Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 1
MANUDAGUR 15. MARS 1999 IÞROTT Miljkovic mun að sjálfsögðu leika með okkur „Málið lítur ekki eins alvarlega út og maður getur haldið í fyrstu. Miljkovic var dæmdur á fyrsta stigi dómsins í eins árs keppnisbann. Myndbandsspóla, sem til er að atvikinu, var ekki tekin gild en málinu verður nú áfrýjað og þá verður upptakan tekin til greina. Milj-1 kovic hefur skoðað atvikið með dómaranefnd og kemur þar fram að hann kom ekki nálægt uppþotinu. Talið er líklegt að hann fái eitthvert bann fyrir gulu spjöld- in. Við stefnum að því að Miljkovic komi með okkur í æfingabúðir til Portúgals þann 24. mars og að sjálfsögðu leikur hann með okkur í deildinni í sumar," sagði Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við DV í gærkvöld. Zoran Miljkovic hefur leikið með Zemun í júgóslav- nesku deildinni í vetur en var rekinn af leikvelli fyrir annað gula spjaldið gegn Rauðu Stjörnunni á dögunum. Leikmennirnir veittust harkalega að dóm- aranum en eins og Jóhannes sagði verður málinu áfrýjað og þá verð- ur fyrri dómur mildaður til muna. -JKS/VS IR í úrslit Undanúrslit í 1. deOd karla í körfuknattleik fóru fram um helgina en leikið var heima og heiman. Þór úr Þorlákshöfn sigraði Hamar á heimavelli, 94-88, en í gærkvöldi, þegar liðin áttust við í Hveragerði, sigraði Hamar, 109-108, í tvíframlengdum leik. Oddaleikurinn verður í Þorlákshöfn á þriðjudagskvöld. í hinni viðureigninni sigraði ÍR lið Srjörnunnar, 81-78, í fyrri leiknum í Seljaskóla. ÍR-ingar endurtóku síðan leikinn í Ásgarði i gær með því að sigra, 62-72. -JKS - Fjori frjálsum á Akureyri Bls. 22 Valsmenn hafa att i við- ræðum við Geir og Júlíus Ljóst er að miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá handknattleiksdeild Vals fyrir næsta keppnistímabil handknattleiksmanna. Leit að nýjum þjálfara er þegar hafin og sem stendur er Geir Sveinsson, leikmaður Wuppertal í Þýskalandi, efstur á óskalista Valsmanna. Geir er sá leikmaður íslenskur sem hefur leikið flesta landsleiki og hefur yfir gíf- urlegri reynslu að ráða. Hann hefur hins vegar ekki þjálfað áður. Geir mun ekki leika með Valsmönnum. Valsmenn hafa átt í viðræðum við Geir undanfarna daga og einnig Júlí- us Jónasson, sem leikur með St. Ot- mar í svissneska handboltanum. „Það er ekkert leyndarmál að Valsmenn hafa rætt við mig en eg hef ekki tekið ákvórðun. Það eitt er víst að ég kem alkominn heim í maí," sagði Júlíus i samtali við DV í gær. Lennox Lewls fagnar sem slgurveg- ari eftir bardagann við Evander Holyfield en það gerðl Holyfield ekki. Úrskuröur dómaranna hefur valdiö mikilli reiði í Bandaríkjunum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.