Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 4
36 LAUGARDAGUR 9. JANUAR 1999 mtar Reynsluakstur Land Rover Defender 110 Storm: Nú kominn með 5 strokka dísilvél Fjöðrin hefur rekið verslun og verkstæði sem framleiðir púst- kerfi, auk þess að reka sér- smíðaverkstæði í öðru húsnæði í nágrenni versl- unarinnar. þeirra, verið með innflutning á boddíhlutum fyrir bíla, auk þess að selja ýmsan aukabúnað. Þá hefur Fjöðrin rekið sérsmíðaverkstæði sem sinnt hefur sérhæfðum við- gerðum og smíði sérbúinna púst- kerfa. Um áramótin voru 19 starfsmenn hjá Fjöðrinni. að mjög auðvelt er að lesa umferð- ina í kringum sig. Auðvitað er Defender helsti merkisberi gömlu Land Rover-hefð- arinnar. Maður situr kloss úti í hurð. Það væri glapræði að hafa einn lykil fyrir bæði hurð og sviss. Fjarstæða að hafa samlæsingar. Hverjum dytti í hug að hafa sviss- inn hægra megin á stýrisstönginni? Ef sett væri upp einfaldari og auð- Það er ekki bara að 5 strokka 122 ha. túrbínudisiilinn í Land Rover Defender 110 Storm sé öflugri en gamla 4 strokka 113 ha. vélin heldur er þessi vél til muna hljóðlátari. Sá bíll sem núna var prófaður var upp- hækkaður á 35 þumlunga dekk en ekki með breytt hlutfófl. Engu að síður var hann ágæt- lega sprækur, ekki síst miðað við sína ríflega tveggja tonna þyngd. Það á ekki síst við um upptaktinn - munur- inn verður hverfandi þegar komið er á þjóð- vegasiglingu. Þó er gott, og stundum ör- yggisatriði, að eiga þennan viðbótarkraft til góða, til dæmis ef þarf að táka fram úr í fremur þröngu færi. Á svona bil er mað- ur ekkert að velta vöngum yfir því hvort maður muni komast leiðar sinnar. Það er bara lagt á fjallið þar sem maður kemur að því. Öflugur dísilnið- urinn ýtir undir til- finningu um traust og getu. Og þegar komið er í læst lágadrif er í raun fátt sem stenst hann. Hann þrammar sína leið meðan hjólin hafa eitthvað í að taka. Ef maður lítur í kringum sig er kannski óhætt að segja að Land Rover Defender sé síðasta alvörutækið í þessum flokki bíla. Hinir eru aflir orðnir svo fínir að menn veigra sér við að leggja þá í verulegar torfærur. Á þeim er rispa á hlið veruleg skemmd sem þarf að laga dýrum dómum. Hún er kannski til leiðinda á Land Rover Defender en það liggur svo sem ekk- ert á að flýta sér að gera við hana. Og ekki ryðgar álið. Það er dálítið gaman að því að enn skuli Land Rover eftir 50 ár framleiða vinnubíl sem gerir engar kröfur tfl að vera fínn sparibíll í bland. Og þó er Defender 110 Storm - Storm er til að gefa til kynna að þessi sé með 5 strokka vél - í meiri sparifötum en sá Stormlausi var bara í fyrra. Hér eru komnir betri stólar frammi í og ekki síst er mið- bekkurinn betri. Og kannski má það teljast til sparimála að með 5 strokka vélinni er hægt að hlusta á útvarpið í Defend- er, líka meðan bíllinn er á ferð. Áður fyrr var fátt um lokuð hólf í Land Rover. í þessum bíl er komið lokað hólf rnifli framsæt- anna. Jafnframt virkar það sem ágæt armhvíla sem flokkast jafn- vel undir munað í svona bíl. Niður af framrúðu að inn- anverðu er opin hilla þar sem auð- velt er að týna smádóti en fram af henni eru túður sem hægt er að opna ef mönnum gerist heitt í hamsi inni í bílnum - gamalt og gott ekta Land Rover-ein- kenni. Defender 110 Storm er trukkur. Hann á það nafn skilið jafnvel enn frekar en jeppi. Gott og vel, jeppatrukkur, ef þið endilega viljið. Að framan eru tveir ágætir stólar og milli þeirra stór kassi með iæstu loki. Hann gildir jafnframt sem armhvíla. Snjósletta af þessu tagi verður Land Rover Defender lítill farartálmi. Nokkrar tölur: Þó hann sé aflþokkalega klæddur að innan sér víða í beran málminn og það er ekkert verið að fara of nauið með slípirokk á suðurnar. Hann er stór, þykkur og öflugur hvar sem á er litið eða tekið. Stýrishjólið er svert, með miklu þvermáli. Gír- stöngin er gríðarlegur fleinn upp úr gólfinu. Maður heyrir tíst hér, skvík þar. Engu að síður fer bíllinn ágætlega á vegi og er lið- legur i umferð- inni - eigin- lega svo lipur að maður verður undr- andi. Kúpling- in er létt, skiptingin rat- vís, stýrið gott, maður sér afar vel út úr bílnum og situr svo hátt skildari stýring á miðstöðinni myndi það skafa talsvert af sjarm- anum. Snúningshraðamæli? Til hvers? Hefurðu ekki eyru? En fyrir þann sem þarf að fara ótroðnar slóðir í bland en vill jafn- framt geta farið með gesti og gang- andi á mannamót ef svo ber undir er Land Rover Defender 110 Storm Vél: 5 strokka 2,5 1, 122 hö. v. 4200 sn. mín, 300 Nm v. 1950 sn. mín. Eyðsla skv. meginlandsstaðli 9,7- 12,7-10,8 I á 100 km, miðað við þjóðvegaakstur-borgarakstur-meðal- tal. 5 gíra, handskiptur. Hátt og lágt aldrif, læsanlegt hvort heldur er í háa eða lága. Lengd-breidd-hæð: 4599-1790- 1993 mm, miðað við óbreyttan bíl. Hjólahaf: 2794 mm. Eigin þyngd: 2055 kg (óbreyttur bíll). Hjólastærð: 35“ (breyttur bíll). Verð frá kr. 2,8 milljónum. Umboð: Bifreiðar og landbúnaðar- vélar. Verklegur jeppi á myndarlegum hjólum - kemst þangað sem honum er ætlað að fara. Aftur í er kominn heill bekkur - út af fyrir sig þægilegri heldur en smástólarnir sem lengst af voru áður. Aftan við þá eru fjögur sæti sem snúa út á hlið. ákjósanlegur bíll. Hann er með sæti fyrir 8 farþega, þar af Qóra á hliðstæðum sérstólum aftast. Fjöðrun- in er öll önnur og betri en var á gamla Land Rover - er raunar ekki hægt að nefna það i sama orðinu. En enn þann dag í dag er til fólk sem fussar og svei- ar yfir Land Rover af því hann sé svo hastur. Leyfið mér að segja það í eitt skipti fyrir öll: Sú tíð er liðin fýrir langalöngu. Land Rover er ekki lengur hastur, fyrir utan að hann er enn mýkri þegar búið er að setja hann á stór og breið dekk. Hvað skyldi nú svona gripur kosta? Grimnverðið á bíl eins og hér var próf- aður er 2.950.000 krónur. Breytingin, upphækkun, brettakantar og stigbretti, 35 þumlunga dekk á 10 þumlunga breiðum felgum, kostar rétt um 400 þúsund krónur. Þannig breyttur Defender - eins nærri því að verða lúxusjeppi og Defender framast kemst - kostar þannig með öllu rétt um 3,4 milljónir. Miðað við margt annað skilar það talsvert miklu fyr- ir peninginn. Til er ódýrari útgáfa af Defender 110 Storm. í hana er minna borið í sætum og innréttingum og hún er ekki með sóflúgu. Þannig búinn kostar bíllinn 2,8 milljónir. Þetta er sú gerð sem björgunarsveitir lands- ins taka gjarnan til sinna verkefna, enda er verðið til björgunarsveit- anna komið niður í 1750 þúsund krónur. -SHH Bílanaust hefur keypt bílabúðina Fjöðrina í Skeifunni og tók við rekstrinum nú um áramótin. Að sögn Reynis Matthiassonar, framkvæmdastjóra Bílanausts, er þessa dagana verið að skoða með hvaða hætti fyrirtækið verði rekið á næstunni. Þegar hefur verið ákveðið að útibú Bílanausts í Skeifunni, áður Háberg, sem er handan götunnar, verði sameinað verslun Fjaðrarinn- ar, og jafnframt er verið að skoða með hvaða hætti rekstri fyrirtækis- ins verði haldið áfram. Fjöðrin hefur rekið verkstæði sem framleiðir púst- kerfi fyrir bíla og sá um ísetningu Bílabúðin Fjöðrin í Skeifunni er nú komin í eigu Bíla- nausts og á næstunni er ætlunin að verslun Bílanausts í Skeifunni, áður Háberg, sem er handan götunnar, verði flutt þangað og sameinuð Fjöðrinni. VATNSKASSALAGERINNSfif] Smiðjuvegi -4 A, 20(T is<>[)avogi Vatnskassasala og viðgerðir Sfmar: 587 4020 og 567 0840 Fax: 567 0815 FJOÐRIN —. PUSTKCRrl - SEItSMí: DEUPARAR • ISCTMKLís Bílanaust kaupir Fjöðrina -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.