Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 7
r Vatneyri vib Patreksf jörb: Spánver j arnir sluppu Vatnseyri, 14. mai 1616_ Hópur Spánverja, sem átt hefur í útistöðum við Vestfirðinga að und- anförnu, sigldi utan með ensku fari í gær. Spánverjarnir voru úr hópi skip- brotsmanna sem björguðust þegar þrjú spænsk skip fórust í óveðri við Strandir haustið 1615. „Okkur tókst ab fella nokkra þeirra í Dýrafirbi og enn fleiri í Æbey," segir Ari Magnússon sýslumabur. lifandi „Þeir fóru með ófriði hér um firði og rændu og rupluðu," sagði Ari Magnússon, sýslumaður í Ögri við Djúp. „Okkur tókst að fella nokkra þeirra í Dýrafirði og enn fleiri i Æðey. Þriði hópurinn komst hins vegar nið- ur á Vatneyri við Patreksfjörð og fékk far með Englendingunum. Þeir vom heppnir að sleppa lifandi," sagði Ari sýslumaður, oft nefndur Ari í Ögri. Dráp Spánverjanna hefur sem kunnugt er mælst misjafnlega fyrir. Ari í Ögri segir hins vegar að með til- skipun konungs frá 30. apríl 1615 og með hliðsjón af einokunarlögunum um viðskipti frá 1602 væm þeir rétt- dræpir sem versluðu hér í óleyfi og fæm með ránum á landi. Það hefðu Spánverjarnir svo sannanlega gert þó skip þeirra hefðu farist. Það er mál manna fyrir vestan að hér hafi ekki verið um venjulega Spánverja að ræða. Þessir vom há- vaxnir og ljósir á hömnd og mæltu á tungu sem ekki var spænska. Er hald manna að hér hafi Baskar verið á ferð en þeir byggja Norðaustur-Spán og hafa stundaö hvalveiðar hér við land undanfarin ár. Hafa þeir einnig reynt að stunda viðskipti við landsmenn þrátt fyrir einokunarlög Danakon- ungs. „Að öðm leyti er tíðarfar gott og mannlíf gamanlaust," sagði Ari í Ögri. Trampe um ávarpið: Ber meb sér ab vera samib á öldurhúsi Reykjavík, 13. júll 1851_ „Það má sjá af þessu plaggi hvar það var soðið saman. Það liggur við að maður finni af því fnykinn úr Klúbbn- um," sagði Jorgen D. Trampe stift- amtmaður þegar undir hann var borib ávarp þjóðfundarfulltrúa til konungs. Eins og frarri hefur komib telja margir fundarmanna að Trampe hafi brotið gegn fyrirheitum konungs frá 23. september 1848 með fundarstjórn sinni á fundinum. „Ég tek ekkert mark á þessum mönnum. Þeir lögðu fram tillögu sem var þess eðilis að fundurinn hafði ekki nokkra heimild til að taka til umræðu. í stað þess að beygja sig undir eblileg fundarsköp þá mku þeir á næsta bar Kirkjubæjárklaustur: og suðu þar saman einhverja bænaskrá. íslenskir stjórnmálamenn em einfaldlega ekki þroskaðri en þetta - þeir em enn á bænaskráarstiginu," sagði Trampe. Aðspurður hvort hann myndi á ein- hvern hátt bregðast við því að meðal stjórnarandstæöinga á fundinum vom sýslumenn og aðrir opinberir embættismenn sagbi Trampe það vera hreina og klára skyldu sína. „Stjórnvöld geta ekki setiö abgerða- laus hjá þegar embættismenn vinna klárlega gegn hagsmunum stjórn- valda. Svoleiðis gera menn einfaldlega ekki - allra síst í vinnutímanum og á fullum launum," sagði Trampe. Prestur stöðvar hraunrennsli hugmyndir um ab flytja Islendinga á Jótlandsheibar Kirkjubœjarklaustur, 20. júlí 1783 „Ég beitti öllum mínum trúarhita í messunni og ég tel víst að Herrann hafi á mig hlýtt," sagði séra Jón Stein- grímsson á Prestbakka en á Kirkju- bæjarklaustri em menn á einu máli um að stólræða prests hafi bjargab staðnum frá því að lenda í eldflóði sem talið er koma úr Lakagígum á Síðuafrétti. „Við sátum í kirkju og áttum á dauöa okkar von. Við vissum ab hraunstraumurinn stefndi hraðbyri niður farveg Skaftár með stefnu á Kirkjubæjarklaustur og fundum ekki annab til ráða en gefa okkur prestin- um á vald," sagbi einn kirkjugest- anna. „Hann séra Jón predikaði af miklum eldhita, ég hef aldrei heyrt annað eins." Fá orð geta lýst undmn kirkjugesta þegar þeir gengu úr kirkju. Hraun- straumurinn hafði stöbvast rétt vib kirkjuna: Þab er mál manna á Kirkjubæjar- klaustri ab eldheit stólræba séra Jóns Steingrímssonar sóknarprcsts á Prestbakka hafi bjargab stabnum frá eldflóbinu. „Ég beitti öllum mín- um trúarhita í messunni og ég tel víst ab Herrann hafi á mig hlýtt," segir séra Jón. „Það var engu líkara en eldflóðiö hefði misst allan mátt og gefist upp, eins og hross eftir næturlangt hlaup. Þarna lá það í hrikalegu reykskýi við túnfótinn og úr því allur kraftur," sagbi kirkjugesturinn. Eldgosib í Lakagígum hófst 8. júní eftir hrinu jarðskjálfta sem fundust um alla Vestur-Skaftafellssýslu. Hraunstraumurinn rann ab mestu í þremur kvíslum; ein stöðvabist við Systrastapa á Kirkjubæjarklaustri sem fyrr sagði, önnur rann vestur Skaftár- tungu og sú þriðja í Meöallandið. Hraunleðjan Iagðist yfir tún og byggðir og allmargar jarðir hafa þeg- ar farið í eyði. Fólk flykkist á brott og búsmali ráfar um í eirðarleysi og ang- ist í mistri og móðu sem dregur fyrir sólu. Fyrir bragðið er kalt í vebri og grasbrestur fyrirsjáanalegur. Hafin er söfnun í Kaupmanna- höfn fyrir fórnarlömb eldgossins og þegar síöast fréttist höfðu safnast um 9.700 ríkisdalir. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum úr danska nýlend- ' uráðuneytinu er rætt um það í fullri alvöru meðal danskra stjórnmála- manna að flytja hluta þjóðarinnar til Danmerkur og koma fyrir á Jótlands- heiðum. Þar mun frjósemi jarðvegs og veðurlag vera áþekkt því sem gerðist í Vestur-Skaftafellssýslu fyrir gos. Ekki hafa þó enn veriö teknar neinar endanlegar ákvarðanir í þess- um efnum. 4. júní 1999 f Ó k U S 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.