Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Side 2
sp m ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 j'jJdJuj1 Farsímar: Tengsl farsíma og krabbameins BBC hyggst á næstunni kynda undir umræð- unni um mögu- leika á krabba- meini af völdum notkunar á farsímum. Mun verða upplýst að tvær nýjar rannsóknir sýni tengsl milli símanotkunar og heilaæxla. Skiptar skoðanir Tveir vísindamenn hafa lýst því yfir að notkun farsíma geti ógnað heilsu fólks. Sænski krabbameinssérfræðingurinn dr. Lennart Hardell segir að líffræðileg merki séu um að um vandamál sé að ræða sem þurfi að rannsaka frekar. Bandaríski vísindamað- urinn dr. Ge- orge Carlo tekur undir þetta sjónarmið. Vísar hann í óbirta bandaríska rannsókn sem er sögð sýna aukna hættu á að fá sjaldgæft heilaæxli. Hann segir að ekki sé lengur hægt að tala um svart og hvítt í þessu sam- bandi. Við höfum færst inn á grátt svæði sem bendir til að um vandamál sé að ræða sem þurfi að athuga mjög varfærn- islega. Símaframleiðendur hafa vís- að þessum ásökunum á bug og segja BBC taka ummæli vís- indamannanna úr samhengi. Þeir segja rannsókn Hardell sýna að ekki sé um aukna hættu á heilaæxli að ræða af völdum notkunar farsíma. Hættulegar gleraugna- umgjarðir Farsímanot- endur sem nota gleraugu með málmumgjörð eru líklegri til að verða fyrir augnskaða og heilaskemmdum en aðrir. Aug- un eru sá líkamshluti sem nú er í mestri hættu fyrir ör- bylgjugeislun. Nýjar rannsókn- ir sýna að magn geislunar frá farsímum í augu eykst umtals- vert þegar fólk notar gleraugu með málm- umgjörð. Málmurinn i gleraugun- um virkar sem leiðari og bein- ir geislun ákveðnar að höfði og augum. Alvarlegar niðurstöður Rannsóknirnar leiddu í ljós að gleraugu með stálumgjörð orsökuðu 20% aukningu á styrkleika rafsviðsins. Geisl- unin sem höfuðið tók til sín jókst um 6,3%. Dæmigert fyrir þetta er 27 ára maður sem þjáðist af slæmri sjón og mígreni. Einkennin hurfu þeg- ar hann hætti að nota farsím- ann sinn en gera vart við sig á ný þegar hann er nálægt ein- hverjum sem notar farsíma. Mike Repacholi hjá Alþjóða heilbrigöisstofnuninni telur að málið sé mjög alvarlegt sökum farsímanotendum í heiminum hefur fjölgað gríðarlegra. Íslandssími tekur til starfa í haust: Nýir tímar fram undan í fjarskiptamálum íslendinga - alhliða lausn verður í boði fyrir viðskiptavini Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma, telur að Landssíminn eigi eftir að lækka verð og bæta þjónustu til að mæta samkeppninni. Eyþór Arnalds er 34 ára fram- kvæmdastjóri ís- landssíma sem tekur til starfa í haust. Hann var áður þróuna- stjóri hjá OZ.COM, hefur setið í borgarstjóm og er löngu kunnur af verkum sínum á tónlistarsviðinu. DV-Heimur ákvað að spyrja Eyþór aðeins um fyrirtækið. Hvenœr hefur fyrirtœkiö starfsemi sína? „Íslandssími hefur þjónustu í haust til valinna viðskiptavina. Markaðurinn er spenntur og við reynum að hefja starfsemina eins fljótt og auðið er. Ekki verður þó anað að neinu.“ Sérstaða landsins nýtt Enfyrir hverja er Íslandssími? „Íslandssími er íslendinga - að minnsta kosti til aö byrja með. Hug- myndin að baki fyrirtækinu er að nýta sér þá sérstöðu sem er hér á landi. Um 82% landsmanna hafa að- gang að Intemetinu og þjóðin er að verða leiðandi í stafrænni greiðslu- miðlun og pappírslausum viðskipt- um. Með því að bjóða þjónustu sem byggir á þessu verður til þekking i landinu sem unnt er að flytja út. Ef vel tekst til er Íslandssími til langs tíma því fyrir aðra í Evrópu." Hvernig og hvenœr verður al- menningur var við fyrirtœkiö? „Almenningur á eftir að verða var við Íslandssíma með ýmsum hætti. Þjónustan hefst í haust og þá verða fyrstu viðskiptavinirnir tekn- ir inn. Samhliða þessu verður veitt önnur þjónusta fyrir almenning. Ég á von á að Landssíminn eigi eftir að lækka verð og bæta þjónustu til að mæta samkeppninni. Það hefur sýnt sig aö slíkt gerist ekki af sjálfu sér heldur eingöngu með raunverulegri samkeppni." Lækkun óhjákvæmileg Hvers konar símaþjónustu mun fyrirtœkiö veita? “Íslandssími mun hafa í boði al- hliða lausn fyrir viðskiptavini sína. í upphafi verður unnt að bjóða upp á gagnaflutninga, innanlands- og millilandasímtöl og Internetþjón- ustu. Þetta verður gert með upp- byggingu fjarskiptanets Íslandssíma Ég á von á að Lands- síminn eigi eftir að tækka verð og bæta þjónustu til að mæta samkeppninni. Það hefur sýnt sig að slíkt gerist ekki af sjálfu sér heldur eingöngu með raunverulegri samkeppni. en jafnframt verður áhugavert að fylgjast með þróun mála hvað varð- ar aðgang að grunneti Landssím- ans. Á vef fyrirtækisins, islands- simi.is, munu viðskiptavinir ís- landssíma geta séð upplýsingar um kostnað og pantað þjónustu beint. Þetta er þróunin hjá framsæknum fyrirtækjum eins og Dell og Cisco. Nú er röðin komin að fjarskiptafyr- irtækjunum." Er stefnt aó því aö bjóða lœgrn verö en Landssíminn og aörir sam- keppnisaöilar? „Lækkun verðs er óhjákvæmileg í fjarskiptum en á sér ekki stað af sjálfu sér. Þvert á móti var síðasta stóra gjaldskrárbreyting Landssím- ans hækkun á símtölum innanlands eins og frægt er orðið. Með raun- verulegri samkeppni er hægt að lækka verð umtalsvert og má búast við að það verði á flestum sviðum.“ En hvernig er þaó mögulegt? „Ný tækni er að auka hagkvæmni í rekstri kerfanna og mun íslands- sími verða með nýja kynslóð sím- kerfa og gagnaflutningskerfa. Gömlu símafyrirtækin eru þó rekin með miklum arði og er líklegt að hann lækki eitthvað við samkeppn- ina nema þau nái umtalsverðri hag- ræðingu í rekstri." Ráðherra boðar breytingar Hvernig er staöan meö aögang aö grunnneti Landssímans? „Aðgangur að grunnneti Lands- símans er í raun ekki fyrir hendi. Meðan svo er verða ný fyrirtæki eins og Íslandssími og Tal að byggja upp eigin fjarskiptanet. Þetta getur breyst enda ekki þjóðhagslega hag- kvæmt að byggja upp mörg fjar- skiptanet um allt land. Það má því segja að samkeppnin og hagkvæmni hennar nýtist landsmönnum aðeins takmarkað á meðan aðgangurinn er ekki fyrir hendi. Nýr samgönguráð- herra hefur hins vegar boðað breyt- ingar og verður spennandi að fylgj- ast með því starfi sem fram undan er í mótun lagaumhverfisins." Veröur hœgt aö fá símanúmer flutt milli símafyrirtœkja? „Samkvæmt tilskipun Evrópu- bandalagsins ber aðildarríkjum þess að sjá til þess að frjáls flutning- ur símanúmera verði að veruleika eigi síðar en 1. janúar árið 2000. Sum ríki hafa tekið af skarið og lög- leitt þetta fyrr. Fjarskiptakerfí Landssímans var fyrsta stafræna kerfið í Evrópu og er því vel í stakk búið til að takast á við þetta. Allir viðskiptavinir Landssímans þekkja *21* sem flytur símtal og er lýst á blaðsíðu 21 í símaskránni. Þessi leið er frumstæð en fær og hefur verið notuð í Bretlandi fyrir frjálsan flutning símanúmera. Þrátt fyrir þessa möguleika hefur þetta dregist og er ekki boðið upp á frjálsan flutn- ing númera milli samkeppnisaðila. Ég á samt von á að eiga gott sam- starf við Landssímann um þessi mál og að þetta verði komið I lok sum- ars eða í haust. Landssíminn er að þroskast hratt og er farinn að skilja að framtíðin liggur í viðskiptum við samkeppnina.“ Með RIM-tækinu geturðu tekið við og sent skilaboð og kíkt á Netið Framtíðin í þráðlausum skilaboðum: RIM-tækið er hentugt í ferðalagið RIM-tækið er það allra nýjasta af þráð- lausum skila- boðatækjum á markaðnum. RIM er rúmlega 100 g að þyngd og er auðveldlega hægt að spenna það á belti eða hafa í tösku. Á skjánum eru sex línur og lyklaborðið er lít- ið en þó þægilegt í notkun. Með tækinu er hægt að senda og taka við textaskilaboðum, skoða vissar netsíður sem innihalda fréttir, veður og markaðs- og ferðaupplýs- ingar og fá sendar upplýsingar um gengi hlutabréfa. Tækið er einnig tilvalið fyrir heyrnarlausa eða aðra sem ekki geta notað síma, því hægt er að koma upplýsingum til þeirra. Hægt er að fá tölvupóst fluttan úr tölvu yfir í RIM-tækið ef fólk er að heiman. Sum fyrirtæki eru meira að segja komin svo langt að hægt er að ákveða fyrir fram hvers konar póst eða frá hvaða aðilum fólk vill fá póst ftutt- an yfir í RIM-tækið. Tækið er þó ekki fullþróað því enn er samband er ekki jafngott alls staðar og eins er ending rafhlöðu ekki næg enn sem komið er. Hitt er þó vist að Rim-tækið og önnur svipuð eiga eftir að koma mörgum til góða í ffamtíöinni. Tækið er einnig til- valið fyrir heyrnar- lausa eða aðra sem ekki geta notað síma, því hægt er að koma upplýsingum til þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.