Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 7
m m Nýjungar frá Apple: G4 á leiðinni - næsta kynslóð örgjörva kynnt IAllt virðist vera í góðum málum hjá Applefyrir- tækinu þessa dagana. Góð sala á iMac-tölvunni virðist hafa gefið Apple byr undir báða vængi. Staða fyrirtækisins hef- ur lagast svo um munar á siðustu mánuðum og í síðustu viku kynntu Applemenn ýmsar nýjungar fyrir heiminum. Þann 11. maí síðastlið- inn kynnti Apple t.d. nýjasta ör- gjörvann sinn, G4. Örgjörvinn mun, ef ailar áætlanir standast, verða til- búinn á sama tíma að ári. Apple mun þróa og framleiða G4-ör- gjörvann í samvinnu við Motorola- fyrirtækið eins og venjulega. Nýi ör- gjörvinn mun að sögn Apple verða minni um sig, innihalda fleiri transistora (10,5 milljónir) og nota minni orku en Pentium III ör- gjörvinn frá Intel. Einnig mun hann verða búinn svokallaðri AltiVec tækni sem er hönnuð fyrir forrit sem reiða sig mikið á hraða ör- gjörvans. Applefyrirtækið lofar að örgjörvinn verði mun hraðari en aðrir sem á undan hafa komið. Sem dæmi má nefna að forrit eins og Adobe Photoshop munu vinna helm- ingi hraðar á G4 en á G3, sem býður þó upp á ágætis vinnsluhraða. Stýri- kerfi Apple, MacOs 8.6 og einnig MacOs X, sem kemur á næsta ári, munu gtyðja nýja örgjörvann. Léttari, hraðari og endast lengur Nei, Apple er ekki að fara að framleiða sportbíla heldur notaði Steve Jobs, yfirmaður Apple, þessi orð til að lýsa nýjustu fartölvunum frá Apple. Nýju fartölvumar frá Apple nota 333 og 400 MHZ G3 ör- gjörva. Þær eru 20% þynnri og kílói léttari en þær sem á undan þeim komu. Þessar nýju fartölvur eru líka ótrúlega spameytnar á orku, en hægt er að nota þær í 5 tíma á einni hleðslu. Nýju fartölvumar nota USB-staðalinn og hafa tvö slík tengi. Skjárinn er 14,1 tomma og tölvunar munu styðja DVD. Ný stýrikerfi Um leið og Apple kynnti til sög- unar nýjan vélbúnað, var einnig varpað smáljósglætu á framtíð stýrikerfisins. Á næsta ári mun koma út stýrikerfi sem heita á Forrít eins og Adobe Photoshop munu vinna helmingi hraðar áG4en á G3, sem býðurþó upp á ágætis vinnsluhraða. MacOs X. Þetta stýrikerfi er upp- fært sérstaklega fyrir G3 örgjörvann og mun það einnig eiga að vinna með G4 örgjörvanum. Ýmsir þættir kerfísins munu koma úr NeXt stýri- kerfinu sem einu sinni átti að vera arftaki MacOs. Af öðra sem látið var uppi um framtíð Apple var það helst að allar nýjar tölvur frá þeim munu sleppa gamla góða floppy-drif- inu og mun þá áherslan verða lögð á frekari notkun DVD-drifa. Einnig kom fram að áhersla verður lögð á að finna nýja markaði fyrir tölvur eins og iMac og hefur Apple gert samning við verslunarrisann Sears í Bandaríkjunum með það að mark- miði. Það er vonandi að hagur Apple haldi áfram að batna og það verður áhugavert að fylgjast með hvað gerist á komandi misserum. Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple, kynnti ýmsar nýjungar fyrir Macin- toshtölvur Apple í síðustu viku. Þar á meðal var hin nýja kynslóð örgjörva fyrir tölvurnar, G4. Hugbúnaðarfyrir- tækið Eidos hefur fengið poppstörn- una David Bowie til liðs við sig. í nýjum leik, sem Eidos er að fram- leiða, mun David Bowie fara með eitt lykilhlutverkið og einnig mun hann sjá um tónlistina í leikmnn. Leikurinn sem ber nafnið Omikron - The Nomad Soul er þriðju persónu ævintýra- leikur sem gerist í framtíðinni. Mun hann verða óhemju stór og innihalda ótal persónur og verð- ur David Bowie ein þeirra. Bowie hefur samiö 8 ný lög fyrir leikinn og munu sum þeirra verða flutt í leiknum af persónu hans ásamt hljóðfæraleikurum. Tónlistin sem Bowie hefur samið fyrir leikinn er sögö vera ólík venjulegri tölvu- leikjatónlist, mun vandaðri og með meiri tilfinningu en vaninn er. Talsmenn Eidos segja að þát- taka Davids Bowies muni setja leikinn á hærra plan og auka sölu á honum svo um munar. Hann mun koma út í haust fyrir PC og Playstation. 'J'ÍjJVH- ^ Bowie í tölvuleik David Bowie kynnti tölvuleikinn Omikron - The Nomad Soul á E3 leikja- ráðstefnunni í síðustu viku. Eidos fær liðstyrk Eidos Interactive, hugbúnaðarfyrir- tækið sem framleið- ir m.a. Tomb Raider leikina, hefur gert 10 ára samstarfssamning við Timeline Studios. Fyrirtækið er í eigu rithöfundarins Michael Crichton, sem meðal annars er þekktur fyrir handritið að bíó- myndunum Jurassic park og Disclosure, og fyrir framleiðslu þáttana E.R. Þó aö Michael Crichton sé ekki þekktur fyrir framleiðslu tölvuleikja þá gerði þessi fjölhæfi rithöfundur tölvuleik fyrir Apple II tölvuna. Hann kallað- ist Amazon en ekki fer þó miklum sögum af gæðum eða vinsældum hans. Hvort við fáum að sjá tölvu- leiki um kynferðislega áreitni á vinnustöðum eða um statfsfólk á bráöavakt kemur í ljós en í öllu falli ætti Crichton að koma með nýjar hugmyndir í tölvuleikjaiðn- aðinn. Við bíðum spennt. Þelr flska sem róa Þelr flska sem róa... Þelr flska sem roa Þolr www.visir.is IVhSTUIt Mf.0 rRfTTIRNAIt Stríðið í Júgóslavíu: Margþættar afleiðingar viðskiptabanns Bandaríkinn settu eins og kunnugt er bann á öll við- skipti banda- rlskra fyrir- tækja við Júgóslavíu fyrr í þessum mánuði. Nú hefur komið upp álita- mál í sambandi við það. Spurning er hvort netþjónusta í gegnum gervihnött við Júgóslavíu heyri undir bannið. Bandaríska fyrir- tækið Loral Space & Commun- ications Ltd, sem sér tveimur stærstu netþjónustufyrirtækjum Júgóslavíu fyrir gervihnattateng- ingu, er ekki búið að loka fyrir þjónustu stna ennþá. Ekki er víst að bannið nái yfir þessi viðskipti lagalega séð og er fyrirtækið búið að leita aðstoðar bandaríska fjár- Efbannið næryfir þessi samskipti er viðbúið að Júgóslavía verði að mestu netsambandslaus við umheiminn. málaráðuneytisins á túlkun bannsins. Ef bannið nær yfir þessi samskipti er viðbúið að Júgóslavía verði að mestu netsambandslaus við umheiminn því netþjónustu- fyrirtækin tvö sjá tveimur þriðju hlutum Júgóslavíu fyrir netþjón- ustu. Uppiýsingastríð Sérfræðingar í þessum efnum búast við að gervihnattatengingin verði rofin. Þar benda þeir á að stór hluti árása NATO snúist einmitt um að veikja samskipta- kerfi Júgóslavíu.Til rökstuðnings þessu benda þeir á loftárásir NATO á sjónvarpsstöövar og notk- un NATO á granítsprengjum til að lama rafmagnskerfi Júgóslavíu. Ýmsar raddir hafa heyrst um að hernaöur af þessu tagi geti þó virkað í öfuga átt. Um leið og lok- aö er fyrir samskipti Júgóslavfu á umheiminn er lokað fyrir upplýs- ingastreymi frá umheiminum. Þá er viðbúið að skoöanir stjórnvalda í Júgóslavíu verði eina röddin sem heyrist þar í landi. Einnig verður erfiðara fyrir andstæðinga Milos- evics að koma skoðunum sínum á framfæri. Ekki er því gott að vita í hvers hag það yrði að loka fyrir Serbneskir hermenn veifa Ijósmyndurum. Efast er um að landar þeirra muni halda netsambandi við umheiminn mikið lengur. streymi upplýsinga í gegn um Net- ið til Júgóslavíu. ~~ ' V.. • 1 Nintendo semur við IBM Nintendo-leikja- tölvuframleið- andinn hefur gert samning við tölvufyrirtækið IBM um framleiðslu örgjörva fyr- ir næstu Nintendo-vél. Samkomu- lagið felur í sér að IBM muni framleiða örgjörva sem einungis verður notaður fyrir Nintendo. Samningur þessi er í ætt við samning Sony og Toshiba sem framleiða örgjörvann fyrir Playstation 2. Engar upplýsingar hafa enn verið gefnar um eigin- leika þessa nýja örgjörva en sam- kvæmt yfirlýsingum Nintendo mun ný leikjatölva frá þeim líta dagsins ljós seinni hluta ársins 2000. Örgjörvar næstu kynslóðar leikjatölva munu verða gríðarlega öflugir og verður ekki vanþörf á því búist er við að ýmsir nýir eig- inleikar verði til staðar í leikja- tölvum á næstu árum. Þar er um að ræða t.d. nettengingu og sýn- ingu kvikmynda. Það lítur út fyr- ir að gríðarlegur slagur sé á næsta leyti um athygli leikjavina og víst er að ekkert er gefið í þeim efnum. mmmmmmtm ux .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.