Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 * 0/ar Japönsk klassík í fyrra kom ný útgáfa 1500 Vulcan- hjólsins frá Kawasaki með ýmsum breytingum til batnaðar. Lagt var meira upp úr hönnun hjólsins sem er nokkuð íhaldssöm en samt klassísk um leið. Þegar hjólið er skoðað sést vel að gert er ráð fyrir öllum smáatriðum í hönnun þess, meðal annars hafa þeir hjá Kawasaki lagt mikið á sig til að breikka grind- ina, þannig að vatnskassinn passi inn í hana í stað þess að hann skagi fram úr grindinni. Samt er ekkert í útliti hjólsins sem slær mann, hvorki gott né slæmt, þetta er einfald- lega ' enn einn krúserinn með Harley-útliti. Loftsíuboxin iíta út eins og þau hafl verið framleidd í Milwaukee og afturbrettið er eins og það hafi verið klónað af Harley Softail. í stóruhjóladeildinni er það þetta útlit sem virkar í dag og gera má ráð fyrir að Vulcan-hjólið verði eitt það vin- sælasta í sínum ilokki. lega má þakka það að miklu leyti fyrir- hyggju þeirra hjá Kawasaki sem settu titringsvöm í mótorinn auk þess að setja gúmmífóðringar á allar vélarfest- ingar. Hestöflin eru 64 við 4700 snún- jnga og aflkúrfan þannig uppsett að mann langar að keyra það ákveðið og spretta aðeins úr spori. Þetta hjól er líka komið með fimmta girinn, sem er kostur á langkeyrslu, en hann er frek- ar hár og eiginlega meiri yfirgír, aila- vega er betra að vera kominn yflr hundraðið áður en skipt er upp í hann. Þægindi í fyrirrúmi í búnaði hjólsins eru nokkur atriði til þæginda sem maður sér alltof sjald- an á hjólum. Fyrst skal telja stefnuljós- arofann sem er með útbúnaði sem slekkm' á ljósinu þegar ekið er upp fyrir 2500 snún- inga. Þegar ég var orðinn vanur þessu fann ég vel hversu þægilegt þetta er og helst hefði ég verið til í að geta tekið þetta með mér á mín eigin hjól. Einnig er þetta hjól með svoköfluðum „Neutral finder“ sem auðveldar það að fmna hlut- lausa gírinn á ljós- um, þá er nóg að stíga einu sinni á hælskiptinn og það smellur í hlutlausan. í heildina má segja að Vulcan 1500 Classic sé vel heppnað hjól sem hentar flestum og ekki skemmir verðið fyrir, 1.295.000, sem er það besta í þessum flokki hjóla, ásamt 1500 Intrudernum. -NG Fallegar, klassískar línur einkenna útlit Vulcan 1500 hjólsins. Myndir DV-bílar NG Klassíkerinn er vel upp settur fyrir ökumenn af hvaða stærð sem er og lág ásetan er kostur. Viðráðanlegt miðað við stærð DV fékk fyrsta hjól þessarar tegund- ar hér á landi til prófunar um daginn. Eitt það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður sest upp á þetta hjól er hvað það fer vel með mann. Sætið er mjúkt og þægilegt, án þess að vera of mjúkt, og breiddin mátuleg. Ásetan er líka með þeim betri sem gerist, afslöpp- uð, án þess að reyna mikið á bakið. Stýrið er nokkuð breitt og er þægilegt líka nema í fullri U-beygju, þá þarf að teygja sig dálítið til að halda báðum höndum á stýri. Um leið og tekið er af stað í fyrsta sinn finnur maður vel að þetta er vel heppnað hjól sem kemur ekkert á óvart. í raun og veru er það mjög við- ráðanlegt og hentar flestum stærðar- flokkum ökumanna. Aksturseiginleik- amir eru mjög góðir og beygjur og snúningar eru því ekkert vandamál. Á ferðinni verður maður lítt var við titir- ing eins og búast mætti við af svona stóru hjóli með þessa vélarstærð. Lík- Stíft á mölinni Eins og hjólið er skemmtilegt á mal- biki er ekki það sama uppi á teningn- um þegar komið er út fyrir það og keyrt aðeins á mölinni. Venjulega má gera ráð fyrir því að hjól með mikið hjólhaf, eins og þetta, sé gott á möl en þá þarf líka flöðrunin að vera rétt upp- sett. Á Vulcan-hjólinu er hún frekar stíf sem háir því i malarakstri. Að framan á stýrið það til að slá mann í ójöfnum og að aftan gerir stífleikinn það að því hættir til að rása aðeins. Þótt afturdempararnir séu stillanlegir er það ekki nógu gott að þurfa skuli verkfærasett til þess, betra hefði verið að sjá hefðbundna handstillingu á þeim svo að hægt væri að mýkja þá áður en maður ekur út á kókó-puffsið. Eflaust myndi það líka skána aðeins ef hleypt væri úr kúludekkjunum nokkrum pundum, en taka skal fram að malar- vegurinn sem prófað var á var frekar slæmur og holóttur og ekki búið að bera ofan í hann nema á smá kafla. Vatnskassanum er haganlega fyrirkomið inni í grindinni sem var breikkuð sérstaklega í þessum tilgangi. Til sölu aftur eftir HARLEY-DAVIDSON ÍSLflNB Síðastliðinn laugardag opnaði Harley Davidson íslandi ehf. versl- un sína við Sæbraut. Ekki hefur verið hægt að fá ný Harley Dav- idson-hjól siðan 1992 þegar ísarn var með um- boðið. Ann- ars á þetta merki sér langa og merkilega sögu hér- lendis, eða síðan 1917, þegar fyrsta umboðið var stofnað. Þeir sem hafa viljað full- nægja þörf sinni fyrir þetta þekkta merki hafa orðið að leita á náðir lögreglunnar í Reykjavík eða flytja þau inn notuð. Einn þeirra sem hafa verið einna duglegastir við þá iðju er Sigtryggur Kristófersson flugmaður, eða „Diddi“, en hann er einmitt stofnandi þessa umboðs. Hjá því verður hægt að kaupa allar Diddi ræðir hér við áhugasaman mót- orhjóiamann. Myndir DV-bílar NG Gasi við Harleyinn sinn sem er með breiðasta stýri sem völ er á. Þetta hjól „óx úr grasi“ hjá lögregiunni í Reykjavík áður en það fékk þessa andlitslyftingu. Harley-umboðið er til húsa á horni Sæbrautar og Sundagarða. í forgrunni gefur að líta nýjasta og eitt dýrasta hjólið frá Harley í dag. tegundir sem er orðið þekkt merki í fleiru en af nýjum mótorhjólum í dag. Einnig verður Harley- hægt að fá þar alla þjónustu og hjólum, varahluti og í því skyni var sendur auk ann- einn af reyndari Harley-vélvirkjum arrar landsins, Einar „Marlboromaður", merkja- á námskeið í Bandaríkjunum hjá vöru frá Harley-verksmiðjunum í Harley Milwaukee. -NG Davidson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.