Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 4
36 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 Volkswagen: Bugatti og Bentley smíðaðir í Elsass Volkswagen-samsteypan hefur ákveðið að smíða glæsibílinn Bugatti, sem sýndur var á bílasýningunni í París og vakti gífur- lega athygli, i gömlu Bugattiverksmiðjunum í Molsheim í Elsass og hefja þessar gömlu verksmiðjur aftur til vegs og virðingar. Þar verður þessi 555 hestafla glæsibíll, með 6,3 lítra 18 strokka vél, smíðaður og von er á fyrstu bílunum á markað í árslok 2002, að sögn Piech, aðaiforstjóra VW-samsteypunnar, á blaðamanna- fundi á dögunum. Auk Bugatti-glæsibílsins verða glæsivagnar undir merkjum Bentleys smíðaðir í þessum verksmiðjum, en VW keypti Rolls Royce og Bentley, eins og kunnugt er, á síðasta ári en verður að láta BMW eftir Rolls-Royce nafnið eftir tvö ár en heldur Bentley eftir. Aukin samvinna við Toyota Á þessum sama fréttamannafundi tilkynnti Piech aukna sam- vinnu við Toyota en undirstrikaði að einungis yrði um samvinnu að ræða en hvorki kaup né samruna. Helst er rætt um samvinnu í véltækni, einkum í beinni inn- sprautun eldneytis, til að byrja með. -JR Volkswagen-samsteypan hefur ákveðið að Bugatti, glæsivagn með 555 hestafla vél sem frumsýndur var f frumgerð á bílasýningunni í París á síðasta ári, verði smíðaður í gömlu Bugattiverksmiðjunum í Elsass og er hann væntanlegur á markað í árslok 2002. Honda CRV, ‘96 grænn ek. 17 þ. 2.350.000 Honda Accord EXi, ssk., ‘91 rauður ek. 112 þ. 850.000 Honda Accord Si, ssk, 4 d. ‘95 45 þ. 1.380 þ. Honda flccord Si, 5 g., 4 d. ‘95 90 þ. 1.450 þ. Honda Civic LSi, ssk., 3 d. ‘92 78 þ. 730 þ. Honda Civic VTí, 5g.,3d. ‘99 7 6. 1.990 þ. BMW 316iA, ssk., 4 d. ‘96 26 þ. 1.950 þ. Daihatsu Applause, 5 g., 4 d ‘90 153 Þ. 350 þ. Ford Escort CLX, 5 g., 5 d. ‘97 40 þ. 1.090 þ. Hyundal Sanala, ssk., 4d. ‘96 47 þ. 890 þ. Mazda323, 5g.,4d. ‘90 64 þ. 750 þ. MMC Galant, GLS, 5g.,4d. ‘89 154|i. 450 þ. MMC Galant, GLS, 5g.,4d. ‘90 161 þ. 620 þ. MMC Gaianl GLSi, ssk.,4d.. ‘93 59 þ. 1.150 þ. MMC Lancer, ssk„ 5 d„ ‘92 55 þ. 750 þ. Nissan Almera SR, 5 g. 3 d.. ‘97 50 þ. 1.130 þ. Nlssan Pathf. VE. ssk„ 3 d„ ‘90 116 þ. 990 þ. Nissan Sunny SR, 5 g., 3 d., ‘93 115 þ. 650 þ. Opel Vectra STW, ssk„ S d„ ‘98 10 þ. 1.690 þ. Raage Rover, ssk„ 5 d„ ‘85 115 þ. 390 þ. RenaulUðRN, 5g„4d. ‘96 716. 750 þ. Subaru Legacy S1W, 5 g„ 5 d„ ‘97 39 þ. 1.690 Suzuki Baleno, 5 g., 4 d., ‘97 44 þ. 1.010 þ. Toyota Carlna GLI, ssk„4d. ‘97 41 þ. 1.610 þ. Tnyola Corolla, ssk„ 4 d„ ‘96 49 þ. 1.030 þ. Toyota Corolla, ssk., 4 d., ‘98 26 þ. 1.390 þ. Toyota Corolla, 5 g„ 5 d„ ‘95 60 þ. 860 þ. Toyola Tourlng, 5 g„ 5 d„ ‘94 105 þ. 990 þ. Toyola 4Runncr, 5g„ 5d„ ‘91 107 þ. 1.090 þ. VW Vento, ssk., 4 d., ‘94 50 þ. 1.090 þ. Ú: HOIVDA NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 Húsið á Land Rovernum Meðfylgjandi mynd var okkur lán- uð og spurt hvort við vissum einhver deili á húsinu á Land Rovernum. Vissulega er það með lagi Kristins- húsanna svokölluðu, sem vinsæl voru á Willy’s jeppunum, en þó er einhver svipur á því, einkum framrúðustykk- inu og hæð glugganna almennt, sem gerir það að verkum að undirritaður telur vafasamt að þetta hús sé úr Vagnasmiðju Kristins við Grettisgöt- una. Gaman væri ef einhver glöggur les- andi sem kann skO á þessu húsi hefði samband við DV-bíla og fræddi okkur á sögu hússins - og bílsins sem það ber. Hvaða árgerð er hann, til dæmis? Hvað varð um hann? Myndina tók Helmut Stolzenwald í Landmannalaugum með Brennisteins- öldu í baksýn, einhvern tíma á sjötta áratugnum. Gaman væri að fá líka einhverjar nánar upplýsingar um Benzinn og afdrif hans. -SHH Frá Landmannalaugum, á að giska 1956? Norton Allar líkur eru nú á því að á næsta árþúsundi verði hafm framleiðsla á fjórum nýjum hjólum frá Norton. Eins og margir muna voru Norton-hjól ein af topphjólunum þangað til á áttunda áratugnum þegar framleiðslu þeirra var hætt vegna gjaldþrots, eins og hjá mörgum öðrum breskum framleiðend- um. Síðan hefur smám saman verið reynt að rétta úr kútnum og á tímabili stóð til að framleiðsla hæfist á með V8 mótorhjól - hlutabréf í Norton á NASDAQ Norton-mótorhjóli með Wankel-mótor og var það m.a. prófað af lögreglunni í Bret- landi. Sú staðreynd að hlutabréf i fyrir- tækinu séu kom- in á NASDAQ segir mikið til um framtíðar- möguleika fyrir- tækisins og rennir stoðum undir það að framleiðsla sé í þann mund að hefjast. Flaggskipið í þess- um fjögurra hjóla flota er Nemensis, með 1500 rúmsentímetra, V8-vél, þá fyrstu í fjöldaframleiddu mót- orhjóh. Vélin verður með beinni innspýtingu og á að skila 235 hestöflum sem gerir Aðeins tveir lítrar á hundraðið Frá því er skýrt nýlega í Frankfurter Algemeine Zeitung að Volkswagen hafi smíðað bíl sem geti borið fjórar manneskjur 100 km leið á aðeins tveimur lítr- um af bensíni. Þetta kvað hafa komið fram á nýafstaðinni vöru- sýningu i Hannover og talsmað- ur VW sem frá þessu skýrði tók svo til orða að þetta væri gerlegt með „nokkuð minni þægindum fyrir farþegana" en vaninn væri nú til dags, en fór ekki nánar út í þær sakir. Annars mun Volkswagen setja sérstaka útgáfu af minni-smá- bílnum Lupo á markaðinn í sum- ar, sem á að vera með eyðslu inn- an við 3 lítra á hundraðið, en slíkir bílar hafa fengið kenniheit- ið þriggja lítra bílar. Markmiðið er að markaðssetja einnig þriggja litra bila undir merkjum Audi og Seat innan fárra missera. -SHH Ræsir afhendir þrjá Actros Verktakafyrirtækið Nesafl flutti nýlega í nýtt húsnæði að Holtsgötu 49 í Njarðvík og á sama tima fékk fyrirtækið þrjá Mercedes Benz Actros dráttar- bíla og þrjá malarvagna frá Kaiser. Á myndinni, sem tekin var af þessu tilefni, eru frá vinstri: Guð- mundur Pálsson, fjármálastjóri Nesafls, Hallgrímur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ræsis, Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri Nesafls, og Hjörtur Jónsson, sölustjóri atvinnubíla frá Mercedes-Benz hjá Ræsir. það að öflugasta mótorhjóli fyrr eða síðar til að rúlla út af nokkru færi- bandi. Nemensis verður líka tækni- lega fullkomið því að þegar er hafin þróunarvinna á búnaði sem boðinn verður í næstu árgerðum og má þar til dæmis nefna takkaskiptingu í stýri, sjónvarpsskjá sem sýnir hvað er aftan við hjólið sem kemur þá í stað- inn fyrir speglana og tölvustýrðri fiöðrun sem tengist við vélartölvuna. Tölvurnar vinna þá saman sem ein til að hámarka grip og vélarafl við hröð- un og eykur stöðugleika í beygjum á mikium hraða. Þrátt fyrir stóra vél og mikinn búnað á þyngdin á gripnum ekki að vera meiri en 217 kíló. -NG Renault Clio 1.4 S '95 Ek.42.þús. 3d. 5g. Sportstólar Rafm.rúður, álfelgur, vökvastýri Tilboðsverð kr. 750.000 Opel Astra Station 1.6GL '97 Ek.44. þús. 5d. 5g. dráttarbeisli. Tilboðsverð kr. 1.020.000 tstraktor BíLAR FYRtR ALLA OpCb o-irka daga frd fcL 8-18 Toyota Carina E 2.0 '95 Ek. 77.þús. 4d. sjsk. Álfelgur, spoiler, rafm.rúður Tilboðsverðkr. 1.220.000 Fiat Punto 60 Star '97 Ek.26.þús. 5d. 5g. ABS, 2 loftpúðar, rafm.rúður o.fl Tilboðsverð kr. 820.000 Suzuki Baleno 1.3 GL '96 Ek. 30.þús. 3d. 5g. rafm.rúður, 2 loftpúðar Tilboðsverð kr. 820.000 Suzuki Baleno 1.6 GLX '97 Ek.49.þús. 5d. 5g. ABS, samlæs, 2 loftpúðar, álfelgur Tilboðsverð kr. 1.050.000 Smiðsbúð 2 • Garðabæ • Sími 5 400 800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.