Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Qupperneq 4
22 FIMMTUDAGUR 22. JULI 1999 Sport i>v Bland í nolca imarkahrókur en í 218 leikjum | fyrir Dortmund skoraði hann 1102 mörk. Svissneski knattspyrnumaður- inn Stephan Chapiusat, sem leikið hefur með þýska A-deild- arliðinu Dortmund undanfarin 8 ár, er genginn til liðs við sviss- neská A-deildarliðið Grasshopp- ers. Chapuisat, sem á að baki 73 landsleiki fyrir Sviss, er mikill Lothar Matt- haus, hinn mjög svo leik- reyndi leik- maður Bay- ern Miinchen, segir mjög líklegt aö hann gangi í raðir MetroStars, sem leikur í bandarisku atvinnu- mannadeildinni, í janúar á næsta ári. Mattháus, sem á enn eitt ár eftir af samningi sinum við Bæjara, er enn að spila með landsliðinu og verður fyrirliði þess í álfukeppninni sem hefst á laugardaginn meö leik Þjóðverja og Brasilíumanna. Spœnska stórliðió Real Ma- drid bætti enn einum ieikmanni í sínar raðir í gær en þá keypti liðið brasilíska varnarmanninn Julio Cesar. Þetta er 20 ára gam- all miðvörður sem leikið hefur með Valladolid á Spáni. Hann er sjöundi nýi leikmaðurinn í her- búðum Madrídarliðsins en hinir sex eru: Steve McManaman, El- vir Balic, Edwin Congo, Ger- emi, Njitap, Michael Salgado og Ivan Helguera. Keppnistíma- bilið á Spáni hefst 22. næsta mánaöar. Manchester Vnited sigraði kin- verska liðið Shenuha, 0-2, í æf- ingaleik í gær en liðið er i æf- ingaferð i Austurlöndum. Það voiu Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjœr sem skoruðu mörk meistaranna. Þetta var þriðji leikurinn þar-sem Ástral- inn Mark Bosnich stendur á miHi stang- anna hjá United og hann hefur enn ekki fengið á sig mark. Þórður Guðjónsson skoraði 2 mörk fyrir Genk þegar liðið sigr- aði hollenska liðið Roda, 3-2, i æfmgaleik um síðustu helgi. -GH Nýr FIFA-listi: ísland áfram í 46. sæti íslenska landsliðið í knatt- spyrnu er í 46. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins sem geflnn var út í gær. Þetta er sama sæti og íslendingar voru í fyrir mán- uði en liðið hefur ekkert leikið frá því síðasti listi kom út. Frá því um síðustu áramót hefur íslenska landsliðið hækk- að um 18 sæti en liðið var í 64. sæti í lok desember. Engar breytingar eru á fimm efstu þjóðunum. Nýkrýndir Am- eríkumeistarar, Brasilíumenn styrktu stöðu sína í toppsætinu en á eftir koma heimsmeistarar Frakka og Tékkar koma svo í þriðja sætinu. Staða 20 efstu þjóðanna er þessi, í sviga fyrir aftan er stað- an fyrir mánuði síðan: 1. Brasilía . 835 (1) 2. Frakkland . 762 (2) 3. Tékkland . 753 (3) 4. Ítalía . 726 (4) 5. Þýskaland . 720 (5) 6. Argentina . 719 (8) 6. Krótaía . 719 (7) 8. Spánn . 714 (6) 9. Rúmenía . 694 (9) lO.Noregur 690 (11) ll.Mexíkó 688 (14) 12.Portúgal 682 (12) 13.Holland 680 (10) 14.England 672 (13) 15.Svíþjóð 666 (15) 16.Paragvæ 647 (21) 17.Danmörk 632 (17) 18.Kólumbía 629 (32) 19.Marokkó 626 (18) 20.Austurrlki 625X19) 46.ísland 532 (46) 46.Ghana 532 (46) 48.Ungverjaland 531 (46) 49.Trinidad 529 (60) 50.1ran 527 (44) Úrúgvæ upp um 32 sæti Landslið Úrúgvæ, sem tapaði fyrir Brasilíu í úrslitaleik Amer- íkukeppnninnar, er hástökkvari listans að þessu sinni en Úrúgvæ fer upp um 32. sæti, úr 74. sæti í það 42. Perú fer upp um 24 sæti og er í 41. sæti og þá taka Kóiumbíumenn stórt stökk en þeir fara upp um 14. sæti, úr 32. sæti í það 14. Af öðrum þjóðum má nefna að Finnar eru í 59. sæti, N-írar í 70. sæti og Færeyingar í 104. sæti en þeir hafa hækkað um 21 sæti frá þvi um áramót. -GH 1. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu: y ;. 'if - C1 a - .-V Hjalti Jóhannesson og Baldur Bragason sameinast um að stöðva Sokol Prenga, sóknarmann SK Tirana, í leiknum í Albaníu í gær. Reuter ÍBV er komið í 2. umferð í for- keppni meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir sigur, 1-2, gegn al- banska liðinu SK Tirana í síðari leik liðanna í Tirana í gærkvöld. ÍBV vann einnig fyrri leikinn í Eyj- um, 1-0, og því samanlagt, 3-1. ÍBV mætir í næstu umferð ungverska liðinu MTK Búdapest og verður fyrri leikurinn í Eyjum í næstu viku. Frammistaða Eyjamanna er góð þegar mið er tekið af erfiðu ferða- lagi og aðstæðum á leikstað en í kringum 30 stiga var meðan á leikn- um stóð. „Mjög ánægður" „Ég er mjög ánægður með að lið- ið skuli vera komið áfram. Eftir leikinn heima og eftir að skoða þann leik á myndbandi vel og vand- lega sá ég að við áttum möguleika gegn þeim hér úti. Við gerðum tvö mörk úr skyndiupphlaupum í fyrri hálfleik og gátum síðan hæglega bætt við fleiri mörkum í síðari hálf- leik en heppnin var bara ekki með okkur. Við lékum síðari hálfleikinn mjög agað og pössuðum að þeir hleyptu ekki leiknum upp. Þeir sóttu þó meira en í fyrri háifleik en sköpuðum sér aldrei hættuleg tæki- færi. Ég tel okkur eiga jafna mögu- leika gegn MTK Búdapest í næstu umferð. Ég þekki raunar mótherj- ann lítið en ég mun skoða hann nánar eftir að heim verður komið,“ sagði Bjami Jóhannsson, þjálfari ÍBV, við DV eftir leikinn í Tirana í gærkvöld. Liðsmenn albanska liðsins mættu dýrvitlausir til leiksins en eftir tuttugu minútna leik var sem allur vindur væri úr þeim. Eyjamenn komust æ meir inn í leikinn og það var Steingrímur Jóhannesson sem skoraði fyrra mark Eyjamanna á 33. mínútu. ívar Bjarklind lagði bolt- ann vel fyrir Steingrím sein skoraði af stuttu færi. Falleg og vel útfærð mörk Á lokamínútu fyrri hálfleiks bætti Ingi Sigurðsson við öðru marki. Vörn Albananna var sundur- tætt, Guðni Rúnar Helgason átti góða sendingu fyrir markið, og þar kom Ingi Sigurðsson aðvíðfandi og skoraði með skcilla. Það var sérlega vel að þessu marki staðið. I síðari hálfleik fengu Eyjamenn nokkur tækifæri til að bæta við fleiri mörkum. í tvígang varði markvörður SK Tirana mjög vel frá Steingrími Jóhannessyni og hjól- hestaspyma ívars Bjarklinds fór rétt fram hjá markinu. Það var síð- an átta minútum fyrir leikslok sem Sokol Bulku minnkaði muninn með góðu skoti. Liðsheildin var sterk hjá ÍBV í leiknum og það var öðru fremur hún sem skóp þennan sigur. Liðið lék enn fremur mjög agað frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Lékum snjallan og skyn- samlegan leik „Við lékum snjallan og skynsam- legan leik og þetta var raunar aldrei spuming eftir að við náðum tveggja marka forystu. Þeir urðu að sækja eftir tapið í Eyjum og það gaf okkur vissa möguleika. Fyrir vikið sóttum við hratt og náðum upp úr því að skora tvö mörk í fyrri hálfleik. Satt best að segja átti ég von á þeim grimmari en þeir sóttu að vísu nokkuð stíft í byrjun en við tókum vel á þeim,“ sagði Hlynur Stefáns- son, fyrirliði ÍBV, í spjalli við DV eftir leikinn. Hlynur sagði að í síðari hálfleik hefði ÍBV verið nær því að bæta við en Albanamir að jafna metin. „Næstu mótherjar eru sterkir. Þetta er stöndugur klúbbur sem ver- ið hefur að kaupa sterka leikmenn. Við ætlum að vinna þá og koma okkur í 3. umferð," sagði Hlynur. -JKS íslandsmótið í götuhjólreiðum: Einar stakk af Einar Jóhannsson varð ís- landsmeistari i A-flokki í götuhjólreiðum eftir mjög hraða og erfiða keppni sem fram fór á sunnudaginn. Keppnisleiðin var mjög krefjandi að þessu sinni og var farið frá Reykjavík, yfir Hellisheiði, niður Kamba og upp Þrengsli þar sem enda- mörk voru við Suðurlands- veg, alls um 63 km. Einar ásamt Styrmi og Gunnlaugi náðu að slíta sig lausa frá öðmm keppendum við Kol- viðarhól og hjóluðu þeir saman þar til í Þrengsla- brekku er Einar tók á hon- um stóra sínum og hjólaði þá af sér og renndi einn í mark. Gunnlaugur og Styrmir háðu mikla baráttu um ann- að sætið sem Styrmir vann. í öðram flokkum urðu úr- slit þau að Guðmundur Guð- mundsson sigraði í B-flokki, Emil Guðmundsson sigraði í flokki 16-18 ára. í kvenna- flokki var það Hildur Dröfn Guðmundsdóttir sem kom í mark ein keppenda á góðum tíma en því miður voru ekki aðrar konur með að þessu sinni. Úrslit: A-flokkur, 63 km. 1. Einar Jóhannsson 110,49 2. Styrmir G. Ólafsson 112,34 3. Gunnlaugur Jónasson 112,34 B-flokkur, 50 km. 1. Guðmundur Guðmundss. 88,38 2. Skúli Magnússon 92,35 3. Martial Nardeau 119,19 16-18 ára, 40 km. 1. Emil Guðmundsson 76,28 2. Haukur M. Sveinsson 76,28 3. Bjarki Bjamason 84,06 Kvennaflokkur, 40 km. 1. Hildur Guðmundsdóttir 99,08 -GH SK Tirana- ÍBV (0-2) 1-2 0-1 Steingrímur Jóhannesson (33.) 0-2 Ingi Sigurðsson (45.) 1-2 Sokol Bulku (82.) Lió ÍBV: Birkir Kristinsson - Guðni Rúnar Helgason, Hlynur Stefánsson, Zoran Miljkovic, Hjalti Jóhannesson - ívar Ingimarssqn, Baldur Bragason, Goran Aleksic (fvar Bjarklind 20.) - Ingi Sigurðsson (Bjami Geir Viðars- son 70.), Allan Mörköre (Sindri Grét- arsson 75.), Steingrimur Jóhannes- son. Gul spjöld: Steingrímur, Miljkovic. Áhorfendur: Um 5.000. Dómari: ftalskur og dæmdi vel. Aöstœður: Völlurinn góður og hitinn um 30 gráður. Goran Aleksic meiddist eftir 20 mín- útur, fór úr axlarlið og gæti orðið frá i 2-3 vikur. ívar Bjarklind, sem var með magakveisu daginn áður, kom itin á og stóð sig með prýði. -JKS Úrslitastund í mótorkrossi Úrslitin í íslandsmót- inu í mótorkrossi ráðast á splunkunýrri braut við Lyklafell en keppnin fer fram á laugardag og hefst klukkan 14. Vélhjólaíþróttaklúbb- urinn hefúr fengið út- hlutað landi undir braut í graslendi við rætur Lyklafells, sem er beint á móti flugvellinum á Sandskeiði. Verður þessi keppni haldin á nýju brautinni sem mun vera mun skemmtilegri en sú fyrri og bjóða upp á betra undirlag. Allt getur enn þá gerst í keppninni um íslandsmeistaratitilinn. Ragnar Ingi Stefánsson leiðir íslandsmótið með 120 stig en næstir eru Reynir Jónsson með 98, Viggó Viggósson 94. Það þarf ekki nema eina bilun, þá gæti Raggi misst af titlinum. Keppnin hefst klukkan 14 á laugardaginn og má búast við að næstu menn leggi allt í sölurn- ar til að leggja hann að velli. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.