Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 rVwil I ■ M ■ Hugsanleg tengsl milli líkamsklukkunnar og kókaínfíknar: Erfðabreyttar ávaxtaflugur ónæmar gegn kókaíni - gæti hjálpað til að greina fikla áður en þeir byrja á pelanum Tilraun sem fól í sér að ávaxta- flugum voru gefnir reglulegir skammtar af eit- urlyfjum gæti útskýrt hvers vegna menn verða fíklar. Vísindamönnunum tókst að framleiða erfðabreytta flugu sem var ónæm fyrir stórum skömmtum af kókalni. Það sem kom á óvart var það að genið sem virðist stjórna fikninni er hið sama og stjórnar líkamsklukku flugunnar. Ólíkt því sem meðaljóninn telur er erfðafræðilegur skyldleiki manna og ávaxtaflugna vísinda- mönnum vel kunnur og vonast þeir til að þessi uppgötvun eigi eftir að leiða til byltingar í skilningi á eit- urlyfjafíkn. Þeir segja niðurstöð- urnar sýna að ólíklegustu gen eigi þátt í því hvernig líkaminn bregst við lyfjum. Kókaðar flugur Vísindamennirnir tóku hóp af ávaxtaflugum og fjarlægðu nokkur gen sem stjórna líkamsklukkunni, en hjá mönnum stjórnar hún - eða reynir að stjóma - því hvenær menn sofna og vakna. Að þessu loknu komust þeir að því að stórir skammtar kókaíns höfðu engin áhrif á flugumar. Vísindamennirnir segja þessar niðurstöður sérstaklega spennandi sökum þess að hún gefi vísbending- ar um þá erfðafræðilegu þætti sem valdi tilhneigingu og veikleika til fiknar og einhvern tímann verði ef til vill hægt að nota það í forvarna- Það sem kom á óvart varþað að genið sem vírðist stjöma fíkninni er hið sama og stjörnar líkamsklukku flugunnar. starfi með því að segja fyrir um hverjir eru fiklar áður en þeir kom- ast á pelann, hvað þá í dópinu. Rannsóknir á líkamsklukkunni eru stundaðar á mörgum ólíkum sviðum. Meðal annars rannsaka vísindamenn nú hvernig á því standi að hjartaáföll séu algengust á morgnana en astmaköst á næt- urnar. -fin Vélhundar uppseldir Sony-fyrirtækið hefur ýmislegt annað á prjón- unum en PlayStation og vasadiskó. Sony í Japan hefur á síðustu missemm verið að bauka við að smiða hund. Hundur þessi er vélmenni sem þykir líkja ótrúlega vel eftir hreyfingum alvöru hunda. Vélhundur þessi vakti mikla lukku í síðasta mánuði á tæknisýningu í Japan. Sony hefur nú í hyggju að framleiða fleiri svona vélhunda, og jafnvel aðrar vélskepnur, eftir að hundurinn seldist upp. Japanskir hunda/tækni-áhugamenn börðust um eintök af vélhundinum þó svo að verðið hafi verið í hærri kantin- Hundur þessi er vél- menní sem þykir líkja ótrúlega vel eftir hreyf- ingum alvöru hunda. um en eitt stykki vélhundur fór á 2500 $ eða rúmlega 180.000 íslenskar krónur. Ýmsir kostir eru auðvitað við svona vélgæludýr þar sem þau gera þarfir sínar ekki inni á stofu- gólfi eða éta inniskó. Hvort hunda- áhugamenn skipti yfir í eitt stykki vélhund verður samt að teljast ólíklegt. Vélhundar Sony vekja talsverða lukku meðal almennings þrátt fyrir hátt verð. Ástæöur svefnsýki fundnar? Erfðagalli veldur sjúklegri syfju Vísindamenn eru vongóðir um að þeim hafi tek- ist að komast til botns i orsökum einhvers dular- fyllsta sjúkdóms læknisfræðinnar - svefnsýki. Rannsóknirnar voru að vísu gerðar á hundum, af labrador- og þýsku pinsjerkyni, en vísinda- mennimir segja það ekki skipta máli, innan tíðar verði hægt að búa til lyf fyrir svefnsjúka menn. Þeir sem þjást af svefnsýki eiga á hættu að sofna hvar og hvenær sem er án viðvörunar. Aðrir halda með- vitund em geta hvorki hreyft legg né lið. Sjúkdómurinn hefur víðtæk- ar afleiðingar og getur reynst erfitt fyrir sjúklinga að tolla í vinnu eða í sambandi sökum hans. Hin „ný- fundnu“ gen stjórna myndun prótins sem er nemi fyrir hormónið hýpókretín2 en það hefur áhrif á matarlyst. Þegar genin eru gölluð virkar þetta ferli ekki. Tengsl mat- arlystar og svefns eru hins vegar enn á huldu. Vísindamönnum við háskóla í Dallas hefur sömuleiðis tekist að „búa til“ mýs sem ekki geta fram- leitt hypókretín. Og viti menn! Mýsnar eru haldnar svo krónískri syíju að þær hafa meira að segja sést sofna á hlaupahjólinu. Enn segjast vísindamenn þó ekk- ert geta fullyrt um niðurstöður því verið geti að umhverfisþættir komi einnig inn í myndina, eins og títt er um sjúkdóma. -fin Þessir spengilegu veðreiðahundar myndu eflaust enda sem gæludýrafóður ef þeir tækju upp á því að sofna á brautinni. Uijjjjlilj1 Nýjustu gögn frá geimfari NASA, Mars Global Surveyor, sýna að veðurfar plánetunnar rauðu er mjög fjölbreytilegt og svipar að nokkru leyti til þess sem við þekkjum hér á jörðinni, þó ekkert sé regnið. Hér má sjá mynd af stormi sem geysaði á dögunum á norðurpól Mars. Við minnum enn lesendur DV-Heims á að vilji þeir koma einhverju á framfæri við umsjónarmenn blaðsins eru allar hugmyndir, athugasemdir, ábendingar og annað vel þegið. Hægt er að senda okkur línu á netfangið dvhoimurúfÍT.is IKetisuir @ íí.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.