Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 4
36 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 bílar Reynsluakstur Isuzu Trooper 3,0 dísil: Notadrjúgur og með gott afl Fáum bílum hefur í seinni tíð verið tekið með jafnmiklum virktum á ís- lenska bílamarkaðinum og Isuzu Trooper-jeppanum. Hann kom raunar á markað fyrir heilu ári en allt fram á þennan dag hafa verið langir biðlistar eftir bílnum og hefur þurft að leita nokkur ár aftur í tímann til að finna hliðstæðu slíkrar þolinmæði hjá kaupendum. Þetta er líka ástæðan fyrir því að ekki hefur gefist kostur á að reynslu- aka bílnum fyrr en nú en á dögunum var svo komið að hjá Bílheimum sáu menn fram á að eiga bíla á lager á næstunni og því lag til reynsluakst- urs, loksins, loksins, kann einhver að segja. Sú breyting sem varð á bíinum síð- ast var ekki ýkja mikil þegar á heild- ina er litið en nægileg til að gefa hon- um miklu léttara yfirbragð. Mesta breytingin á milli gerða var þó ekki aðeins endurbætt útlit því hann kom einnig með nýrri dísilvél, 2.999 rúmsentímetra að stærð, sem færði hann niður í 40% gjaldaflokk. Áður var Trooper með vél sem var 3.059 rúmsentímetrar að slagrými og þar með lenti hann í 65% vörugjalds- flokki. Ekki þurftu væntanlegir kaupend- ur að hafa áhyggjur af minna afli þótt slagrýmið hefði minnkað því það er nú 159 hestöfl á móti 125 áður. Þessir örfáu rúmsentímetrar í minnkun slagrýmis gerðu þaö hins vegar að verkum að verðið lækkaði verulega. Þótt Trooper hafi fengið dágóða andlitslyftingu, sem liggur helst í nýju grilli, nýjum aðalljósum og nýj- um framstuðara, þá er hann að mestu með sama búnaði og áður. Trooper er með ágætt rými fyrir sjö og er byggður á sjálfstæða grind. Með dísilvélinni er ekki enn hægt að fá Trooper með sjálfskiptingu sem gerir þaö að verkum að hann stendur höllum fæti á markaðnum miðað við þá jeppa sem keppa í sama flokki. Auk nýju dísilvélarinnar er Trooper einnig í boði með nýrri 3,5 lítra, V6 bensínvél, en sú vél skilar 215 hestöflum sem er dágóð breyting frá eldri vélinni sem var 3,2 litrar og 177 hestöfl. Með bensínvélinni er hægt að fá nýja stjómun á fjórhjóladrifi frá Borg-Wamer, sém þeir kalla „Torque on Demand", en með hraðaskynjuram er fylgst með snúningshraða hjólanna og ef eitthvert þeirra spólar er afl flutt til fram- eða afturhjóla í samræmi við það. Hægt er að gangsetja þessa fjór- hjóladrifsstýringu á hvaða hraða sem er fyrir neðan 100 kílómetra á klukku- stund. Þegar hún er komin í samband má nota hana á hvaða hraðastigi sem er. En þetta var útúrdúr og snúum okkur aftur að reynsluakstri á disfl- bílnum. Gott afl Hljóðlát disilvélin skilar 159 hestöfl- um. Það finnst ekki fyrir þeim strax á fyrstu metrunum en um leið og vélin er farin að snúast aðeins kemur aflið að fullu inn og nokkrum metrum síð- ar er það yfirdrifið. Það kom líka skemmtilega á óvart að aka þessum jeppa á góðri siglingu upp langa brekku og finna hve aflið var í raun yfirdrifið. Ný og endurhönnuð dísilvélin er sögð verulega spameytnari en áður, jafnframt því að vera aflmeiri, en þetta hefur verið staðfest í umfangs- meiri akstursprófunum erlendis en við höfum ráð á. Nákvæm rafeinda- stýring á beinni innsprautun elds- neytis í brunahólf tryggir hámarks- nýtingu þess hverju sinni. Auk þess að auka spameytni sér þessi nýja tækni til þess að mengun frá útblæstri vélarinnar er minni, titringur frá vél er minni og vélin er verulega hljóðlát- ari, nokkuð sem er sérlega þægilegt í lángkeyrslu því þá er Trooper með dfsilvél síst háværari en sambærileg- ur bíll með bensínvél. Lipurt aldrif Með því að styðja fingri á einn hnapp í mælaboröinu er biHinn kom- inn í fjórhjóladrif. Rafstýring á milli- kassa gerir kleift að skipta frá eindrifi í aldrif á allt að 100 kúómetra hraða með einni fingursnertingu. Driflæsing er á afturdrifi. Lipur fimm gíra hand- skiptingin í Trooper kallar fram skemmtilega takta og viðbragð frá vél- inni ef þörf er á. Vel heppnuð skipti- hlutfoH í gírkassanum eiga eflaust sinn þátt í þessu. Slaglöng fjöðrun Sjálfstæð vindufjöðrun með tveim- ur sveifluörmum að framan tekur ójöfnur vel og slaglöng fjöðranin nýt- ur sín einnig vel ef ekið er við erfiðar aðstæður. Að aftan er 4ra liða gormaijöðrun ásamt jafnvægisslá sem kemur þægi- lega á óvart. í heild gefur þessi fjöðr- un greinilega hámarksþægindi í akstri, ásamt því að tryggja aukna rásfestu og veggrip. Trooper er greinilega í essinu sínu Varahlutir fyrir sjálfskiptingar NP VARAHIUTIR EHF SMIÐJUVEGUR 24 C - 200 KÓPAVOGUR SÍMI587 0240 - FAX 587 0250 Isuzu Trooper, notadrjúgur og rúmgóður sjö manna jeppi með snotru yfir- bragði. Aukabúnaður á mynd eru gangbretti sem kosta 37.000 aukalega. i þjóðvegaakstri og á lengri leiðum. Þar er fjöðrunin i góðu jafnvægi og til þess að gera stór bíUinn nýtur sín vel. í innanbæjarakstri er þetta hins vegar heldur stór bfll tU að njóta sín tU fúUs og svo sérkennflegt sem það er þá fannst mun meira fyrir smáójöfn- um og misfellum þegar ekið var inn- anbæjar en í langkeyrslu. Stór hjól og lítil skögun á fram- og afturenda tryggja mikla veghæð og möguleika á akstri upp eða niður 31 gráðu haUa. Samkvæmt upplýsingum framleiðanda á að vera hægt að aka Trooper í aUt að 45 gráða hliðarhaUa. Trooper er lipur í akstri sem sést meðal annars á þvi að snúningshring- ur bUsins er aðeins 11,6 metrar. Rúmgóður Það skiptir miklu máli að bfll sé rúmgóður og þægilegm- i akstri og, þegar jeppi á í hlut, að þetta sé jafnt, hvort sem ekið er innanbæjar, á þjóð- vegum eða á ógreiðfærum slóða. Trooper sameinar þetta vel og vegna þess að ökumaðurinn situr hátt þá er yfirsýn fram á veginn góð og óhindr- uð. Stjómtæki eru innan seUingar, hnappar nýtUegir og þægUegir í notk- un. hana líka út á hlið. Öftustu sætin tvö er hægt að leggja upp að hliðum tU að fá pláss í farmrými. FestUykkjur eru í gólfi svo hægt sé að binda niður þunga hluti í flutningi. Öryggisbúnaður Læsivarðir hemlar eru fáanlegir sem aukabúnaður í dísUbílnum og kosta kr. 80.000 aukalega, sem er góð- ur kostur og hlutfaUslega ekki dýr. Þeir era hins vegar staðalbúnaður í Trooper með bensínvél. ABS-læsivörh hemla kemur í veg fyrir að þeir læsist þegar hemlað er snögglega eða í akstri á blautum eða hálum vegi, nokkuð sem jafnvel nýtist enn betur á jeppa en fólksbíl. Læsi- vömin vinnur einnig þótt bUlinn sé í aldrifi. Öryggi ökumanns og farþega í framsæti er aukið með loftpúðum af fullri stærð. Notadrjúgur Fyrir fram hefði mátt ætla að Trooper hefði ekki margt fram að færa sem gerði það að verkum að kaupendur biðu mánuðum saman eft- ir að fá bílinn sinn. Eftir þennan Enn sem fyrr er Trooper með tvískiptri afturhurð sem nýtist ágætlega, auk þess að gefa gott aðgengi að farmrýminu þegar báðar eru opnaðar. reynsluakstur er þó ljóst að þetta er bíll sem leynir veralega á sér. Hér fæst heilmikið fyrir peningana, gott vélarafl og mikið snúningsvægi. Inn- anrýmið er einnig með því rúmbetra á markaðnum og einkum era það öku- menn í stærri kantinum sem upp- skera hér betur en í sumum þeirra jeppa sem Trooper er að keppa við. AUt þetta leggst á eitt að gera Trooper að notadrjúgum bíl, rúmgott innanrými, togmikil dísUvélin og dá- gott verð. Þar að auki má telja tU kosta góða aksturseiginleika í lang- ferðum. Ef sjálfskipting væri fáanleg með disUvélinni þá er næsta öraggt að bUlinn mundi höfða tU enn stærri kaupendahóps. Trooper í staðalgerð með dísUvél kostar kr. 2.850.000 og með ABS kr. 2.930.000. Innifalið í staðalbúnaði eru samlæsingar, rafdrifnar rúðuvindur, rafstýrðir og upphitaðir útispeglar. brettakantar, álfelgur, sjö sæti, litað gler, stokkur á miUi sæta og útvarp með segulbandi. Með 215 hestafla bensínvél og 4ra þrepa sjálfskiptingu kostar Trooper kr. 3.690.000 en þá er meira lagt í inn- réttingu, ljóskastarar í framstuðara og bfllinn tvUitur, með krómuðum handfongum. -JR Lengd/breidd/hæð(mm): 4795/1835/1840. Hjólahaf: 2760. Sporvidd framan: 1530. Sporvídd aftan: 1535. Eldsneytistankur: 85 lítrar. DisUvél, 4ra strokka línuvél DOCH, rúmtak 2999 cc, hámarks- afl 159 hö. (117 kW) við 3900 sn.mín. Snúningsvægi 333 Nm v/2000 sn. ÞjöppuhlutfaU 19,0:1. Fjöðrun: Framan: Sjálfstæð vindufiöðrun, jafhvægisslá. Aftan: FjöUiða gormafiöðrun, jafnvægisslá. Glrkassi: 5 gíra, handskiptur. MiUikassi 2 gíra. DrifhlutfoU T/1000, 1/2051. Hemlar: Diskahemlar á öUum hjólum. Stýri: Vökvastýri. Hjól: 265/75x16. Þyngd bíls fullhlaðins: 2730 kg. Eigin þyngd: 2080 kg. Umhverfi ökumanns er hins vegar nokkuð gamaldags og vegna þess hve hárfin endurbótin í útliti heppnaðist vel hefði vel mátt taka tU hendinni hér líka, en það bíður greinUega betri tíma. Hvar sem á er litið þá er Trooper þægUegur bUl. Mikið hefur verið lagt upp úr öUum innri búnaði, sæti eru þægUeg og nægt pláss er fyrir alia, jafnt hvort þeir sitja í framsætum eða aftursætum, en alls era sæti fyrir sjö. Farangursrými er ágætlega rúm- gott, með flötu gólfi, og aðgengi að því er gott um stórar afturdyr sem, líkt og í eldri gerðum Trooper, eru með tveim hurðum þar sem sú mjórri sit- ur eftir þegar stærri 'hurðin er opnuð en með einu handtaki er hægt að opna Að innan er Trooper nokkuð gamaldags ef horft er til keppinautanna en stjórntæki nýtast þó vel og eru vel innan seilingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.