Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 2
Aðeins A fer rétt að. Margrét Beta Gunnarsdóttir, eiginkona Benedikts Eyjólfssonar, og Guð- bergur Guðbergsson afhjúpuðu bílinn á Egilsstöðum. Porsche 911 Carrera 4 og Musso Brabus á flughlaðinu á Egilsstöðum, al- búnir að sýna hvað í þeim býr. í Umferðargetraun 5 var spurt hverjir færu rétt að við framúrakst- urinn og þrír bílar sýndir sem voru að bera sig til framúraksturs. Til- gangurinn var að vekja fólk til um- hugsunar um merkingu miðlínu gatna og þjóðvega: Heil, óbrotin lína táknar að framúrakstur sé bannað- ur. í Reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra segir í gr. 24 að „óbrotin lína [(hindrunarlína)] gef- ur til kynna að hættulegt sé að aka yfír hana og óheimilt nema brýna nauðsyn beri til.“ í 22. gr. umferðar- laga segir enn fremur: „Eigi má aka fram úr öðru ökutæki rétt áður en komið er að vegamótum eða á þeim.“ í því dæmi sem sýnt var í Um- ferðargetraun 5 er það samkvæmt framansögðu aðeins bíll A sem fer rétt að. C og E fara fram úr á heilli línu og C þar að auki við gatnamót. Þegar dregið var úr réttum lausn- um komu eftirtalin nöfn upp: Ferðaskjóða með merki Volvo: Elín Magnúsdóttir, Öldugötu 11, Reykjavík. Pólóbolur með merki Volvo og húfa með merki Ford Ka: Sigríður Elimarsdóttir, Galtalæk II, Land- sveit. Golfhanski og húfa með merki Volvo: Magnús Bjömsson, Einholti 16E, Akureyri. Verðlaunin hafa verið send. Margur bílaáhugamaðurinn hefur eflaust upplifað það að sitja í flugvél í flugtaki og ímynda sér um leið þá til- fmningu að rúlla á þessum hraða á bil eftir flugbrautinni. Þessa upplifun fengum við, nokkrir bilablaðamenn, að reyna á dögunum á flugvellinum á Egilsstöðum. Bílabúð Benna bauð í flugferð á föstudaginn fyrir viku. Tilgangur ferð- arinnar var á huldu, áfangastaðurinn var óljós en skömmu eftir flugtak upp- lýsti annar flugmannanna, ung og hressileg stúlka, okkur um að ferðinni væri heitið til Egilsstaða. Þegar þangað var komið eftir þægi- legt flug biðu starfsmenn Bílabúðar Benna á flughlaðinu með tvo gocart- bíla og buðu mönnum að reyna. Það var nýbyijað að rigna á Egilsstöðum þegar við komum þangað og þvi skemmtileg (en svolitið blaut) upplifun að þeysa á þessum kraftmiklu smábíl- mn fram og aftur um rennislétt malbik- ið. Hljóp mönnum kapp í kinn og það tók Benedikt dágóðan tíma að stoppa Guðjón Morgunblaðsmann, svo gaman þótti honum að þeysa um á tækinu. Eftir þennan leikaraskap í rigning- unni bauð Bendikt mönnum að ganga inn í slökkvistöð flugvallarins. Þar beið manna kaffi og góðgerðir en jafnframt upplýstist tilgang- ur ferðarinnar austur því undir segli í salnum mátti líta glæsi- vagn frá Porsche. Benedikt Eyj- ólfsson bauð menn formlega velkomna og til- kynnti síðan að fyrirtæki hans hefði tekið við Porsche-umboð- inu. Hann bað síð- an eiginkonu sína, Margrétu Betu Gunnarsdótt- ur, og Guðberg Guðbergsson, sem starfar hjá honum, að afhjúpa bílinn. Guðbergur er einn helsti kunnáttumaður um Porsche á ís- landi. Hann hefur átt þá nokkra á síð- ustu tveimur áratugum og bæði hann og konan hans kepptu á einum slíkum í rallíkrossi. Undan seglinu kom Porsche 911 Car- rera 4, giæsilegur opinn sportbíll sem frumsýndur var i þessari útgáfu á síö- asta ári á bílasýningunni í París. Guð- bergur sýndi síðan hvemig hægt er með einu handtaki að láta rafstýrða blæjuna renna upp og síðan aftur jafn léttilega niður. Flugmennimir okkar urðu síðan fyrstir til að setjast inn og gangsetja bílinn. Út á flugbraut Jafnskjótt og Fokkervél Flugfélags íslands, siðasta vél dagsins (fyrir utan okkar farkost), renndi úr hlaði á Egils- stöðum var ekkert að vanbúnaði að aka Porsche-bílnum út og nú skyldi reyna gripinn á flugbrautinni. Braut- inni var vandlega lokað svo enginn óviðkomandi kæmist inn á svæðið og allt var tilbúið. Byijað var á því að sannreyna öfluga hemlana á flughlaðinu. Settar vom upp keilur á malbikið og síðan tekið tillhlaup og komið á 100 kUómetra hraða að keUunum og hemlað. Það tók aðeins nokkra metra að stöðva bUinn og það var aðdáunarvert hve átakalítU hemlunin var. Starfsmenn BUabúðar Benna bjuggu tU hringlaga þrautabraut með keUum á flugbrautinni og menn fengu að spreyta sig á því að aka í stórsvigi á miUi þeirra, taka beygju tU baka og stansa á fyrir fram ákveðnum bletti. Þar gUti að feUa ekki keilur, hvorki í sviginu né þegar stöðvað var. Á 240 kílómetra hraða Flugvöllurinn á Egilsstöðum er vara- UugvöUur fyrir mUlUandaUugið og því með langa Uugbraut, eða um þrjá kUó- metra. Þar gafst því gott tækifæri tU að spretta úr spori og það var svo sannar- lega hægt á þessum Porsche 911. Það rigndi dijúgt þetta fóstudagskvöld á Eg- ilsstöðum og rennislétt malbUúð á Uug- brautinni, sem er sennUega sú besta á landinu í dag, var vel blautt. Bleytan hafði líka álirif á hraðakstur 911-bUsms því það var sama hvemig menn reyndu, hann fór ekki yfir 240 kUómetra hraða í bleytunni áður en menn þurftu að hemla og draga úr hraðanum, en Jón, bróðir Bendikts, hafði fyrr um daginn reynt bUinn á þurm malbikinu og þá rann hann létti- lega upp í 260 kUómetra hraða. Þetta er hraði sem er kommn vel yfir Uugtakshraða Uugvéla á þessari Uugbraut en Domier-vel IslandsUugs, sem Uutti okkur austur, er á um 175 kUómetra hraða þegar hún sleppir hjól- unum af Uugbrautinni, að sögn Uug- mannanna okkar. 285 hestafla Brabus Musso En það var ekki aðeins Porsche sem við fengum að reyna á Uugbrautinni á Egilsstöðum því Musso-jeppinn, sem dró vagninn með gocart-bílunum tveimur austur, reyndist ekki vera neinn venjulegur Musso þvi hann hafði haft viðdvöl hjá Brabus í Þýska- landi og þar var búið að umsmíða 3,2 lítra, 24 venUa Benz-vélina sem var upphaUega í bUnum, stækka rúmtakið upp í 3,6 lítra, skipta um sveifarás, bora út og fá nýja ventla. EUir þessa meðhöndlun hjá Brabus er aUið komið í 285 hestöU við 6.250 snúninga og togið er einnig orðið miklu meira. Snúningsvægið er 400 Nm við 3.750 snúninga, og er raunar strax komið í 300 Nm við 1.000 snún- inga, svo það sést hve vel togið dreifist um snúningssviðið. Á 29 tomma dekkjum kemst Brabus Musso á 100 km hraða úr kyrrstöðu á 6,5 sekúndum og hámarkshraðinn er sagður vera 240 kUómetrar á klukku- stund. Á190 á 33 tomma dekkjum Flugmennirnir urðu fyrstir til að prófa gripinn. Hér er búið að setja í gang og alit tilbúið til „flugtaks". Þessi Brabus Musso, sem við fengum að reyna á Uugbrautinni á EgUsstöð- um, er hins vegar kominn á 33 tomma dekk, og það var heilmikU upplifun að þeysa á bílnum eftir brautinni og frnna hversu vel hann komst áfram. Hraðamælirinn sýndi um 190 kUó- metra á klukkustund og aUið var nægt því þegar gefið var skipti hann upp í fjórða þrepið á sjáifskiptingunni á 185 kUómetra hraða og ef slakað var á niður í 175 kUómetra hraða og gefið snöggt inn aftur þá „pikk- aði“ hann sig niður í þriðja þrepið. LögreglubUlinn á Eg- Usstöðum var á Uug- brautinni tU að mæla hraðann en vegna rign- ingarinnar tókst ekki að „negla“ Mussoinn á „nema“ 178 kUómetra hraða þá stuttu stund sem undirritaður staldr- aði við og fylgdist með hraðamælingunum. Það var athyglisvert að jeppinn náði þessum hraða án þess að búið væri að skipta um gírhlutfóU. Það stendur tU að breyta hlutfóUunum og lækka þau úr 3,70:1 í 4,10:1 og við þá breytingu eru þau orðin hlutfallslega rétt í 33ja tomma bU, miðað við óbreyttan bU á 29 tomma dekkjum. Ef búið hefði verið að skipta um hlutfóU þá hefði væntanlega ekkert verið því tU fyrirstöðu að koma honum upp í hámarkshraðann sem er 240 km/klst. Hált vel í við 911-bílinn Undir lokin brugðu þeir Guðbergur og Benedikt á leik. Guðbergur var að sýna okkur hinum hvemig „á að aka“ bU eins og þessum Porsche 911 Carrera 4 í þrautabrautinni og þá skelti Benni sér á eftir honum á Brabus Musso. Það var aðdáunarvert að sjá hversu vel Mussoinn hélt í við sportbUinn og það var ekki fyrr en á beina kaflanum í bakaleiðinni sem sportbUlinn stakk jeppann af. Skemmtileg upplifun Það var skemmtUeg upplif- un að fá að prófa alvörusport- bU við aðstæður sem þessar. Vel afgirt flugbrautin er kjörin tU svona aksturs og sýnir vel Jón Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna leiðbeinir hér einum blaðamannanna um hvern- ig bera skuli sig að við akstur á gocart áður en lagt var upp i aksturinn í rigningunni á flughlaðinu á Egilsstöðum. þörfma á því að koma upp slíkri braut tU almennra nota. Braut á við þessa ’væri kjörin kappakstursbraut. Hægt væri að raða á hana heyböggum tU að afmarka brautimar, enda era aflagðar Uugbrautir vinsælar víða erlendis tU slíkra nota. Ef hægt væri að koma þvi við að koma upp slíkri braut mætti sennUega útrýma hraðakstri af götunum því hraðafíklarnir myndu fá fúUa útrás í akstri á slíkri braut. Svona í lokin á öUu þessu hraðatali er rétt að árétta að þessi fyrsta helgi í júlí er ein allra mesta ferðahelgi ársins og því beinum við því tU ökumanna að virða þær hraðareglur sem era í gUdi á þjóðvegum þvi öU vUjum við snúa heU heim aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.