Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Síða 7
að eiga krónu og þá bara til að horfa á stelpur og drekka vatn. En hvað meö vœndið, Geiri? „Ef ég á að segja þér alveg eins og er þá held ég að það sé ekki vændi á neinum svona stað á ís- landi. Enda hefur lögreglan sagt að það verði tekið harðar á því en ella ef einn af þessum stöðrnn sé að stunda vændi. En auðvitað eru alltaf til menn sem hafa uppi dóna- lega tilburði. Það er verið að bjóða í konur á Kaffi Reykjavík og á Hafnarkránni var jafnvel verið að bjóða í einhverjar herfur. En stelp- umar héma era góðar stelpur og þær eru líka varar um sig. Eru i ókunnu landi og þetta er andskot- ans ekkert hórerí hjá þessum stelp- um.“ Halli dyravörður kemur þá með bjór handa mér, ég er að bíða eftir ljósmyndaranum og ákveð að stúta einum stórum fyrst hann er ekki mættur, helvískur, og ég nota tæki- færið til að spyrja hvort hann kunni við breytinguna. „Þær em meiri háttar en ég er nú búinn að vera í þessum bransa í tólf ár og er öllu vanur." Eru þetta viðráðanlegri kúnnar sem koma núna? „Já. En þetta var ekkert erfitt á Hafnarkránni. Ég er meira í því að tala fófk til ef það er með læti og hef alltaf litið á dyravörslu sem mannleg samskipti. Frá upphafi hefur það verið minn stíll að gefa mér góðan tíma til að tala fólk til.“ Ertu fjölskyldumaöur? „Já, já. Þetta er bara aukavinna hjá mér. Ég á þrjú börn og vinn í Ölgerðinni á daginn." Hvaó segir konan við breytingun- um? „Henni er alveg sama. Þetta er bara vinna, verkefni sem maður þarf að leysa.“ Henni finnst þú ekkert vera minna tilkippilegur þegar þú kemur heim eftir erfiðan vinnudag á eró- tískum strípiklúbbi? „Nei, nei,“ svarar Halli og flissar. Stoltar stelpur og Stalín Dansinn er ekki enn byrjaður og ljósmyndarinn ekki kominn. Geir sendir tyær stelpur í betri stofuna til mín. Ég kynni mig og þær kynna sig sem Jönu og Viktoríu, sú síð- amefnda viðurkennir að hún sé að ljúga til um nafn. Hvaðan eruði? „Við komum frá dansskóla í Tall- inn,“ segir Jana og bætir því við að Tallinn sé höfuðborg Eistlands. Jana er með ljósa hárkollu, eða ég held að þetta sé hárkolla. Hárið í henni er það þykkt og gervilegt að það getur ekki verið hennar eigið hár. Maður kann samt aldrei við að spyrja, það gæti orðið of vandræða- legt. Hún er miklu minni en Viktor- ía, vinkona hennar, sem er með dökkt hár sem er örugglega hennar eigið. Þær eru báðar pínulítið var- ar um sig, þá sérstaklega Viktoría, enda er hún 29 ára en Jana bara 22 og því líklega ekki jafnmikil heims- manneskja. Hvernig dansskóli er þetta? Viktoria: „Þar em kenndir alla vega dansar og á milli túra forum við í danstíma á hverjum degi, alla daga vikunnar." Og er kennt aó strippa í honum? „Já, líka,“ svarar Viktoría undir folsku nafni. Stelpumar segja mér að þær hafi verið hér i einn mánuð og Jana er komin með pínu heimþrá. Hún á finnskan kærasta og saknar hans líka svoldið. Talar við hann á hverj- um degi og hann segir henni að hann elski hana. Hún er samt alveg opin fyrir því að verða ástfanginn í íslendingi. í lífinu gerist bara það sem gerist. „Ég keypti mér bók um ísland og er búin að lesa mig til um landið," segir Viktoría þegar ég spyr hana hvort hún viti eitthvað um land og þjóð. „Ég er líka búin að sjá eitt- hvað af þessum helstu stöðum og bossinn [Geiri] er búinn að lofa að fara með okkur allar í bíltúr til að sina okkur helstu staðina áður en við förum heim.“ Það er eitt- hvað við þessar stelpur sem gerir þær of menntaðar. Þetta er ömgg- lega bara eitt- hvað í mér og af þeirri stað- reynd að ég veit að þær ólust að hluta til upp í Sovét og það er alltaf svona uppstríl- aður Laxness- keimur af minningum um Sovéttið. Var Eistland ekki partur af Sovét- ríkjunum? „Jú, en landið okkar er ekki eins og Rússland. Við höfum alltaf gert hlutina eins og okkur sýnist,“ segir Viktoría og er nærri því reið. „Landið okkar, Eistland, vex mjög hratt núna og við eram miklu nær Finnum hvað menningu varðar en Rússum og Sovétríkjunum fyrrver- andi.“ En voruöi ekki öll kommar á tím- um Sovétríkjanna? „Ekki ég,“ segir Viktoría. „For- eldrar mínir vora kommúnistar en nú hafa þeir aðlagast nýjum tímum í Eistlandi. Þeir fæddust líka í Rússlandi og fluttu mjög ungir til Eistlands." Jana: „Foreldrar mínir vora ekki kommúnistar vegna þess að Stalín sendi afa minn í fangabúðir fyrir að spila bönnuð lög á harmóníku á torgi í smábæ í Eistlandi." Spólið til baka „Eistland er mjög dýrt og við erum hér til að drýgja tekjumar," segir Jana, aðspurð af hverju hún sé komin hingað til að dansa. Stelpumar fara síðan í kerfi þeg- ar ég spyr þær hve mikið almennur verkamaður hefur í laun í Eist- landi. Það er ekki vegna þess að þær telji upplýsingamar trúnaðar- mál. Þær era bara stoltar og vilja ekki gera lítið úr sinni fósturjörð. Þær halda langan fyrirlestur um hversu ungt landið sé og að það sé mikil uppbygging í gangi. Ég hlusta og kinka kolli og fæ loksins að vita að þær þéna 2-3.000 dollara á ein- um mánuði hér en það era hátt í tífold meðallaun í Eistlandi. En hvernig eru islenskir kúnnar í samanburði við þá sem þiö hafið kynnst? Viktoría: „Mér líkar vel við ís- lendinga. Þeir eru vinalegir og miklu kurteisari en þeir finnsku." Era þeir ekki lélegir í þjórfénu? „Nei, nei,“ segir Jana og er þá kölluð upp á svið. í sömu andrá mætir Teitur Ijós- myndari. Hann tekur strax upp myndavélina og fer að mynda aUa í bak og fyrir. Ég geng út úr betri stofunni og horfi á Jönu strippa. Hún virðist vera virkUega góð í því sem hún er að gera. Það er samt eitthvað við konu sem nuddar á sér brjóstin uppi á sviði sem fær mann tU að hugsa um hvað Jesú myndi gera stæði hann við barinn og drykki bjór á kostnað Geira á Hafn- arkránni. Þessi biskup okkar kem- ur líka upp í hugann. Hvar er hann. Jana stendur á sviðinu og heldm- utan um bert klofíð á sér. Tónlistin er frönsk og einhver ótrúlegur evr- ópskur fílingur yfir öUu. Edith Pi- ath gólar og mér líður eins og ég sé staddur með Sigm-ði Pálssyni á listamannabar í París. Eða að ég sé á klúbbi í Manchester og sé að hlusta á endinn á lagi sem ég vU heyra aftur. En það er tíska þar að öskra „Rewind!" „Spólið tU baka!“ Og ef plötusnúðurinn hlýðir ekki þá tekurðu upp skambyssu og skýt- ur upp í loftið, öskrandi: „Spólið til bcika!“ „Spólið tU baka!“ Mikael Torfason myndlist Opnanir Gallerí Ingólfsstrætl 8, Reykjavík. I gær, fimmtudaginn 14. janúar, var opnuð sýning á verkum Ás- gerðar Búadóttur veflistakonu. Gallerí- ið er opið fimmtu- daga til sunnudaga kl. 14-18. Síðustu forvöð Listasafn íslands. Sýningin 80/90 Speglar samtímans frá Museet for samtidskunst ! Ósló verður tekin niður eftir sunnudaginn. Þeir sem enn hafa ekki rennt sér I gegnum þetta sýnishorn af samtlmalist ættu því að skella sér um helgina. Gallerí Hornlð, Hafnarstræti 15. Sýningu á verkum eftir Dæsus, öðru nafni Ólafur Jökull, lýkur á fimmtudaginn. Hún er opin alla daga kl. 11-24, en sérinngangur aðeins kl. 14-18. Aðrar sýningar Llstasafn Kópavogs, Gerðarsafn. I vestursal: Lýsing '99, olíumálverk og þrívíð verk eftir Nobuyasu Yamagata. Á neðri hæð safnsins sýnir Slgríður Rut Hrelnsdóttlr þrettán olíu- málverk. í austursal er Haukur Haröarson með skúlptúrsýningu sem nefnist Frelsi og fjötrar. Sýningarnar eru opnar alla daga nema mánudaga frá 12-18. KJarvalsstaðlr, Flókagötu. KJarvalssýnlngln „Af trönum meistarans" með verk frá síðari æviárum Kjarvals. Málverkið „Sjón er sögu ríkari" sem er í eigu danska ríkisins er á sýn- ingunni. Á Kjarvalsstöðum sýnir Elnar GarF baldl einnigverktengd Imynd Kjarvals og Brltt Selvær sýnir textílverk. Hallgrímsklrkja. Þorbjörg Höskuldsdóttlr hef- ur opnað sýningu í anddyri kirkjunnar. Mennlngarmlðstöðln Gerðubergl. Myndlistar- maðurinn Alan James er með sýningu á verk- um sínum á neðri hæð Geröubergs. Kringlan. Sýning á grafík og grafíkvlnnu- brögðum. Sýningin verður í sýningarrými Gall- erí Foldar og Kringlunnar á annarri hæð gegnt Hagkaupi. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14. Samsýnlng 15 listamanna í baksal. Sýningin ber nafnið Frost og funi. Nýllstasafnlð, Vatnsstíg 3B, Reykjavík. Fysta sýning Nýlistasafnsins á árinu er samsýning fimm þýskra listamanna og eins listamanns frá Frakklandi. Sýningin ber yfirskriftina Nord Sud fahrt eða Norðurleið - Suðurle(ð. Sýning- in er opin daglega nema mánudaga frá kl. 14-18. Mokka. Sýning á verkum Haraldar Karlssonar. Hann sýnir kristallaðar hveramyndir unnar úr íslenskum hveraefnum. En á sýningunni er einnig að finna hljóðverk sem unnið er út frá hveramyndunum og hlusta má á úr heyrnartól- um. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfiarðar. Sýning á bútasaumsteppum Kaffe Fassett. Llstasafn ASÍ, Freyjugötu 41. Helga Egllsdótt- Ir er með sýningu í Ásmundarsal. Elnar Már Guðvarðarson sýnir Ijósmyndir og höggmyndir I steini í Gryfju. Ný aðfóng Listasafns ASl! Ar- instofu. Safnið er opiö þriðjudaga til sunnu- daga kl. 14-18. Imexara. á.1 www.visir.is Fááu þér gómsætan Waterboy borgara á Hard Rock og þú færd frían mida á myndina í kaupbæti! Waterboy borgarinn ermed beikoni, osti, iceberq, tómötum og steiksósu og kostaraóeins 990.- LOYE ALL SERYE ALL REYKJAVIK KRINGLU 15. janúar 1999 f Ókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.