Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1999, Síða 1
Nú mega
veirurnar
vara sig!
Bls. 19
Einræktun:
Hversu langt á
tæknin að
leiða okkur?
Bls. 20
Einræktun:
Um hvaö
snúast
deilurnar?
Bls. 21
PlayStation
Smokkar til fanga
Hæstaréttardóm-
ari í Bretlandi hef-
ur kveðið upp
þann tímamóta-
dóm að samkyn-
hneigðir fangar í breskum fang-
elsum skuli fá ókeypis smokka,
séu þeir harðákveðnir í því að
taka þátt í því sem hann nefndi
„óöuggt" kynlíf. Hann hafnaði því
hins vegar að dæma núgildandi
smokkastefnu stjórnvalda, að út-
hluta aðeins smokkum til þeirra
sem þegar væru smitaðir eða yfir-
lýstir hommar, „órökrétta" eins
og sækjandi málsins, hinn 37 ára
gamli Glen Fielding, krafðist.
Fielding á að baki átta ára
fangavist og hefur lengi barist
fyrir þessu máli. Hann heldur
þvi fram að tregða stjórnvalda til
að skapa föngum öruggt kynlíf
setji þá og aðra íbúa landsins í
stóraukna hættu á því að smitast
af kynsjúkdómum.
Lögmaður Fielding tók stórt
upp í sig og sagði það grundvall-
armannréttindi fanga að geta
stundað kynlíf án áhættu.
Kanar klaufskir með bomburnar
Helgin í kringum
þjóðhátíðardag
Bandaríkjamanna,
4. júlí, er engin há-
tið hjá starfsfólki
slysavarðstofa í Bandaríkjunum
þar sem allt fyllist árlega af fólki
með alls konar meiðsli, brunasár
og fleiður um allan likamann. Á
síðasta ári sinntu bandarískir
læknar meira en 24 þúsund til-
fellum af slysum tengdum flug-
eldum, allt frá misalvarlegum
brunasárum til beinbrota. Banda-
ríkjamönnum er tamt að hugsa í
tölum svo auðvitað hefur verið
reiknað út vinnutap, sjúkra- og
lögfræðikostnaður og annað sem
þessi meiðsli kostuðu, allt í allt
rúmlega 450 milljónir dollara.
Læknar og sérfræðingar hvetja
nú Bandaríkjamenn til aö fara á
opinberar og öruggar flugelda-
sýningar í stað þess að brenna
peningunum sínum prívat og
segja það óskiljanlegt hvernig
þjóðin þrjóskast enn við að fýra
upp á eigin spýtur. Hver veit
nema við íslendingar gætum sagt
Kananum eitt og annað um flug-
eldaskothríð?
Þetta vélvædda dans-
fifl var þróað af
rannsóknadeild
japönsku vísinda- og
tæknistofnunarinnar. Hér sést það í
dúndrandi sveiflu á sýningu í Kyoto
í Japan ásamt dansherranum. Ekki
er hætta á að parið lendi nokkurn
tímann úr takti því að vélmennið,
sem er tæplega tveir metrar á hæð,
lagar hreyfmgar sínar eftir hreyf-
ingum mannsins og fylgir honum
skref fyrir skref. Til þess notar vél-
mennið fjórar myndavélar sem inn-
byggðar eru í höfuð þess og nokkra
hljóðnema. Sitthvað fleira er í
hausnum, að sögn þeirra sem heið-
urinn eiga af þessari merku upp-
finningu, því að vélmennið ku búa
yfir sömu námshæfileikum og
mannlegur heili. Þá er spumingin
hvort ekki var hægt að finna eitt-
hvað þarfara fyrir blessaðan róbót-
inn að gera en dansa út í eitt. Að
minnsta kosti þarf hann ekki að
hafa áhyggjur af blöðrum á fótum
eftir hamaganginn en vera mætti að
dansherrann skirrðist við að vanga
við vélina í lokalaginu, enda væri
það vel skiljanleg afstaða.
Mosfet 45
Stærsti Mosfet útgangs-
magnari sem völ er á í dag
4x45W. Kostir Mosfet eru
línulegri og minni bjögun en
áöur hefur þekkst.
Aöeins vönduðust
hljómflutningstæki nota
MOSFET.
Pioneer hefur einkarétt i 1 ár.
MARCX
Nýjasta kynslóð
útvarpsmóttöku, mun næmari
en áður hefur þekkst.
3 MACH16
Ný tækni i RCA (Pre-out) útgangi
sem tryggir minnsta suð sem
völ er á.
4 Octaver
Hijóðbreytir sem aðskilur bassan.
Pioneer er fyrsti biltækja-
framleiðandinn sem notar þessa
tækni sem notuð er af hljóðfæra
framleiðendum.
5 EEQ
Tónjafnari sem gefur betri
hljóðmöguleika, á einfaldan
hátt.
5 forstilltar tónstillingar.
Vp i
sem skapa Pioneer
afdráttarlausa
_>/■ sérstöðu
j Þegar hLjómteekl sklpta máll
DEH 2000 4x45 W magnari • RDS • Stafrænt útvarp • FM MW LW • 24
minni • BSM • Laudness • Laus framhlið • Aðskilin bassi/aiskant
RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn
7.900stgr.
1
2