Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 4
36 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 #/ar Krókur bannaður í umferðarlögum - ísland eina Evrópulandið sem bannar að bifhjól sá notað til dráttar I sjöunda kafla umferðarlaga vorra, um tengingu og drátt ökutækja, 62. gr., segir svo: „Við bifhjól og létt bifhjól má eigi tengja eftirvagn eða tengitæki." Með þessari einu setningu hefur ís- hnd málað sig út í hom hvað varðar íöggjöf um bifhjól því það er eina land- ið í Evrópu sem enn þá bannar drátt á bifhjóli í umferðarlögum sínum. Til skamms tíma var því svipað farið hjá frændum vorum í Danmörku en með hjálp Evrópusamtaka mótorhjólafólks, FEMA, létu stjómvöld þar sér segjast og vom helstu rökin þau að ekki væri hægt að banna akstur farartækis, sem skráð væri i öðm Evrópulandi og ætl- aði að aka í gegnum landið með þess háttar tengibúnað. Á hverju ári koma hundrað ferðamanna til fslands á mót- orhjólum og spuming hvemig yfirvöld myndu taka á því ef eirihver þeirra væm útbúin á þennan veg. Búnaður þessi hefur verið prófaður og fram- leiddur eftir ströngustu stöðlum í Evr- ópu eins og TRRL í Bretlandi og TUV í Þýskalandi. Nú er svo komið að íslendingur einn, Eyjólfur Þrastarson að nafhi, hef- ur látið útöúa Goldwing 1500 hjóí sitt með þess háttar búnaði og heimsótti DV hann um daginn þegar hann var að máta tjaldvagn aftan i hjólið. Hjólið hans er vel búið til ferðalaga, 1500 mót- orinn er sex strokka og gírkassinn með bakkgír. Það er á loftpúðafjöðrun að aftan þannig að hægt er að stilla það eftir þurði. Einnig er það með bún- Krókurinn stenst alla Evrópustaðla. Svona má aðeins gera sem uppstillingu til myndatöku á íslandi. í öðrum löndum Evr- ópu má ferðast með aftaní- vagn aftan í mótorhjóli. Mynd DV-bílar aði eins og tölvustýrðum skriðstilli (cmisecontrol) og fúflkomnum hljóm- flutningstækjum sem hækka sjatfkrafa í tónlistinni þegar hraðinn eykst. Eyjólfur segir að ekki sé mikill munur á að keyra það með eða án vagns því að vagnfestingin snúist á kúlunni og er því hægt að leggja því í beygjum eins og venjulega. Einnig er hægt að fá útbúnað á tengi- búnaðinn sem er á snúnings- hð þannig að enginn munur sé á þessu. Hann hefur einnig keyrt nokkuð erlendis með fólki sem noti svona vagna að staðaldri og þar séu þeir not- aðir til ýmissa hluta, eins og farangurskerra eða ískassi fyrir bjórinn. Eyjólfur er ekki óvanur stórum farartækjum í sinni vinnu sem trukkabíl- stjóri enda hefur hann viður- nefnið „trukkurinn“ meðal fé- laga sinna. Við óskum „trukknum" alls hins besta í viðureign sinni við yf- irvöldin. -NG Mótorhjól sem list í Ameríku Guggenheim-listasafnið í New York hélt viðamestu sýningu sína nýverið sem nefndist „Mótorhjól sem list“ og sóttu hana um 2.500.000 gesta sem er met. Núna er sýning þessi á leið til Spánar og verður sett upp í Bilbao í nóvember. Þar verður hún til páska á næsta ári og fer þá þaðan til Þýskalands. Til sýnis em hjól eins og átta ventla Harley Dav- idson frá öðrum áratug aldarinnar, Megola, sem var keppnishjól með fimm strokka innan í framhjólinu, Vincent Black Shadow, eitt dýrasta hjól í heimi, og nýja Hatabusa 1300 Súkkan svo eitthvað sé nefnt. Fyrsta uppboðið hjá Sothebys Sotheby’s uppboðsfyrirtækið fræga ætlar í framhaldi af þessu að halda sitt fyrsta uppboð á mótor- hjólum. Til sölu verða bæði gömul mótorhjól og reiðhjól auk tækja sem hafa verið í eigu þekktra persóna. Meðal þess sem er á boðstólum er sjaldgæft 1922 módel af Ricardo Tri- umph 550, metið á 8.000-10.000 doll- ara, Vincent 1000 Custom á 15.000-20.000 dollara og rautt og svart 1922 módel af Harley Davidson JD í frábæru standi, áætlaö á 18.000-22.000 dollara. Einn safnari býður fram Indian Chief 1931 „beint úr hlööunni" svo að segja, með ál- Nýr Fiat Coupá frumsýndur Megola-hjólið þótti standa sig vel í brautarkeppnum miliistríðsáranna. Þyngdardreifingin var mjög heppi- leg vegna þess að mótorinn var í framdekkinu. Majestic 350 frá 1930 var eitt af fyrstu hjólunum með liðstýrðu framhjóli með demparann í grindinni. Ný kynslóð af sportbílnum Fiat Coupé var frumsýndur á íslandi á árlegri bílasýningu hjá Bílaklúbbi Akureyrar. Fiat Coupé (frb. kúpe) hefur unnið til fjölda verðlauna, m.a sem besti Coupé-bíllinn í Bretlandi tvö ár í röð. Útlitshönnuður er Pin- infarina, einn þekktasti þílahönnuð- ur í heimi. Fiat Coupé er með 5 strokka, tveggja lítra vél. Með forþjöppu skil- ar hann 220 hestöflum og er ekki nema sex sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Bíllinn er búinn Recaro leðurinnréttingu, sex gíra kassa, ræsihnappi í mælaborði, 16“ álfelgum, lofkælingu, spólvörn og ýmsu fleira. Fiat Coupé verður til sýnis í húsakynnum ístraktors að Smiðs- búð 2 í Garðabæ í dag, laugardag, Ný kynslóð Fiat Coupé - 220 hestöfl og 6 gírar. Mynd DV-bflar frá kl. 13-17. Þar gefur einnig að líta múla 1 skiptingu í stýri og Fiat 6 manna tímamótabílinn Multipla Bravo HGT með mjög öflugri 5 Fiat, Alfá 156 Selespeed með For- strokka 155 hestafla vél. tönkum á 12.000-18.000 dollara. Uppboðið verður haldið sunnudaginn 12. september í Chicago fyr- ir þá sem hafa áhuga. -NG Harley Davidson tók auðvitað sitt pláss á þessari sýningu. Guggenheim-safnið er æði sérstakt í útliti og innviðum. m- ikj Japanskir varahlutir fyrir japanska bfía SMIÐJUVEGUR 24 C - 200 KÓPAVOGUR SÍMI587 0240 - FAX 587 0250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.