Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 DV Það þarf vissa tegund af geggjun til að leggja út í það að smíða sér sportbíl frá grunni og það hér uppi á litla íslandi. Uppfylla þarf alls konar Evrópustaðla og láta gerðar- viðurkenna apparatið og hver hlutur þarf að vera af viður- kenndri gerð. Gunnar Bjarnason er einmitt einn af þessum létt- geggjuðu mönnum sem láta ekki allt þetta standa í veginum, hann framkvæmdi drauminn sem brátt verður að veruleika. Bíllinn hans er nú kominn á það stig að hljóta bráðum fulla skráningu en á með- an verið er að stilla hann og fln- pússa er hann keyrður á reynslu- númerum. Blaðamaður DV fékk að taka I græjuna um daginn og segja hvað sér fyndist og ekki veit- ir af ef bíllinn á að fara í einhverja framleiðslu að fullreyna gripinn. Fyrst skulum við þó fræðast að- eins meira um hann. Bíllinn sjálfur Adrenalín er að grunni til tveggja manna sportbíll, hannaður og smíðaður fyrir götuakstur, og þarf því að uppfyila mun strangari Gunnar í „action“ fyrir Ijósmyndara DV. I beinni adrenalínspýtingu staðla heldur en venjulegur keppn- isbíll. Hann er smíðaður utan um V6 2,8 lítra vél sem er komið fyrir eins aftarlega og hægt er frammi í bilnum. Við það vinnst þyngdar- dreifmg sem er nánast sú sama að aftan og framan. Grindin í bílnum er öil úr prófíl og soðin saman í þríhyrningsform. Hún er stif og hreyfist ekki eins og í körfubílum Honda Prelude 2,2 VTi 5 g. ‘93, rauður Ek. 115 þ. 1.650.000. Honda Civic LSi 5 d. 5 g. ‘98, svartur, Ek. 20 þ. 1.440.00 Honda Accord Sl 5g. 4d. '65 BOb. 1.450 þ. Honda Clvic LSi ssk. 3 d. •92 78 b. 730 þ. Audl A4, SSk. 4 d. '95 61 b. 1.650 þ. BMW 316IA 2 d. '96 26 1.950 þ. BMW 520IA 4d. '91 120 b. 1.050 þ. Daihatsu Terlos 4x4, ssh. 5 d '98 14 b. 1.450 þ. Oaihatsu Applause S g. 4d. '90 153 b- 350 þ. Ford Escort CLX 5 g. 5 d. '97 40 þ. 1.090 þ. Mazda 323 5 g. 4d. '99 64 þ. 750 b. MMC Galant GLS 5g. 4d. '89 154 þ. 450 þ. MMC Galant GLS 5 g. 4d. '90 161 þ. 620 þ. MMC Lancer ssk. 5d. '92 55 H. 750 þ. Nlssan Almeia SR 5g. 3 d. '97 50 þ. 1.130 þ. Nlssan Sunny SR 5g. 3 d. '93 115 þ. 650 þ. OgelVectrasi ssk. 5d. '98 10 b. 1.690 þ. Range Rnver ssk. 5 d. '85 15 þ. 390 þ. Renault 10 RN 5g. 4<L '96 71 b. 750 þ. Subani Legacy st. 5d. '90 208 þ. 490 þ. Suzuki Baleno 5g. 4d. '97 44 b. 1.010 þ. Suzukl Baleno GLX 4 d. '97 47 b. 1.190 þ. Toyota Carlna GLI ssk. 4d. '97 41 b. 1.610 þ. Toyota Corolla ssk. 4d. '96 49 þ. 1.030 þ. Toyola Corolla ssk. 4d. ‘98 26 þ. 1.390 þ. Toyota Corolla 5g. 5 d. '95 60 b. 860 þ. Toyota Tourlng 5 g. 5 d. '94 105 þ. 990 þ. Toyota 4-Runner 5 g. 5d. '91 107 þ. 1.090 þ. VW Vento ssk. 4d. '94 50 þ. 1.090 þ. sem er betra fyrir fjöðrunina. Skinnið á bílnum er úr áli sem er límt á grindina með sérstöku ál- lími sem kemur í veg fyrir tær- ingu og ryð. Bíllinn er með sléttan botn, sem er til bóta í snjó, og hæð- in undir hann er 15 sentímetrar sem jafnvel er hægt að auka. Fjöðrun að framan samanstendur af „A“-spyrnum að neðan og að ofan veltiarms-dempara og gormi sem eru inni í vélarhúsi. Hægt er að stilla fjöðrunina með því að skrúfa gormasætið upp eða niður. Einnig er hægt að stilla dempara- festingar sem gera bílinn stífari eða mýkri. Fjöðrun að aftan sam- anstendur af hásingu, neðri og efri spyrnu og gormum og er hægt að stilla hæð á bílnum á gormunum. Einnig er hægt að stilla efri og neðri spyrnur í boddífestingum út frá gripi á dekkjum. Ökumannsrými er hannað með öryggi farþega í huga. I því er fimm punkta öryggisbelti, velti- grind fyrir ofan og aftan ökumann og í stýristúpu er sérstakur krumpuöxull svo að stýri gangi ekki inn í rýmið við árekstur. Hurðir eru úr tvöfoldu áli og rúð- ur úr tvöföldu öryggisgleri. Þar að auki er bíllinn sérstyrktur á bak- hlið og botni rýmis umhverfis öku- mann. Felgur og dekk eru annað- hvort 17 eða 15 tommu álfelgur og 225/50 að framan og 275/45 að aft- an. Bíllinn er 382 cm að lengd en lengd milli náa er 250 cm. Spor- vídd að framan er 170 cm en að aft- an er hún 154 cm en heildarbreidd bílsins er 196 cm. Eigin þyngd eins og bíllinn er í dag, með V6 vél, er 980 kíló en hægt er að gera hann mun léttari. Vélin í bílnum er upphaflega úr Renault og er hún 2800 rúmsentí- metrar og með beinni innspýtingu, tvöfaldri túrbínu og nítró. Bíllinn er með sjálfskiptingu í dag en til stendur að setja beinskiptingu í hann. Einnig verður hægt að setja í hann nánast hvaða vél sem er og ef notuð er aflmikil 4 strokka vél verður bíllinn, eins og áður segir, léttari. Liggur eins og klessa á vegi Tilfinningin við að setjast fyrst upp í þennan bíl er að maður hafi fengið ofvaxinn go-kart-bíl í hend- urnar. Sætin eru þröng og styðja vel við mann og stýrið er lítið og „dobblað" svo að það tekur strax í. Inni í ökumannsrýminu er nokk- uð gott útsýni, enda er vindskeið- in það há að hún skyggir ekki á út- sýni aftur með bílnum. Framrúð- an er heldur ekki af minnstu mögulegu gerð og maður sér vel á framhjólin og fær því strax góða tilfinningu fyrir stærð bílsins sem er nokkuð breiðari en gengur og gerist. Eins og búast má við í sportbíl heyrist vel í vélinni inni í ökumannsrýminu og eftir að hafa ekið bílnum smástund í sumarsól- inni varð maður áþreifanlega var við hitann frá henni. Reyndar er eftir að setja í bílinn stærri mið- stöð til að auka kælingu og olíu- kæli, auk þess sem ekki er hægt að skrúfa niður rúður í honum eins og er. Þægilegt er að sjá á alla mæla sem eru stórir, með hvítum bakgrunni, eins og í alvörusport- bíl. Þegar tekið er af stað kemur aflið strax vel inn við 2500 snún- inga og heldur þannig áfram út vinnslusviðið. Gunnar er að setja nítróbúnað í bílinn sem kemur inn á fyrstu 0,2 sek. þangað til túrbínurnar taka við svo hann vinni jafn vel á hvaða snúningi sem er. Einnig má búast við því að bíllinn verði snarpari þegar hann er kominn með beinskiptingu. Að- alkostur þessa bíls er þó hversu vel hann liggur á vegi og aftur fær maður þessa tilfinningu fyrir of- vöxnum go-kart-bíl, mann langar alltaf að taka næstu beygju aðeins hraðar til að sjá hvað bíllinn þolir. Dekkin grípa líka mjög vel og það er ekkert rennsli á honum í beygj- unum. Svo er bíllinn líka furðu- þægilegur í akstri og ekki eins hastur og búast mætti við í frum- eintaki sportbíls. Óhætt er að segja að bíllinn hafi vakið nokkra athygli þennan sól- ríka seinnipart sem við rúntuðum á honum í bænum. Meira að segja tvær eldri konur á bíl við hliöina á okkur á ljósum lögðu mikið á sig til að sjá betur hvaða fyrirbæri væri þarna á ferðinni. Enda er bíllinn ærið sérstakur í útliti og liturinn er líka neongulur. Ég held svei mér þá að meira hafi verið glápt á þennan heldur en eldrauð- an Ferrari-bílinn sem við vorum með eftir sportbílasýninguna í vor. Næsta stig, framleiðsla? Eins og áður sagði er Gunnar að vinna í að láta skoða bílinn og fá á hann gerðarviðurkenningu og til þess að gera það verður hann að uppfylla stranga framleiðslustaðla frá Evrópusambandinu. Ef við- brögðin verða góð fer bíllinn í framleiðslu i takmörkuðu upplagi og þá að öllum líkindum með öðru Annar eins er í smíðum en hann verður heldur léttari en hinn. Það þarf smálagni til að stíga inn og út úr bílnum, nokkuð sem Gunnar er oðinn alvanur, en hann notar bílinn í og úr vinnu núorðið. Skoðað ofan í vélarhúsið sem er orðið þéttsetið. boddíi, úr plasti, sem verður áferð- arfallegra og með mýkri línum. Gunnar er þegar kominn með næsta bíl í hendurnar og er hann eins í laginu að grunnuppsetn- ingu, nema það að hann verður með 4 strokka vél og því mun létt- ari, eða um 700 kíló. Hægt er þá að velja vél í bílinn sem hentar og dæmi um hentuga vél sem auðvelt er að auka í afli er t.d. 1600 VTEC- vélin frá Honda. Hægt er. að kaupa þennan bíl á því stigi sem hann er í dag eða að láta sérsmíða hann eftir þörfum. DV mun að sjálf- sögðu fylgjast með framvindu mála á næstu misserum. -NG Hversu langt ætli þess sé að bíða að þetta verði algeng sjón á götunum? Whonda NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.