Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 3
JL^’V LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 Honda Accord 2,015 g. 4d. '95 90 0. 1.450 o. Honda Civic 1,8 VTI 5g. 5 d. '98 33 0- 1.990 0. Honda Clvic 1,5 Lsl 4d. '94 65 H. 780 0. Honda Civic l.4is 5 d. '96 31 0. 1.150 0- Honda Civic 1,4ís 3 d. '97 29 0. 1.220 0. Audi A41,8 ssk. 4d. '95 61 0. 1.650 0. Daihatsu lerios 4iS 5 g. 5 d. '98 23 0. 1.480 0. Toyota Corolla 5 g. 5 d. '98 25 0. 1.420 0. Toyota Corolla 5g. 46. '96 49 b. 1.030 0. Toyota Corolla 1.6 ssk 5 d. '98 14 b. 1.470 0- Toyota Carina 2.0 ssk 5 d. '97 40 b. 1.610 0. loyola Carlna 1.8 ssh 4 d. '97 22 o. 1.470 0. Toyota Rav 4 ssfc. 5 d. '97 46 0. 1.900 0. MMC Pajero langur 5 d. '93 110 0. 2.250 0. MMC Lancer 5 d. '93 89 0. 950 0. Mazda 323F ssk. 5d. '97 50 0. 1.580 0. Mazda 323 6LXI 4d. '95 65 0. 750 0. Nlssan Terrano II turtu 0 5 d. '96 54 b. 2.200 0- Ford Escort stw 5 g. 5 d. '97 40 b. 1.090 0. Cttroln XM 2,0 5d. '93 138 o. 1.090 0- VW Polo 5 g. 3d. '98 7b. 1.030 0. VWBolt GL 5 g. 4 d. '96 42 b. 1.200 0- Renault 19 RN 4d. ‘96 71 b. 750 0. Suzuki Vitara JLXI 5 d. '92 118 0. 890 0. Subaru Logacy stw 5 d. '97 67 o. 1.690 0. Nýjar reglur um skráningu tjónbíla §HONDA NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 í öðru lagi er hægt að framvísa skoðunarvottorði frá faggiltri skoðun- arstofu og vottorðum um hjólastill- ingu og burðarvirkismælingu frá verkstæði sem viðurkennt hefur verið til útgáfu slíkra vottorða. Ef þessi gögn eru i lagi er hægt að fá tjón- skráningunni breytt í „viðgerð tjón- bifreiö". Ekki er hægt að fá skráningar- spjöld tjónbíls afhent aftur nema búið sé aö uppfylla skilyrði samkvæmt þessum tveimur leiðum sem fjallað var um hér að framan. Víðurkennd verkstæði Skráningarstofan annast viðurkenn- ingu verkstæða sem mega gefa út vott- orð um viðgerð og ástand tjónbifreiða, ásamt því að viðurkenna þau verk- stæði sem gefa út vottorð um hjólastill- ingu og burðarvirkismælingu. Skráningarstofan hefur þegar sam- þykkt aö fyrstu verkstæðin sem upp- fylla gæðakerfi Bílgreinasambandsins fyrir réttingaverkstæði skuli fá sam- þykki sem viðurkennd réttingaverk- stæði. Qruggari kaup Með þessu er vonandi búið í eitt skipti fyrir öll að koma í veg fyrir þau leiðu eftirmál sem stundum hafa skapast í bílaviðskiptum með notaða bíla þegar í ljós hefur komið eftir kaup að bíll er tjónbíll, en þess ekki getið við sölu. Einnig á þetta að tryggja það að bíll sem hefur fengið góða viðgerð á viður- kenndu verkstæði á að vera jafngóður og áður og því óþarfi að hann sé skráður áfram sem tjónbíll þótt áfram megi að sjálfsögðu sjá þá skráningu í ferilskrá bílsins. -JR Fyrstu sjö réttingaverkstæðin hafa nú verið viðurkennd sam- kvæmt gæðakerfi Bílgreinasam- bandsins og bílar sem lent hafa í óhöppum og þessi verkstæði senda frá sér eftir fulinaðarviðgerð verða ekki áfram kallaðir tjónbílar, þó tjónið sé skráð í ferilsskrá þeirra. Afhending fyrstu viðurkenninganna fór fram 1. júní, sama dag og byrjað var að skrá bíla sem tjónbíla þannig að það kæmi fram í skoðunarvott- orði þeirra þar til þeir hafa farið í gegnum nálarauga vottaðra verk- stæða. Vottuðu verkstæðin 7 eru þessi: P. Samúelsson ehf. (Toyota), Bíla- réttingar Sævars, Bifreiðaverkstæði Árna Gíslasonar hf., Réttingaþjón- ustan, GB tjónaviðgerðir, Réttur efh. og Réttingaverkstæði Jóns B. ehf. Jón B. Guðmundsson bifreiða- smíðameistari, sem hér hlaut vott- un fyrir verkstæði sitt, er einmitt einn þeirra sem lengi hafa barist fyrir þessu málefni. „Við höfum lengi búið viö slæmt orðspor, rétt- ingamenn," sagði Jón í spjalli við DV-bíla, „og það er bara af því að of margir okkar hafa ekki skilað nógu góðu verki þó við eigum fullt af af- bragðsgóðum fagmönnum. Þess vegna höfum við gengið fram fyrir skjöldu með að koma upp góðu gæða- og eftirlitskerfi innan okkar raða í Bílgreinásambandinu. Við gerum stifar kröfur um tækjabúnaö og fagþekkingu og fór- um eftir verklagsreglum sem byggð- ar eru upp af framleiðendum bil- anna og óháðum stofnunum erlend- um sem um árabil hafa einbeitt sér að því að viögerð væri fullnaðarend- urbót sem stæðist allar sömu kröfur og gera má til bíls sem aldrei hefur orðið fyrir óhappi. Þetta þýðir með- al annars að miklu meira verður skipt um hluti í bíl sem lent hefur í slysi. Það er ekki nóg að teygja og toga, jafnvel þó það sé gert í góðum bekk. Það verður að skipta um burðarvirki eins og frambita í bíl- um með sjálfberandi boddíi, því burðurinn er inni í bitanum sjálfum og ekki nóg að bitinn stefni rétt og Honda Civic 1,4, 3 d., 5 g.'99 grænn ek. 500 km 1.269.000 MMC Lancer 4x4 stw, 5 g.'93 grárek. 89 þ. 830.000 Fyrstu sjö ráttingaverkstæðin fá vottun: Tjónbíll viðgerður hjá þeim ekki lengur IjónbOI Á verkstæði feðganna í Mosfellsbæ mátti einmitt sjá dæmi um hvernig nýir grindarbitar eru settir í stað þeirra sem aflagast hafa í óhappi. „Það verður að skipta um hluti sem skemmst hafa í burðarvirki bílsins," segir Jón B. líti rétt út. Á sama hátt þarf að skipta um hluti sem skemmst hafa í krumpusvæðum bílsins, hjólabún- aði og stýrisbúnaði. Það sem fyrir liggur er að fá fólk til að trúa því að hægt sé að gera við bíla til fullnustu og í raun þýðir þetta nýja ferli að verkstæðin bera ábyrgð á viðgerðinni í fimm ár. í upphafi hvers verks er gerð verklýs- ing þar sem af hálfu verkstæðisins er sett fram hvað á að gera og hvemig og hvað það muni kosta. Þessi verklýsing er mjög ítarleg þar sem m.a. kemur fram kílómetra- staða á mæli og allar dagsetningar. Undir þetta skrifa verksali og verk- kaupi. Að viðgerð lokinni ber verk- stæðinu að geyma verklýsinguma í fimm ár en senda tilkynningu til Skráningarstofu um að verkinu sé lokið. Ef eitthvað skyldi koma upp á Glaðir feðgar með viðurkenningu á að verkstæði þeirra sé vottað sam- kvæmt gæðakerfi Bílgreinasam- bandsins: Arnar Þór Jónsson, Gunnlaugur Jónsson og Jón B. Guðmundsson á Réttingaverkstæði Jóns B. í Mosfellsbæ. þeim tíma sem rekja má til verk- stæðisins ber því að taka bílinn aft- ur. Ef einhver ágreiningur verður um verkið eða eitthvað kemur upp á eftir á sem verkkaupi telur van- gert eða vanefnt er hægt að vísa málinu til kvörtunamefndar. Við hjá Bfigreinasambandinu munum ganga mjög stíft eftir því aö verkstæðin öll vinni samkvæmt þeim verklagsreglum sem upp eru settar og þegar kemur lengra fram á munum við beinlínis taka stikkprufur á verkum þeirra til að gæta að því að allt sé eins og það á aö vera. Markmiðið er að snúa við þeirri ógæfuþróun að almenningur trúi því að bílaréttingar séu tómur „monkíbíssnis“ og fúsk heldur sannfærist um að við eigum góða fagmenn sem skila metnaðarfullu og vönduðu verki sem stenst ýtr- ustu kröfur." -SHH Um nýliðin mánaðamót tóku gildi nýjar reglur um skráningu tjónbfia. Þessar reglur hafa verið í undirbún- ingi í nokkum tíma og verður fróð- legt að fylgjast með því hver áhrifin af þessum nýju reglum verða. Meginbreytingin er sú að skráöar verða í ökutækjaskrá upplýsingar um tjón bifreiða sem getur haft áhrif á aksturseiginleika þeirra og akstursöryggi. Skráningarstofan hf. sér um þessa skráningu. Mat á tjónbifreið fer þannig fram að lögreglumenn sem koma að bif- reið eftir tjón, eða tryggingafélag sem fær tfi sin bifreiðir sem hafa orðið fyrir tjóni, meta hvort bifreið skuli teljast tjónbifreið. Trygginga- félag sem fær upplýsingar um bif- reið sem lent hefur í árekstri við aðra bifreið, sem þegar hefur verið metin sem tjónbifreið, skal meta lik- ur á því að þessi bfil skuli einnig skrást sem tjónbifreið. Við mat á því hvort bíll fellur undir þá skilgreiningu að vera tjón- bifreið er farið eftir reglum frá Skráningarstofunni. Tollstjóri getur einnig metið að bfil sem er mikið skemmdur skuli teljast tjónbifreið en nokkuð hefur verið um það að bílar sem skemmst hafa í umferðaróhöppum erlendis hafi verið fluttir hingað og gerðir upp. Tilkynnt samdægurs Ef lögregla, tryggingafélag eða tollstjóri metur tjón svo mikið að bíll skuli teljast tjónbifreið á að Frá afhendingu fyrstu vottunarskírteina. Frá vinstri: Gunnlaugur Bjarnason frá GB tjónaviðgerðum, Ari Ólafsson frá Rétt- ingaþjónustunni, Gísli Ólafsson frá Árna Gíslasyni hf., Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, sem afhenti vottunarskjölin, Sævar Pétursson frá Bílaréttingum Sævars, Torfi Þórðarson frá Toyota, Jón B. Gunnlaugsson frá Réttingaverkstæði Jóns B. Einar Indriðason frá Rétti kom ekki fyrr en myndatöku var lokið. Mynd DV-bílar Teitur senda tfikynningu samdægurs til Skráningarstofunnar með símbréfi eða tölvupósti. Skráningarstofan skráir síðan at- hugasemd í skráningarskírteini við- komandi bíls að hann teljist nú tjón- bifreið. Ef tryggingafélag telur að bfil sem lent hefur í árekstri við tjónbíl skuli einnig skrást sem slík- ur þá skal það gert en eigandinn fær bréf þar sem hann fær tveggja vikna frest til að mótmæla slíkri skrán- ingu. Ef bíll telst tjónbifreið skal lög- regla taka skráningarspjöldin og senda til Skráningarstofunnar og sama á við um tryggingafélög. Hægt að fá endurmat Þegar bíll hefur verið skráður sem tjónbifreið er prentað nýtt skráningarskírteini og það sent tfi eiganda eða umráðamanns viökom- andi bíls ásamt leiðbeiningablaði þar sem greint er frá leiðum til að fá endurmat á tjóni og að fá tjónskrán- ingu fellda niður. Ef eigandinn vill fá tjónmatinu hnekkt verður að láta skoða bfiinn hjá faggfitri skoðunarstofu eða hjá tjónaskoðunardefid viðkomandi tryggingafélags. Þetta endurmat verður að fara fram innan 15 daga frá tjónskráningu. Skoðunaraðilinn sendir niður- stöðu endurmatsins til Skoðunar- stofunnar og ef niðurstaðan verður sú að viðkomandi bíll skuli ekki teljast tjónbifreið þá skal skráning- in bakfærð. Viðgerð tjónbifreiða Hægt er að fara tvær leiðir til að fá tjónskráningu breytt eða fellda niður. í fyrsta lagi er hægt með því að framvísa vottorði frá viðurkenndu réttingaverk- stæði um feril viðgerðarinnar, hjóla- stillingu, burðarvirkismælingu og ástand bílsins að fá tjónskráninguna fellda niður úr skráningarskírteininu en hægt verður áfram að sjá skráning- una í skráningarferli viðkomandi bíls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.