Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 3
'V p- LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 ^rmúla 1 Benetton Supertec: B-199 G. Fisichella Ítalíu 26 ára Alexander Wurz Austurríki 25 ára Benetton hefur verið í vandræðum siðan Michael Schumacher fór frá liðinu eftir árið 1995. Síðan hafa verið reknir tveir liðsstjórar, Flavio Briatore og David Richards, og nú er Rocco Benetton tekinn við. Hann er 29 ára, sonur eiganda Benettons-risans, og virðist vera að koma liðinu á beinni braut ef eitt- hvað er að marka nýjustu æfingatölur, þar sem Wurz og FisicheUa hafa fengið góða tíma. TTF- bremsukerfi, sem þeir nota, er þó spurning og getur verið að gefa þeim forskot. Óvíst er að þeir fái að nota kerfið því flest liðanna hafa kært Benetton til FIA. Alexander Wurz verður nú annað heUa tímabU- ið sitt og verða því aUar brautimar honum kunnug- ar og mun fengin reynsla nýtast honum vel. FisicheUa er góður en þykir vanta einhvern kraft til að klára dæmið. Vonlaus í framúrakstri og það verð- ur enn erfiðara á þessu ári þegar minna grip verður á framhjólunum í kjölfar breytinga á börðunum, úr þremur raufum í fjórar. Sauber Petronas: C18 Jean Alesi Frakklandi 33 ára 1 sigur Með öfluga og áreiðanlega Ferrari-smíðaöa keppn- isvél, keypta með hjálp risafyrirtækis, getur liðið átt óvænta spretti með tveim góðum ökumönnum, Jean Alesi og Pedro Diniz, sem hefur aUtaf verið að koma meira og meira á óvart með góðum árangri sínum. Hann var í liði með Damon HiU árið 1997 og ók oft mun betur en þáverandi heimsmeistai-inn. Sauber átti nokkra ágætis spretti á síðasta ári, meðal ann- ars þriðja sætið á Spa og tímatakan í Austurríki, þegar Alesi náði næstbesta tima á eftir FisicheUa. En Sauber er spurningamerki þetta ár, þvi þrátt fyr- ir aflmikla vél og góða ökumenn er bUskrokkurinn ekki samkvæmt nýjustu hugmyndum og er því „gamaldags" og gæti vanþróaðm- bUlinn háð þeim. Yfirleitt hefur liðinu gengið sæmUega í upphafi árs en dalað svo þegar liður á árið sökum lítiUar þróun- arvinnu. Því frasinn er í Formúla 1: „standirðu í stað, þá dregstu aftur úr“. Þetta gæti hent Sauber enn og aftur, nema Alesi taki eitt af sínum frægu fýluköstum og heimti betri bU og fái það í gegn. Arrows: A19 Arrows er í mikiUi kreppu þetta ár. Þeim hefur nú á elleftu stundu verið bjargað frá íjárhagslegu hruni og hefur ekki tilbúinn nýjan bU eða öruggar vélar til að hafa í bílunum þegar tímabUið hefst. Liðið hefur farið með bU síðasta árs A19 á æfingar og verið að hlaða á hann nýjum hlutum, eins og nýrri fjöðrun, aftur og framvæng, en verður áfram með sama skrokk og gírkassa. Þetta þýðir aðeins það að Ar- rows, sem var með öftustu bílum á síðasta ári, verð- ur enn aftar á þessu - sennUega aftast. Toranosuke Takagi kom inn í liðið rétt fyrir brottfór til Ástralíu og Mika Salo varð eftir með sárt enni. Bryan Hart hefur smíðað vélar fyrir Arrows, en verður ekki með nýja vél fyrir keppnina í Ástralíu, og örugglega ekki fyrr en peningamál mUli hans og Tom Walkinshaw verða útkljáð, en það er komið fyrir dóm. Svona er nú andrúmsloftið innan þeirra dyra. Stewart Ford: SF-3 Með léttari og aflmeiri Fordvél ætti Stewart að geta gert betur en á síðasta ári. Með réttu ættu þeir að vera á topp tíu en árangurinn hefur og kemur til með að láta biða eftir sér. Ford er eitt af þeim fyrir- tækjum í Formúla 1 sem eru þar tU að skUa árangri, og það hefur ekki talið árangur síðustu tveggja ára með Stewart vera nægan, en uppbyggingin tekur sinn tíma og er vonast til aö Stewart Ford sýni betri úrslit en hingað tU. Bretinn Johnny Herbert kom nýr inn i liðið eftir síðasta ár, er áhyggjufuUur um bUanatíðni sem hefur verið að angra þá á æfingum, en vonast tU að Stewart geri góða hluti í ár. BarricheUo verður nú þriðja árið sitt í röð hjá Stewart og verður sem fyrr betri hlutinn af liðinu, en fær eflaust aðeins harðari keppni frá Herbert en hann gerði frá Verstappen og Mangnussen. Stewart keppist við að komast inn á topp tíu annað veifið. Prost Peugeot AP02 Ollver Panis, Frakklandi, 32 ára 1 sigur Jarno Trulli, Ítalíu, 24 ára 17 18 Prost er nú að byrja þriðja árið sitt í Formula 1 og nýtur þeirra for- réttinda að fá góðar vélar frá ffanska Peugeot-bUaframleiðandan- um sem þrýstir að sjálfsögðu á betri árangur en '98. Prost var í miklum vandræðum á síðasta ári með APOl og átti enn óleyst mörg vandamál í lok ársins og þótti bíllinn láta Ula að stjóm og var enn ffemur aUt of þungur. Einnig er það er mjög ólík- legt að tæknimenn Alain Prosts nái að vinna upp það bU sem var á hraða þeirra og McLaren. Hönnun bílsins er þó áhugaverð og er ömggt að Oliver Panis og Jamo TruUi eiga eftir að taka góða spretti í sumar. En Prost og hans menn verða oftast í vandræðum þrátt fyrir mikið vél- araU Peugeot-vélanna og verða þeir að berjast við Sauber og Stewart um sæti. Og jafnvel verða Minardi erfiðir á verstu stundum. Minardi Ford: M-199 Marc Gene Spáni, 24 ára Luca Badoer 28 ára 19 20 Öflugri og betri Fordvél á eftir að skUa Minardi hærra en oft áður. Þeir eiga eflaust eftir að gera betur en Arrows og komast úr vancdegri öftustu rásröð. Vandamálið er að ökumenn eru yfirleitt ekki mjög reyndir, en Luca Badoer, reynsluökumaður Ferrari, kemur nú inn í liðið og hefur talsverða reynslu frá stóra bróður, Minardi, Ferrari. Útlit og hönnun Mindardi-bUsins lítur út fyrir að vera nokkuð góð, og er greinilegt að G.Minardi ætlar sér stóra hluti og ætlar að sýna fram á það að þeir séu ekki í Formúla 1 tU þess að vera áUtaf aftastir. Það kemur örugglega tU með að breytast í ár og eiga þeir jcifnvel eftir að ógna hinum Ford-bUun- um (Stewart) þegar vel gengur. SkemmtUegt lið sem á eftir að gera betur í ár en hin fyrri. BAR Supertec: J. Villeneuve Kanada, 28 ára Heimsmeistari ‘97 11 sigrar Ricardo Zonda BrasUiu, 23 ára 21 22 Nýja BAR liðið er ekkert logn- moUulið. Það kemur inn í F1 með látum og æUar sér stóra hluti. Það byrjar vel og hefur Supertec (Renault) vél í skottinu ásamt WUli- ams og Benetton og Reynard bílskrokk. Þó er líklegt að bUunar- vandamál eigi eftir að koma mikið við sögu hjá nýju liði og kemur það örugglega tU með að fara í fínustu taugar VUleneuve sem er ekki van- ur miklu mótiæti. Ricardo Zonta er nýr á Usta ökumanna, þó hefur hann mUda reynslu sem prufuöku- maður McLaren frá síðasta ári og hefur því samanburð við besta bU- inn í brautinni. British American Racing kemur tU með að gera ágæta hluti þegar bUanir eru ekki að hijá liðið. Zonta kemur örugglega á óvart með góðri famistöðu og árangur í lok ársins verður rétt um sjötta sæti í liðskeppninni. Breytingar frá fyrra ári Frá því að Mika Hákkinen inn- siglaði heimsmeistaratitil sinn í Japan á síðasta ári eru liðnir rétt rúmlega fjórir mánuðir. Biðin hefur verið áhugamönnum Formúla 1 kappaksturs löng, en Formúla 1 fer aldrei í frí, því síðan hafa tæknimenn og hönnuðir liðanna verið með sveitta skaUa í vind- göngum og yflr tölvum við að flnna nýjar lausn- ir á loftflæði bUanna og bæta vélamar tU að geta nú gert enn betur en á síðasta ári. Og er öruggt að aUir ætia að gera bet- ur og þarf þá að komast fram fyrir keppinautana. í lok janúar og byrjun febrúar tóku bUarnir fyrstu prufuhringina og hafa ökumenn og liðs- sfjórar verið mjög yfir- lýsingaglaðir undanfarið og lofað góðaum árangri í sumar. Margt annað en bUarnir hefur breyst mitii ára því ökumanns- skipan er önnur hjá mörgum liðum og sum lið og öku- menn hafa hreinlega horfið. Tyrell er farið til feðra sinna og hefur því kvatt eftir að hafa verið hálfdapurt síðustu ár, en BAR kemur í staðinn sem algerlega nýtt lið þótt það sé að nokkru leyti byggt á TyreU-keppn- isliöinu. Ökuþóramir Jos Ver- stappen og Esteban Tuero eru fam- ir, og einnig hinn ólánsami Ricardo Rosset. Mika Salo er farinn frá Arrows og ætlar að einbeita sér að Honda liðinu. En við hafa bæst meistaramir úr Cart- og GT- kappakstri, þeir Alex Zanardi og Ricardo Zonta, og má búast við miklu frá þeim eftir að þeir hafa náð valdi á WUliams- og BAR-bílum sínum. Argentínski kappaksturinn horfinn af mótaröðinni en ný keppni verður haldinn í Malasýu þann 17.október. Ekki má gleyma hjólbarðarisan- um Goodyear, sem er hættur í F1 eftir fjölda ára og yfir 360 sigra, og er nokkur eftirsjá í baráttunni milli dekkjaframleiðendanna. En í stað- inn eru aUir á eins hjólbörðum, Bridgestone, sem gerir það auðveld- ara að bera saman árangur liðanna og einstakra ökumanna. FIA (Al- þjóða akstursíþróttasambandið) hef- ur einnig gert nokkrar reglubreyt- ingar sem varða öryggi ökumanna w og era gerðar nokkra smávægUegar breytingar á ýmsum öryggisatrið- um, meðal annars verður öku- mannssætið þannig útbúið að ef mjög iUa fer verður hægt að ná öku- mönnum úr bílnum í sætinu, sem minnkar líkur á mænuskaða. Einnig verður öryggisþráður í hjólasteU tU að hindra að fljúgandi hjólbarðar skaði ökumenn og áhorf- endur. Augljósasta breytingin er þó tilraun FIA, til að draga úr hraða F1 bUana í beygjum og hafa þeir bætt einni rauf við þær þrjár sem fyrir voru í framdekkjum, og vonast tU þess að minnka hraðann um fá- einar sekúndur á hring. Eins og í fyrra, þegar raufardekkin sáust fyrst, eru ökumenn óánægðir með minnkandi grip framhjóla og segja að framúrakstur verði nánast ómögulegur og óhöpp tiðari. En í kjölfar litla breytinga minnkar geturmunur á milli liða mikið. Gerir það keppnina bæði jafnari og skemmtUegri og líkur á óvæntum úrslitum aukast. -ÓSG F1 framtíðin Formúla 1 er sífeUt aö taka breyt- ingum frá ári tti árs og nú eru í nánustu framtíð fyrirséðar nokkrar breytingar sem koma tU með aö gera kappaksturinn enn vinsæUi og meira spennandi en áður. Þessi hátækniíþrótt sem flýgur áfram í þróun þarf á dyggri stjórnun að halda. Max Mosley, forstjóri FIA (alþjóða akstursíþrótta- sambandsins) hefur lofað því að hann muni reyna eftir fremsta megni að draga úr hraða ökutækjanna og mun jafnvel á næstu ámm inn- leiða alveðra-dekk, þ.e hjól- barða sem verða bæði notað- ir á þurra kappakstursbraut jafnt og í rigningu. Einnig hefur hann talað um að véla- stærðin, 3000 rúmsentimetra, verði áfram í kjölfar þess að nokkrir stór- ir bíla- og vélaframleiðendur hafa ákveðið að koma tU leiks og freista gæfunnar í Formúla 1. Það eru fræg nöín eins og Honda sem ætlar að taka þátt af fitilum krafti ffá og með næsta ári og ætlar að smíða sinn eigin bU frá grunni. Honda er þegar farin að æfa með núverandi liðum og lofar árangurinn góðu. Toyota er einnig nýbúin að tilkynna komu í F1 og ætiar sér stóra hluti í mótor- sporti næstu ár. Renault, margfald- ur heimsmeistari í Fl, hefur ákveð- ið að koma aftur inn, eftir að hafa hætt eftir árið ‘97, og ætlar sér í slaginn aftur. BMW hefur verið að undirbúa þátttöku og verður með WiUiams á næsta ári. Því er ljóst að slagurinn á toppnum á eftir að verða enn harðari þegar þessir sterku bUaframleiðendur bætast í hópinn sem verður mjög glæstiegur því fyrir eru Ferrari, Mercedes Benz, Ford og Peugeot. -ÓSG *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.