Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 2
Japanskar rannsóknir á sjónvarpsfréttamönnum: Depla augunum óeðlilega Uppnámið sem sumt fólk kemst í við að horfa á fréttir gæti haft meira að gera með fréttamann- inn sjálfan heldur en fréttimar sem hann flytur, segja japcmskir vísinda- menn. Þeir þykjast hafa komist að því að sjónvarpsfréttamenn depli augun- um oftar og óreglulegar en aðrir, sem gæti gefið til kynna taugaveikl- un og smitað áhorfendur. Þannig þyrfti spenna og tauga- veiklun í áhorfendum frétta ekki endilega að vera afleiðing innihalds fréttanna heldur ósköp einfaldlega orsakast af mikilli og óreglulegri augnadeplun fréttamannanna. Deplun augna er ósjálfráð hreyf- ing sem verndar augun og viðheldur raka þeirra og get- ur tíðni deplunar- innar lýst ólíkum tilfinningum. Þrjú blikk á sekúndu Þegar vísinda- mennirnir rann- sökuðu mynd- bandsupptökur af „Kannast ekki við þetta,“ segir Páll Magnússon. - og gera áhorfendur taugaóstyrka Hingað til hafa augu sem ekki blikka vakið meiri ugg en þau sem sífellt eru á ferð og flugi. / tuttugu sekúndna kynningu á frétt, um morðárás á verðbréfa- miðlara í Bandaríkjun- um, biikkaði þulurinn, ungur maður, aðeins fjórum sinnum og ent- ist mest sjö sekúndur án þess að blikka. sjónvarpsfréttamönnum við störf, þar sem þeir lásu fréttirnar af sjón- varpsskjá, blikkuðu þeir að meðal- tali einu sinni á sekúndu en þegar þeir lásu fyrir stýrihóp sjálfboðaliða hægðist tíðnin niður í eitt blikk á fjögurra sekúndna fresti. Einn kvenkyns fréttamaður deplaði aug- unum 176 sinnum á minútu - eða um þrisvar á sekúndu - sem hlýtur að teljast allt að því sjúklegt! Venjulega deplar fólk augunum minna þegar það starir á skjái. Öf- ugt gilti um fréttamennina og telja vísindamennimir að álag á þeim til að forðast mistök og björt og þurr umhverfisskilyrði í sjónvarpsverum geti haft þessi áhrif á „blikkvenjur" fréttamannanna. Blikkið hugsanlegt, áhrif á áhorfendur ótrúleg Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar tvö, sagðist, í samtali við Heim, ekki hafa heyrt um vanga- veltm- í þessa átt: „Ég kannast nú ekki við þetta. En það er í sjálfu sér ekki ótrúlegt að fréttamenn í myndveri depli augun- um meira en aðrir. Þeir sem lesa fréttirnar sitja með skær ljós ská- hallt fyrir framan og ofan sig. Það gæti ert augun með þessum afleið- ingum. Einnig gæti haft áhrif að fréttimar em lesnar af svokölluðum teleporter, eða lesvél. Þessar vélar eru misgóðar, sumar með minna letri en aðrar og það gæti hugsan- lega þreytt augun. Ég ætla nú ekki að fara að rengja vísindamennina en mér finnst ótrú- legt að þetta hafi einhver umtals- verð áhrif á áhorfendur." Tíu sekúndur án blikks á RÚV Óformleg og afskaplega óvísinda- leg könnun blaðamanns Heims á umsjónarmanni seinni frétta á RÚV kvöld eitt í síðustu viku sannfærði hann a.m.k. um að japönsku vís- indamennimir hefðu sitthvað til síns máls, þó ekki væri nema hvað varðaði óreglulega tíðni augndeplunar hjá stéttinni. I tuttugu sekúndna kynningu á frétt, um morðárás á verðbréfamiðl- ara í Bandaríkjunum, blikkaði þul- urinn, ungur maður, aðeins fjórum sinnum og entist mest sjö sekúndur án þess að blikka og í átta sekúndna kynningu á frétt vun þjóðhátíð í Eyj- um var aðeins eitt blikk - og það undir lokin. Metið var slegið með tilþrifum þegar hið viðkvæma kamphýlóbakt- eríumál var tekið fyrir. Kynningin tók 11 sekúndur og þulurinn hélt út hvorki meira né minna en tíu sek- úndur án þess að depla auga þar til augnlokin sigu rétt undir lokin. Það leika fáir eftir með skært ljós í aug- unum og skorar blaðamaður á efa- semdamenn að prófa. Munið það þó ávallt að það er algerlega á eigin ábyrgð ef fólk reynir að leika eftir listir atvinnumanna. -fin FREÐINN MAMMÚTUR Steingervingar þeirra finnast á svæðum sem vorn grasi vaxin eða túndra á síðustu isöld. Fullvaxinn loðmammútur, er varð að múmíu undir siberfsku túndrunni fyrir 23 þúsund árum, verður grafinn upp úr sffreranum og hugsanlega einhvern tímann einræktaður. Á sex vikumverður grafinn upp 33 tonna kðggull I kringum mammútinn. Framkvæmdir hefjast í september þegar kólnar I lofti. SÍBERÍA FYRIR 20 ÞÚSUND ÁRUM Landbrýr w. Land i dag Loðmammútur Indverski fílinn Loðmammúturinn var ein af sex eða sjö þekktum tegundum mammúta. Hann þróaöist I Evrasíu, fóryfir Beringssundið til Norður-Ameríku og dó út fyrir 10 þúsund árum. UM MAMMÚTÆ Loðmammútar voru um 3 til 3,7 metrar á hcBð við öxl og vógu allt að 7.300 tonn. Fílar eru náskyldir þeim, sérstaklega sá afrlski. Óskemmdur loömammútur í Síberíu: Freðinn fíll á fimmtugsaldri - grafinn upp eftir 23 þúsund ár Fullorðinn loð- mammútur, sem legið hefur graf- inn í 23 þúsund ár i sífreranum undir yfirborði síberísku túndr- unnar, verður grafinn upp í haust og hugsanlega einhvern tímann klónaður. Þetta tilkynnti alþjóðlegt lið vis- indamanna á dögunum en ætlunin er að hefjast handa í haust þegar kólna tekur í lofti á nýjan leik. Mammúturinn var karlkyns og 47 ára gamall þegar hann dó. Hausinn stóð upp úr sverðinum og hefur rotnað í áranna rás en skrokkurinn er óskemmdur. Uppgröfturinn verður kvikmynd- aður af Discovery sjónvarpsstöðinni fyrir þátt sem ráðgert er að sýna á Verði tilraun gerð til að klóna hinn forsögulega risa er Ifklegast að burðarmóðirin verði asískur fíll, sem er erfðafræðilega líkur mammútum. næsta ári. Uppgröfturinn fer þannig fram að 33 tonna ísköggull umhverf- is hræið verður grafinn upp og síö- an flýgur stærsta þyrla gervalls Rússlands með köggulinn til íshella í Khatanga í Síberíu. Þar verður komið upp tilraunastofum með hita- stig undir frostmarki svo skrokkur mammútsins bíði ekki skaða af hitabreytingum. Kannski klónaður Vísindamenn eru spenntir að vita lífsvenjur mammútsins og hvernig hann fór að því að lifa í jafnerfiðu umhverfi og þessum hluta heimsins. Þessi fundur er ólíkur öðrum vegna þess að hið óvenjugóða ásigkomulag skrokksins gerir vísindamönnum kleift að rannsaka margs konar gróð- ur sem dýrið lagði sér til munns og hefur varðveist með því. Auk þess að gefa upplýsingar um fæðuvenjur skepnunnar gæti það varpað betra ljósi á flóru þessa tíma. Vefir og hár mammútsins eru enn í nógu góðu ásigkomulagi til þess að möguleiki sé á því að DNA erfðaefni hans sé óskemmt. Verði tilraun gerð ti1 að klóna hinn forsögulega risa er líklegast að burðarmóðirin verði asiskur fill, sem er erfðafræðilega líkur mammútum. -fin Húshjálparvélmennið Cye ryksugar, flautar og pípir: Fægiskófla á hjólum - sýndu henni húsiö og sestu svo niður ***-': | Bandaríkja- menn eru sem II i kunnugt er -11 framtakssamir og sniðugir á ........1 ýmsum sviðum. Eitt þeirra er að finna upp sífellt fleiri græjur til að létta fólki leiðinleg heimilisstörfin, sbr. „súperslæserinn" margfræga, alla vega ávaxta- og grænmetis- pressur, sjálfvirka dósaopnara, tannbursta og svo framvegis. Nú hafa þeir gengið skrefinu lengra og láta einfaldlega græjumar alfarið um sum leiðinlegri störfin. Tólið sem um ræðir er húshjálpar- vélmennió sem tók hvorki meira né minna en áratug að hanna. Það ryksugar hýbýlin, fjarlægir óhreina diska úr augsýn og færir eigandan- um mat, drykk og aðrar nauðsynjar á kerru sem það hefur í eftirdragi. Sem sagt: Draumur allra sófadýra og enn einn plús í kladdann fyrir Kanann! Þarfasti þjónninn Vélmennið kallast Cye og kostar rétt tæplega 800 dollara eða um 60 þúsund krónur í póstkröfu. Það lík- ist fægiskóflu á hjólum og er stjórn- að þráðlaust af PC-tölvu. Áður en Cye getur tekið til starfa þarf það náttúrlega að kortleggja húsakynnin. Eigandinn notar mús- Húshjálparvélmennið tók hvorki meira né minna en áratug að hanna. Það ryksugar híbýlin, fjariægir óhreina diska úr aug- sýn og færir eigandan- um mat, drykk og aðr- ar nauðsynjar. Framtíð: húshjálparvélmennið Cye... ina á tölvunni til þess að sýna því helstu kennileiti, líkt og þröskulda, hurðir og hom, og síðan kannar ró- bótinn afganginn af svæðinu til þess að fylla inn í myndina. Vélmennið kortleggur umhverfíð með því að nema viðnám við hjól sín og telur beygjur hjólanna til þess að fylgjast með því hvar það er statt. Þegar Cye hefur hnitin á hreinu getur það án vandræða dreg- ið ryksugu eða vagn eftir gólfum. Þegar það hefur lokið skyldum sínum fer það hljóðlega aftur í „bás- inn“ sinn, endurhleður rafhlöðum- ar - og tekur óhreina tauið í leiðinni. Flautar og pípir Hönnuður vél- menn- isins viður- kennir að ... fortíð: húsmóðir og ryksugan á fullu. séu ýmis vandamál óleyst, t.d. hvemig afstýra megi því að Cye flæki sig í rafmagnssnúrum. Og Cye er síður en svo hljóðlátur þjónn í anda hins fræga Jeeves. Meðan hann er við störf flautar hann, pípir og gefur frá sér alls kyns torkenni- leg hljóð. En er hann nokkuð svo mjög frábmgðinn vísitöluhúsmóð- urinni eða -fóðumum að því leyti sem flauta þegar vel liggm- á þeim og pípa annars? Það er samvisku- spuming. Verið er að vinna að hljóðlátari útgáfu vélmennisins sem einnig á að hlýða radd- skipunum. Þeir sem áhuga hafa á * ' þessari græju ’• geta komist að öllu um hana á heimasíðu fram- leiðandans Pro- botics: www.personal- robots.com. -fln 0b»ð° I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.