Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1999, Síða 4
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor: Freisting að sigrast á sorg og dauða - fiktum ekki viö frumþætti lífsins Kemur einhvem tímann sú tíö aö dæmisagan um blómin og bý- flugumar verði tímaskekkja? Og hvað kemur þá í staðinn: Tvö hundmð frumur og til- raunaglas, kannski? Hvort sem möguleikinn á klónun manna er fyrir hendi í dag, á morg- un eða einhvern tímann í fjarlægri framtíð verða alltaf til staðar áleitn- ar siðfræðilegar spumingar um hvort mannkyninu sé stætt á því að færa sér tæknina í nyt og enn frem- ur hvernig og í hvaða tilgangi, færi svo að hið stóra skref væri stigið. Þessar spurningar og margar fleiri verður einhvern tímann að ræða og svara á fullnægjandi hátt ef mannkynið á að geta horft kinn- roðalaust á spegilmynd sína það sem eftir er. Hvort spegilmynd þessi verður mynd á gljáðum fleti eða manneskja af holdi og blóði á tím- inn, og tæknin, eftir að leiða í ljós. Fjögur tilefni... Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla íslands. Hjá honum leitaði blaðamaður sið- fræðilegs sjónarhoms á einræktun og hvaða svör siðfræðin gæfi við spumingum af áðurnefndum toga. Vilhjálmur segist ekki sjá að flokka megi möguleikann á einrækt- un beinlínis sem siðfræðilegt vandamál: „Möguleikinn á einræktun manna er miklu fremur dæmi um mál sem virðist augljóslega fjar- stætt og nánast rangt að velta fyrir sér siðfræðilega - svo sem eins þeg- ar verið er að velta upp klípusög- unni um feita manninn sem kasta megi fyrir lest til að bjarga hópi manna. í fræðilegri umræðu dugir þó ekki að lýsa því yfir að eitthvað sé rangt án þess að færa fyrir því rök. Með það í huga er ágætt að velta því fyrir sér af hvaða tilefni menn kynnu að viija einrækta fólk og bregðast síðan við með siðfræðileg- um rökum. Það mætti flokka þessi tilefni í fernt.“ Mannbætur „Fyrsta tilefnið kenni ég við mannbætur. Með því á ég við hvers Sú vítneskja að martn- eskjunní sé skammt- aður afmarkaður tímí hér á jorð er stöðug áminning um gíldi þessa jarðlífs. Það er tómhyggja af versta tagi að lertast við $ígr~ ast á þessum tiivistar- skilyrðum mannsins, td. með þvíað frta svo á að maður komi bók- stafíega í manns stað með einræktun. konar viðleitni sem miðar skipulega að framleiðslu þekktra „æskilegra" einkenna, s.s. greindar, fegurðar, sterklegrar líkamsbyggingar eða jafnvel löghlýðni, svo dæmi séu nefnd. Rök gegn erfðabótum á mönnum eru mörg og þung, segir Vilhjálmur. „Það er fráleitt að leita að góðum mannkostum eingöngu í gegnum erfðaeiginleika fólks. Þótt hugsan- legt sé að framleiða fólk með svo- kallaða „æskilega" erfðaeiginleika, þá tryggir það engan veginn betra mannlíf, sem hlýtur þó að vera markmiðið. Þvert á móti virðist hugmyndin um erfðabætur, væri henni fylgt út í æsar, krefjast ein- hvers konar alræðisskipulags, þar sem hægt væri að hafa nákvæmt eft- irlit með því hvers konar einstak- lingar kæmu í heiminn. Slíkt „gæða- eftirlit" myndi í raun setja hömlur á þá þætti sem öðrum fremur stuðla að mannlegum þroska og þar með að bættu mannlífi, en það eru frelsi og ábyrgð einstaklinga og umhyggja þeirra hvers fyrir öðrum.“ Varahlutir Annað hugsanlegt tilefni ein- ræktunar, segir Vilhjálmur, gæti verið sú freisting að eiga sjálfan sig til vara ef eitthvað fer úrskeiðis: „Með því á ég við þá hugmynd að menn myndu láta einrækta sjálfa sig til þess að nota í varahluti þegar líffærin byrja að bila. Við þessari hugmynd er það eitt að segja að hún er forkastanleg. Ef til þess kemur að mannvera verði einræktuð þá ber vitaskuld að auðsýna’ henni sams konar siðferöilega virðingu og hverri annarri mannveru. Mann- réttindi og manngildi eru óháð til- urð einstaklingsins eða uppnma." Barnleysi „Þriðja tilefnið sem hægt væri að hugsa sér fyrir einræktun mannveru væri að leysa vanda hjóna sem ekki geta átt barn. Munurinn á þessu til- efni og hinum fyrmefndu er að hér er a.m.k. kominn raunverulegur lífs- vandi fólks. Margir upplifa barnleysi sem böl og brýnt er að leita leiða til að bæta úr því. En það er lykilatriði að gleyma því aldrei að hvert einasta barn hefur sjálfstæða hagsmuni sem aldrei má ýta til hliðar til þess eins að bæta úr barnleysi og lina þjáning- ar sem því kunna að fylgja. Þá er far- ið að nota barnið sem tæki til að þjóna markmiðum foreldra og farið að búa það til í því skyni og óvíst hvaða áhrif það hefði á sjálfsmynd þess og sálarheill," segir Vilhjálmur. „Ef við förum að framleiða afrit af fólki með tæknilegum leiðum gröf- um við undan sjálfskennd og sér- stöðu einstaklinga og þar með veg- um við jafnframt á ófyrirsjánlegan hátt að grunnþáttum mannlegrar til- veru.“ Barnsmissir Fjórða og síðasta tilefnið sem Vil- hjálmur tínir til er að einræktun gæti verið notuð til að bæta fólki þann missi sem líkast til er sárastur í mannlífinu - sem sé missir barns. „Ég ætla ekki að fjölyrða um það hvaða aðstæður gætu orðið til þessa, en það má rétt ímynda sér löngun syrgjandi foreldra til þess að vilja „Ef við förum að framleiða afrit af fólki með tæknilegum leiðum gröfum við undan sjálfskennd og sérstöðu einstaklinga og þar með vegum við jafnframt á ófyrirsjánlegan hátt að grunnþáttum mannlegrar tilveru," segir Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla íslands. endurheimta látið barn sitt. Um leið og þetta væri e.t.v. skiljnlegasta til- efnið af þeim sem ég velti hér upp þá er það jafnframt vísbending um hvað alvarlegustu hætturnar sem eru samfara hugmyndinni um ein- ræktun manna. Hér á ég við þá freistni sem menn geta fallið í að leita tæknilegra leiða til að sigrast á sorginni og jafnvel dauðanum." Tómhyggja af versta tagi Vilhjálmur segir að með þessu sé hætt við að fólk missi sjónar á raun- verulegri þýðingu og gildi lífsins: „Sorgin og dauðinn - þótt sárust séu í mannlegu lífi - eru þeir þættir sem á endanum gefa mannlífinu gildi og merkingu. Við syrgjum ann- að fólk vegna þess að það er einstakt og samskiptin við það hafa auðgað líf okkar. Sú vitneskja að manneskj- unni sé skammtaður afmarkaður timi hér á jörð er stöðug áminning um gildi þessa jarðlífs. Það er tóm- hyggja af versta tagi að leitast við sigrast á þessum tilvistarskilyrðum mannsins, t.d. með því að líta svo á að maður komi bókstaflega í manns stað með einræktun. Þetta síðasta tilefni til einræktun- ar - að hægt sé að fá annað bam í skiptum fyrir hið látna - er ekki ein- ungis hættuleg tilraun til að stríða gegn tilfinningalegu og sálrænu eðli mannsins heldur einnig til marks um það að manneskjan öðlist skipta- gildi fremur en að hún sé ómetanleg í sjálfu sér.“ Mannleg viska og fikt Að lokum segir Vilhjálmur það hljóti að vera manninum umhugs- unarefni hversu langt hann eigi að . láta tæknina leiða sig: „Tæknileg ráðsmennska með frumþætti mannlífsins ógnar þeirri helgi sem er forsenda þess að mann- eskjunni sé sýnd tilhlýðileg virðing. Þegcir að þessum mörkum er komið er orðið erfitt greina á milli sið- ferðilegra og trúarlegra röksemda. Ekki trúarlegra í þeim skilningi að gengið sé út frá tilvist Guðs, heldur fremur á þann hátt að maðurinn eigi ekki að setja sig í það sæti sem einungis Guð getur skipað. Þessi skilningur krefst þess í sjálfu sér ekki að menn viðurkenni tilvist sér æðri máttar, heldur einungis að þeir viðurkenni sínar eigin tak- markanir og fávisku í þeim efnum sem hér um ræðir. í þvi er mannleg viska iðulega fólgin, sem og í því að halda að sér höndum - fikta ekki við hluti sem menn ráða ekki við og vita ekki hvert munu leiða.“ -fin Björn Björnsson, prófessor í kristinni siðfræði, um einræktun: Ekki forsvaranlegt - út frá kristnu sjónarmiði í aldanna rás hefur kirkjan oftar en ekki barist með beinum og óbeinum hætti gegn tækninýjungum eða breyting- um á viðhorfum og heimsmynd þeirri er hún viðurkennir. Til dæmis var ítalski stjarnfræðingur- inn Galíleo Galilei, sem uppi var á 17. öld og var svo ósvífmn að halda því fram að jörðin væri ekki mið- punktur heimsins ekki hreinsaður af ákærum um trúvillu fyrr en árið 1992. Eins og fram kemur í grein ann- ars staðar hér á opnunni eru and- stæðingar fóstureyðinga einhverjir helstu andstæðingar einræktunar en kaþólska kirkjan hefur alla tíð barist hatrammlega gegn fóstur- eyðingum sem hún flokkar einfald- lega undir morð. Bannað með lögum Það er því forvitnilegt að grennslast fyrir um hvert sjónar- mið guðfræðin hefur á einrækt- un sem slíkri. Bjöm Björnsson er prófessor í kristinni siðfræði við Háskóla íslands: „Hér á landi eru í gildi lög um tæknifrjóvgun og rannsóknir á fósturvísum þar sem kveðið er á um að einrækt- un manna sé bönnuð. Siðfræði- stofnun Háskólans, sem kirkjan á aðild að, fékk þessi lög til um- sagnar og lýsti sig samþykka þeim. í öðrum löndum held ég að hvergi sé að finna kristið trúfé- lag sem leggur blessun sína yfir einræktun manna. Mér er kunn- ugt um að danska siðfræðiráðið hefur tekið mjög eindregna af- stöðu gegn einræktun manna og að sama skapi stofnanir á Bret- landseyjum, til dæmis skoska kirkjan." Skapaður af guði, í guðs mynd En á hvaða rökum byggist and- Björn Björnsson, prófessor í krist- inni siðfræði við Háskólann, segir manninn skapaðan af guði sam- kvæmt kristnum mannskilningi en ekki á rannsóknarstofu. staða kirkjunnar gegn því að mað- urinn taki fram fyrir hendumar á skaparanum? „Maðurinn er samkvæmt kristnum mannskilningi skapað- ur af guði, í guðs mynd, sem sér- stakur einstaklingur en ekki bú- inn til sem klón eða eftirlíking á rannsóknarstofu. í sambandi við þessa umræðu um réttmæti þess að klóna menn hlýtur maður að spyrja: Hvert stefnir þessi þróun og hvaða verðmæti eru í húfi? Þessi spuming er orðin mjög tímahær og enn er henni allsend- is ósvarað." Hvað með sjónarmið vísinda- manna sem vilja fá að klóna og rækta fósturvísa fram að 14 daga aldri til þess að nota í lækninga- skyni? Gerir kirkjan einhvem greinarmun á þessu tvennu, þ.e. á einræktun fósturvísa og einrækt- un með sköpun lifandi og fullvax- ins fólks í huga? „Mér er kunnugt um þessai- óskir og veit að í Bretlandi var þetta stoppað og ekki gefið leyfi fyrir þessu. Ég sé ekki að neinn munur sé á þessu tvennu. Hér er um að ræða klónun á mannveru, sem fósturvísar vissulega em, og því myndi gilda hið sama út frá kristnu sjónarmiði um að þetta teldist ekki forsvaranlegt." -fin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.