Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 17
í myndinni leikur Adam Sandler Bobby Boucher, þrjátíu og eins árs gamlan einfeldning í umsjá móður sinnar sem ofvemd- ar hann. Eina samband hans við umheiminn er vinna hans sem vatnsberi hjá háskólafótboltaliði þar sem leikmenn gera stanslaust grín af honum. Þegar nýr þjálfari er ráðinn sér hann aumur á Bobby og segir honum að hann eigi að svara fyrir sig á einhvem hátt þeg- ar honum er strítt jafnmikið og raunin er. Bobby tekur þjálfarann á orðinu og næst þegar honum er strítt ræðst hann á viðkomandi af miklum krafti og sá liggur á auga- bragði í gólfinu. Þjálfarinn sér þennan fimakraft í Bobby og telur að hægt sé að virkja hann í fótbolt- anum. Hann tekur því að sér að kenna Bobby fótboltareglur og það er ekki að sökum að spyrja, Bobby slær í gegn. Einn þröskuldur er þó Vatnsberinn fyrrverandi lætur finna fyrir kröftum sínum. í veginum, móðir Bobbys sem ör- ugglega myndi taka son sinn úr umferð ef hún frétti hvað hann að- hefst. Adam Sandler hefur alltaf verið fyndinn: í skóla var Adam Sandler alltaf trúðurinn, sá sem skemmti öðrum með fíflaskap, og þegar hann var sautján ára kom hann fyrst fram á sviði sem „stand up“ gamanleikari og að eigin sögn komst hann að því að hann var fæddur til að skemmta öðrum. Adam Sandler fæddist 9. september 1966 í Brooklyn og hefur meira og minna búið í New York. Þrátt fyrir vissu sina um eigin hæfi- leika hélt Sandler áfram námi en skemmti sér og öðnun með fram náminu. Meðan Adam Sandler var í skóla fékk hann hlutverk í hinum vin- sælu sjónvarpsþáttum The Cosby Show, sem vinur sonarins Theo Hixtable. Eftir að námi lauk ein- beitti hann sér að skemmtunum í klúbbum og þar sá einn af aðstand- endum Saturday Night Live, Denn- is Miller, kappann og í kjölfarið var honum boðið að vera fastiu: gamaleikari í þættinum. Strax á fyrsta ári, 1990, var hann orðinn senuþjófur og fór á kostum í mörg- um gervum, meðal annars sem Bruce Springsteen og Axl Rose. að hann til að Efejjjjtnma Sandler vann við Saturday Night Live 1990-1995 og í lokin var hann orðinn aðalstjaman í þáttunum ásamt Chris Farley. Með þessu skemmti hann í klúbbum og í leikhúsum og gaf út plötur með gamanmálum. Ein plata hans fékk Grammy-verðlaunin sem besta gamanplata og sat sú plata í 100 vikur á Billboard- j listanum yfir 100 mest seldu plötumar. Á þessum árum lék Adam Sandler misstór hlutverk í misgóðum kvikmyndum. Fyrsta stóra hlutverkið fékk hann í Billy Madison, gaman- 1 mynd um rikan iðjuleysingja sem þarf að standast menntaskólapróf til að geta erft ríkan fóður. Sandler skrifaði ásamt öðrum handritið og fékk hann góða dóma fyrir leik sinn og myndin ágætar viðtökur. Það varð til þess að Sandler hætti í Sat- urday Night Live og sneri sér af fúllum krafti að kvikmyndleik. Adam Sandler skrifaði einnig handritið að sinni næstu kvik- mynd, Happy Gilmore, sem kalla Kvikmyndir Adams Sandlers: Shake the Clown 1991 • Coneheads 1993 • Mixed Nuts 1994 • Airheads 1994 • Billy Madisor 1995 • Bulletproof 1996 • Happy Gilmore 1996 The Wedding Singer 1998 • The Waterboy 1998 má golfkómedíu. Myndin naut tölu- verðra vinsælda og staða Sandlers varð trygg í HoUywood og ef eitt- hvað er þá styrkist staða hans með hverri mynd. Adam Sandler er spáð miklum frama í gamanmyndum og segja margir að þess verði ekki langt að bíða að hann standi jafn- fætis Robin Williams og Jim Car- rey i þessum geira kvikmyndanna. -HK ! aðalhlutverki er Adam Sandler sem nú hefur slegið í gegn í þrem- ur kvikmyndum, Happy Gilmore, The Wedding Singer og The Water- boy. Má telja víst að hann sé á góðri leið með að komast upp í flokk stórstjama í Hollywood. Aðr- ir leikarar eru Kathy Bates, sem leikur móður Bobbys, Irwin Winkler sem leikur þjálfarann, Fairuza Balk og Jerry Reed. Leikstjóri er Frank Coraci, en hann leikstýrði einnig The Wedd- ing Singer. Sandler og Coraci hafa þekkst lengi, voru saman í há- skólanámi við New York University og brölluðu þá ýmislegt. Að skóla- námi loknu fór hvor sína leið og sneri Coraci sér að gerð stuttmynda, tónlist- armyndbanda og heimildarkvik- mynda. Þegar kom að því að Adam Sandler fór að halda skemmtanir einn síns liðs, kannski í stóru leikhúsi, leit- að hann til Coraci imi hjálp og hafa þeir unnið saman síðan. -HK Bobby Boucher gerlr klárt fyrlr lelk. í dag verður frumsýnd gamanmyndin The Waterboy, en mynd þessi sló heldur betur í gegn í Bandaríkjunum fyrir stuttu og þykir góð skemmtun. Ofverndað mömmust sýnir óvæ hæfileika þar sem sjálft goðið Brad Pitt leikur dauðann. Dauðinn banka Soldier ★ Mulan ★★★★ Bíóhöllin/Saga-bíó Practical Maglc Bullock og Kidman hafá, held ég, aldrei veriö eins góöar og njóta sín vel í þessum klikkuöu hlutverkum og Wiest og Channing skemmta sér greinilega konunglega sem miöaldra nornamömmur. Practical Magic tekur sig aldrei of alvarlega og þaö er þaö sem gerir hana aö þeirri ánægjulegu skemmtun sem hún er. -úd ril Be Home for Christmas ★★ Star Kid *i Háskólabíó Egypskl prlnslnn ★★★★ The Prince of Egypt ertækniundur og sannkallað augnakonfekt. Ef hægt er að tala um epíska teiknimynd þá er þetta slík mynd. Meö The Prince of Eg- ypt má segja að teiknimyndir sem geröar eru sem fjöl- skylduskemmtun taki breytingum. Ekki er verið að beina sérstaklega augunum aö börnum heldur einnig komið á móts við þá sem eldri eru og þroskaðri. -HK Tímaþjófurinn ★★★ Bullock og Kidman hafa held ég aldrei verið eins gðöar og njóta sín vel þessum klikkuöu hlutverkum og Wiest og Channing skemmta sér greinilega konunglega sem miðaldra nornamömmur. Practical Magic tekur sig aldrei of alvarlega og það er það sem gerir hana að þeirri ánægiulegu skemmtun sem hún er. What Dreams May Come icki. Taxl ★★★ Out of Slght ★★★ Maurar ★★★ Kringlubíó Enemy of the State ★★★ Virkilega vel gerö spennumynd þar sem persónur veröa nánast aukanúmér við hliöina á njósnatækni nútímans. Það er gífurlegur hraði í myndinni sem gefur henni vissan trúverðugieika þeg- ar njósnatæknin er höfö I huga og þessi hraöi gerir það líka að verkum aö minna áberandi veröur tilviljanakennt handritiö þar sem samtölin bera oft þess merki að til aö „plottiö" gangi upp verði aö fara ýmsar vafa- samar leiöir. -HK Laugarásbíó Rush Hour ★★★ Þaö var því snjallt aö etja Jackie Chan saman viö Chris Tucker sem slær út sjálfan Eddie Murphy þegar kemur aö kjafta- vaöli. Þessir tveir ólíku leikarar ná vel saman í Rush Hour sem er fyrst og fremst vel heppnuð gamanmynd enda eru yfirleitt slagsmálaatriöin útfærð á þann hátt að áhorfandinn getur hlegiö um leiö og hann fylgist spenntur meö. -HK The Odd Couple II ★★ Þegar Walter Matthau og Jack Lemmon léku þá Felix og Oscar í The Odd Couple fyrir þrjátíu árum voru þeir báöir á mik- illi uppleiö sem leikarar og áttu eftir aö standa á hátindi í mörg ár. Það vantar því ekki gæða- stimplana á framhaldiö en því miður reynast gæöin aðeins vera á yfirborðinu því eftir ágæt- an upphafskafla verður myndin að nokkrum vel þekktum fimmauraþröndurum sem þeir félagar ná allt of sjaidan aö gera sér mat úr. -HK Blade ★★★ The Truman Show ★★★ Regnboginn There's Somethlng about Mary ★★★ Fjórir lúöar eru ástfangnir af sömu Mary. Cameron Diaz er í topp- formi, Matt Dillon alveg ðtrú- lega skemmtilegur sem slímugur einkaspæjari og Ben Stiller er fæddur lúöi. En nú er tími lúöanna og þrátt fýrir að pólitísk rétthugsun sé þeim bræörum eitur í beinum er greinilegt aö ekki þykir nógu PC lengur aö láta lúðana tapa, llkt og þeir geröu í Dumb and Dumber. Og á því tapa þeir. -úd Dr. Doolittle ★★★ Stjörnubíó Vampírur ★★★ Á köfium er heilmikill slagkraft- ur I þessari mynd og greinilega markvisst unniö meö aö skapa hressandi kúl vampýrur (líkt og I Blade) plús töff vampýrubana. En þrátt fyrir smart takta og skemmtilega íróníu á stundum hjá Woods náöi Vampires aldrei aö hefja sig upp á sviö stjarnanna þriggia. -úd Urban Legend ★★★ Dauðinn getur birst á óvæntan hátt eins og áhorfendu fá að kynnast í Meet Joe Black, í byrjun myndarinnar Meet Joe Black kynnumst við ungum Brad Pttt og Claire Forlani lelka elskendurnar í Meet Joe Black. manni (Brad Pitt) sem rekst á læknanemann Susan Parish (Claire Forlani) rétt áður en hann mætir örlögum sínum og deyr. Dauðinn íklæðist líkama unga mannsins og fer á stjá til að takast á við næsta fómarlamb sitt sem er faðir Susan, fjölmiðlakóng- urinn William Parish (Anthony Hopkins). Fjölmiðlakóngurinn er ekkert á því að drepast í einum hvelli og býður Dauðanum að kynnast lífsstíl hinna ríku fyrir aukavist á jörðu niðri. Meet Joe Black er lauslega gerð eftir kvikmyndinni Death Takes a Holiday frá árinu 1934 sem var gerð eftir vinsælu leikriti: „Leik- stjóri Meet Joe Black, Martin Brest, segist hafa séð Death Takes a Holiday fyrst fyrir tuttugu árrnn og hafi þá strax verið viss um að hægt væri að gera aðra og öðruvísi Anthony Hopkins lelkur fjölmiðlakónginn Wllliam Parlsh. kvikmynd eftir henni sem hann hefur nú gert. Meet Joe Black þyk- ir ákaflega áferðarfalleg og gott drama en hefur aðallega fengið gagnrýni út á það að vera of löng. Martin Brest hefur lengi starfað innan kvikmyndageirans í Hollywood þó ekki liggi margar myndir eftir hann. Þekktur varð hann árið 1984 þegar hann leik- stýrði Beverly Hiils Cop sem skaut Eddie Murphy upp á stjömuhim- inninn, þá hafði hann áður leik- stýrt einni kvikmynd, Going in Style. Fjórum ánun síðar leik- stýrði hann Midnight Run með Robert De Niro. Aftur liðu fjögur ár þar til næsta mynd hans, Scent of a Woman, leit dagsins ljós. Sú kvikmynd fékk fjórar tilnefningar til óskarsverðlauna og fékk A1 Pacino óskarinn fyrir leik i aðal- hlutverki. Meet Joe Black er fimmta kvikmyndin sem Martin Brest leikstýrir á tuttugu áram. -HK meira á.| wwwvisiris Bíóborgin Holy Man ★★ Hvað Eddie Murphy hefur séð viö hlutverk hins „heilaga manns“ er erfitt aö koma auga á. Kannski hefur hann hugsaö sem svo aö þarna væri tæki- færi fýrir hann að losna úrýkt- um gamanhlutverkum. Murphy hefur samt ekki erindi sem erfiði, þrátt fyrir að hann beiti kjaftinum lítiö. Til þess er per- sónan of veikburða og Murphy ekki nógu sterk- ur á svellinu. -HK * < 15. janúar 1999 f ÓkllS 29 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.