Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 6
YFIRHEYRSLA Biskup fundar meb bændum í Skálholti: Tíundin í raun einn hundraðasti Skálholti 2. ágúst 1097 „Þetta á eftir að efla kirkjuna, á því er enginn vafi," sagði Gissur ísleifs- son, biskup í Skálholti, þegar tíundin hafði verið lögleidd. Var skatturinn lögfestur fyrr en bjartsýnustu klerkar höfðu þorað að vona. „Þeir hafa unn- ið í þessu með mér Markús Skeggja- son lögsögumaður og Sæmundur Sig- fússon, prestur í Odda. Þeim verður seint fullþakkað," sagði biskup. Tíundin er fyrsti skatturinn hér á landi sem lagður er á eftir efnahag fólks. Ber fólki að greiða einn tíunda hluta af skuldlausri eign sinni til kirkjunnar í þeim tilgangi að treysta sjálfstæði hennar í veraldlegum jafnt sem andlegum efnum. Allir karlar og konur sem náð hafa 16 ára aldri em tíundarskyldir. „Menn mega ekki misskilja þetta. í útlöndum greiða menn einn tíunda af tekjum sínum en hér heima er gert ráð fyrir að menn hafi tíu af hundraöi í tekjur af skuldlausri eign og af þeim hagnaði greiða þeir tíund, þ.e. einn af hundraði í eignarskatt;" sagði Gissur ísleifsson biskup er hann útskýrði tí- undina fyrir sveitungum sínum á flötinni fyrir framan Skálholtskirkju í gærkvöld. „Við skildum ekki allt sem hann sagði en biskup hlýtur að vilja vel," sagði Pétur Sigurðsson á Læk í Ytra- Holti sem var meðal fundarmanna. „Það eru margir hér sem halda að þetta komi sér vel fyrir kirkjubændur sem geta ánafnað kirkjum sínum ver- aldlegan auð og veriö þar með skatt- frjálsir." Kirkju- og klausturjarðir eru und- anþegnar tiund og hver sá sem reyn- ir að svíkjast um að greiða tí- und eða hefur í frammi svik- semi í þeim efnum greiði þre- falda tíund í refsingarskyni. Þá eru útlendingar undan- þegnir tíund fyrstu þrjú árin sem þeir dvelja hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Skálholtsbiskupi er hægt að greiða tíund í öllum löglegum gjaldmiðli: með vaðmáli, ull, gærum, kvikfé, málmum, viði, vaxi, reykelsi, tjöru og lérefti. , Gissur íslcifsson biskup útskýrbi fyrir bændum ab skatthlutfallib á íslandi væri mun lægra en í þeim löndum sem vib helst berum okkur vib. Apauatni, 24. mai1238 Gissur Þorvaldsson mætti meb 40 manns til fundar vib þig en þú komst í fylgt 360. Er mál- stabur þinn svo veikur ab þú þarft nífaldan libsmun til ab knýja hann fram? „Ég skil ekki þessar aðdróttanir. Liðsmunurinn sýnir þvert á móti að menn fylkja sér á bak viö'sjónarmið mín á meðan Gissur og fieiri hafa verib taismenn örfárra úrtöiumanna." Þib tókub Gissur höndum - hvab hyggstu fyrir meb hann? „Ég býst við hann haldi tii Noregs." Gerir hann þab af fúsum vilja? „Já." En er þab ekki rétt skilib ab hann sé fangi þinn? „Ég tók hann höndum. En eftir að ég hafði rætt við hann féllst hann á mín rök. Hann skipti um skobun og er ab mínu mati maður að meiru fyrir bragðið. Þótt Gissur hafi látið leiða sig í út í að veita þessum afturhalds- sjónarmiðum forystu þá er hann skynsamur pólitíkus." Er ekki hætt vib ab hann fái þá stöbu eftir Noregsförina ab þú verbir ab leita sátta vib hann og sjónmarmib hans - svipab og þegar þú rakst Gubmund Ara- son biskup úr landi? „Gissur getur náttúrlega flutt mál sitt við hirðina og ég ætla engu að spá um hvernig því verður tekið. Ég lít hins vegar svo á ab þessi tvo mál séu gerólík." Þab er þó óneitanlega margt líkt mcb þeim. í bábum tilfell- um neytir þú libsmunar til ab taka höfbingja höndum og hrekja þá til Noregs. „Það hefur margt breyst síðan í Grímsey. Ég held að flestir landsmenn hafi nú fallist á að við íslendingar veröum að taka þátt í þjóöfélagsþró- un Evrópu. Við megum ekki sitja eftir. Ég vil auk þess minna á að ég hef fengið aflausn vegna þess sem ég kann ab hafa gert á hlut biskups." Goðorösmaður brenndur inni Hörgárdalur, 8. maí 1197_______________ Önundur Þorkelsson goðorðsmað- ur í Lönguhlíð í Öxnadal lést í gær þegar bær hann brann til kaldra kola. Með Önundi fómst sex heimilisfastir vinnumenn hans. Gmnur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræba þar sem nágrannar Önundar heitins sáu hóp manna meb alvæpni koma ríð- andi inn dalinn í ljósaskiptunum meb stefnuna á Lönguhlíð. „Þeir vom ekki færri en níutíu og ég þekkti þarna bæði Guðmund dýra Þorvaldsson á Bakka og Kolbein Tumason á Víðimýri. Þeir fóm ber- sýnilega fyrir flokknum," sagði bóndi einn í Hörgárdalnum sem ekki vill láta nafns síns getið vegna þess ófrið- ar sem ríkt hefur nyrðra undanfarin misseri. Fastlega er búist við eftirmálum vegna þessa bruna og hefur Jón Lofts- son í Ódda veriö fenginn til að sætta málsaðiia. Samsteypustjórn: Rábherrum fjölgaö um tvo Reykjavík, 3. janúar 1917_ Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um af Alþingi er nú unniö aö því ab fjölga ráðhermm um tvo og verða þeir þá þrír. Búist er við ab þetta verði tilkynnt á morgun. Sturla Sighvatsson höfðingi Sturlunga Gissur er skyn- samur pólitíkus Björn Jónsson ritstjóri var mættur í prentsmibjuna í morgun og renndi þar augum yfir fyrsta eintakib af Subra sem gefib er út eftir ab hann festi kaup á blabinu. Auglýsingastríð á blaðamarkaði: ísafold kaupir Suðra Reykjavík, 14. febrúar 1886. Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar hefur fest kaup á hálfsmánaðarblað- inu Suðra og hyggst leggja blabið niö- ur. Með kaupunum tryggir Björn í ísafold sér abgang að auglýsingum hins opinbera. „Verðmæti blabsins felst í auglýs- ingum frá yfirvöldum. Þab er það sem menn em að kaupa," sagði Gest- ur Pálsson ritstjóri Suöra. Björn ritstjóri ísafoldar vildi ekkert láta hafa eftir sér vegna þessara kaupa, en sem kunnugt er fékk Suðri birtingarrétt á öllum opinbemm aug- lýsingum eftir að Þjóðólfur hafbi ver- ið sviptur þeim fyrir nokkmm misser- um. Aö margra mati er sá réttur einu verðmæti blaðsins. „Þetta er framlenging á spilling- unni. ísafold eða Suðri; skiptir ekki öllu. Vib fáum engar auglýsingar frá hinu opinbera," sagði Þorleifur Jóns- son frá Stóradal, ritstjóri Þjóbólfs, helsta samkeppnisaðila blaðanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.