Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1999, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1999, Side 3
19 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚlí 1999 tS&ÍiaS&ftff1 I ■vlllllll [ Merkilegur myglusveppur Smithsonian- safnið hefur fengið að gjöf myglusveppinn sem Skotinn Alexander Flemming notaði til þess að búa til penísillín árið 1928. Sveppurinn er grá, kringlótt, flöt og úfin klessa, tæplega 4 sentímetrar að þvermáli, í petrískál og hjúpað- ur gleri. Við hlið- ina á skál- inni er ná- kvæm eft- irlíking af bakhlið- inni þar sem skrifað stendur með rithönd Flemmings (stað- fest af Sotheby’s, nota bene): „Sveppurinn sem framleiðir penísillín. Alexander Flemm- ing“. Sveppurinn var keyptm- á uppboði í London árið 1996 fyrir rúmlega 35 þúsund pund. Kaupandinn var lyfjafyrirtæk- ið Pfizer sem var fyrsti fjölda- framleiðandi fúkalyfja. Og nú er sveppurinn sem sagt orðinn safngripur. Fundið gen arfgengrar blindu Vísindamenn við háskólana í Pennsylvaníu og Houston í Bandaríkjun- um hafa fundið og einangrað stökkbreytt gen sem veldur al- gengum og arfgengum augn- sjúkdómi, RP. Tekið hefur vís- indamennina tvo áratugi að finna sökudólg sjúkdómsins sem veldur náttblindu, minnk- un sjónsviðs og loks algerri blindu. Skaðvaldarnir, sem eru tæplega þrjátíu mismun- andi gen, eru taldir hindra eðlilega þróun sjónfruma aug- ans. Um 1 af hverjum 4000 allra jarðarbúa þjást af sjúk- dómi þessum. Fá borgað fyr- ir að eignast ekki börn Samtök í Kali- forníu, sem berjast fyrir réttindum barna, bjóða upp á þá um- deildu þjónustu að bjóða eitur- lyfjaneytendum, körlum og konum, borgun gegn því að eignast ekki börn. Dópistarnir fá allt að tvö hundruð dollur- um fyrir notkun langtíma- getnaðarvarna eða að gangast undir ófrjósemisaðgerð. Skilj- anlega hafa risastór spumingar- merki verið sett við sið- gæði þessara samtaka, sem nefna sig C.R.A.C.K. eða Children Requir- ing a Caring Komm- unity, en þau segjast hafa það að markmiði að vernda böm gegn óhæfum foreldrum og þeim örlögum að fæðast fíkl- ar. Andstæðingar þessa hafa sagt réttinn til að fjölga sér grundvallarmannréttindi og frekar ætti að berjast gegn rót- um vandans, vímuefnunum, en. að fá þræla fíknarinnar til að taka vanhugsaðar ákvarð- anir í annarlegu ástandi. Rannsóknir íslenskra vísindamanna í myndum: Monocaprin malar bakteríur - bjartsýnn á framhaldiö, segir Halldór Þormar prófessor T Hér sést svart á hvítu hvernig fituefnið monocaprin bókstaflega malar klamydíubakteríur. Á mynd A er allt í lukkunnar velstandi hjá bakteríunum en á mynd B, að tíu mínútum og monocaprinbaði loknu, er komið annað hljóð í skrokkinn og bakteríurnar dauðar. Sjá nánar í textanum. Uppgötvanir Halldórs Þormars prófessors og samstarfsmanna hans, um góða virkni fít- uefnisins monocaprins og fleiri efna gegn ýms- um veirum og bakteríum sem valda kynsjúkdómum, hafa vakið mikla at- hygli, innanlands sem utan. Þeir eru aukinheldur líklega fáir sem ekki kinka kolli og rymja gáfulegt já þegar efnið ber á góma hvort sem smáatrið- in eru þeim að fullu kunn eða ekki. Það er því ekki úr vegi að birta hér í Heimi niðurstöður og árangur Hall- dórs og félaga svart á hvítu. Á myndunum tveimur hér til hlið- ar sjást klamidíubakteríur, Chlamydia trachomatis, annars vegar áður en þær voru settar saman við monocaprin (mynd A) og hins vegar tíu mínútum eftir að monocaprin hafði verið sett þeim til höfuðs (mynd B). Fullnaðarsigur monocaprins Séu myndirnar skoðaðar nánar ... notkun hlaups sem inniheldur monocaprin er kröftug og skilvirk aðferð tilþess að drepa sýkla íslímhúð og hindra kynsjúk- dömasmit. sést að á mynd A eru bakteríurnar hringlaga og við hestaheilsu, frumu- himnur þeirra heil- ar og þær þess al- búnar að valda hin- um versta skaða, komist þær í „rétt“ umhverfi. Á mynd B má segja að monocaprinið hafi komið, séð og sigrað. Það hefur að fullu leyst upp frumuhimnu bakteríanna og aflagað byggingu þeirra þannig að bakteríurnar eiga sér ekki viðreisnar von og liggja steindauðar í valnum. Varla hafa þær þó komist til „frumuhimna", eins og guðhræddur maður sagði eitt sinn, enda hinir mestu skað- valdar og óþurftarkvikindi. Skilvirkt lyf gegn kynsjúk- dómum væntanlegt? Af öUum þeim efnum sem vís- indamennirnir prófuðu kom monocaprin langbest út hvað varð- aði virkni gegn sjúkdómsvöldum, veirum og bakteríum. Segir í niður- stöðu greinar um tilraunina að rannsóknir í tilraunaglösum gefí tU- efni tU að ætla að notkun hlaups sem inniheldur monocaprin sé kröftug og skUvirk aðferð til þess að drepa sýkla í slímhúð og hindra kynsjúkdómasmit. En hvað tekur nú við hjá HaUdóri og samstarfsmönnum hans - varla er björninn þegar unninn? „Nei, langt því frá. Nú er eftir að prófa gegn fleiri bakteríum og í fleiri lyfjaformum. Enn frekari rannsókna er þörf áður en við get- um farið að slá nokkru vísu, tU dæmis rannsóknir á virkni í tUraunadýrum." En ert þú bjartsýnn, Halldór, á að ávöxtur þessara rannsókna gæti orðið öflugt lyf gegn kynsjúkdóm- um? „Ja, auðvitað værum við ekki í þessu ef við vonuðumst ekki eftir árangri af starfi okkar. En auðvitað veit maður það aldrei. Það er aUt annað að prófa þetta í tilraunaglös- um en í réttu umhverfi, sem væri þá á fólki. Þetta er talsvert langur ferill og í mörg horn að líta á leið- inni. En við vonum að við getum prófað þetta á litlum hópi fólks mjög fljótlega tU að sjá hvort að þetta sé skaðlaust og síðan getum við farið að velta því fyrir okkur hvort þetta virkar. Ég vona að við fáum úr þvi skorið á næstu tveimur árum.“ -fin Halldór Þormar. Ný uppgötvun í meðferö krabbameins: Sjálfsmorðsgen krabbameinsfruma - stýrir lyQum beint í mark Vísindamenn í Bretlandi hafa þróað leið til þess að eyða krabbameins- frumum með því að sprauta í þær geni sem „merkir" þær og fær þær tU að eyða sjálfum sér. Genið, sem hefur engin áhrif á heUbrigðar frumur, hefur reynst vel í rannsóknum á konum með brjóstakrabbamein á háu stigi, svo vel að jafnvel er vonast tU þess að lækning á brjóstakrabba og öðrum gerðum krabbameins gæti verið innan seilingar. Einn læknanna sem stóðu að rannsókninni, Nick Lemoine pró- fessor, sagði að hæfileiki gensins til að finna æxlisfrumur eftir sam- eindabyggingu þeirra væri mjög áhugaverður. „Genið er nánast eins og hitaleitandi eldflaug. Við getum fundið og náð tU æxlisfrumnanna jafnvel þótt þær séu umkringdar heUbrigðum frumum." Genið verkar þannig að það breytir skaðlausu efni í kröftugt krabbameinslyf, nákvæmlega þar sem þess er þörf. Tilraunimar fóm þannig fram að geninu var sprautað beint inn í sýkta staði á líkama sjúklinganna þar sem æxlin vom. Hið eiginlega lyf var síðan gefið konunum í æð tveimur sólarhring- um eftir að geninu var komið fyrir. Þrátt fyrir að lyfið bærist síðan um allan líkamann varð það aðeins virkt á þeim stöðum þar sem genið var tU staðar. Afleiðingin er sú að betri og skUvirkari virkni fæst og Genið er nánast eins og hltaleitandi eld- flaug. Við getum fund- ið og náð til æxlís- frumnanna jafnvel þótt þær séu umkringdar heilbrigðum frumum. Hver veit nema þeir sem þjást af brjóstakrabbameini, eins og t.d. Nancy Reagan, geti nú gert sér vonir um fullan bata eftir uppgötvanir breskra vís- indamanna á „stýrigeni". minni hætta er á óæskUegum auka- verkunum. Þrátt fyrir þessar uppgötvanir segja læknamir að enn séu nokkur ár í aö þróuð verði meðferð sem byggist á þessari aðferð. -fin Haukur Axel Óskarsson nr. 28078910 sundtöskur oq hárburstar Þorleifur B. Ragnarsson nr. 10881 Hannes H. Þórólfsson nr. 15366 Hugrún L. Vignisdóttir nr. 6599 Sigurrós og Oskar Þór nr. 12910-12911 Björg Inga Erlendsdóttir nr. 10934 Sara María Davíðsdóttir nr. 15257 Stefanía Hrund nr. 14779 Birgir M. Sigurðarson nr. 14886 Haukur G. Valsson nr. 15358 Elva Eir nr. 14558 Krakkaklúbbur DV oq Kjörís óska vinningshöfum til hamingju oq þakka öllum fyrir þátttökuna. Vinningarnir verða sendir í pósti nasstu daga. kjoris www

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.