Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 23 Iþróttir Fylkir 8 6 2 0 216-154 14 Breiðablik 10 6 1 3 261-222 13 Fjöinir 12 4 1 7 281-280 9 Hörður 12 3 1 8 245-298 7 Völsungur 11 3 1 7 225-292 7 Ögri 12 0 1 11 193-369 1 Skrautlegt - 4 sáu rautt þegar UMFA lagði ÍBV, 27-26 „Þetta var mjög erfiður þröskuld- ur að yfirstíga. Við mættum Eyja- mönnum einnig í 8-liða úrslitunum í fyrra, þá í efsta sæti í deildinni eins og núna, en töpuðum. Við ætl- uðum ekki að láta sama leikinn end- urtaka sig, við unnum leikinn og það erum við afar sáttir með. Dóm- ararnir misstu að mínu mati tökin á leiknum," sagði Bjarki Sigurðsson úr Aftureldingu við DV eftir sigur á ÍBV í bikarkeppninni, 27-26, í ansi skrautlegum leik í Mosfellsbæ. Afturelding er þar með komið í undanúrslit í fyrsta skipti í sögu fé- lagsins. Útlitið virtist allt annað en glæsilegt hjá Aftureldingu en þegar 23 mínútur voru liðnar af fyrri hálf- leik höfðu 3 lykilmenn úr þeirra röð- um fengið að líta rauða spjaldið. Fyrst Alex Troufan fyrir kjaftbrúk, Litháinn Gintas fyrir að skjóta í höf- uð Sigmars Þrastar úr vítakasti og síðan Magnús Már Þórðarson fyrir þriðju brottvísunina. Þorbergur Aðal- steinsson þjáffari fékk einnig útilok- un fyrir að æða inn á leikvöllinn. Eyjamenn fóru inn í leikhlé með eins marks forystu, 11-12. í síðari hálfleik voru Aftureld- ingarmenn mjög einbeittir og sýndu og sönnuðu að maður kemur í manns stað. Bergsveinn Bergsveinsson varði vel í markinu, Einar Gunnar Sigurðs- son fór á kostum í vöminni og var ennffemur drjúgur í sókninni. Ungur piltur, Níels Reynisson, sem ailajafna leikur fyrir utan fór inn á línuna og leysti það verkefhi með sóma. Bjarki Sigurðsson var ennfremur góður í síðari hálfleik. Leikurinn var spennandi undir lokin. Eyjamenn börðust uns yflr lauk og reyndust heimamenn sterkari á lokasprettinum. Sigmar varði 16 skot og 1 vítakast. Hann var ásamt Guðfinni og Svavari bestur hjá ÍBV. Mörk Aftureldingar: Savukynas Gintaras 7, Bjarki Sigurðsson, 6, Einar Gunnar Sigurðson 6/4, Níels Reynisson 3, Sigurður Sveinsson 2, Galkauskas Gin- tas 2, Hafsteinn Hafsteinsson 1. Mörk ÍBV: Guðfinnur Kristmannsson 7/2, Valgarð Thoroddsen 6/3, Svavar Vignisson 6, Daði Pálsson 2, Emil Ander- sen 2, Sigurður Bragason 2, Haraldur- Hannesson 1. -JKS Fjölnir-Hörður............28-28 Fylkir-Hörður ...........28-20 Júlíus Sigurjónsson 9, Ingólfur Jó- hannesson 5, Ólafur Örn Jósepsson 5 - Ásmundur Guðmundsson 10. Víkingur-Ögri ............38-14 Þór A. 11 8 2 1 294-198 18 Víkingur 8 7 1 0 237-139 15 Konur - 8-liða úrslit: iBV-KA ...................20-15 Stjarnan-Haukar ..........16-25 Fram-Grótta/KR............28-25 FH-Vikingur...............30-24 Einar Baldvin Árnason er hér að skora eitt þriggja marka sinna gegn KA á laugardaginn. Á innfelldu myndinni fær Gróttu/KR maðurinn Davíð B. Gíslason „einn á lúðurinn" hjá einum varnarmanni KA-liðsins. DV-mynd Hilmar Þór BIKARKEPPMIN Karlar - 8-liða úrslit: Völsungur-FH .............17-32 Valur B-Fram..............17-27 Grótta/KR-KA .............25-22 Afturelding-lBV...........27-26 2. DEILD KARLA 8 liða úrslit bikarkeppninnar í handbolta á laugardag: Bikarævintýri - Grótta/KR komið í undanúrslit bikarsins eftir sigur á KA Grótta/KR heldur áfram að koma á óvart í bikarkeppni karla í hand- bolta og á laugardag sló liðið í 11. sæti 1. deildarinnar út KA sem er í 5. sæti. Bikarmeistarar Vals fóru sömu leið í 16 liða úrslitunum. Það lítur út fyrir að leikmenn Gróttu/KR séu búnir að hoppa inn í lítið bikarævintýri. Grótta/KR vann leikinn 25-23 en spennan var mjög mikil allan tím- ann og liðin skiptust á að eiga góða og slæma kafla. KA átti góðan endasprett f fyrri háifleiknum meö því að gera 4 af síðustu fimm mörk- unum og minnka muninn í eitt mark, 14-13, í hálfleik. í byrjun seinni hálfleiks virtist sem KA væri að taka yfir leikinn, liðið skoraði 6 af fyrstu 8 mörkum hálfleiksms og komst í 16-19. Þá tók Ólafur Lárusson, þjálfari Gróttu/KR, leikhlé, heimamenn komu sterkir inn eftir það og tryggðu sér sigur og sæti I undanúr- slitum með því að gera 9 mörk gegn 4. Magnús kom með kraftinn Það munaði miklu fyrir heima- menn þegar Magnús Agnar Magnús- son kom inn á í seinni hálfleik og færði sínum mönnum kraftinn sem til þurfti að slá út gestina að norð- an. Hann átti síðan stóran þátt í að tryggja sigurinn með þvi að gera þrjú síðustu mörk liðsins. Það að Leó Örn Þorleifsson skyldi fá þriðju brottvísun sína 3 mínútum fyrir leikslok hafði mikil áhrif á leik KA. Þar fór Jóhann fyr- irliði fyrir sinum mönnum með því að gera 6 mörk úr 7 skotum, fiska 2 víti og 4 leikmenn Gróttu/KR út af. Vandræðagangur í sókninni háði KA enda réðu þeir illa við framliggj- andi vörn heimamanna. Mjög svekkjandi Atli Hilmarsson var skiljanlega ekki ánægður í leikslok: „Mínir menn slökuðu á eftir að hafa byrjað leikinn vel. Við fundum síðan aldrei taktinn í fyrri hálfleik og það kom aldrei stemning í þetta hjá okkur. Við lentum í miklum vandræðum í fyrri leiknum í deildinni og stálum sigrinum þar og við vissum að þetta yrði mjög erfitt. Þetta er mjög svekkjandi og engum að kenna nema okkur sjálfum." Alveg búinn Magnús Agnar lék aðeins seinni hálfleikinn en var samt lykiliinn að sigrinum. „Ég er búinn að liggja veikur i 5 daga og er alveg búinn þrátt fyrir að spila bara hálfan leik- inn. Það væri nú ljúfara ef gengi eins vel í deildinni en þetta hefur fallið með okkur i bikarnum. Við áttum harma að hefna frá því í fyrri leiknum og gáfum allt okkar. Við verðum að halda okkur uppi og ef við spilum eins og menn á það að takast.“ Mörk Gróttu/KR: Zoltán Bragi Belánýi 8/5, Armands Melderes 4, Magn- ús Agnar Magnússon 3, Einar B. Árnason 3, Gylfi Gylfason 2, Davíð B. Gislason 2, Ágúst Jóhannsson 1, Alexander Petter- sons 1, Gísli Kristjánsson 1. Sigurgeir Höskuldsson varði 5 skot og Hreiðar Guðmundsson varði 6 skot. Mörk KA: Jóhann G. Jóhannsson 6, Halldór Sigfússon 6/6, Lars Walther 5, Hilmar Bjamason 4, Sævar Ámason 1 og Guðjón Valur Sigurðsson 1. Sigtryggur Albertsson varði 12 skot, þar af eitt víti. Bikarinn í körfuknattleik: Létt hjá Stólunum DV, Sauðárkróki: Stjömumenn úr Garðabæ urðu Tindastólsmönnum lítil hindrun þegar liðin áttust við í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ á Króknum í gær. Strax í upp- hafi var ljóst hver munurinn er á milli úrvalsdeildar og fyrstu deildar, staðan í leikhléi var 51-26 og lokatölur 93-53. Hjá Tindastóli var Arnar Kárason skæður og Ómar, Woods, ísak og Svavar áttu einnig mjög góðan leik. Hjá Stjörnunni var Eiríkur Þór Sig- urðsson besti maður ásamt Kevin Granberg sem var sérlega sterkur undir körfunni og í vamarleiknum. Stig Tindastóls: Amar Kárason 26, Ómar Sigmarsson 18, John Woods 13, ísak Einarsson 10, Svavar Birgis- son 9, Stefán Guðmundsson 6, Valur Ingimundarsson 6 og Sverrir Þór Sverrisson 5. Stig Stjörnunnar: Eirikur Þór Sigurðsson 15, Steinar Hafberg 9, Karl Guðlaugsson 6, Kevin Granberg 6, Eyjólfur Jónsson 4, Davíð Ásgríms- son 4, Guðjón Jóhannsson 4, Jón Gunnar Magnússon 3 og Sigurjón Lámsson 2. Þriggja stiga körfur: Tindastóll 14, Stjaman 7. Vítahittni: Tindastóll 9/12, Stjaman 8/14. Fráköst: Tindastóll 27, Stjaman 25. Dómarar: Leifur Garðarsson og Einar Þór Skarphéðinsson, ágætir. Áhorfendur: 170. -ÞA Vitlaus innáskipting - var vendipunkturinn í leik Fram og Gróttu/KR Fram og FH tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í bikarkeppni kvenna í hand- knattleik í gærkvöldi og komust þar með í hóp ÍBV og Hauka. Fram lagöi Gróttu/KR, 28-25, í spennandi leik en staðan í hálfleik var 15-13. Vendipunkturinn í leiknum var þegar tvær og háif mínúta vom eftir. Staðan var þá jöfii og Grótta/KR með boltann en vitlaus innáskipting hjá Gróttu/KR kostaði eina manneskju út af og það færðu Framarar sér í nyt. Mörk Fram: Jóna B. Pálmadóttir 11, Marina Soueva 9, Svanhildur Þengilsdóttir 3, Dí- ana Guðjónsdóttir 3, Steinunn Tómasdóttir 1, Olga Prokhorova 1. Mörk Gróttu/KR: Harpa Ingólfsdóttir 6, Ágústa Björnsdóttir 5, Eva Hlööversdóttir 4, Edda Kristinsdóttir 3, Helga Ormsdóttir 2, Kristln Þórðardóttir 2, Katrín Tómasdóttir 1, Sig- ríður Jónsdóttir 1. „Stefnum á bikarmeistaratitilinn" í Kaplakrika sigraði FH Víking, 29-24, eftir að hafa leitt í hálfleik, 12-9. Góö byrjun FH í fyrri og seinni hálfleik gerði gæfumuninn. FH komst i 9-3 og skor- aði svo 8 fyrstu mörkin í upphafi síðari hálfleiksins en á þeim kafla breyttu dóm- aramir leiknum í skrípaleik og bitnaði slök dómgæsla þeirra meira á Víkingum. „Þetta var besti leikur okkar í vetur. Við tóku Kristínu úr umferð og tókum Svövu fast og þar rneð var mesti broddurinn úr leik Víkinga," sagði Magnús Teitsson, þjálfari FH, sem féll út úr bikamum og á íslandsmótinu fyrir Víkingi á síðasta tímabili. „Þetta var frábært og nú höfum við tekið stefnuna á bikarmeistaratitiiinn," sagði Guðrún Hólmgefrsdóttir, leikmaður FH, eftir leikinn. Mörk FH: Guörún Hólmgeirsdóttir 8, Þórdis Brynjólfsdóttir 7/4, Dagný Skúladóttir 5, Björk Ægisdóttir 4, Hildur Erlingsdóttir 3, Drífa Skúladóttir 1, Hafdis Hinriksdóttir 1. Mörk Vlkings: Heiðrún Guðmundsdóttir 6, Kristfn Guðmndsdóttir 4/1, Helga Jónsdóttir 4, Inga L. Þórisdóttir 3, Halla M. Helgadóttir 2/1, Ragnheiöur Ásgeirsdóttir 2, Svava SigurA ardóttir 1, Maria Rúnarsdóttir 1, Helga Jónsdóttir 1. Það var skarð fyrir skildi fyrir Víking að Guðmunda Kristjánsdóttir lék ekki með en hún er erlendis vegna náms síns. -GH/BB Tvær „gamlar“ góðar með Fram Fram tefldi fram tveimur „gömlum“ góðum handknatt- leikskonum 1 leiknum gegn Gróttu/KR í bikarkeppninni gær. Þetta voru þær Guðríður Guðjónsdóttir og Arna Steinsen sem á árum áður gerðu garðinn frægan með Fram þegar liðið var best íslenskra félaga í kvenna- handboltanum. Þær stöllur eiga ekki langt í fertugsaldurinn. Guðríður verður 39 ára á þessu ári og Arna 37 og hver veit nema að þær verði með fram á næstu öld. -GH ÞÍN FRÍSTUND -OKKARFAG BtLDSHÖFÐA - Blldshöfða 20 - Slmi 510 8020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.