Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Qupperneq 4
36 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 kbílar > Hvítur bakgrunnur mælanna gefur mælaborðlnu sport- Vindkljúfar að aftan gefa bílnum sportlegra yfirbragð. legra útlit. + GITIK-B 900 S1 Mæla- og barkaviðgerðir Hjólbarðaverkstæði sími 588 9747, BORGARDEKK FAX 588 9722 Reynsluakstur Subaru Impreza Turbo GT: Einn sá sprækasti - aflmikill og sportlegur fjölskyldubíll Subaru Impreza er ekki alveg nýr af nálinni. Hann leit fyrst dagsins ljós haustið 1992, byggður á styttri útgáfu af sömu grunnplötu og Subaru Legacy, fyrst með 1,6 lítra vél en haustið 1995 bættist 2,0 lítra vél við. Með tveggja lítra vélinni er Impreza sprækur bíll, fyllilega nægt vélarafl fyrir ekki þyngri bíl, rétt liðlega 1100 kíló. En hjá Subaru vildu menn greini- lega meira afl og hafa bætt um enn betur og sent frá sér Impreza með mun aflmeiri vélum, báðar byggðar á sömu tveggja lítra boxervélinni og fyrr, báðar með turbo, en verulega afl- meiri, önnur er 211 hestöfl og hin 280 hestöfl. Nokkuð er frá liðið síðan Impreza Turbo kom til landsins en nú er röðin komin að reynsluakstri á þessum bfl. Nánast hættulega aflmikill Þar eð við höfum áður tekið Subaru Impreza til bæna þá er rétt að skoða þennan bfl með öðru hugarfari, horfa meira á vélarafl og sportlega eigin- Subaru Impreza Turbo GT er einn alsprækasti fjölskyldubíllinn á markaðnum Stór afturhlerinn opnast hátt og vel og gefur ágætt aðgengi að rúmgóðu far- angursrýminu. JEMADEKK leika. Það verður að segjast eins og er að með hefl 218 hestöfl undir vélarhlO'- inni er Impreza Turbo nánast hættu- lega aflmikOl. Þetta er ekki bíll sem við setjum í hendurnar á óvönum ökumanni, tO þess er afl og viðbragð hreinlega of mikið. En þetta er líka ótrúlega skemmtilegt tæki þegar menn kúnna eilítið að gæta sín. Það er ekki oft sem undirritaður hefur reynt svona aflmikla og spræka bfla í akstri hér á landi. Á dögunum þegar undirbúningur fyrir sportbOasýning- una í LaugardalshöUinni stóð sem hæst fengum við fjóra slíka tO prufu- aksturs og þessi Impreza hefði vel átt heima í þeim hópi. Imprezan stendur þeim sprækasta, BMW Z3 lítt að baki, það er sama tOfinning og að sitja í þotu í flugtaki að gefa inn og finna aflið streyma tfl hjólanna. Ólíkt BMW- inum þá er hér drO' á öUum hjólum og því minni hætta að hjólin spóli öU í einu, en um leið og akstursaðstæður eru slikar, bleyta eða sandur á mal- biki, svo ekki sé nú talað um mölina, þá er Imprezan fljót að spóla líka. Notadrjúgur sportari Impreza var fyrir allnotadrjúgur fjölskyldubíll til daglegra nota og er það enn að sjálfsögðu. Munurinn er bara sá að þetta er einn sá allra sprækasti meðal fjölskyldubílanna sem eru á markaðnum í dag. Að innan ber mest á öðrum svip á mælaborði, ljós bakgrunnur mælanna gefur þessum hluta mælaborðsins sportlegra yfirbragð. Að öðru leyti er Skemmtileg vél og gírkassi Boxervélarnar eru i dag nánast sér- grein Subaru og þessar mjúk- gengu vélar skUa sínu vel, jafnt þær sem minni eru og einnig þeg- ar búið er að toga og teygja hestöfl- in. Strax og gefið er inn finnst við- bragð frá vélinni og um leið og túrbínan tekur við sér finnst vel hvemig hún fer á urrandi siglingu og tekur bílinn með sér. Gírkassinn í þessum bíl er einnig til fyrir- Subaru Impreza Turbo GT Lengd: 4.350 mm. Breidd: 1.690 mm. Hæð: 1.415 mm. Hjólahaf: 2.520 mm. Minnsta veghæð: 190 mm. Þyngd: 1.180 kg. Vél: 4ra strokka boxer, 1994cc, 218 hö v/5.600 sn. mín. Snún- ingsvægi 290 Nm v/4000 an. Fjöðrun: Sjálfstæð gormafjöðrun á öllum hjólum. Stýri: Tannstangarstýri með hjálparafli. Snúningshringur bíls: 11,0 m. Gírkassi. 5 gíra handskipting, fjórhjóladrif með vökvakúp- lingu, afldreifing 50/50 á hvom ás. Hjól: 205/55R15. Verð: Skutbíll kr. 2.745.000, staUbakur kr. 2.745.000. Umboð Ingvar Helgason hf. dag, 6,5 sekúndur í hundraðið. DV-myndir GVA umhverfi ökumanns kunnuglegt og þægilegt. Það ber meira á breytingu í útliti. Loftinntak ofan á vélarhlífinni og annað stórt innfeUt í stuðarann undir- strika að þetta er alvöru sportari. Stórir Ijóskastarar sem eru innfeUdir í stuðarann gefa líka bilnum sport- legra yfirbragð. Að aftan eru tveir vindkljúfar, einn á afturbrún á þaki fyrir ofan aftur- gluggann og hinn á miðjum afturhler- anum, fyrir neðan afturrúðuna. myndar. Hér er hægt að svipta bílnum léttUega á mUli gíra þannig að há- markssnúningsvægi náist við hvaða aðstæður sem er. Hámarkssnúningsvægi næst við 4.000 snúninga á mínútu en það er samt ótrúlegt hvað hægt er að bjóða vélinni lágan snúning áður en gefið er inn aftur og hann rífur sig strax af stað. Gírskiptingar eru hæfilega léttleik- andi og ekki var mikið um það að ekki væri hægt að rata rétt á miUi gíra. Hestöflin í Impreza Turbo eru ekki sérlega dýr ef horft er á bílinn frá því sjónarhorni. Venjulegur Impreza skutbíU, með 1,6 lítra og 90 hestafla vél, kostar kr. 1.592.000 eða um kr. 17.700 hestaflið. Þegar vélin er komin í tvo lítra og aflið í 115 hestöfl þá er hestaflið kom- ið í rétt liðlega 15.600 kr. hvert hestafl. En ef horft er tU þessa bUs sem við erum með í reynsluakstri í dag þá eru verðið á hverju af þessum 218 hestöfl- um komið í kr. 12.821, sem er kannski ekki svo ýkja mikið þegar upp er stað- ið. SkutbUlinn kostar kr. 2.795.000 en staUbaksútgáfan kostar kr. 2.745.000. Impreza Turbo GT er aUs ekki svo galinn bUl fyrir þá sem vUja mikið afl, mikla snerpu en um leið notadrjúgan fjölskyldubU. Venjulega þarf að gefa eftir í einhverjum þægindum eða plássi þegar um aflmikla sportbUa er að ræða, hér er þetta leyst með miklu afli og snerpu en innrétting og nota- gUdi áfram tU staðar. -JR Vélin er sú sama og í 115 hestafla bílnum að rúmtaki en með forþjöppu og beinni innsprautun efdsneytis er búið að tvöfalda aflið, alls 218 hestöfl. jT sT OC| BT •Á /H B8 36 3C| Ab H iu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.