Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Page 4
22
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999
; íþróttir
NBA-DEILDIN
Úrslit leikja í nótt:
Indiana-New Jersey.......93-92
Smits 20, Muilin 17, Mffler 13 - Gffl
25, Van Hom 22, Wffliams 13.
Philadelphia-Charlotte .... 85-70
Iverson 25, Ratliff 17 - Phffls 18, Mffl-
er 14, Wesley 13.
Washington-Detroit.......97-87
Howard 22, Mcinnis 19, Richmond 18
- Hffl 16, Vaught 10, Dele 10.
Miami-Atlanta ............88-78
Hardaway 21, Mourning 16, Brown 14
- Crawford 14, Smith 13, Long 12.
Milwaukee-Seattle....... 101-97
Robinson 22, Hffl 19, Allen 19 -
Payton 21, Ellis 17, Schrempf 17.
San Antonio-Orlando.......81-79
Robinson 19, Johnson 16, Duncan 15 -
Hardaway 2, Anderson 17, Austin 14.
Phoenix-Cleveland ........73-86
Gugliotta 16, Manning 15, Morris 14 -
Kemp 18, Henderson 14, Knight 14.
LA Lakers-LA Clippers . . . 94-75
O’Neal 31, Foxx 15, Horry 13 - Murry
21, Taylor 15, Martin 16.
-JKS
Blcand í poka
Blakmenn héldu á dögunum upp-
skeruhátíð sína. Leifur Harðarson
' var útnefndur besti dómari i 1. deild.
Olexyi Sushko, ÍS, var kjörinn besti
leikmaðurinn í 1. deild og Birna
Hallsdóttir, Víkingi, best í 1. deild
kvenna. Þá var Andri Þór Magnús-
son, KA, kjörinn efnilegasti leikmað-
urinn og Hulda Elma Eysteinsdótt-
ir, Þrótti, Nes., kjörinn efnilegust í 1.
deild kvenna.
Hristo Stoichkov frá Búlgaríu hefur
í hyggju aö leggja skóna á hffluna.
Telja margir að hann muni taka við
landsliðinu fljótlega eftir það. Stoich-
kov, sem er 33 ára gamall, var kjör-
inn knattspyrnumaður Evrópu 1994.
Miklar hreinsanir eru fyrirsjáanleg-
ar á leikmannahópi Liverpool fyrir
næsta tímabil ef marka má orð Ger-
ards Houlliers, knattspyrnustjóra fé-
lagsins, í viðtali við bresk dagblað í
gær. Þar segir Houllier að allt að 12
leikmenn verði seldir frá félaginu.
Fowler, Owen, Redknapp og Hegg-
em eru þeir leikmenn sem Frakkinn
vffl hafa áfram hjá sér.
Trine Haltvik frá Noregi og Þjóðverj-
inn Daniel Stephan eru bestu hand-
boltamenn í heimi í kvenna- og karla-
flokki, að mati lesenda tímaritsins
World Handball Magazine. Haltvik er
33 ára gömul og leikur með Byásen í
Noregi auk þess sem hún er besti
leikmaður norska landsliðsins. Önn-
ur í kjörinu varð Tonje Kjœrsgárd
frá Danmörku. Daniel Stephan er 25
. ára gamall þýskur landsliðsmaður
sem leikur með Lemgo. Annar í kjör-
inu varð Svíinn Stefan Lövgren og í
3. sæti hafnaði Kyung-Shin Yoon frá
S-Kóreu.
Bremen komst í gærkvöld í úrslit
þýsku bikarkeppninnar í knatt-
spymu með 1-0 sigri á Wolfsburg og
mætir þar Bayern Múnchen. Marco
Bode skoraði markið.
Fiorentina mæth Parma í bikarúr-
slitunum á Italiu eftir 2-2 jafntefli viö
Bologna í gærkvöld. Fiorentina vann
fyrri leikinn, 2-0.
Feyenoord sigraði Vitesse, 2-1, á
guilmarki í framlengingu í 8-liða úr-
slitum hollensku bikarkeppninnar.
Grikkir lögðu Króata, 3-2, i vináttu-
- landsieik í knattspymu i Aþenu. fsr-
ael vann Rúmena óvænt i Búkarest,
0-2. Austurriki vann góðan sigur í
Sviss, 2-4, Ungverjaland og Bosnía
skildu jöfn, 1-1, og Malta tapaði fyrir
Moldavíu, 0-2. -JKS/GH/VS
í kvöld
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Skallagrímur-ÍA ............20.00
KR-Valur ...................20.00
Þór-Tindastóll..............20.00
KFÍ-Grindavík ..............20.00
Njarðvík-Haukar.............20.00
Snæfell-Keflavík............20.00
Deildabikarinn i knattspyrnu:
Fylkir-Víkingur, R. ... Leikn. 18.30
ÍA-Fjölnir...........Leikn. 20.30
________________DV
Kærkomin reynsla
- sagði Guðjón Þórðarson eftir 2-1 sigur í Lúxemborg
Tvö mörk á síðustu 14 mlnútun-
um færðu fslandi verðskuldaðan
sigur á Lúxemborg, 1-2, í vináttu-
landsleik þar ytra í gær.
Heimamenn komust óvænt yfir á
23. minútu þegar Christophe skor-
aði eftir skyndisókn. Eftir það var
um nær látlausa sókn íslands að
ræða og ísinn var loks brotinn þeg-
ar Arnar Gunnlaugsson jafnaði úr
vítaspymu eftir að Eyjólfur Sverris-
son var felldur. Helgi Sigurðsson
skoraði síðan sigurmarkið með
glæsilegu skoti sex mínútum áður
en flautað var af.
íslenska liðið var sterkari aðilinn
frá upphafi og heimamenn náðu
aldrei neinum sóknarþunga. Tutt-
ugu mínútur liðu áður en Birkir
Kristinsson markvörður fékk á sig
skot og Ámi Gautur Arason, sem
lék í markinu í síðari hálfleik,
þurfti aldrei að verja skot. Heima-
menn fengu þá tvívegis færi en
skutu yfir og fram hjá.
ísland var þrátt fjrir yfirburðina
í vandræðum með að skapa sér opin
færi. Hermann Hreiðarsson var rétt
búinn að jafna þegar hann átti
skalla eftir homspymu en Christ-
ophe bjargaði á marklínu. í seinni
hálfleik gekk ekkert lengi vel að
brjóta niður vörn heimamanna en
með seiglu og baráttu náði ísland að
knýja fram sigur. Hann er gott vega-
nesti i Evrópuleikinn í Andorra 27.
mars þar sem búast má við svipuð-
um leik gegn vel skipulagðri vöm.
„Hafðist á hörkunni"
„Þetta hafðist á hörkunni og þessi
leikur er kærkomin reynsla fyrir
Arnar Gunnlaugsson jafnaði.
þau verkefni sem fram undan eru.
Hann er líka þörf lexía, við lentum
undir og þurftum að hafa fyrir því
að snúa leiknum okkur í hag og
sigra,“ sagði Guðjón Þórðarson í
samtali við DV eftir leikinn.
„Ég er ánægður með það að eftir
erflðan fyrri hálfleik tókst okkur að
breyta leiknum. Ég skipti um leik-
kerfi og hrærði aðeins í stöðunum,
án þess þó að vera of róttækur.
Leikmenn höfðu vilja og metnað til
að snúa blaðinu við og knýja fram
hagstæð úrslit.
Ég er hins vegar óánægður með
að mönnum gekk illa að einbeita sér
að litlu og einfoldu hlutunum og
hætti til að gera hlutina of flókna.
Þessi leikur sýndi okkur að það
þýðir ekkert að vanmeta þau lið
sem eiga að vera lakari en við. Það
eru ekki til neinir léttir leikir í fót-
boltanum lengur. Sá lærdómur sem
Helgi Sigurðsson skoraði sigur-
marklð.
við þurfum að draga af þessum leik
fyrir næsta verkefni, gegn Andorra,
er að spila einbeitt og agað, ekki
gefa glufur í vöminni og vinna
markvisst að því að spila betri sókn-
arleik," sagði Guðjón Þórðarson.
Guðjón bætti metið
Guðjón Þórðarson hefur nú stýrt
landsliðinu í sjö leikjum i röð án
taps, sem er besti árangur íslenska
landsliðsins frá upphafl. Metið var
slegið í Rússaleiknum í október en
fram að því hafði ísland aldrei i sög-
unni verið ósigraö lengur en í fimm
leikjum í röð. Nú er gullið tækifæri
til að bæta þetta enn frekar í And-
orra, reyndar er það skilyrðislaus
krafa.
í heild var leikur islenska liðsins
ekki sérlega góður í gærkvöld. Eins
og svo oft áður gekk liðinu illa að
sækja gegn veikari mócherja og
meiri hugmyndir vantaði í sóknar-
leikinn. Hins vegar sýndi liðið bar-
áttu og seiglu sem eru úrslitaatriðin
þegar mest liggur við. -VS
Lúxemborg (1)1
ísland (0)2
1-0 Marcel Christophe (23.) slapp
inn fyrir vöm íslands eflir skyndi-
sókn og renndi boltanum fram hjá
Birki.
1-1 Amar Gunnlaugsson (76.) úr
vítaspymu eftir að Eyjólfur Sverris-
son var felldur.
1-2 Helgi Sigurðsson (84.) með
hörkuskoti úr vítateignum hægra
megin í homið fjær eftir sendingu
Rúnars Kristinssonar og skalla Sverr-
is Sverrissonar.
Lið Islands: Birkir Kristinsson
(Ámi Gautur Arason 46.) - Auðun
Helgason, Lárus Orri Sigurðsson
(Trygpi Guðmundsson 46.), Eyjólfur
Sverrisson, Steinar Adolfsson, Her-
mann Hreiðarsson (Brynjar Bjöm
Gunnarsson 64.) - Helgi Kolviðsson
(Sverrir Sverrisson 46.), Rúnar Krist-
insson - Helgi Sigurðsson, Rfkharður
Daðason, Amar Gunnlaugsson.
Markskot: Lúxemborg 5, ísland
15.
Horn: Lúxemborg 0, ísland 8.
Áhorfendur: 2.500.
Skilyrði: Þungur og blautur völl-
ur.
Helgi Sigurðsson skoraöi sitt fjórða
mark fyrir ísland i gærkvöld og Arn-
ar Gunnlaugsson sitt þriðja.
Rúnar Kristinsson lék sinn 71.
landsleik og er kominn í fjórða sætið
yflr leikjahæstu landsliðsmenn ís-
lands frá upphafi. Leikjamet Guóna
Bergssonar er 77 landsleikir og að
öllu óbreyttu slær Rúnar það i ár.
Dwight Yorke
afgreiddi Chelsea
- Man. Utd vann, 0-2, og mætir Arsenal
um út tlmabilið," sagði Gianluca Vi-
alli, stjóri Chelsea.
Derby í sjötta sætið
í A-deildinni komst Derby í 6.
sætið með góðum sigri á Aston
Villa. Everton vann mikilvægan
fallslag í Blackbum, Newcastle sló
enn einn naglann í líkkistu Forest
með útisigri og Leeds stöðvaði sig-
urgöngu Tottenham og styrkti enn
stöðu sína í fjórða sætinu. -VS
f£í ENGLAND
Bikarinn - 8-liða úrslit:
Chelsea-Manch. Utd.........0-2
0-1 Yorke (4.), 0-2 (59.)
A-deild:
Blackburn-Everton .........1-2
1-0 Ward (2.), 1-1 Bakayoko (15.), 1-2
Bakayoko (59.)
Derby-Aston Villa..........2-1
1-0 Baiano (17.), 2-0 Burton (21.), 2-1
Thompson (44.)
Opna tékkneska meistaramótið í júdó:
Jody Morris hjá Chelsea og Paul Scholes hjá Manchester United í hörðum
slag á Stamford Bridge í gærkvöld. Reuter
Dwight Yorke hélt áfram að skora
í gærkvöld þegar hann skaut
Manchester United í undanúrslit
ensku bikarkeppninnar í knatt-
spymu.
Hann skoraði bæði mörkin í sæt-
um 0-2 sigri gegn Chelsea áStam-
ford Bridge í London og hefiir nú
skorað 26 mörk fyrir United í vetur.
Lið hans mætir nú Arsenal í sann-
kölluðum stórleik í undanúrslitun-
um en hann fer fram á Villa Park í
Birmingham 11. apríl.
„Ég er ánægður. Við vörðumfet
vel og Yorke var stórkostlegur.
Hann er hinn fullkomni leikmaður,
sá besti í Englandi í vetur,“ sagði
Alex Ferguson, stjóri United.
„Við lékum vel í kvöld en United
lék betur. Á móti þeim þarf einfald-
lega að spila fullkominn leik og það
gerðum við ekki. Við gerðum okkar
besta og getum huggað okkur við að
nú höfum við fæmi hluti að hugsa
„Vernharð getur farið á pall“
- þrír íslendingar keppa á þessu sterka móti
Þrir íslenskir júdómenn taka þátt
í opna tékkneska meistaramótinu í
júdó sem fram fer í Prag um næstu
helgi.
Þetta eru þeir Gísli Jón Magnús-
son úr Ármanni, sem keppir í +100
kg flokki, Þorvaldur Blöndal, Ár-
manni, sem keppir í -90 kg flokki og
KA-maðurinn Vemharð Þorleifsson
sem verður á meðal þátttakenda í
-100 kg flokknum.
Þeir þremenningar stóðu sig mjög
vel á sterku móti i Kaupmannahöfn
á dögunum og eru því til alls líkleg-
ir í Prag.
„Þetta er mjög sterkt mót sem við
eram að fara á, ég held að það sé
með sterkari A-mótum sem eru i
gangi. Ég held að við eigum góða
möguleika á að verða í topp tíu og
ég myndi telja að Vemharð ætti
möguleika á verðlaunasæti. Hann
er í mjög góðu formi og náði frábær-
um árangri á opna franska mótinu
fyrir skömmu þar sem hann varð í
fimmta sæti,“ sagði Þorvaldur Blön-
dal í samtali við DV í gær.
Stefna allir á ólympíuleika í
Sydney
Hann og Gísli Jón stefna svo að
þvi að keppa á opna pólska mótinu
sem fram fer um aðra helgi en þeir
þremenningar verða í æfmgabúðum
i Tékklandi eftir mótið Allir hafa
þeir tekið stefnuna á að keppa á
Ólympíuleikunum í Sydney á næsta
ári.
-GH
Leeds-Tottenham..............2-0
1-0 Smith (42.), 2-0 Kewell (68.)
Nott. For.-Newcastle ........1-2
0-1 Shearer (44.), 1-1 Freedman (45.),
1-2 Hamann (75.)
Efstu og neðstu lið:
Manch. Utd 28 16 9 3 63-29 57
Chelsea 27 14 11 2 41-22 53
Arsenal 27 13 11 3 35-13 50
Leeds 28 13 9 6 43-26 48
Aston Vffla 28 12 8 8 39-33 44
Derby 28 10 11 7 28-26 41
Everton 28 7 10 11 22-30 31
Coventry 28 8 6 14 30-39 30
Charlton 28 6 9 13 32-39 27
Blackbum 28 6 8 14 28--40 26
Southampt. 28 7 5 16 27-53 26
Nott. For. 28 3 8 17 23-56 17