Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 6
4 > alds rithöfund en hún er bara svo feimin! “ Svo ertu aö gera dogmamynd um Grand Rokk: „Jú, jú, þú getur kallað þetta dogma. En dogma er bara einhver fin slaufa í kringum eitthvað sem er löngu búið að finna upp. Það er afsprengi nýrrar tækni sem kom fram á sjöunda áratugnum. Með léttu kamerunni, sem maður getur haft við öxlina, hófst nýr kafli í sögu heimildamyndarinnar. Hún hefur þau áhrif að fólk verður ómeðvitað um að það sé verið að fylgjast með því. Kosturinn er sá að fólk hættir að líta á þetta sem myndavél og fer líta að líta á hana sem leikfang - eins og Ólafur Rögnvaldsson komst svo vel að orði. Maður kemst miklu nær lífi fólks. Nú er hægt að yfirfæra spól- urnar á kvikmyndafilmu á sama hátt og Lars von Trier og félagar hafa verið að gera. Allt hefur þetta í fór með sér að hinn tæknilegi kostnaður snarminnkar. Menn geta safnað efni endalaust því það kostar ekkert að láta kameruna ganga. Kúnstin felst í því að ná sem flestum augnablikum og reyna að setja þau í samhengi. Þetta er mín nýja leið í kvikmyndagerð." Ætlarðu ekki að segja mér af myndinni um Grand Rokk? „Eins og þú sérð þá sækir hing- að þversumma allra íslendinga. Hér er að finna mengi þess að vera íslendingur," segir TofFi um leið og hann skimar í kringum sig. „En þetta er hamskiptasaga líka. Saga um búlluna sem verður að höll; af litla ljóta andarunganum sem breytist í svan og af litlu mönnun- um sem verða kannski einhvern tímann stórir." Toffi upplýsir að aðalpersónur heimildamyndarinnar séu Grand- rokkararnir Hrafn Jökulsson blaðamaður og barfluga, Jakob Bjarnar Grétarsson útvarpsljón, myndlistarmaðurinn Bjarni Þór- Hn að er varla hægt að halda öðru fram en að Ragnar sé lánsamur ung- ur maður því segja má að hann sé fyrsti ungi leikstjórinn á íslandi sem fær hið fullkomna leikstjórnarfrelsi. „Já, ég er fyrsti leikstjórinn sem þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum. Yfirleitt hafa leikstjórar þurft að vera allt í senn; framleiðendur, hand- ritshöfundar og klipparar og helst hafa þeir líka þurft að ganga í hús og selja bíómiða. Við ákvaðum hins veg- ar í upphafi að gera þetta eins og tíðkast annars staðar í hinum sið- menntaða heimi; það er að segja að leikstjórinn fengi að einbeita sér að því sem máli skipti.“ Ragnar segir myndina fullbúna kosta á bilinu 70 til 100 milljónir og tekist hafi að fjármagna myndina nánast að fullu áður en hafist var handa. „Á íslenskan mælikvarða er Fíaskó meðaldýr mynd. Hún er nú- tímasaga svo ekki liggur mikill pen- ingur í leikmynd eða búningum. Sagan gerist á litlu svæði þannig að ekki þurfti að selflytja menn yfir ár eða jökla og lítið er um landslag, nema þá landslag manneskjunnar." Merkir þetta aö allt sem kemur inn í kassann sé hreinn gróöi? „Ja, ég segi það nú kannski ekki. Þó að þama sé ákveðin verkaskipt- ing á ferð er þetta nú enn þá þannig að maður þarf að leggja launin sín undir sem framlag tU þess að fjár- magna kvikmyndina." Aðdragandinn að Fíaskó var þátt- taka Ragnars í svoköUuðu handrits- þróunarátaki Kvikmyndasjóðs og Norðurlandasjóðs. Segist hann hafa „hent inn“ grófri hugmynd að hand- riti haustið 1996. Hún var ein af sex handritum sem fengu frekari úthlut- un. Þá kom til sögunnar svokallaður scriptdoctor eða erlendur handrita- læknir sem hinir efnUegu handrits- höfundar gátu nýtt sér. Ragnar seg- ist óspart hafa nýtt sér handrits- lækninn og notið góðs af. Mönnum hafi þó alls ekki verið skylt að nýta Hún var fijót að spyijast út sú fregn á dögunum að Ragnar Bragason, handrits- höfundur og leikstjóri kvik- myndarínnar Fíaskó, væri búinn að eignast tvíbura. Þótt ekki sé meiningin að ræða við hann um föðurhlut- verkið varð ekki hjá því komist að spyrja hann um það hvort meirí vinna lægi að baki því að taka upp stór- mynd eða annast tvíbura- stráka? Svaríð lét ekki á sér standa: „Iss, það er bara lúx- us að búa til kvikmynd! Bara hvíld,“ segir hann og við fáum nánari útskýríng- ingar á því: „Tvíburamir sofa tvo tíma og vaka tvo og taka svo klukkustund í að drekka, svona gengur þetta sólar- hring eftir sólarhring.“ sér doktorinn. „Mér fannst hins veg- ar gott að hafa einhvem með mér tU þess að lesa yfir og fá krítík," segir Ragnar. Þurftu handritin aö vera fjandi góó til þess aó komast i gegn? „Ég veit það nú ekki,“ svarar Ragnar hógvær. „Menn þurfa aðal- lega að nenna að sitja við og skrifa og því nenna alls ekki allir.“ Þú ert aö segja þrjár sögur í einni? „Fíaskó er í raun saga af einni fjöl- skyldu sem býr i gömlu niðurníddu bárujárnshúsi í Þingholtunum." 101 Reykjavík! „Já, þetta er 101 Reykjavíkursaga. Og júbb, þetta eru að segja má þrjár sögur í einni; af afanum, sem Ró- til kvi bert Amfinnsson leikur, dóttur- inni, sem leikin er af Margréti Ákadóttur, og dótturdótturinni sem (hin ófaglærða en þó faglega) Silja Hauksdóttir leikur og öll búa þau þarna í Þingholtunum. Við fylgjumst með nettum ástarævintýr- um sem þau eiga öll í sama sólar- hringinn og ákveðinni hringrás í lífi þeirra. En það er samt engin gymik í gangi.“ Hvert veröur svo framhaldiö eftir frumsýningu Fíaskó? „Það er ágæt regla hjá leikstjóra að vera alltaf með eitt eða tvö hand- rit í gangi í kringum sölu mynda sinna á kvikmyndahátíðum því þá er mesti sjensinn á að fá fjármagn í næstu mynd svo ég er tilbúinn með nokkrar hugmyndir. Reyndar fer ég beint eftir eftirvinnsluna á Fíaskó að leikstýra einum fimmta hluta Villuljóss Huldars Breiðfjörð." Ragnar tók sína stuttmyndaæf- ingu og vann til nokkurra verð- launa, meðal annars fyrir Ég elska þig, Stella en hlaut ekki náð fyrir augum dómnefnda fyrir New York stuttmynd sína, Dead Angels. Og vel að merkja, stuttmyndgerð Ragnars er nánast eina menntun hans í fag- inu, utan nokkurra kúrsa í New York. Var stuttmyndin gott vega- nesti? „Jú, jú, stuttmyndaferlið er ágæt- is uppeldisstöð. Þeir sem eru í því að gera stuttmyndir finnst það þó sjálfsagt móðgandi að kalla þær æf- ingabúðir. Þó að mér hafi aldrei gengið vel að gera stuttmyndir, mín- ar liöu til dæmis alltaf fyrir það að vera of stór hugmynd í of litlum búningi, þá fmnst mér stuttmynda- formið mjög spennandi og nauðsyn- legt fyrir þá sem ætla sér eitthvað meira. Enda fá menn ekki stóra kvikmynd fjármagnaða nema þeir hafi eitthvað að sýna.“ Sr^að er morgunn hjá Toffa þar sem hann situr sambandslaus við umheiminn að tafli við Jón Proppé gagnrýnanda í hinni stór- merku félagsmiðstöð Grand Rokk. Klukkan er þó þrjú um miðjan dag en menn sem sækja Grand Rokk eru ekki endilega á níu til fimm rólinu heldur eyða þeir margir hverjir drjúgum hluta dagsins á Grand Rokk og vinna á nætumar. Og sofa svo bara þegar þeir eru þreyttir. Eftir að hafa skerpt hugann með einni skák er Toffi tilbúinn í slag- inn. Svo við byrjum á þvi að spyrja hann hvað hann hafi fyrir stafni þessa daga: „Ég er að gera svo margt að ég veit ekki einu sinni hvar ég á að hyrja." Ja, ég veit aö þú ert aö gera heim- ildarmynd um Grand Rokk! „Ég er líka að gera sjónvarpsser- íu, sem Guðbergur Davíðsson hjá Nýja bíói framleiðir fyrir Sigurð Valgeirsson." Þó ekki um dýr? „Nei, ég er búinn að hækka mig upp í „híarkíinu“ og kominn í mannskepnuna. Ég er að gera nokkurs konar íslendingaþætti. Heimildasápu um nokkra íslend- inga, markmið þeirra og efndir. Hvaöa íslendinga ertu að reyna nálgast meö þessum hœtti? „Þetta eru Guðjón Bjamason myndlistarmaður, sem ég held að sé u.þ.b. að slá í gegn úti í heimi; Lárus Björn Bárðarson, smá- krimmi sem hefur verið lengi á hrakhólum; Ketilvallasystur, Gróa og Guðný, eineggja tvíburasystur, sem búa saman ásamt einu bami og einum manni í Laugardalnum - þær eru mjög skemmtilegar og nær óaðgreinanlegar í útliti; Jón Proppé gagnrýnandi; og svo langar mig að gera mynd um Auði Har- 1 1 í f ó k u s 21. maí 1999 L 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.