Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 2
Kvikmyndafélag íslands ehf. kynnir í samvinnu viö DV: Stuttmyndadagar í tjarnarbíói 1 RoykjBvik dagana 24., 25. & 26. maí 1999 Styrktara&llar: RÚV, MENNINGARMÁLANEFND REVKJAVÍKURBORGAR, FÍNAN MIÐIL HF„ FJÁRFESTINGU & RÁÐGJÖF, LANDSTEINA INT. HF„ JAPIS, NESRADÍÓ, KVIKMYNDASJÓÐ ÍSLANDS, KASTUÓS, SÍK, SAMBAND tSLENSKRA KVIKMVNDAFRAMLEIÐENDA, SKL, SAMTÖK KVIKMYNDALEIKSTJÓRA, AUSTURBAKKA, PIZZA 67, AÐALVIDEOLEIGUNA, HANS PETERSEN HF„ REX, MYNDBANDAVINNSLUNA HF. Stjórn: Jóhann Sigmars- son, Júltus Kemp og Bryndts Jóhanssdóttir Framkvæmdastjórl: Bryn- dts Jóhannsdóttir Kynnlr: Ragnheiður Axel leikkona Sýningarmaöur: Hákon Sverrisson Aörlr starfsmenn: Sóley Kristjánsdóttir, Anna Guörún Konráösdóttir og Hildur Rósa Konráðsdóttir Forsiöustúlka: Annar Guörún Konráðsdóttir Ljósmyndir: Stefán Karlsson Grelnaskrlf: Guörún Kristjánsdóttir, Hall- grtmur Helgason, Egill Helgason og Þorfinnur Ómarsson Fyrlrlesarar: Vilhjálmur Knudsen, Siguröur Valgeirsson og Einar Már Guömundsson Dómnefnd: Markús Örn Antonsson, Guð- mundur Bjartmarsson og Hilmar Karlsson Húsið verður opnað öll kvöldin kl. 19.30. KVÖLDNR. 01. 171,3 mín. Náttúruhamfarir (Sverrir Gunnarsson), Daginn eftir (Karl Ingi Karlsson), Maöur undir áhrifum (Mosfilm/Scram), Rover (Eiöur & Einar Snorrar), False Teeth (Bjargey Ólafsdóttir), Slurpinn (Katrín Ólafsdóttir & Reynir Lyngdal), Dancing about Architecture (Margrét Hugrún Gústafsdóttir) http://www.millennial. kynslodin.deathmatch.is (Linda Keitler), Enginn heima (Siguröur Hallmar Magnússon & Erpur Siguröarsson), Síðasta kvöldmáltíðin (Björgvin ívar & Þórdís Aöal- steinsdóttir), Verðlaunabikarinn (GHÖ/MHÍ), Póstur í óskilum (Jón Ásgeir Gestsson & Guömundur Pálsson), Sext þrt dí (Ragnar Brynjólfsson & Bernt Robstad) Sne (Hrund Atladóttir), Liebe (Ari Rafn Vilbergsson). FYRIRLESTUR: EINAR MÁR GUÐMUNDSSON, handritshöfundur. Vágestir vtsitera Viðey (Almar Þór Ingason), Gildran (Guöjón Jónsson & Þrándur Jensson), Símtalið (Bjarni Gríms & Guömundur Tjörvi), Gustur galvaski (Ragnar Hansson) Stutt t krakkann (Grímur Hákonarsson & Eyjólfur B Eyvindsson). KVÖLD NR. 02. 368 mín. Kowalski (Einar A. Einarsson, Elias F. Guömundsson), Hugarburður nr 1. (Haukur Margeir), Ristað brauð (Einar Árnason), 90 0 (Ásta Briem), Jean (Bjargey Ólafsdóttir), Dogma/N (Vilhjálmur Árnason), Popp í Reykjavtk: Hin myndin (Gunnar Theodðr Eggertsson & Hallur Örn Árnason), Dream of Dallas (Valur Traustason), Djúp (Kvikmyndafélagiö Frosta), Vitrun (Grímur Hákonarsson), Paradísamissir (Arnar Ingi Jónsson), Iðrun (Gísli Eysteinsson, Jón Finnbogason & Eggert Stefáns), Regnorme (Stefán Vilbergsson), Kókó (Gísli Darri Halldórsson), Coca Cola Elvis (Rottukofinn). FYRIRLESTUR: VILHJÁLMUR KNUDSEN, kvikmyndagerðarmaöur. The lceland Files (Neil McMahon & Konráð Gylfason), Eurovision áætlunin (Bjarki Guðjónsson) Geymur fyrir gamla (Ragnar Brynjólfsson & Bernt Robstad) Ofur- gjaldkerinn (Gtsli Eysteins & Bryndís Sveinbjörnsdóttir), London Ferðin (Halldór Jón Björgvinsson) KVÖLDNR.03. 198 mín. Johnny Mcspy, The Golden Virus (Guömundur Rúnar Kristjánsson), Heimsins þrautir (Hjalti Snær Erlingsson), The Herman Show (Einar Már Hjartarsson), Reimleikar (Halldór Jðn Björgvinsson), Láttúöa ganga (Andri Ómarsson), Kúrekinn NIZ (Bjarni Einarsson), Spegilmyndir (Stefán Hallur Stefánsson), Svífur yfir Esjuna/Tremmi (Lárus H. Jónsson & Guömundur Atli Pétursson), Saga af strák (Heiöar Sumarliöason), Flóttinn (Hjörtur Dór Sigurjónsson), Sköna morgnari Jönkopping (Bjargey Ólafsdóttir), Jón bóndi (Andri Ómarsson), Svartsýn (Snorri B Jónsson), Héðan ganga engar lestir (Bjarni Þór Pétursson), Ein-búin(n) (Halla & Hanna Viöarsdætur). FYRIRLESTUR: SIGURÐUR VALGEIRSSON, sjónvarpsleikrit. Óskalög sjúklinga (íkon), Stutt mynd (ívar Örn Sverrisson), Skortur (Hannes Óli Ágústsson), Hólmar (Heiöar Sumarliöason), Gærkvöld (Pétur Már Gunnarsson). VERDLAUNAAFHENDING Góð kona spurði mig að því í fyrra hvað mér þætti vænst um: kvikmyndir, bókmenntir, pólitík? Ég hafði aldrei hugsað þetta svona, en samt velktist svarið ekk- ert sérstaklega mikið fyrir mér. Svarið: Bókmenntir langfyrst, svo líklega pólitík í víðum skiiningi (plús sagnfræði), kvikmyndir síð- ast. Eftir því sem árin líða hafa mér orðið æ betur ljósar takmark- anir kvikmyndanna. Ég ann þeim ekki jafnheitt og einu sinni, þær eru næstum eins og kona sem ég elskaði einu sinni en ekki lengur. Ástæðan er ekki bara sú að flestir kvikmyndahöfundar nútímans væru ekki einu sinni hæfir til að sækja kaffi fyrir Welles, Berg- man eða Truffaut. Kvikmyndir, listformið sjáift, liggja eitthvað svo skelfing mikið í augum uppi. Mað- ur veit alltaf undir eins hvert kvikmyndir eru að fara. Þær nota svo mikið af klisjum. Þær þurfa að fylgja ákveðnu ritúali. Gera svo mörgum til hæfis, líka bjánum. Kvikmyndir geta ekki, líkt og bækur, beðið eftir því í mörg ár eða mannsaldra að einhver upp- götvi hvað þær eru frábærar. Tví- ræðni og óviss merking eru eitur í beinum flestra kvikmyndamanna; Bunuel er búinn að vera dauður í fimmtán ár. í rauninni er sáralítið fyrir heilabúið að fást við í kvik- myndum, svo það er kannski ekki furða að núorðið kvelst ég yfirleitt af leiðindum í bíósölum. Löngum hefur mér leiðst í leikhúsi, nú leið- ist mér meira í bíó. Ég er heldur ekki sammála Þresti Helgasyni á Mogganum sem skrifaði um daginn að menn- ingarvitar skildu ekki bofs í Hollywood-myndum sem nú væru enn á blómaskeiði, enda væri fólg- in í þeim merking sem unglingar væru læsir á en ekki þeir. Þar sem ég sé ekki annað en sprengingar, bílaeltingaleiki og eitthvert lið sem hangir aftur úr farartækjum eða fram af húsþökum sér Þröstur athöfnina: unglingur að fara i bió og sjá það sama og alltaf og það sama og hann sér í sjónvarpinu og í tölvunni heima hjá sér. Þessa at- höfn les Þröstur sem texta og kall- ar „eilífa endurtekningu" ... „frá- sagna“ sem hafi „fært út textaleg mörk“. Úbbs. Þetta er heimur þar sem allt er á einum haug og Þor- grímur Þráinsson kallast á við HaHdór Laxness. Þetta rusl sem þeir framleiða vestra er auðvitað ekkert annað en ... rusl. Framleitt af markaðs- fræðingum ofan í einhverja fókus- hópa. Ef fókushópunum ekki líkar viðurgjörningurinn, þá er fram- leiðslunni einfaldlega breytt. Höf- undar eru varla til lengur; kvik- myndir eru samdar í vinnunefnd- um. Enginn einstaklingssvipur er merkjanlegiu á afurðunum. Sum- um þykir fínt að finnast þetta gott. Þeir hafa tileinkað sér þá póst- módernísku afstæðishyggju að allt sé einhvem veginn jafn merkilegt, allt eigi jafnan rétt. Ég er alveg á móti þessu. Sumt er nefnilega betra en annað. Sumt er miklu betra en annað. Svo er til dæmis farið um Krzysztof Kieslowski. Hann er miklu betri en Stanley Kubrick. Annar er einn af meist- urum þess húmanisma sem mér þykir hvað vænst um í kvikmynd- um, og þótt hinn verði ekki flokk- aður með markaðsliðinu í Hollywood, þá gaf hann að vissu leyti tóninn fyrir það sem síðar kom. Hann er æðstiprestur þess sem ég þoli síst í kvikmyndum: sálarlausrar tæknidýrkunar. Fólk kaupir frekar miða á bíómyndir sem fjalia um risaeðlur en manneskjur, sagði Krzysztof Kieslowski stuttu fyrir andlát sitt. Sjálfur var hann hættur að gera bíómyndir, hann nennti þessu ekki lengur. Egili Helgason segir hér áiit sitt á Kieslowski og öðrum kvikmyndaleikstjóra sem hann segir að hafi sjálfur verið risaeðla: Stanley Kubrick. Harðstjórinn sem hataði fólk Það hefur verið sagt um Cecil B. de Mille að hann hafi verið Mússól- íni kvikmyndanna; í þeirri fullyrð- ingu felst líklega að hann hafi verið lítill karl sem belgdi sig mikið út. Ólíkt de Mille var Stanley Kubrick ekkert hlægilegur. Það fer líka miklu betur á því að líkja honum viö aðra harðstjóra. í kvikmyndum sínum kepptist Kubrick eftir algjörum fuli- komleika þar sem öllu er nákvæm- lega raðað og allt lýtur algerri stjórn næstum eins og á hátíðun nasistanna í Númberg. Kubrick hafði sjúklega þörf fyrir tæknilega fullkomnun. Líf- ið var í rauninni of óhreint og óreiðusamt fyrir hann. Þess vegna hafði hann heldur engan áhuga á fólki - fólk var í rauninni alltof ófull- komið til aö fá að vera með í kvik- myndunum hans. Kubrick hafði meiri áhuga á lensum en fólki. Það er útbreidd skoðun að Kubrick hafi verið mikill listamaður. Þegar ég var að byrja að horfa á bíómyndir af alvöru á áttunda áratugnum var honum hampað eins og stórkostleg- um snillingi. Gott ef hann átti ekki að vera mesti leikstjóri í heimi, já kannski allra tíma. Það fór óskapleg- um sögum af því hversu vandlega hann undirbyggi myndirnar sínar, hvað hann legði mikla vinnu í hverja töku, hvað þetta ailt kostaði mikið. Kvikmyndaverið Warner Brothers mat hann svo mikið að það gaf hon- um blankó tékka: hann mátti gera hvað sem er. Hann fór að hanna af lífs- og sálar- kröftum. Framan af haföi Kubrick gert skikkanlegar myndir. Nú tapaði hann sér í nokkurs konar ofurhönn- un sem sökkti myndunum hans á bólakaf; fáránlegu nostri sem var markmið í sjálfu sér og telst fremur vera ofvöxtur en eiginlegur stíll. Þetta var eins og kappleikur þar sem markmiðið er að setja heimsmet í að vera lengi að taka upp hvert atriði, hafa eins mikið vesen og hægt er. Truffaut sagði einhvern tíma að eng- in sýnileg fylgni sé milli fyrirhafnar- innar við gerð kvikmyndar og loka- útkomunnar. Við fáa á þessi staðhæf- ing Frakkans betur en Kubrick. En Kubrick hélt áfram, líkt og ein- hvers konar óvættur. Hann bægði út öllu mannlegu úr myndum sínum. Honum var illa við fólk. Hann nídd- ist á leikurum, sem létu sér vel líka. Hann valtaði með ofurþunga yfir öll blæbrigði. Líkt og allt fólk sem trúir á eigin mikilleik hafði hann alls enga kímnigáfu, þótt honum tækist að villa fyrir sumum. í lúðri Kubricks var bara einn tónn: hann blés af fuil- um krafti. Hugmyndin var sú að fyrir þessu skyldi fólk beygja sig og bukka og það gerði fólk sannarlega. Af því þetta væri svo stórkostleg list, af því boðskapurinn væri svo stórkostleg- ur, af því þetta er allt svo stórt og yf- irþyrmandi. Þetta er aðferð harð- stjóra sem telja vænlegra að lemja mann i hausinn en skýra út fyrir manni. Kubrick er eitthvað listrænt fyrir þá sem vita ekkert um list, heim- spekilegt fyrir þá sem er alveg sama um heimspeki. Hann notar klassíska músík af óbrigðulu smekkleysi, en bara þá sem hægt er að frnna á „best of' plötum í hverri sjoppu: Dónár- valsinn, Also Sprach Zarathustra, Fimmtu sinfóniuna, Katsjatúrian. (Einhvem veginn koma upp í hug- ann hljómsveitir eins og Emerson, Lake & Palmer og Yes sem voru vin- sælar á svipuðum tíma; eru þær ekki menningarlegar hliðstæður við Kubrick?) Þetta er estetík fyrir þá sem hafa enga, en hin merku sann- indi sem fólk taldi sig finna í kald- rana Kubricks ekki annað en korn- fleikspakkafílósófía fyrir unglinga. Verst er þó hvað myndimar eru leið- inlegar. Krzysztof Kieslowski Eins og í lífinu Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu vænt Kieslowski hafi fundist um persónurnar sem hann bjó til. Stundum var eins og hann horfði á þær köldiun augum, líkt og gullfiska í glerbúri, hvað fólkið ber sig klaufa- lega að, hvernig það glatar tækifær- um, hvernig það missir af lífinu eða flanar í gegnum það i tómum mis- skilningi. Það er eins og hann hafi verið á báðum áttum; kannski er það einn galdurinn við höfundarverk hans hvernig ögn kaldhæðinn mann- hatari sem stendur álengdar kallast á við annan höfund sem innst inni þykir vænt um fólk og veikleika þess. Vænst þótti honum sjálfsagt um ungar konur, fíngerðar og tærar, það þykist ég sjá á flestum myndum hans, en er ekki líkt og að í hvert skipti sem hann skoðar persónu vandlega dragi hann smátt og smátt fram eitthvað í fari hennar sem hon- um sjálfum getur þótt vænt um? Þannig er eins og hann eigi í sifelld- um samningaviðræðum við lífið og á endanum sé það hann sem slái af kröfunum, geri málamiölanir. Myndir Kieslowskis, Tilviljunin, Boðorðin tíu, Tvöfait líf Veróníku, Blár, Hvítur og Rauður, eru að vissu leyti eins og tilraunir, tilraunir um fólk. Hann setur fram persónur, byrj- ar á að teikna þær veikum dráttum sem stundum verða greinilegri þegar á liður, stundum daufari svo þeir sjást varla. Hann hreyfir persónurn- ar ögn tii, lætur líf þeirra snertast, oft ekki nema rétt svo; prsónur sem eru staddar í sömu borg eða i ein- hverri allt annarri borg gætu hist og breytt lífi hvor annarrar. Við sjáum það greinilega sitjandi í bíósalnum, en svo líkt og hugsar Kieslowski sig um og fær þá niðurstöðu að þær eigi aldrei að fá að hittast. Eða réttar sagt: Sumir hittast, aðrir farast á mis. Eins og í lífinu. Fólk er svo ófullkomið. Kieslowski var djúpvitur meistari, en þó víðs fjarri að hann vildi setja sjálfan sig á einhvern stall. Hann ; kunni að segja sögur sem enginn annar kunni að segja, fullar af skringilega hversdagslegri dulúð. Hann fann myndir sem maður hefur aldrei séð áður og sem mann hafði ekki órað að væri til. Hann fann þær ekki með því að horfa út 1 geiminn, heldur á nánasta umhverfi sitt, hversu grámyglulegt sem það var. Hann fullyrti ekki, heldur gaf í skyn; alis staðar í verkum hans eru ein- hver smáatriði, litlar hreyfingar, augnagotur, smámyndir sem maður kannski skilur ekki fyrr en þræðim- ir renna saman í lokin og þá máski ekki nema til háifs. Úti í myrkri salarins fylgist maður með, hálfpartinn undrandi yfir því hvað það er erfitt að vera maður - að maður segi nú ekki mennskur - hvað það er dapurlegt og fallegt; yfir því að vera leiddur inn í heim sem mað- ur vissi ekki að væri til en er samt svo kunnuglegur. Kieslowski: Djúpvitur meistari sem gat varla tekið sjálfan sig hátíðlega Var hann Emerson, Lake & Palmer kvikmyndanna? 14 f Ó k U S 21. maí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.