtali við Reuters-frétta-
stofúna.
„Reyndin er sú að allir helstu fram-
leiðendumir, sem vUja aUt tU vinna
tU að halda virðingu sinni, eru nú að
markaðssetja rafbUa eða bUa með
fjölorkuvélum. Þeir sjá fram á að
þessir bUar muni ná velgengni um
leið og almenningur skynjar að þeir
eru ódýrari í rekstri og jafhframt með
ódýrari tryggingar en hefðbundnir
bUar.“
1500 framleiðendur ökutækja, raf-
geyma og orkusella, raforkusalar og
aðrir sem komu nálægt þessari grein
bUaiðnaðarins söfnuðust saman á
sýnmgarsvæðinu í Heysel í Brussel
dagana 30. september tU 3. október,en
þá var haldm þar stærsta sýning og
ráðstefha sem haldin hefúr verið tU
þessa í Evrópu um þessa nýju tækni.
Um leið og áhrif umhverfisvemdar
verða meiri og almenningur er þreytt-
ari á auknum hávaða og mengun stór-
borganna, er bUaiðnaðurinn undir
stórauknmi pressu að koma fram með
ökutæki sem knúin em öðrum orku-
gjöfum en hefðbundnum sprengi-
hreyflum, eða bUvélum eins og við
þekkjum þær nú.
Að mati AVERE vora um 15.000 raf-
bílar í umferð í Evrópu á árinu 1997
en aðeins um 3.000 samtals í Banda-
ríkjunum og Asíu. Flest þessara öku-
tækja era í eigu aðUa sem reka fyrir-
tæki á borð við almenningsvagna, en
enn er eftir að sannfæra almenning
um notagUdi rafbílanna.
Að sögn Vergels er búið að yfirstiga
mörg af þeim vandamálum sem ein-
kenndu eldri gerðfr rafbUa. Nú fer
meðalbillinn um 100 kUómetra áður
en hann þarfnast endurhleðslu, há-
markshraðfrm er um 100 km/klst. og
orkunotkunin er um 0,2 kUóvött á
hvem ekinn kUómetra.
í samanburði við hefðbundna bUa
er rafbUlinn nú sneggri af stað á
grænu ljósi og sendir frá sér um 50%
af koltvísýringi (C02), eða gróður-
húsalofti, sem á sinn þátt í hækkandi
hitastigi jarðar.
„Við þurfum vissulega að menga tU
að framleiða raforku tU að knýja bU-
ana, en sú mengun á sér stað í raf-
orkuverinu en ekki inni í borgunum
þar sem mengunin er nú stærsta
vandamálið. Rafbílar valda ekki
mengun né hávaða," segir Vergels.
Hann viðurkennir þó að það þurfi
að yfirstíga mörg vandamál áður en
rafbUar verði almennir, þar á meðal
of hátt verð, óþægindi við endur-
hleðslu rafgeyma og siðast en ekki
síst vantrú almennings.
RafbUar era nú margir hveijir tvö-
falt dýrari en hefðbundnir bílar og
liggur munurinn að mestu í því hve
rafgeymamir era dýrir.
Vergels segir framleiðendur raf-
geyma sifellt vera að endurbæta
tækni sína og þar sé einkum horft til
nýrra rafgeyma úr lítíum. Salan tekur
hins vegar ekki við sér fyrir alvöra
fyrr en yffrvöld sjá sér hag í því að
lækka gjöld á þessum bUum tU að
gera þá að áhugaverðari valkosti.
„Það er aukin eftirspurn meðal
þeirra sem gera út stærri bUafiota,
sérstaklega i Frakklandi, þar sem raf-
orkusölufyrfrtækið Electricite de
France heldur þessari tækni á lofti,
vegna þess að þar era menn famir að
sjá að rekstur slíkra ökutækja er
ódýrari ef horflt er tU reksturskostnað-
ar yfir aUan endingartíma bUsins, en
almenningur horfir áfia jafnan fyrst
og fremst á sjálft kaupverðið.
Kaupendur eru í vöm gagnvart bU-
um sem stoppa eftir 100 kUómetra og
tekur átta klukkutíma að hlaða aft-
ur,“ segir Vergels.
Staðreyndin er hins vegar sú að 90
af hundraði ökumanna aka ekki
nema um 40 khómetra á dag og hafa
aðstöðu tU endurhleðslu yfir nótt. En
við erum að vinna að hraðri endur-
hleðslu sem tekur aðeins 30 minútm-
og höfum ýtt undir yfirvöld að koma
upp slíkum endurhleðslustöðvum á
almennum bílastæðum," segir Verg-
els.
„Þessi vantrú ökumanna og ófúU-
komnir rafgeymar hafa orðið tU þess
að ýta undir bUa með fjölorkuvélum,
bUa sem ganga bæði fyrir bensíni og
rafmagni, sem málamiðlun."
Þegar er ákveðið að Toyota Prius,
bUl sem bæði gengur fyrir rafinagni
og bensíni, komi á Evrópumarkað um
aldamótin og evrópsku framleiðend-
umir hafa verið að gera tilraunir með
slíka bUa og má þar á meðal nefna
Volkswagen sem smíðað hefúr Golf
með slíkri fiölorkuvél, sem notar
bæði rafmagn og sprengihreyfil.
-JR/Reuters
Tveir slíkir bílar komu hingað
til lands fyrir nokkrum árum og
voru kynntir með viðhöfn í
danska sendiráðinu á sínum tíma
en hljótt varð um framhaldið.
Þegar framleiðslan var komin
vel á rekspöl á árinu 1995 þá setti
Westergaard í gang samsetningar-
verksmiðju í Nordhausen í fyrrum
austurhluta Þýskalands. Þetta var
gert með aðstoð frá þýska ríkinu
og lánum frá þýskum bönkum.
Strax á árinu 1996 lenti Kewet í
fiárhagsvandræðum. Vandamálin
urðu stærri og að lokum fór þýska
fyrirtækið á hausinn. Westergaard
flutti framleiðsluna aftur heim til
Danmerkur. Framleiðslunni var
haldið áfram í leiguhúsnæði en
með gjaldþrotinu á dögunum er
ævintýrið úti.
Knud Erik Westergaard er þó
ekki af baki dottinn og er sann-
færður um að rafbílar séu framtíð-
in. „Ég sé stóra möguleika fyrir
rafbíla á næstu tfu árum,“ segir
þessi danski iðnjöfur.
NGK
kerti, notuð af
fagmönnum.