Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Blaðsíða 7
24 MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 25 Sport Sport IBV2(2) - Breiöablik 1(0) Birkir Kristinsson @ - ívar Bjarklind, Hlynur Stefánsson Zoran Miljkovic, Hjalti Jóhnnesson - Goran Aleksic @@, Ivar Ingimarsson @, Baldur Bragason, Ingi Sigurðsson @ (Jóhann Möller 71.) - Guðni Rúnar Helgason @ ( Allan Mörköre 71.), Steingrímur Jóhannesson. Gul spjöld: Engin Atli Knútsson ® - Guðmundur Örn Guðmundsson, Che Bunce (Ámi Kristinn Gunnarsson 24.), Sigurður Grétarsson ®, Ásgeir Baldurs - Guðmundur Páll Gíslason @ (Kristján Ó. Sigurðsson 88.), Hákon Sverrisson, Kjartan Einarsson, Hjalti Kristjánsson @ - ívar Sigurjónsson, Hreiðar Bjamason. Gul spjöld: Ásgeir, Hreiðar. . Breiöablik: ÍBV - Breiðablik Markskot: 20 Horn: 9 Áhorfendur: 730. 12 | 9 I ÍBV - Breiðablik Völlur: Sá besti á landinu. Dómari: Kristinn Jakobsson, góður. Maður leiksins: Goran Aleksic, IBV Átti frábæra spretti sem sköpuðu hættu Mættum ferskir „Við vorum búnir að gera upp leikinn á svarta miðvikudeginum," sagði Bjami Jóhannsson, þjálfari ÍBV, og vísaði til tapsins á móti ÍA í síðustu viku. „Við mættum mjög ferskir til leiks en áttum að vera löngu búnir að gera út um þennan leik og vinna með meiri mun. Við emm að spila ní- unda leik okkar á 29 dögum og lent í erfiðum ferðalögum. Nú fáum við viku á milli leikja sem er eitthvað sem við þekkjum varla. Viö verðum að nýta hana vel og ná upp góðum dampi fyrir loka- sprettinn," sagð'i Bjarni. -ÓG Sanngjarn - sigur Eyjamanna á Blikum, 2-1 Það var greinilegt að Eyjamenn ætluðu að reka af sér slyðruorðið eftir tapið á móti Skaganum í bik- amum þegar þeir unnu Breiða- blik, 2-1, í Eyjum í gærkvöld. Það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleikinn að Blikar fóra að láta finna fyrir sér í leiknum. Það var of seint í rassinn gripið fyrir þá því þá voru Eyjamenn búnir að skora 2 mörk sem dugðu þeim til sigurs í leiknum og gáfu þeim um leið þrjú dýrmæt stig í baráttunni við KR um titilinn. Eftir að Blikar komust i gang opnaðist leikurinn. Þeir börðust eins og ljón og náðu nokkrum sinnum að skapa sér færi þegar vöm Eyjamanna brást bogalistin. Það dugði þó ekki til því þá tók Birkir Kristinsson við í markinu og varði vel. o © Goran Aleksic (5.) stal bolt- anum af tám Che Bunce á markteig og skoraöi. 0~ID Guðni Rúnar Helgason ” v (21.) með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Inga Sigurðssyni. A.0 Guómundur Pdll Gislason " v (78.) með viðstöðulausu skoti frá vítateig eftir mistök í vörn Eyja- manna. Úrslitin verða að teljast sann- gjörn því ÍBV var einfaldlega betra liðið á vellinum. Lið sem hefur á að skipa mönnum eins og Birki í markinu og Hlyn Stefáns- syni í öftust vörn er ekki árenni- legt, sama hverjir andstæðingarn- ir eru, og þegar miðjan smellur saman er sannkallaður meistara- bragur á liði ÍBV. Það gerðist í gærkvöld og verði svo áfram verð- ur barátta Eyjamanna og KR-inga æsispennandi í lokin. Breiðablik hefur á að skipa skemmtilegu liði sem í gær var án þriggja lykilmanna. Það virtist samt ekkert draga úr þeim kjarkinn þvi þeir börðust eins og ljón. „Á meðan við nýtum ekki færin vinnur maður ekki leiki. Birkir var í banastuði í mark- inu og þaö varð okkur að falli,“ sagði Sigurður Grétarsson, þjálf- ari Blika, eftir leikinn. -ÓG 15 mínútur - af fótbolta þegar KR lagöi Grindavík, 2-1 Það er óhætt að segja að leik- ur KR og Grindavíkur í Frosta- skjólinu í gærkvöld hctfi lofað góðu. En eftir fjöragar 15 mínút- ur, þar sem þrjú mörk voru skoruð, datt leikurinn alveg nið- ur og það sem eftir var gerðist fátt markvert. Leikurinn byrjaði af miklum krafti, staðan var orðin 2-1 eftir 15 mínútur og út- lit fyrir hinn skemmtilegasta leik. En eftir þennan fjöruga kafla var eins og bæði lið hefðu gleymt hvemig ætti að leika knattspymu. Leikurinn fór að mestu fram á miðjunni og vam- armenn beggja liða voru yfir- leitt ekki í vandræðum með að stöðva sóknarlotumar. Sami bamingurinn hélt áfram í síðari hálfleik og er sá hálfleikur einn sá leiðinlegasti sem undirritaö- ur hefur orðið vitni að. Fátt markvert gerðist í hálfleiknum og því hirtu KR-ingar þau stig sem í boði voru. KR-ingar hafa oft leikið betur en í þessum leik og munaði miklu um að fram- herjaparið Guðmundur og Bjarki náðu sér ekki á strik. Sigursteinn var skástur í liði þeirra, auk Winnies og Bjama í A.A David Winnie (7.) með v skalla eftir hornspymu Guð- mundar Benediktssonar. 0.A Grétar Hjartarson (10.) v v fékk stungusendingu frá Sinisa Kekic og afgreiddi bltann snyrtilega i netið. A.A Bjarki Gunnlaugsson (14.) ” ” fékk sendingu frá Guð- mundi, lyfti boltanum yfir Albert markvörð og í netið. vörninni. Grindvíkingar duttu einnig niður eftir góðan kafla en hefðu trúlega náð hagstæðari úrslitum með beittari sóknar- leik. Grétar var einn frammi og fékk oft úr alltof litlu að moða. Kekic og Guðjón áttu einnig ágætan leik. „Þetta byrjaði vel en við náðum ekki að spila okk- ar besta leik. En það var ágætt að að vinna þrátt fyrir það. Þeir börðust vel en við fengum fleiri færi,“ sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. Milan Stefán Jankovic, þjálf- ari Grindvíkinga, var ekki sátt- ur við tapið. „Bæði liðin byrj- uðu vel en eftir það spilaðist leikurinn mjög mikið á miðj- unni og við vorum ekki að skapa okkur mörg færi. Við vor- um kannski of fegnir að ná að skora strax og fengum svo ann- að mark á okkur vegna okkar mistaka." Milan var ekki sáttur við hvernig miðjan spilaði í leiknum. „Miðjan veitti Grétari ekki nægan stuðning, sérstak- lega í seinni hálfleik." -HI KR 2 (2) - Grindavík 1 (1) Kristján Finnbogason - Sigurður Örn Jónsson, Þor- móður Egilsson, David Winnie @, Bjami Þorsteins- son @ - Sigþór Júlíusson @ (Amar Jón Sigurgeirsson 84.), Sigur- steinn Gísiason @, Þorsteinn Jónsson (Indriði Sigurðsson 80.), Einar Þór Daníelsson - Guðmundur Benediktsson (Einar Öm Birgisson 64.), Bjarki Gunnlaugsson @. Grindavík: Albert Sævarsson - Óli Stefán Flóventsson, Guðjón Ásmundsson @, Stevo Vorkapic, Bjöm Skúlason - Jóhann Helgi Aðalgeirsson (Allister McMillan 61.), Paul McShane, Sin- isa Kekic @, Ólafur Ingólfsson, Scott Ramsey @ - Grétar Ólafur Hjart- arson @. Gult spjald: Paul (G). KR - Grindavík KR - Grindavík Markskot: 17 8 Horn: 10 0 Áhorfendur: 1.500. Völlur: Góður. Dómari: Pjetur Sigurðsson. Ekki nógu sannfærandi. Maður leiksins: Sigursteinn Gíslason, KR. Grimmur á miðjunni og barðist vel Tiger Woods vann á PGA Tiger Woods sigraði á PGA-meist- aramótinu í golfl sem lauk í Med- inah í Illinois-fylki í gærkvöld. Þetta var fyrsti sigur hans á stór- móti síðan 1997 og ann- ar á ferlinum. Sergio Garcia, Spánverjinn .. ungi, veitti honum haröa keppni í lokin en Woods hélt út og lauk keppni á 11 höggum undir pari, einu höggi betur en Garcia. Þriðja sætinu deildu síö- an Jay Haas og Stewart Cink, tveim- ur höggum þar á eftir. -ÓÓJ Birkir Kristinsson landsliðs- markvöröur hélt upp á 35 ára af- mælið sitt í gær með góöum leik gegn Breiðabliki. ÍA og Fram léku án fyrirliða sinna í gærkvöld. Alexander Högnason, fyrirliði ÍA, var í banni og Jón Þ. Sveinsson, fyr- irliði Fram, er meiddur. Grétar Hjartarson skoraði fyrir Grindvíkinga i fjórða leik þeirra í röð. Mark Grétars er það fyrsta sem KR-ingar fá á sig í úrvalsdeild- inni i sumar sem ekki kemur í föstu leikatriði. Hin 10 hafa öll komið eftir homspymur, auka- spyrnur, innköst og vítaspymur. Þorsteinn Jónsson, miðjumaður hjá KR, lék fyrsta leik sinn i byrj- unarliðinu i sumar en hann hef- ur átt við langvinn meiðsl að stríða. Hann tók stöðu Þórhalls Hinrikssonar sem var í leik- banni. Grindvikingar hafa nú tapað sex af siðustu sjö leikjum sínum í úrvalsdeildinni, flmm þeirra með eins marks mun, og staða þeirra fer stöðugt versnandi. Þess var minnst fyrir leik KR og Grindavíkur að i gær vom 15 ár liðin frá því að KR lék sinn fyrsta heimaleik i Frostaskjól- inu. Sá leikur var gegn KA og lauk honum meö sigri KR, 2-0. Marko Tanasic, sem hefur veriö að spila vel fyrir Kefiavík eftir að hann kom til liðsins. um mitt sumar, er meiddur. Garóar Múr Newman, hinn sterki varnarmaður Keflvíkinga, hefur ekki náð sér af þeim meiðslum sem hann hlaut i leiknum gegnum Fram fyrir hálf- um mánuði. Haldið var í fyrstu að hann væri með brákað rifbein en í ljós kom að svo var ekki en hann hefur ekki getað æft vegna verkja í síðu undanfarið. Eyjamenn léku í gærkvöld 21. heimaleik sinn í röð í efstu deild án þess að tapa og þeir hafa unn- ið 19 af þessum leikjum. Blikar hafa hins vegar ekki unnið í sið- ustu 10 leikjum sínum í efstu deild. Síðasti útisigur þeirra þar var gegn ÍA 29. ágúst 1996. -VS/HI/KS/ÓÓ J Grindvíkingurinn Scott Ramsey reynir að leika á KR-inginn Sigurð Örn Jónsson í leik liðanna á KR-vellinum í gærkvöld. DV-mynd Hilmar Þór ÍA1(0) - Fram 0 Ólafur Þór Gunnarsson @@, Sturlaugur Haralds- son, Kristján Jóhannesson @, Gunnlaugur Jóns- son @, Reynir Leósson Pálmi Haraldsson (Unnar Valgeirsson 70.), Heimir Guðjónsson, Jóhannes Harðarson @, Kári Steinn Reynisson ®, Stefán Þór Þórðarson ®, Kenneth Matjiane (Ragnar Hauksson 78.) Gul spjöld: Stefán, Matjiane, Kristján Friðrik Þorsteinsson @ , Ásgeir Halldórsson, Sævar Guðjónsson, Sævar Pétursson, Ásmundur Arnars- son Anton B Markússon (Halldór Hilmisson 73.), Ágúst Gylfason ©, Steinar Guðgeirsson ®, Sigurvin Ólafsson @, Marcel Oerlemans, Hilmar Björnsson ®, (Valdimar Sigurðsson 85.) Gul spjöld: Ásgeir H. ÍA - Fram ÍA-Fram Markskot: 9 9 Horn: 4 2 Áhorfendur: Um 700. j Völlur: Góður. Dómari: Egill Már Markús- son, ágætur. Maður leiksins: Olafur Þór Gunnarsson, IA Bjargaði tvisvar meistaralega og tryggði ÍA sigurinn Erum að nálgast - íA vann Fram naumlega „Við eram að nálgast liðin á toppnum eins og viö ætluð- um okkur. Þó að þessi leikur í dag hafi ekki verið mjög sannfærandi þá fengum við 3 stig. Þaö er ótrúleg tilfinning að skora, það gerist ekki oft en það er því sætara sem það gerist,“ sagði Jóhannes Harð- arson Skagamaður eftir að liðið haföi lagt Fram að velli á Akranesi, 1-0, í frekar til- þrifalitlum leik í gærkvöld. Fyrri háfleikur var tíð- indalítill, bæði lið fengu þó ágætis færi. Skagamenn fengu þau hættulegustu úr aukaspymum frá Stefáni Þórðarsyni og dauðafæri frá Heimi Guðjónssyni. Besta færi hálfleiksins áttu Fram- arar þegar fast skot Ágústs Gylfasonar small í stönginni. Seinni háfleikur var ekki skárri og leit út fyrir marka- laust jafntefli þar til á 80. mínútu er Skagamenn fengu aukaspyrnu sem Jóhannes Harðarson skoraði úr. Eftir það reyndu Framarar að jafna og á lokamínútunum bjargaði Ólafur, markvörður Skagamanna, öllum þremur stigum Skagamanna er hann varði skalla Sigurvins Ólafs- sonar. Þetta eru gífurleg vonbrigði „Við þekkjum þetta því við áttum skilið að minnsta kosti eitt stig. Þetta era gífurleg von- brigði og við erum orðn- ir þreyttir á þessu. Ég ætla að vona það að þetta sé ekki eitthvað sem þurfi sálfræðiaðstoðar við því ég trúi því ekki. Þetta er sárt þar sem það er erfitt pró- gramm fram undan eins og það var stutt upp í toppinn um daginn þá er jafnstutt niður núna,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Framarar áttu fylli- lega skiliö annað stigið i leiknum, þeir börðust vel en uppskáru ekki laun erflðis síns. -DVÓ A./A Jóhannes Haróarson (80.) " v tók aukaspymu af 25 metra færi og sneiddi boltann með fóstu skoti upp í bláhornið óverjandi fyrir Friðrik, markvörð Fram. - kom í veg fyrir sigur Keflavikur með stjörnuleik í marki Leifturs Það var greinilegt strax í byrjun leiks Keflavíkur og Leifturs í Keflavík í gærkvöld hver dagskipun liðanna væri. Keflvíkingar voru með' þrjá menn í fremstu víglínu og freistuðu þess að pressa Leiftursmenn vítateig- anna á milli og átti alls ekki að leyfa þeim að byggja upp spil frá öftustu vörn. Leifturs- menn lögðu líka i leikinn mjög skýrt, vörðust mjög aftarlega og vora aðeins með einn mann frammi, Alexandre Santos, sem vörn Keflavík- ur átti í stökustu vandræðum með að ráða við mestallan leikinn. Gaman væri að sjá þann pilt i liði sem sækti meira fram völlinn. Eins og við var að búast, miðað við hvemig þjálfarar liðanna lögðu upp með leikinn, fór fyrri hálfleikur að mestu fram á vallarhelm- ingi Leiftursmanna. Keflvíkingar lögðu mikla áherslu á að koma boltanum á framherjana en þar komu þeir að lokuðum dyra. Oft voru átta, níu varnarmenn í kringum þá félaga og ef þeir illa fyrir þá. Eyjólfur dómari var ekki fyrr bú- hirtu ekki boltann þá stóð Jens Martin fyrir aftan þá eins og kóngur i ríki sínu og hirti alla bolta. Það fór því kuldahroliur niður bak Keflvíkinga þeg- ar Leiftursmenn náðu að skora mark á 33. min. í ein- um af örfáum sóknum þeirra í fyrri hálfleik. Það sem eftir lifði hálfleiks datt botninn úr leik Keflvík- inga. Leiftursmenn höfðu ekki mikinn áhuga á því að nota sér andleysi Keflvík- inga heldur söfnuðu kröft- um fyrir seinni hálfleikinn. Enda byrjaði hann ekki Alexandre Santos (33.) v " potaöi boltanum yfir mark- línuna eftir góða fyrirgjöf frá Sergio de Macedo. 0.0 Alexandre Santos (46.) v v vippaði boltanum yfir Bjarka í marki Keflavíkur eftir hrikaleg mistök 1 vöm heimamanna. 0-0 Zoran Daniel Ljubicic w W (55.) með skalla eftir auka- spyrnu frá Eysteini Haukssyni. 0.0 Þórarinn Kristjúnsson " " (62.) laumaöi sér fram fyrir varnarmenn Leifturs og kom bolt- anum yflr marklínuna eftir fyrirgjöf Jóhanns Benediktssonar. inn að flauta þegar Leifturs- menn voru búnir að skora. Keflvíkingar héldu þó sinu striki og á sjö mín. kafla í seinni hálfleik náðu þeir að jafna leikinn. Ef Jens hefði ekki verið í marki Leifturs hefðu þeir líklega náð að bæta við einum tveimur mörkum. En Jens komst í þvílíkan ham að það var al- veg sama hvar var skotið á hann. Hann hirti allt og var fljótur að koma boltanum í leik sem varð til þess að varnarmenn Keflavikur lentu oft þrír á móti þrem sóknarmönnum Leifturs og með smáheppni hefðu Ólafsfirðingar getað hirt öll stigin þegar Alexandre Silva komst einn inn fyrir vörn Keflavíkur í lokin en Bjarka tókst að bjarga mjög vel. Þrátt fyrir að Keflavík hefði lagt upp með það fyrir leikinn að sækja stíft til sigurs þá voru þeir ekki að skapa sér mörg færi, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var hug- myndasnauður og var ekki erfitt fyrir Leift- ursmenn að brjóta hann á bak aftur. Leifturs- menn spiluðu mjög skynsamlega, bökkuðu vel og reyndu að beita skyndisóknum þegar færi gafst en þó má segja að stigið sem þeir fengu í gærkvöld hafi meira verið gjöf til þeirra frá Keflvíkingum en að þeirra eigin frumkvæði. Sjálfstraust Keflvíkinga hlýtur þó að aukast með hverju stigi sem þeir ná og ef þeir halda áfram að spila eins og þeir spiluðu síðustu 35 mín. í leiknum þá mega öli lið vara sig. -KS KR 13 9 3 1 28-11 30 ÍBV 12 8 3 1 21-8 27 Leiftur 13 4 6 3 12-16 18 ÍA 12 4 5 3- 10-11 17 Fram 13 3 6 4 16-16 15 Keflavík 13 4 3 6 19-23 15 Breiðablik 12 3 5 4 16-14 14 Valur 11 2 5 4 14-20 11 Grindavík 13 3 2 8 14-20 11 Víkingur R. 12 1 4 7 11-22 7 ? * LANDSSÍMA DEILDIN Úrvalsdeild karla Markahæstir: Bjarki Gunnlaugsson, KR .........8 Steingrúnur Jóhannesson, ÍBV ... 8 Grétar Hjartarson, Grindavík .... 7 Alexandre Santos, Leiftri .......6 Kristján Brooks, Keflavík.......6 Guðmundur Benediktsson, KR ... 5 Salih Heimir Porca, Breiðabliki . . .5 Sumarliði Árnason, Vikingi ......5 Víkingur og Valur mætast i lokaleik 13. umferðarinnar á Laugardals- vellinum í kvöld kl. 20. Næsti leikur er síðan Breiðablik-ÍA í Kópavogi á miðvikudagskvöldið. Bjarki orðaður við Man. City Bjarki Gunnlaugsson, knattspyrnumaður úr KR, var í gær orðaður við B-deildarliðið Manchester City í staðarblaði í Manchester. Fjölmargir umboðsmenn og útsendarar frá erlendum félögum voru á leik KR og Kilmamock á dögunum, auk þess sem leikurinn sást um alla Evrópu á Eurosport og ljóst er að Bjarki vakti nokkra athygli þar. Alaves á Spáni er eitt liðanna sem fylgist með honum, eins og fram hefur komið í DV. -VS Keflavík2(0) - Leiftur2(l) Keflavík Keflavlk: Bjarki Guðmundsson - Gestur Gylfason _____ @, Kristinn Guðbrandsson, Ragnar Steinarsson, Hjörtur Fjeldsted (Rútur Snorrason 55.), Eysteinn Hauksson @@, Gunnar Oddsson @, Snorri Már Jónsson (Jóhann Benediktsson 59. @) - Kristján Brooks, Þórarinn Kristjánsson @, Zoran Daníel Ljubicic @. Gul spjöld: Kjartan Másson þjálfari Leiftur: Leiftur: Jens Martin Knudsen @@@- Steinn V. Gunnarsson, Hlynur Birgisson @, Páll V. Gíslason, Sergio de Macedo - Max Peltonen (Þorvaldur Guðbjömsson 67.), Gordon Forrest, Alexander da Silva, Ingi H. Heimisson, Páll Guðmundsson - Alexandre Santos @@. Gul spjöld: Sergio, Páll V.G., Hlynur, Ingi. Keflavlk - Leiftur Markskot: 17 Hom: 16 Áhorfendur: 450. Keflavikur - Leiftur Völlur: Góðar aðstæður. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, góður. Maður leiksins: Jens Martin Knudsen, Leiftri Varði meistaralega og náöi stigi fyrir Leiftursmenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.