Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Page 1
Adolf til Vals Adolf Sveinsson, sóknarmaður úr Keflavík, gekk i gær til liðs við úrvalsdeildarlið Vals. Rúnar Amarson, formaður knattspyrnu- deildar Keflavíkur, staðfesti þetta við DV í gærkvöld. Adolf er 24 ára og hefur ekki fengið mörg tækifæri með Keflavík í úr- valsdeildinni í sumar, aðeins spilað þrjá leiki. -KS/VS Föstudagur 30. júlí 1999 dvsport@ff.is www.visir.is Enn liggja Víkingar Jón fer til Grikklands Jón Þorgrímur Stefánsson, knattspyrnumaður úr Val, fer um helg- ina til Grikklands þar sem hann verð- ur til reynslu hjá B-- deildarliðinu Pan- elefsinaikos næstu vikuna. Panelefs- inaikos, sem er frá útborg Aþenu, féll úr A-deildinni í vor á markatölu og hef- ur sett stefnuna á að komast þangað aftur í fyrstu atrennu. -VS Evrópumót 20-22 ára: Báðar í úrslit Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir eru báðar komnar í úrslit í stangarstökki á Evrópu- móti 20-22 ára sem nú stendur yfir i Gautaborg í Svíþjóð. í undankeppninni í gær stökk Vala 3,90 metra og Þórey fór yfir 3,80 metra. Þær hættu báðar keppni þegar ljós var að þessi hæð dugði þeim til að komast í úrslitin sem verða á morgun. Að sögn Vésteis Hafsteinssonar landsliðsþjálf- ara gekk þeim Völu og Þóreyju nokkuð vel. Þórey Edda fann að vísu fyrir verkjum í bakinu Aberdeen enn að spá Skoska knattspymufélagið Aberdeen er enn að velta fyrir sér kaupum á Lárasi Orra Sigurðssyni frá Stoke, ef marka má orð Gary Megsons, framkvæmdastjóra Stoke, í gær. Haft var eftir Megson á fréttavefnum Teamtalk að Aberdeen hefði ítrekað sýnt Lárusi Orra áhuga undanfama daga en þó hefði formlegt tilboð ekki borist það- an enn þá. „Ég veit líka að fleiri félög hafa áhuga á Lárasi Orra. Ég vil endilega gera við hann nýjan samning en er ekki bjartsýnn á að það takist. Ég hef hins- vegar sagt honum að halda sínu striki með liðinu, það skipti mestu máli,“ sagði Megson. Stoke tapaði naumlega fyrir sterku liði Newcastle, 2—1, í æfingaleik í fyrrakvöld og Megson sagði að Stoke hefði þar sýnt það besta sem hann hefði til þessa séð til liðsins. -VS Kári til Líkur eru á að Kári Jónsson, sóknarmaður úr 1. deildarliðivíðis úr Garði, gangi til liðs við úrvalsdeildarlið Keflavíkur áður en frestur til félagaskipta rennur út á morgun. „Ég hef vissulega mikinn hug á að spila í úrvalsdeildinni og hef vilyrði frá Víðismönnum um að losna þaðan ef til kemur. Ég hef heyrt af áhuga Keflvíkinga en þetta er allt óljóst enn þá,“ sagði Kári við DV í gær- kvöld. Hann hefur skorað 11 mörk fyrir Víði í deild og bikar i suinai-. — -VS Ivar Sigurjonsson, Saiih Heimir Porca og Marel Baldvinsson, markaskorarar Breiðabliks gegn Grindavík í gærkvöld, fagna einu af fjórum mörkunum. DV-mvnd Hilmar Þór en það kemur ekki í veg fyrir að hún keppi til úrslita. Vala hefur í nógu að snúast. í morgun hélt hún til Stokkhólms og keppir þar á móti en hún verður svo komin aftur til Gautaborgar á laugardag- úrslitunum. Sveinn Margeirsson keppti í undanrás- unum í 3.000 metra hindrunarhlaupi í gær. Sveini gekk ekki vel og varð 11. og síðast- ur í sínum riðli á tímanum 9:00,21 mín- útu. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.