Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 11. JANUAR 1999 Stórsigur Hauka í bikarnum - bls. 22 Ágúst Gylfason: komiö fer líklega til Norrköping Agúst Gylfason knatt- spyrnumaður kemur til landsins slðdegis í dag með tilboð í farteskinu frá sænska A-deildar liðinu Norrköping. Ágúst hefur dvalið við æfingar hjá sænska lið- ' inu í viku- tíma og í gær- kvöldi fékk hann í hendurnar tilboð frá forráða- mönnum félagsins. Gangi hann að tilboðinu verða tveir íslend- ingar í herbúðum liðsins en Þórður Þórðar- son, markvörður ÍA til margra ára, gekk í raðir félagsins í haust. Félag sem ætlar sér stóra hluti „Ég ætla að skoða samninginn heima í rólegheit- um og mun gefa Norrköping svar í vikunni. Mér leist mjög vel á allar aðstæður og klúbbinn almennt. Það er fullt af ungum efnilegum leikmönnum í lið- inu og mér sýnist að félagið ætli sér stóra hluti i framtíðinni," sagði Ágúst í samtali við DV. Ágúst hefur leikið síðustu 4 árin með Brann í Noregi. Félagið bauð honum að framlengja samninginn um eitt ár en Ágúst hafnaði því og í kjölfarið kom hann heim eftir að hafa reynt fyrir sér hjá enska B- deildar liðinu Tranmere. Flest félög- in í íslensku úrvalsdeildinni settu sig í samband við Ágúst með það fyr- ir augum að fá hann til liðs við sig en nú bendir flest til þess að hann gangi til liðs við Norrköping -GH Jóhann í Keflavík Jóhann R. Benediktsson, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu frá Eskifirði, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Keflvíkinga. Jó- hann er 18 ára og vakti talsverða athygli í leikjum sínum með KVA í 1. deildinni síðasta sumar. Annar efnilegur Austfirðingur, Hjáhnar Jónsson úr Hetti, er væntanlega einnig á leið til Keflavíkur. -VS Gunnar Örn Ólafsson úr Ösp vann besta afrekíö á hinu árlega Ný- árssundmóti fatlaðra barna og unglinga sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur á laugardaginn. Gunnar fékk fyrir það Sjómannabik- arinn til varðveislu en hann var á sínum tíma gefinn til mótsins af Sigmari Ólasyni, sjómanni á Reyðarfirði. -VS/DV-mynd HH Þorbjörn Jensson: „Helling- ur i iii i - en ræöir fyrst við HSÍ Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, mun á næstu dögum setjast niður með með stjórn HSí og ræða um framtíð sína en þjálfarasamningur hans við sambandið rennur út í vor. „Ég er ekki búinn að ganga frá neinu en ég reikna með að ræöa málin við HSÍ mjög fljótlega. Ég er svo sem alveg tilbúinn að halda áfram mínu starfi. Það er helling- ur annað í boði en ég er búinn að lofa Guðmundi Ingvarssyni, for- manni HSÍ, því að fyrst ræði ég við hann. Mér finnst það sanngjarnt hans vegna og ég ætla að standa við það," sagði Þorbjörn í samtali við DV í gær. Næsta verkefhi íslenska lands- liðsinsxyerður 14.-21. mars þegar þaö kepþir í svokallaðri heimsbiJk- arkeppni en þær þjóöir sem urðu í 8 efstu sætunum 1HM í Kumamoto á síðasta ári verða þar. Þorbjörn segist hafa verið að fylgjast með leikmönnum hér heima og sjá hvaða leikmenn eiga erindi í hóp- inn sem kemur saman í Svíþjóð rétt áður en heimsbikarmótið hefst. í maí leikur svo íslenska liðið við Svisslendinga og Kýpurbúa i forkeppni fyrir undankeppni Evr- ópumótsins. Þá mun U-21 árs liðið leika i apr- Umánuöi í undankeppni fyrir heimsmeistaramót unglinga sem fram fer í Sádi-Arabíu í ágúst. ís- land er í riðli með Slóvaklu, Grikk- landi og einni annarri þjóð sem á þessari stundu er ekki h'óst hver er og verður riðillinn spilaður í Slóvakíu. Efsta þjóðin í und- ankeppninni kemst í úrslitin. -GH Hópur Leiftursmanna stækkar Leiftursmenn frá Ólafsfirði hafa enn stækkað leikmannahóp sinn fyrir knattspyrnuvertíðina í sumar. Þeir fengu enn einn Þórsarann frá Akureyri til liðs við sig á dögunum. Það er Örlygur Helgason, sem er lengst til hægri á myndinni, en með honum eru hinir nýju Þórsararnir í Leiftri, Hlynur Birgisson og Ingi Hrannar Heimisson. Þá hafa Ólafsfirðingar samið við færeyska landsliðsmanninn Sámal Joensen en hann er 24 ára miðjumaður sem kemur frá GÍ í Götu. -VS/DV-mynd HJ Blatter skammaður Lennart Johansson, forseti UEFA, Knattspyrnusambands Evr- ópu, veitir Sepp Blatter, forseta FIFA, Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, alvarlega ádrepu í viðtali í þýska blaðinu Der Spiegel sem kom út í morgun. Johansson gagnrýnir harkalega hugmynd Blatters um að halda heimsmeistarakeppnina á tveggja ára fresti í stað fjögurra og kallar hana hreina dellu. „Við megum ekki skemma stærsta íþróttaviðburð heims af ásettu ráði. Þá gæti farið fyrir knattspyrnunni eins og íshokkíinu, þar sem haldin eru heimsmeistara- mót á hverju ári, sem fáir hafa áhuga á. Við megum ekki láta græðgina í meiri peninga stjórna okkur. Leikjaálagið hjá knatt- spyrnumönnum í Evrópuer orðið svo mikið að ef HM verður á 2ja ára fresti er hætt við að Evrópuþjóðirn- ar yrðu aðeins með í annað hvert skipti," segir Johansson. Hann bætti því við að Blatter ætti ekki að haga sér eins og einræðis- herra í embættinu. „Forseti á að hlusta á allar skoðanir og stjórna út frá því," segir Svíinn aðsópsmikli. -VS Tími Arnar hefði dugað Á heimsbikarmóti í sundi 125 metra laug sem fram fór í Hong Kong um helgina sigraði Þjóö- verjinn Steve Thelok í 200 metra baksundi. Hann kom í mark á 1:55,52 mínútu. Þetta er lakari tími en hjá Erni Arnarsyni þeg- ar hann tryggði sér Evrópu- meístaratitlinn í þessari grein en sigurtími hans var 1:55,16 mlnúta. -GH Einvígi íslend- ingaliöanna íslendingaliðin Dormagen og Willstátt héldu áfram sigur- göngu sinni í þýsku B-deildinni í handknattleik um helgina. Gúst- af Bjarnason skoraði 3 mörk fyr- ir Willstatt sem vann Mulheim, 27-24, og Dormagen vann Saar- briicken á útivelli í gær, 18-23. Dormagen og Willstatt eru með 34 stig hvort og síðan kemur Leutershausen með 29 stig. -VS Naumur sigur SR Skautafélag Reykjavíkur vann Björninn, 6-5, í hörkuleik á ís- landsmótinu í Ishokkí í Skauta- höllinni í Laugardal á laugar- dagskvöldið. Heiðar Ingi Ágústs- son 2, Sigurður Sveinn Sigurðs- son 2, Sigurbjörn Þorgeirsson og Jónas Stefánsson skoruðu fyrir SR en Jónas Breki Magnússon 2, Marteinn Sigurðsson, Ragnar Hlöðversson og Agnar Stefáns- son fyrir Björninn. -VS Lottó: 15 20 22 32 33 B: 14 Enski boltinn: xx2 llx xll xxll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.