Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 1
TARVOT AUGU Fallega stúlkan er komin í sparifötin og með fínan hatt - en samt er hún með tárvot augu. Hvers vegna astli hún sé svona döpur? Fía Ruth, Arnartanga 41 í Mosfellsbas, teiknaði þessa vel gerðu mynd. MYNDATAKA Einu sinni var fjölskylda sem átti heima á baenum Krossi. A Krossi voru líka mörg dýr, hundur, svín, kýr, hani, kanínur og kindur, endur og hasnur. Eitt sinn átti fjölskyldan á Krossi að fara í myndatöku. Öll dýrin voru með á myndinni. Myndin birtist í Barna-DV' svo allir krakkar gátu séð myndina. Iris Yok Gilbertsdóttir, Kópavogsbraut 100, 200 Kópavogi. 0ÆRINN MINN Einu sinni voru hjón sem áttu tvö börn, stelpu og strák. bau áttu líka mörg dýr, kýr, hund, hasnur, svín og fleiri. Einn góðan veðurdag fóru krakk- arnir út á tún með bolta. Lísa kastaði boltanum til Karels en hann náði ekki að grípa boltann. Doltinn fór út í lask. Karel og Lísa urðu að fara inn að borða. Pabbi systkinanna hét Sigurður. Hann spurði Karel hvers vegna hann vasri svona leiður. bá sagði Karel pabba sín- um frá boltanum. Sigurður náði í bolt- ann og \>á urðu allir glaðir. Lára Rannveig Sigurðardóttir, 0 ára, Srautarlandi 20, 100 Peykjavík. YOUNG Af því tilefni ætla Krakkaklúbbur DV, Sambíóin og McDonald’s að standa fyrir ógleymanlegri ferð fyrir heilan grunnskólabekk. Það sem þið þurfið að gera er að svara spurningunum hér að neðan og senda til Krakka- klúbbs DV fyrir 24. mars. Sá sem vinnur fær að bjóða öllum bekknum sínum út að borða á McDonald’s og í bíó að sjá Risagórilluna Jóa . Bekkurinn verður sóttur í rútu á skólalóðina á fyrirfram ákveðnum tíma, farið á McDon- ald’s og síðan í bíó og að því loknu aftur að skólanum. Úrslit verða birt fimmtudaginn 25. mars og þriðjudaginn 30. mars verður lagt í hann. Myndin fjallar um risagórilluna Jóa sem heldur til í innviðum skóga Suður-Afríku, þar sem óprút- tnir veiðiþjófar ná ekki til hans. Þó að Jói geti verið ófrýnilegur þegar ágangur mannanna verður of mikill er hann þægur og hlýðinn þegar vinkona hans Jill er annars vegar. Þau hafa alist upp saman, allt frá því að mæður beggja létu lífið fyrir hendi veiðiþjófa. Á endanum verður of erfitt að vernda Jóa í frumskóginum og Jill ákveður að fá hjálp frá dýrafræðingi nokkrum til að flytja hann til borgarinnar í sérsmíðað verndarsvæði. Þegar almenningur sér Jóa verður hann strax mikill fréttamatur, og því miður skotmark óprúttinna náunga sem ætla sér að græða á honum. Hvað heitir risagórillan? Svar: Risagórillan Jói Krakkar. Nú er risagórillan Jói væntanleg á hvíta tjaldið 19. mars og mikið um að vera. Nafn: Aukavinningar: Heimilisfang: Póstfang: Skóli: 10 stk.risagórillu vasaljós 10 stk. risagórillu úr með áttavita Krakkaklúbbsnr.: Bekkur: Sendist til: Krakkaklúbbs DV, Þverholti 11, Sími: Fjöldi bekkjarfélaga: 105 Reykjavík, merkt: „Risagórillan" Umsjón Krakkaklúbbs DV: Halldóra Hauksdóttir Hvað heitir vinkona risagórillunar? Svar:________________________________ Hvert átti að flytja risagórilluna? Svar:________________________________ Hvert leitar Jill eftir hjálp? Svar:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.