Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 1
r i .AUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 i »m 1 | Reynsluakstur - Multipla Fiat: | " BÍLAR Norton með V8 "" ^'^.- Rúmgóður 6 manna bíll I löndunum í kringum okkur er sagt að annað hvort „elski" menn þennan bíl eða „hati" hann. Þá er einkum átt við útlitið, því notagildi og akstursánægja verða varla um- deild. Hins vegar verður að viður- kenna að útlitið er næsta óhefð- bundið. Það sem fiestir reka augun Multipla Fiat: óhefðbundið útlit sem sumum finnst minna á þann fræga Keikó. í „beltinu" undir framrúðunni eru háu ökuljósin. Lágu Ijósin eru á hefðbundnum Ijósastað. Mynd DV-bflar SHH í er stutt, frambratt nef og „maga- belti" fyrir ofan það, neðan við framrúðuna. Sumum finnst bíllinn minna á Keiko og óneitanlega er þetta útlit óhefðbundið og óvenju- legt en það á líka við svo býsna margt annað í þessum bíl. Við höfum þegar sagt frá kynn- ingarakstri á honum á heimaland- inu ítalíu en nú bætum við um bet- ur og segjum frá kynningarakstri við íslenskar að- stæður. Sjá bls. 36 Öflugasti vörubíll landsins: 600 hestafla MAN i Kraftur hf, umboðsaðili MAN á Islandi, afhenti nýlega Norðurverki ehf. á Sauðárkróki nýjan dráttarbíl, MAN 27.604 DFAT. Það sem er sérstakt við þennan vörubil er að hann er búinn vél sem er 600 hö. við 1800 rpm og 2700 Nm við 1100 till450 rpm. Þetta er afimesta vél sem hægt er að fá í fjöldaframleiddum vörubíl í Evrópu. Bílinn er 3 öxla, aldrifa með sídrifi, hægt er að læsa mismunadrifum milh öxla og í öxlunum sjálfum. Gírkassinn er 16 gíra, einnig er hátt og látt drif í millikassanum, það eru því 32 gírar áfram og 4 afturábak. Húsið er háþekju svefnhús, loftfjaðrandi, öku- manns og farþegasæti eru loftfjaðrandi og með hita, einnig eru í húsinu 2 kojur og olíumiðstöð sem getur haldið ákveðnu hitastigi þar ef sofið er í því eða hitað upp vélina áður en hún er sett í gang. í bílnum er einnig þjónustutölva sem gefur meðal annars upplýsingar um ástand bilsins, akst- urstíma og vegalengd ásamt því að segir til um hvenær færa þarf bílinn til reglubundins eftirlits. Bilinn er með færanlegum dráttarstól fyrir festivagn og glussakerfi sem tengist vagn- inum ef hann er með sturt- um. Eigin þyngd bílsins er 10.900 kg, heildarþyngd er 26.000 kg og heildarþyngd bíls og festivagns er 44.000 kg. Það vekur athygli hve góð vinnuaðstaða fyrir ökumenn er nú i nýjustu vörubílunum og í þessu efiii er þessi nýi MAN-dráttarbill enginn eftir- bátur. Stjórntæki öll eru eins og í vel búnum fólksbíl og mikið lagt upp úr því að gera umhverf- ið sem glæsilegast, meira að segja viðarklæðning á mælaborði eins og í best búnu fólksbílunum. Ökumaðurinn situr vel og útsýni fram á við og til hliða er með ágætum. Góðir hliðarspeglar gefa góða yfirsýn aftur með bíl og vagni í akstri. Verðið er um 10 milljónir króna. -JR Vinnuaðstaða ökumanns er eins og hún gerist best í fólksbílum. Oflugasti vörubíll landsins, 600 hestafla MAN sem Noröurverk á Sauöárkróki er þessa dagana. að taka í notkun DV-mynd Teitur Hvar er best aö gera bílakaupin? p VW Passat 4x4 station, beinsk, 1800 cc, hvítur. Nýskr: 20.8. 1998, árg. 1998, ek. 27 þús. Verð: 2030 þús. Galloper Exceed, 4x4, sjálfsk, dísil, 2500 cc, silfurgrár. Nýskr. 25.6. 1998, árg. 1999, ek. 26 þús. Verð: 2190 þús. MMC Lancer station, beinsk. 1600 cc, grænn. Nýskr. 9.4. 1997, árg. 1997, ek. 37 þús. Verð: 1190 þús. MMC Pajero 4x4, 5 dyra, sjálfsk., dísil, 2800 cc, vínrauður. Nýskr. 10.8. 1997, árg: 1998, ek. 42 þús.Verð: 3090 þús. Velkomin á Laugaveg 174 og www.bilathing.is Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 og laugard. kl. 12-16 Toyota Rav4 4x4,3 dyra, beinsk, bensín, 2000 cc, blár. Nýskr. 8.2.1995, árg. 1995, Ek. 37 þús. Verð: 1380 þús. BMW 318i beinsk. 1800 cc, silfurgrár. Nýskr. 15.1. 1997, árg. 1996, ek. 30 þús. Verð: 1790 þús. BÍLAÞINGÍEKLU Nifm&r e>íH~ í no-faZvw bílvml Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.biiathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.