Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 JLlV Kynningarakstur Renault Master Minibus: Smárútur - minibússar eins og þær eru gjarnan kallaðar - eiga vax- andi vinsældum að fagna í margvís- leg verkefni, gjarnan þar sem þarf að koma tiltölulega fámennum hóp- um tiltölulega stuttar leiðir í þétt- býli. Þar fyrir utan nýtast þær fyrir áætlunarakstur á leiðum þar sem farþegar eru almennt ekki margir, við skólaakstur og fleira þess hátt- ar. Erlendis þekkjum við þessa bíla gjaman sem skutlur milli hótela og flugvallar. DV-bílar áttu nýlega kost á kynn- ingarakstri á Renault Master Mini- bus. Þetta er 15 farþega bíll, með 2,8 1 155 ha. dísilvél með forþjöppu. Eins og vænta má miðað við þenn- an sætaíjölda er bíllinn nokkuð langur, nærri 6 metrar. Þar að auki er þetta háþekjubíll, rétt um 2,5 metrar á hæð. Breiddin er fast að tveimur metrum. Eins og nærri má geta tekur bíll af þessari stærð- argráðu nokkuð á sig en þess verð- ur einkum vart í vindhljóði þegar ekið er móti vindi. Þegar snúið er við verður billinn mun hljóðlátari. Þrátt fyrir þetta umfang er bíllinn furðuliðlegur í öllum snúningum og Léttur í akstri og liðlegur Ef ekki er því meiri farangur með í ferðum er að mörgu leyti alveg eins auðvelt að umgangast smárútuna Renault Master um afturdyr. Aðstaða ökumanns er þægileg og auðveid yfirsýn yfir mælaborð og stjórntæki. afar þægilegt að aka honum. Hann liggur mjög vel, meira að segja óhlaðinn á holóttum vegi. Fjöðrun er gormar að framan en blaðfjaðrir að aftan, allgóð, en nokkuð heyrist i henni á ósléttum malar- vegi. Á venjulegu, bundnu slitlagi er hún í essinu sínu og nýtur sín til fulls. Vinnslan er prýðileg og bíilinn léttur í akstri; gírskipting létt og ratvís þó skiptistöng- in virki dálítið svinglandi til að byrja með. Hemlun með læsi- vörðum bremsum er í fullu samræmi við vélar- orku bílsins. Líknarbelg- ur er í stýri. Upphitaðir útispeglar eru rafstýrðir innan frá, stórir og góðir. Öll sæti eru með þriggja punkta belti. Vinnukonur strjúka góðan flöt af framrúðunni og rúðu- sprautan virkar í gegn- um þurrkublöðin þannig að þau þvo rúðuna á augabragði. Aftur á móti er ekki snertirofi til að senda þurrkurnar eina sveiflu. Rúðuvindur í framhurðum eru raf- Utiit Renault Master er áþekkt því sem gerist með smárútur af þessari stærð. Þessi er raunar í lengra lagi, enda 15 farþega. Myndir DV-bílar SHH þykja þau ugglaust frekar þröng og stutt á milli þeirra. Aftur á móti er auðvelt að umgangast bílinn: breið rennihurð á hægri hlið og einföld sætaröð aftur með hliðinni þeim megin, tvöföld sætaröð hinum meg- in við milligang. Að aftan er tví- skipt hurð og hægri hlutinn opnast beint út af þessum milligangi. Allt eins eðlilegt er að umgangast far- þegarýmið um þessar dyr eins og hliðardymar. Fáanlegar eru margs konar út- færslur af Renault Master, 2,8 til 3,5 tonna: minni smárútur, sendibilar, ýmist -sem háþekjur eða lágþekjur, hálfkassabílar og pallbílar. Bíll eins og sá sem hér var prófaður, 15 far- þega háþekja, kostar 3.350.000 kr. til handhafa hópferðaleyfis, 3.950.000 kr. til annarra. Grunnverð á sam- bærilegum sendibíll er 2. 290.000 krónur. -SHH Yfir framsætum er rúmgóð hirsla þar sem hægt er að geyma sitt af hverju. knúnar en rennigluggar á hliðum. Samlæsing á allar hurðir er fjar- stýrð. Ökumannssætið er fjölstillanlegt og auðvelt að finna sér góða stell- ingu við stýrið. Armhvílur eru eng- ar en gluggasylla á ökumannshurð breið og þægileg og tekur vel á móti olnboga. Önnur sæti í bílnum er ekki hægt að stilla og til langferða Brimborg alflutt á Bíldshöfðann Aðalaðkoma að nýju Brimborgarhöllinni er frá Bíldshöfða við hliðina á skiptistöð SVR. Þar er því mikil umferð strætisvagna sem margir eru einmitt frá Volvo, sem Brimborg hefur umboð fyrir. Öll starfsemi Brimborgar er nú komin á einn stað í nýtt og glæsilegt húsnæði á Bfldshöfða 6. Samtals hefur fyrirtækið þar yfir að ráðal0500 fer- metrum undir þaki. Brimborg er með umboð fyrir þekkt vörumerki eins og Ford, Volvo, Daihatsu og Citroén en er einnig stórt í innflutningi á stórum at- vinnutækjum eins og Volvo-vörubíl- um, vinnu- og bátavélum ásamt hleðslukrönuni frá Hiab. Upphaf Brimborgar má rekja allt aftur tfl ársins 1964 og átti því fyrir- tækið 35 ára starfsafmæli á árinu eða nánar tfltekið 27. apríl 1999. í upphafi stofnuðu þrír félagar þjónustuverk- stæði en nú eru starfsmenn Brimborgar rúmlega 100 talsins að meðtöldmn þeim sem starfa hjá Brimborg Þórshamri á Akureyri. Að sögn Egils Jóhannssonar fram- kvæmdastjóra er áætluð velta Brim- borgar á þessu ári um 4 milljarðar króna og yrði það um 20% aukning frá fyrra ári. Egill segir að flutningur Brimborgar í nýtt húsnæði hafi leitt til mikils spamaðar nú þegar i tíma og fjármun- um vegna aukinnar hagkvæmni. Búist er við mikilli framleiðniaukningu í kjölfarið vegna hagkvæmni þess að vera með alla starfsemi fyrirtækisins á einum stað. Brimborg seldi rúmlega 700 bíla og tæki á árinu 1996 og sú tala fór í 911 bíla ári seinna og í fyrra seldi fyrir- tækið rúmlega 1100 bíla. Á þessu ári er stefht að sölu tæplega 1400 bfla og tækja. Þetta er ef til vill það sjónarhorn á nýju húsnæði Brimborgar sem flestir þekkja, en svona blasir það við frá greiðfærustu hraðbraut landsins, Vestur- landsvegi milli Eiliðaáa og Höfðabakka. „í kjölfar flutninganna hefur verið farið vel ofan í öll þjónustuferli fyrirtækisins," sagði Egfll Jóhanns- son. „Við teljum okkur nú geta veitt enn betri þjónustu en áður og á betra verði. Þetta skiptir sköpum í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á bfla- markaðnum á ísland þar sem nánast allir bilaframleiðendur heims keppa um hylli örfárra kaupenda á hveiju ári.“ -SHH Nýi rallbíllinn feðganna er að sjálfsögðu þrælmerktur stoðmönnum þeirra. Jón og Rúnar á nýrri Imprezu Rallfeðgarnir Jón (Ragnarsson) og Rúnar (Jónsson) hafa fengið nýjan 300 ha. Subaru Impreza Turbo, sérbyggðan frá grunni til rallaksturs frá fyrir- tækinu Prodrive á Englandi. Áður en bíllinn kom til landsins var hann yf- irfarinn hjá Bill Gwynne Motorsport, sama aðila og hjálpaði þeim feðgum í fyrra að koma Legacy-bílnum, sem þeir hafa keppt á undanfarið, í betra stand. Fyrsta keppnin sem þeir nota Imprezuna í hófst í gær og lýkur í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.