Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 2
34 Lífid eftir vmnu FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 TIV böl 1 Næturgalinn er opinn I nótt. Anna Vllhjálms er drottning gulláranna. En Hilmar Sverrisson? Gamall hippi? Diskótek I Leikhúskjallaranum til klukkan fjög- ur. Kannski þeir spili plöturnar meö Stjórnlnnl. klassík Kór- og Kammersveit Langholts- klrkju flytur okkur stórvirki Jóhanns Seba- stíans Bachs, H-moll mess- una klukkan fimm. Einsöngvarar eru Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Rannveig Fríöa Bragadótt- Ir, Stephen Brown og Ólafur Kjartan Slgurðar- son. Það er óhætt að fullyrða að varla fyrirfinn- ist erfiðara kórverk og því alltaf viðburður þeg- arverkið erflutt. Þetta erí fjórða sinn sem kór- inn flytur þetta viðamikla stykki. Miðaverð er í hærri kantinum, 2.500 krónur, en þó húsfyllir verði er útilokaö að hagnaður verði af þessu tiltæki. Miðasala er í Langholtskirkju á skrif- stofutíma. Tónlistarskóli ísafjarðar stendur fyrir flutningi á óratóriunni Messíasi eftir Hándel í ísafjarð- arklrkju klukkan 20.30. Það er hátíðarkór skólans sem flytur ásamt einsöngvurum og hljómsveit undir stjórn Ingvars Jónassonar. Flutningurinn er í tengslum við aldarminningu Ragnars H. Ragnar og 50 ára afmæii Tónlist- arskóla ísafjarðar á síðasta ári. Þetta er án efa stærsti tónlistarviðburður sem átt hefur sér stað á Vestfjörðum. Óratórian, sem hefur verið flutt oftar en nokkurt annað kórverk, er sennilega vinsælasta kórverk sem samið hef- ur verið. Efniviðurinn er hiö gamalkunna stef um þjáningu og dauða trúarleiötoga kristinna manna, en hann lést eins og kunnugt er fyrir syndir mannkyns. Einsöngvarar eru Guðrún Jónsdóttir sópran, Ingunn Ósk Sturludóttlr alt, Snorri Wlum tenór og Loftur Erllngsson bassi. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir styrkja framtakið. Munið að það er bannað að klappa í kirkjum. Fyrri tónleikar hátíðarinnar Músík í Mývatns- svelt fara fram í Reykjahlíðarkirkju f kvöld klukkan 21. Efnisskráin er fjölbreytt. Hljóð- færaleikarar að þessu sinni eru Laufey Slg- urðardóttlr á fiðlu, Herdís Jónsdóttir leikur á lágfiðlu, Bryndís Björgvinsdóttir strýkur knéfiðlu, Brjánn Ingason blæs í fagott, Sól- velg Anna Jónsdóttir slær slaghörpuna og Sólrún Bragadóttlr syngur. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. •sveitin ✓o.FL. er undarlegt nafn á hljómsveit en engu aö sfður stað- reynd. Þessi sunnlenska hljómsveit ætlar að gefa sveitungum sínum færi á sér um páskana og hefur Inghóll orðið fýrir valinu. Sveitin hefur ákveðið að bjóða öll- um stúlkum sem tekið hafa þátt í Fegurðar- samkcppnl Suöurlands á balliö og vonar að í kjölfarið streymi inn slefandi karlmenn með út- troðin veski. Flott trikk hjá strákunum. Bandið er með heimasíðu, http://ofl.selfoss.is Siggi Björns og félagar eru komnir til ísafjarö- ar. Nú fá gallharðir togarajaxlarnir að drekka tvöfalda vodkann sinn í Southern Comfort við lungamjúkt congabít. Þessi músík ætti að halda slagsmálum f skefjum. Það er Hról hött- ur sem flaggar bandinu þessu sinni. Hótel Örk verður með kfnverskt eldhús í serf- unni Umhverfis jörðlna á fjórum dögum. Siggi Hall sér um vokpönnurnar, Bryndís Ásmunds- dóttlr söngkona syngur (pentatónfskt væntan- lega) og Árni Isleifs djammar á pianóið undir borðum. Papa Jazz og félagar sjá svo um kfn- verska sveiflu á eftir og Geiri Smart dúkkar upp þegar á líður. spor t Handknattleikur. Leikið verður i undankeppni HM f handknattleik, stúlknalandsliða, f Kaplakrika i Hafnarfirði. Ungverjaland og Sló- venía leika kl. 14 og kl. 16 leika ísland og Flnnland. Körfuknattlelkur. Þriöja viðureign Keflviklnga og Grindvíkinga f undanúrslitum íslandsmóts- ins 1 körfuknattleik karla fer fram f Keflavík og hefst leikurinn kl. 16. Hótel Reynlhlíð býöur upp á labbitúr undir heitinu píslarganga. Lagt af stað eldsnemma, klukkan hálfníu. Gengið veður norður fyrir Mý- vatn og kyrrðarstund verður við Skútustaða- klrkju um tvöleytið. Merki göngunnar kostar hundraðkall. Laugardagul 3. apríll •klúbbar DJ Jól spilar plötur á Vegamótum þetta laug- ardagskvöldið. Hann er smekkvfs drengurinn og kemur ykkur I ffnt stuð. tr Ráðhúskaffi á Akur- eyri fær DJ Cosmo til að snúa skífum. Akureyr- ingar geta fmyndað sér að þeir séu stadd- ir á Kaffi Thomsen. Þossi þeytir skffur á efri hæðinni á Kaffi Thomsen. [ hitanum á neðri hæðinni verða DJ Margelr og Gus Gus-snúðurinn Herb Legowitz. • krár Fugllnn er staddur á Café Amsterdam þessa helgina. Stanslaus stemning langt fram á nótt. Félagarnir Skjöldur Sigurðs- son og Ari Alexander standa fyr- ir fjögurra daga veislu á Hótel Örk um páskana. Veislan hefur yfir- skriftina „Heimurinn bíður þín handan við heiðina" og dagskráin er nokkuð alþjóðleg. „Við ætlum að ferðast með gesti hótelsins á milli fjögurra borga. Einn daginn verðum við á argentísku nótunum, annan á ítölskum, þann þriðja á rússneskum nótum og fjórða á kínverskum," segir Skjöldur og bætir við að dag- skráin muni koma til með að vera svipað uppbyggð alla dagana. Kvik- myndir verða sýndar frá löndunum og fyrirlestrar haldnir um myndlist og bókmenntir viðkomandi landa. Þá verða einnig sýndir dansar frá löndunum og boðið upp á víns- mökkun og góðan mat. „Siggi Hall ætlar að elda ofan í gestina rétti frá þessum löndum. Hann er líklega einn víðförulasti kokkur sem fyrirfinnst hér á ís- landi og ætti að vita hvað best er að bjóða upp á,“ segir Skjöldur. í lok hvers dags, þegar fólk hef- ur snætt réttina hans Sigga, verða óvænt skemmtiatriði í boði. Tón- listarmaðurinn Guðmundur Steingrimsson sér um músíkina og fær til sín gestasöngvara á hverju kvöldi, til dæmis Ragga Bjarna, Steinunni Ólínu og Bryndísi Ásmundsdóttur. „Svo verður Geir Ólafsson líka þarna öll kvöldin, gestum til skemmtunar. Hann kallar sig ým- ist Rödd íslands eða Ice Blue og tel- ur biðina eftir heimsfrægð í mínút- um,“ segir Skjöldur og tekur fram að einnig verði dagskrá fyrir böm og gæsla af einhverju tagi, auk þess sem messuhald verði ræki- lega auglýst. Skjöldur og Ari Alexander vinna þetta verkefni í samvinnu við Hót- el Örk í gegnum forsetastofuna þeirra, sem er til húsa í Herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar. Þannig hafa þeir einnig staðið fyr- ir nýársfagnaði á Hótel Örk og Einari Ben. Skjöldur er vanur í þessum bransa enda sá hann um Ingólfskafli í fjögur ár. „Við höfum bara svo gaman að því að vera fullir," segir hann að lokum. Tónlist dúettsins Blátt áfram er ekkert sér- staklega blátt áfram. Þetta geðþekka dúó verður á Péturspöbb og skemmtir af list- fengi. Það veröur opið til þrjú á Fógetanum. Hermann Ingi ieikur fyrir gesti þessar- ar huggulegu veitingakrár f elsta húsi borgarinnar. Café Ópera er rótgróiö öldurhús f hjarta borgarinnar. Joshua Ell er þar mættur fersk- ur til starfa og heillar hal og sprund. írafár tekur upp þráðinn þar sem frá var horfiö á Gauknum, en þetta band gerir út á fjörug coverlög af ýmsum toga. Mímisbar verður opinn á laugardaginn. Kjör- inn staöur fyrir þá sem sakna liðinna tíma. Takið eftir hvað barþjónninn er flinkur. Núna má Skugga-Baldur pumpa græjurnar á Naustkránni frá klukkan tíu. Og það ætlar hann sér svo sannarlega að gera. Á Grand rokki fer fram árlegt páskaskákmót klukkan 15.00. í kvöld er þaö svo Trfpólí sem léttir lundina. Opiö frá klukkan 14.00 á Gullöldinni. í kvöld veröur svo Sælusveitin f fíling allt þar til klukkan slær þrjú. Tríóið Jukebox heldur áfram að skemmta gleöiþyrstum Kópavogsbúum á Catallnu. Húsið opnar klukkan 23.00. bö 11 Anna Vilhjálms og Hilmar Sverrison ætla að trana fram gestasöngvurum. Fyrstan skal telja Skapta Ólafsson, sem fyrstur íslendinga söng rokklag á plötu. Einnig verða Sólveig Birgls- dóttir og Garðar Guðmundsson ! eldllnunni. @klassík Seinni tónleikar Músíkur í Mývatnssvelt hefj- ast klukkan 16.00. Nú verður leikið f Skjól- brekku, en gamli Petroffinn þar er nýuppgerð- ur og sándar æðislega. Mannskapurinn er sá sami og í gær og prógrammið blanda af Moz- art, Danzi, Beethoven og Brahms. myndlist opnanir íslensk grafik opnar afmælissýningu sfna í Gerðarsafni í Kópavogi á laugardaginn. Þar gef- ur að Ifta afrakstur félagsmanna undanfariö ár - allt það besta (og versta) f fslenskri grafik. Valgarður Gunnarsson leggur undir sig stærst- an hluta Ásmundasalar, Llstasafns ASÍ, á laug- ardaginn og sýnir þar olíumálverk. I hjáleigunni - arinstofunnl - verða sýnd verk eftir meistara Svavar Guðnason. Þrjár sýningar verða opnaðar f Llstaglllnu á Ak- ureyri á laugardaginn. Gunnar Kr. Jónasson verður með einkasýningu en þeir Aðalsteinn Svanur Slgfússon og Erllngur Jón Valgarðsson (ætli þaö sé sonur Gunnarssonar?) skjóta verk- um sínum saman á einni sýningu. Daðl Guðbjörnsson opnar á laugardaginn sýn- ingu í sjoppunnl sem aldrei er opin f Regnbog- anum við Hverfisgötu. Þar sýnir hann olíumál- verk. Hann kann ekki annað, hann Daði - en að mála. Freyja Ónundardóttlr sýnir fossmyndir í Llsta- koti við Laugaveginn. Sýningin verður opnuð á laugardaginn. Kristján Jón Guðnason opn- ar sýningu í Stöðlakot! á skfrdag. Sýn- inguna kallar hann Tóna. Gabríela Friðriksdóttlr hefur flutt verk sfn til Eyja og opnar þar sýningu á Myndllstarvorl ís- landsbanka 1999. aðrar sýningar Norræna húsið. Cap au Nord er samsýning 18 myndasóguhöfunda frá Norðurlöndunum sem fyrst var sett upp á myndasögumessunni miklu f Angouléme, Frakk- landi, og hefur sfðan ferð- ast um Norðurlöndin. í anddyri er sýning á myndasögum í dagblöðum. Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar. Þar er sýning BJörns Blrnls, Hlífar Ásgrímsdóttur og Krlstínar Gelrsdóttur og kallast hún Tabula non rasa (ekki auður strigi). Öll sýna þau olíumálverk á striga eins og yfirskriftin gefur til kynna. Fjórar sýningar eru í Llstasafnl islands. í sal 1 er sýning á verkum fjögurra frumherja I fslenskri málaralist: Þórarlns B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónssonar, Jóhannesar Kjarvals og Jóns Stef- ánssonar. í sal 2 hafa listfræðingar safnsins valið saman verk þeirra málara sem innleiddu hugmyndir módernismans í Islenska myndlist. Sökudólgarnir eru Gunnlaugur Scheving, Jó- hann Brlem, Jón Engllberts, Snorri Arinbjarnar, Nína Tryggvadóttir og Þorvaldur Skúlason. I sal 3 er sýning á gvassmyndum þýska mynd- listarmannsins Sigmars Polkes og kallast sýn- ingin Tónllst af óræðum uppruna. Fjórða sýn- ingin er á Ijósmyndum Janletu Eyre. Grétar Reynlsson er meö sýningu í Gallerí Ing- ólfsstræti 8. Sýningin ber nafnið 1998 og eru öll verkin unnin sfðustu viku þess árs og fýrstu viku yfirstandandi árs. Sýningin er opin fimmtu- daga til sunnudaga, kl. 14-18. í Gerðubergi er samsýning á verkum sex mynd- listarmanna á aldrinum 76 til 92 ára. Þarna er samankomið landslið íslands f næfisma: ÞórO- ur G. Valdimarsson (alias Kfkó Korriró), Slgurð- ur Einarsson, Svava Skúladóttir, Hjörtur Guð- mundsson og systurnar Guðrún og Slgurlaug Jónasdætur. I verkum þeirra má sjá allt það sem prýða má næfísk verk: óheft fmyndunarafl, fallegar náttúrulýsingar og mikla frásagnar- gleði. Magnús KJartansson sýnir í Gallerii Sævars Karls. Sýningin ber yfirskriftina Col Tempo sem útleggst Með tímanum og er kveikja þessara verka Magnúsar Col Tempo, hið fimm hundruð ára gamla meistaraverk feneyska málarans Giorgione. Tengdasonur íslands, hönnunarsnillingurinn Mlchael Young, heldur sýningu á hönnun sinni og félaga sinna, Newsons (sem eru ekkert sfð- ur klárir og heimsfrægir), á Kjarvalsstöð- um. Á sama stað er Spessi með Ijósmyndlr sem hann hefur tekið af bens- fnstöðvum hringinn f kringum landiö. KJarval er svo á sfnum stað. Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson sýnir Grýlu sfna i Þjóöarbókhlöðunni á laugardag. Ragnhlldur Stefánsdóttir verður næstu vikur gestur Ásmundarsafns við Sigtún. Hún sýnir verk sem hún hefur unnið í tengslum viö verk Ásmundar. Sýningu sfna f Ásmundarsafni kallar Ragnhildur Form skynjana. Ómar Stefánsson sýnir málverk í Gallerí Fold við Rauðarárstíg kl. 15 á morgun. Verkin gefa innsýn f veröld Ómars, kynjaheim aö hætti Hier- onymusar Bosch. Samsýnlng nfu myndllstarmanna hangir uppi á Grand Rokk. Eyjólfur Einarsson er með sýningu á nýlegu stelnþrykkl á Mokka. Eyjólfur hefur undanfarin þrjú haust dvalið á grafíkverkstæði f Amster- dam og eru verkin á sýningunni afrakstur þeirr- ar dvalar. í Sverrlssal Hafnarborgar er sýning á verkum Arnars Herbertssonar. Sýningin kallast Full- vissa úr órelðunni. Guðbjörg Hákonardóttir, Gugga, sýnir i Galleril Hornsins. Sýninguna vill hún kalla Grænar grundlr. Hún verður opin alla daga nema föstu- daginn langa og páskadag, kl. 11-24. Karl Jóhann Jónsson sýnir I Sparisjóðnum, Garðatorgl 1, Garöabæ. Sýninguna kallar hann Bankastemmu og vfsar þar til portretta af fólki sem allt eins gæti verið viðskipavinir spari- sjóösins að borga reikninga. Fyrsta árs nemar f fjöltækni hafa lært svo mik- ið að maður þarf ekki að sitja lengi á skólabekk til þess að vera hæfur til sýningar. Þeir hafa safnaö Ijósmyndum og sýna þær í gamla hrað- frystlhúslnu að Grandagarði 7. Ólöf Helga Guðmundsdóttir er með sýningu f nemendagallerílnu Nema hvaðl á Skólavörðu- stig 22c. Þar sýnir hún þrívið verk af ýmsu tagl. Sýningin er opin virka daga frá kl. 15 til 18 og kl. 14 til 18 um helgar. Verk myndllstartrúbadorslns Guðmundar Rún- ars Lúðvíkssonar hanga uppi í sýningarrýml Krlnglunnar og Galleris Foldar á annarri hæð, gegnt Hagkaupi. G.R. kallar sjálfur sýninguna „Lan land og þjóð“ og útskýrir það innan sviga (sbr. Kring-LAN og LAN-d). Fjöllistamaðurinn Friðríkur er með myndljóða- sýnlnguna „Mfn Ijóssælna vís“ í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustfg, 5. Myndverkaskáld- skapur hópsins er uppistaða sýningarinnar. Sýningin er opin á verslunartíma. Garún, alias Guðrún Þórisdóttir, heldur mál- verkasýnlngu i Bílum & list. Þóra B. Jónsdóttlr er með sýningu í Fjarðar- nestl, Bæjarhrauni 4, Hafnarfirði. Efnið I mynd- irnar sfnar sækir Þóra í vestfirsk fjöll og björg - meðal annars sjálft Látrabjarg. Sýning er í Smiðjunni Artgallerí á verkum Ás- geirs Smára Einarssonar. Ásgeir Smári hefur undanfarin ár unnið að list f Kaupmannahöfn en þar rekur hann jafnframt Galleri Copen. Að þessu sinni sýnir hann tuttugu olíumyndir þar sem þemaö er maður og borg. sveitin Ragnheiður Jónsdóttir er með sýningu f Lista- safni Árnesinga á Selfossi. Á sýningunni eru koltelkningar sem Ragnheiöar hefur gert á síð- ustu tveimur árum - og sem fyrr eru þær risa- vaxnar. Sýningunni lýkur annan f páskum og er opin þangað til frá kl. 14 til 17. Gerður Guðmundsdóttir textfllistakona er með sýningu f Gallerí Svartfugli á Akureyri. Þar sýn- ir hún 27 verk sem öll eru unnin á þessu ári. Á verkunum, sem eru silklþrykkt, saumuð út og máluð, má sjá litríka fugla, Iffsglaða og gefna fyrir loftfimleika. Jaspers Morrlsons og Marcs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.