Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 6
m a t u r www visir is AMIGOS ★★★ Tryggvagötu 8, s. 5111333. „Erfitt er aö spá fyrirfram í matreiðsluna, sem er upp og ofan." Opiö í hádeginu virka daga 11.30- 14.00, kvöldin mán.-fim. 17.30-22.30, fös-sun 17.30-23.30. Barinn er opinn til 1 á virkum dögum en til 3 um helgar. ARGENTÍNA ★★ Barónsstíg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalaö." OpiO 18-23.30 v.d., 18-3 um heigar. ASÍA ★ Laugavegl 10, s. 562 6210. Opib virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar. CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499. CARPE DIEM Rauöarárstíg 18, s. 552 4555. CREOLE MEX ★★★★ Laugavegi 178, s. 553 4020. „Formúlan er líkleg til árangurs, tveir eigendur, annarí eldhúsi og hinn í sal, og fókusinn á matreiðsluhefðum skilgreinds svæöis, í þessu tilviki suðurstrandar Banda- ríkjanna, Louisiana, Texas og Nýju-Mexíkó." Opiö 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en 18- 23 um helgar. EINAR BEN Veltusundl 1. 5115 090. OpiO 18-22. GRILLIÐ ★★★★ Hótel Sögu v/Hagatorg, s. 5252 9960. „Glæsilegur útsýnissalur milli- klassahótels með virðulegri og aiúðlegri þjónustu, samfara einum allra dýrasta matseðli landsins." OpiO 12-14.30 og 19- 22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og iaugardaga. HARD ROCK CAFÉ ★★ Kringlunni, s. 568 9888. HÓTEL HOLT ★★★★★ Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti þer í matargerðarlist af öörum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin matreiðsla, sem gerir jafnvel baunir að Ijúfmeti." OpiO 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óölnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel f einni og sömu máltíð." Opib 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóð- ir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnaöur, en fáir minnis- stæöir." OpiO frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Laugavegl 11, s. 552 4630. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Kínahúsið er ein af helztu matarvinjum miðbæjarins." OpiO 11.30-14.00 og 17.30- 22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á sunnudögum. KÍNAMÚRINN ★★★ Uugavegl 126, s. 562 2258 LAUGA-ÁS ★★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553 1620. „Franskt bistró aö íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda í kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan af landi og frá útlöndum." Opiö 11- 22 og 11-21 um helgar. LÆKJARBREKKA ★ Bankastrætl 2, s. 551 4430. MADONNA ★★★ Rauöarárstig 27-29, s. 893 4523 „Notaleg og næstum rómantísk veitingastofa með góðri þjónustu og framþæri- legum Ítalíumat fyrir lægsta verð, sem þekkist hér á landi." OpiO virka daga 11.30-14.00 og 18.00- 23.00 og 17-23.30 um helgar. MIRABELLE ★★★ Smlöjustíg 6, s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiösla alla leið yfir í profiteroles og créme brulée." OpiO 18-22.30. PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131. „Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi til- brigði af góðum pöstum en lítt skólað og of upp- áþrengjandi þjónustufólk.“ OpiO 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar. LA PRIMAVERA ★★★★ Austurstrætl 9, s. 561 8555. „Sjálfstraust hússins er gott og næg innistæða fyrir því.“ Opiö 12.00-14.30 og 18.00-22.30 virka daga og um helgar frá 18.00-23.30. RAUÐARÁ Rauöarárstíg 37, s. 562 6766. REX ★★★★ Austurstrætl 9, s. 511 9111 „Rex kom mér á óvart með góðri, fjölbreyttri og oftast vandaðri matreiðslu, með áherzlu á einföld og falleg salöt, misjafnt eldaðar pöst- ur og hæfilega eldaöa fiskrétti." OpiO 11.30- 22.30. SKÓLABRÚ ★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fögur og fin, vönduð og létt, en dálítið frosin." OpiO frá kl. 18 alla daga. TILVERAN ★★★★★ Linnetsstíg 1, s. 565 5250. „Það eru einmitt svona staðir, sem við þurfum fleiri af til aö fá almenning til að lyfta smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fyrstu þrep almennilegs mataræðis." OpiO 12-22 sunnudag til fimmtudags og 12-23 föstudag og laugardag. VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s. 551 8666. „Tjörnin gerir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar stundum." OpiO 12- 23. ÞRlRFRAKKAR ★★★★★ Baldursgötu 14, s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum fs- lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins númer eitt." Opiö 12-14.30 og 18-20 virka daga og 18-22 um heigar en til 23 föstu- og laugardag. meira á| Annar hver staður í Reykjavík er að breytast í strípiklúbb. Hafnarkráin var að breytast, Duus-hús mun að öllum líkindum breytast á næstu vikum og þetta er fyrir utan alla þá staði sem opnuðu í fyrra. Veitingaiðnaðurinn er hreinlega hættur að þrífast án berrassaðra stúlkukinda. Mikael Torfason fór og tók púlsinn á Geira á Hafnarkránni en kráin sú er nýbúin að fá nafnið: Maxim’s Erotic Whisky Club. Ekkert l ■ # i stelpum Þeir sem hafa keyrt eftir Hafnar- stræti nýlega hafa án efa tekið eftir því að einn alræmdasti bar borgar- innar hefur vægast sagt fengið and- litslyftingu. Það sést ekki inn um gluggana lengur og nýtt nafn kom- ið á rúðuna: Maxim’s Erotic Whisky Club. Við slíka sýn er óhætt að minnast allra deilnanna sem stóðu um Hafnarkrána á sin- um tíma. Nágrannamir voru alltaf að kvarta yfír kúnnahóp Hafnar- krárinnar og Geir karlinn fékk ekki frið til að reka alvöru sjó- arapöbb að þýskri fyrirmynd í Hafnarstræti. Það var því ekki ann- að að gera en að kasta sér inn um dymar á mánudagskvöldi og at- huga hvað væri eiginlega í gangi. Hugguleg stemning Þegar inn er komið er stelpumar á víð og dreif um staðinn. Ég geng að bamum og heilsa Geira. Hann situr við endann og ræðir við Halla dyravörð og samþykkir við- tal um hæl. Hvað kemur til aó þú ferö frá kránni yfir í strípiklúbb? „Fyrst og fremst til að fá frið héma í götunni," segir Geiri og brosir. Við sitjum í betri stofunni og erum báðir með viskí í hönd. Geir vildi endilega sanna það fyrir mér að staðurinn er viskíbúlla. Hann segist hafa yfir þrjú hundmð teg- undir og það sem við drekkum sé braggað í sérrítunnu. Látið liggja í rétt rúm fimmtán ár og komi þá svona milt og fmt á flöskuna. „Að vera með drykkjustað þar sem fólk var að mæta um hádegi og staðurinn var fullur allt fram til tvö, þrjú á nóttunni gerir mann hel- víti þreyttan. Hafnarkráin var upp- haflega hugsuö sem sjóarastaður. Ég var með myndir af skipum úti um allt og veiðarfæri uppi um alla veggi ásamt skipsklukkum. Þetta átti bara að vera sjóarabúlla og við spiluðum meira að segja sjóaraslag- ara héma. Núna er þetta bara keyrt á huggulegri stemningu og ég passa mig á að troðfylla ekki staðinn." Hugsaðirðu þetta þá sem þjónustu viö fastakúnna Hafnarkrárinnar? „Nei. Breytingamar voru ekki gerðar í því skyni. Þetta er alveg nýr staður og það hefur orðið mik- il breyting á kúnnahópnum í kjöl- farið.“ Þaö er vist ómögulegt að segja til um það hvert gamla Hafnarkrá- skrúið fór en hvernig kúnnar eru að sœkja Maxim’s heim? á Hafnarkránni er kominn í góðar átnirí „Þetta er alls konar fólk, bæði karlar og konur. Það er líka æski- legt að fólk sé snyrtilegt til fara og það útilokar marga.“ Og Jinnurðu fyrir mikilli sam- keppni? „Þegar maður er nýr á markaðn- um finnur maður ekki fyrir sam- keppni. En þessi staður tekur bara tæpa 70 kúnna og mér sýnist því kúnnamir mínir ekkert vera að koma frá hinum stöðunum." Hún grasserar sem sagt erótíkin á íslandi. Það opnar nýr staður í lít- illi borg og hinir finna að öllum lík- indum ekki baun fyrir því. Pláss fyrir alla og allir era að opna. Stúlkukindurnar Hvernig útvegaóirðu þér stelpur? „Konan mín, Javoslava Davíðs- son, er eistnesk og hún hafði sam- band við dansskóla úti sem útveg- aði okkur þessa dansara sem era hér.“ Eru þetta þá einhverjar vinkonur hans Jóns Baldvins? Geiri skellihlær og ég lít í kring- um mig. Stelpurnar era ekki ennþá byrjaðar að dansa. Klukkan er bara rétt rúmlega átta og dansinn byrjar ekki fyrr en hálfníu, eða kortér í. Það fer eftir því hversu lengi kúnn- amir era að drösla sér inn á stað- inn, snyrtilega klæddir að sjáif- sögðu og með eitt stykki þúsund kall. Það er aðgangseyririnn en fyr- ir hann geturðu drukkið á barnum. Geir segir að það sé til að hindra að fólk sé að mæta á staðinn án þess Sjanghæ: ★ Feit matreiðsla austurindísk Fátt er minnisstætt frá Sjang- hæ, sem að útliti og innihaldi er eins og þúsundir annarra aust- rænna staða á Vesturlöndum, hvorki lakari né betri. Til dæmis voru djúpsteiktur rækjur hveiti- þykkar og álíka ólystugar og á Asíu neðar við Laugaveginn. Ánægjulegast man ég eftir efnis- miklum pappírsþurrkum og heit- um dúkum, sem gestir fá eftir matinn. Matreiðslan í Sjanghæ er aust- ur-indísk fremur en kínversk, ætt- uð frá Indónesíu eða Vietnam, með þykkum sósum, þótt hún jóðli ekki beinlínis í þeim eins og á áðumefndri Asíu og sé ekki heldur í hreinum pottréttastíl eins og á Bing Dao á Akureyri, botni tilverunnar. En hún er snöggtum lakari en kínverska matreiðslan þurra og ekta í Kína- húsinu við Lækjargötu, sem þar að auki er mun ódýrari staður. Sjanghæ er innréttað í ferða- mannastíl, mikið hólfað niður með reitagrindverki, skreytt upp á kínversku með reitalofti, rauðu teppi, Kinalugtum, blævængjum og kínverskmn styttum í gler- skápum. Þjónustan er sumpart góð og sumpart fáfróð, en jafnan elskuleg. 890 króna hádegishlaðborð bjó yfir smáum og þunnum vorrúll- um ágætum, en var að öðru leyti ómerkilegt pottréttaborð með gríðarlega djúpsteiktum rækjum. Á kvöldin er boðið upp á mar- gréttað fyrir 1980 krónur að með- altali. Af seðli kostar þríréttað með kaffi um 3000 krónur. Kjúklingur var yfirleitt fram- bærilegur. Svonefndur stökkur kjúklingur var fínlega djúpsteikt- ur með hnausþykkri sósu súr- sætri til hliðar. Satay kjúklingur var tamarind-kryddaður í kókos- mjólk. Gufusoðinn sapor kjúkling- ur, borinn fram í potti, var bland- aður kasjú hnetum og sterkkrydd- uðu grænmeti. Eggjadropasúpa var vel heit, þykk og matarleg. Skásti réttur- inn var Gado Gado, steikt græn- Matreiðslan í Sjanghæ er austur-indísk fremur en kínversk, ættuð frá Indónesíu eða Vietnam, með þykkum sósum, þótt hún jóðli ekki beinlínis í þeim. meti, sem þó var með allt of mik- illi hnetusósu, er minnti á kókos- mjöl. Grænmeti með öðrum mat var yfirleitt staðlað og gott, brokkál, gulrót, laukur og svepp- ir, oftast blandað niðursoðnum ananas. Gufusoðin sapor ýsa, borin fram í potti, var ekki nógu fersk. Pönnusteikt ýsa að hætti Malasíubúa var þurr af ofeldun, svo sem hættir til á austurlenzk- um veitingahúsum hér á landi. Betri voru snöggsteiktar lamba- kjötsþynnur með hvítlauk. Enn- fremur piparkryddaðar toban- svínakjötsþynmn:, bornar fram í pönnunni. Blandaðir ávextir fólu í sér mikið úrval austur-asískra ávaxta úr dósum, með ís og rjóma. Bezti eftirrétturinn var wan tan, djúpsteikt hveitiumslög utan um döðlur, borin fram með þeyttum rjóma. Kaffi var nothæft. Jónas Kristjánsson f Ó k U S 15. janúar 1999 FÓKUSMYNDIR: TEITUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.