Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 4
22 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 Sport Blcmd i poka IVBA-leikmaöurinn Mitch Richmond skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Washington Wizards. Richmond var laus undan samningum við liðið en samdi að nýju við það í gær. Richmond hefur sex sinnum komist i stjörnulið Bandarikjanna. Michael Ouien er allur að braggast af meiðslum sem hann hlaut í leik með Liverpool fyrir fimm mánuðum. Owen lék 50 mínútur í æflngaleik gegn unglingaliði Crewe á þriðjudag og skoraði eitt mark. Sol Campbell, leikmaður Tottenham, sem hefur oft á tíðum verið talinn einn besti varnarmaöur Evrópu, hafnaði nýverið nýjum samningi við Tottenham. Samningur Campbells við liðið rennur út árið 2001 en Tottenham-menn eru taldir líklegir til að reyna að selja Campbell áður en samningurinn rennur út til að næla í væna fjárhæð. -ÍBE Athugasemd frá ÍA Knattsspyrnudeild ÍA vill koma á framfæri að það hafi verið vegna mistaka að teflt var fram ólögleg- um leikmanni í 2. flokks leik gegn Fram. Leiknum töpuðu Skagamenn 0-3 á kæru en þeir vilja gera at- hugasemd við frétt DV síðasta fóstudag þar sem mátti lesa að fé- lagið hefði vísvitandi teflt fram ólöglegum leikmanni. Það er ekki rétt heldur var um mistök að ræða sem Skagamenn harma. ^llMEiSTflRADEILDIH Undankeppni, síðari leikir: Samtals úrslit úr báðum leikjum eru innan sviga og þaö lið sem komst áfram í meistardeild Evrópu er undirstrikað. Dortmund - Teplice .... 1-0 (2-0) 1-0 Herlich (90.) Parma - Glasgow Rangers 1-0 (1-2) 1-0 Walem (68.) Widzew Lodz - Fiorentina 0-2 (1-5) 0-1 Chiesa (40.) 0-2 Cois (68.) Servette - Sturm Graz ... 2-2 (3-4) Skonto Riga - Chelsea .... 0-0 (0-3) Galatasaray - Rapid Vín . . 1-0 (4-0) Dynamo Kiev - AaB ...... 2-2 (4-3) Real Mallorca - Molde ... 1-1 (1-1) Maribor - Lyon............2-0 (3-0) MTK Budapest - Zagreb ... 0-2 (0-2 Boavista - Brondby.......4-2 (6-3) AIK - AEK Aþena...........1-0 (1-0) Valencia - Hapoel Haifa . . 2-0 (4-0) Famagusta - Hertha Berlin 0-0 (0-2) PSV - Zimbru Chisinau . . 2-0 (2-0) Paritzan - Spartak Moskva 1-3 (1-5) Chelsea kemst i meistarakeppni Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins og 44 árum eftir að þaö vann sér þátttökurétt í keppninni. Enska knattspymusambandið ákvað nefnilega 1955-56 að taka ekki þátt í Evrópukeppni meistaraliða einmitt það skiptið sem Chelsea varð enskur meistari. Chelsea er eitt þriggja enskra liða sem leika í meistaradeild Evrópu en hin era Manchester United og Arsenal. Þaö verður dregið í riðla i meistaradeild Evrópu í Monte Carlo i dag klukkan tvö. -ÓÓJ Tore André Flo og félögum hans í Chelsea nægði jafntefli gegn Skonto Riga til að tryggja sér sæti í meistaradeild Evrópu í vetur. _________á í bili Markahæsti leikmaður úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Ásgerður Ingibergsdóttir, Val, meiddist í landsleik gegn Úkraínu á dögunum. Ásgerður fékk slæmt högg á lærvöðva eftir að hún og markvörður Úkraínu lentu saman. í fyrstu var haldið að Ásgerður gæti ekki spilað meira með i sumar. Eftir skoðun sjúkraþjálfara kom í ljós að verið gæti að Ásgerður næði að leika tvo síðustu leiki Vals í sumar, gegn Breiðabliki og KR. Ásgerður mun hins vegar ekki vera með í kvöld er Valur mætir ÍBV í Eyjum í úrvalsdeild kvenna. Heil umferð er í úrvalsdeildinni í kvöld. Auk leiksins i Eyjum mun Breiðablik taka á móti Stjömunni, KR á móti Grindavík og Fjölnir á móti ÍA. Allir leikimir hefjast klukkan 18.30. -ÍBE Sögufrægt félag - seinni leikur Leifturs og Anderlecht í kvöld næst í röðinni hvað stærð varðar. Núverandi forseti heitir Roger Vanden Stock en framkvæmdastjóri er Michel Verschueren. Leikvangur félagsins er nefndur eftir fóður Rogers, Constant Vanden Stock, sem var forseti á árunum 1971-1996. Anderlecht hefur margsinnis tek- ið þátt í Evrópukeppni og skv. ný- legum lista yfir 50 öflugustu félags- lið í Evrópu síðan árið 1955 er liðið í 10. sæti. Real Madrid er á toppnum en Manchester Utd. er í 14. sæti. Reyndar breytist listinn ef tekinn er saman árangur í öllum Evrópu- keppnunum þremur. Þá færist Anderlecht upp í 8. sæti, Real Madrid situr enn á toppn- um með mikla yfirburði en Man. Utd. fellur niður í 24. sæti. Þetta seg- ir bara eitt: að Anderlecht er sögu- frægur klúbbur sem hefur náð gríð- arlegum árangri á undanförnum áratugum. Arnór Guðjohnsen lék með And- erlecht um árabil en hann var val- inn besti leikmaðurinn í Belgíu árið 1987. -HJ Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði: Leiftursliðið sem iék fyrri leikinn gegn Anderlecht úti í Belgíu. Það verður erfitt verkefni að eiga við Belgana í kvöld en Anderlecht vann fyrri leikinn 6-1. DV-mynd Helgi Leiftursmanna bíður erfitt verk- efni í kvöld er þeir taka á móti And- erlecht á Akureyri i seinni leik lið- anna í Evrópukeppni félagsliða. Leiftur tapaði fyrri leiknum, 1-6, og á afar fjarlæga möguleika á að kom- ast áfram gegn hinu sterka belgíska liði. And- erlecht er sögu- frægt fé- lagslið, stofnað árið 1908. Það er lang- ríkasta og öflugasta félagslið í Belgíu, með veltu upp á 2 milljarða. Það er helm- ingi stærra en það félag sem kemur - Erla Hendriksdóttir er atvinnukona í knattspyrnu með FB í Danmörku Erla Hendriksdóttir, landsliðskona í knattspymu og fyrrum leikmaður Breiðabliks, leikur nú með danska A-deildar liðinu Fredriksberg Bold- klub (FB) í Danmörku. Erla lék sinn fyrsta leik með liðinu gegn dönsku meisturunum Fortuna Hjörring um miðjan ágúst. DV var á leiknum og tók hana tali að honum loknum. Hvernig stendur á því aó þú fórst til Danmerkur? „Mig langaði til að reyna fyrir mér erlendis og hafði verið að spá í að fara til Bandaríkjanna en eftir nokkurt flakk á Intemetinu komu Danmörk og FB inn í dæmið. Mér leist betur á þetta heldur en Banda- ríkin, sérstaklega fótboltalega séð. Þó að bandaríska landsliðið sé mjög sterkt er deildin þar það ekki. Landsliðið æfir saman allt árið og er því samanburður á deildarkeppn- unum ekki marktækur. Deildin hér er í heildina sterkari heldur en heima en liðin í neðri hlutanum hér eru þó alls ekki sterk- ari heldur en betri liðin heima en þau era samt það öflug að geta alveg stuggað við efstu liðunum hér. Það gerist nær aldrei heima. Forráðamenn FB hafa verið að byggja liðið hratt upp, hafa fengið nýja leikmenn og ætla sér stóra hluti. Liðinu er spáð þriðja til fjórða sætinu í vetur ásamt Odense Boldklub en Fortuna er spáð sigri og HEI öðru sætinu.“ Hvernig hefur þér veriö tekió? „Mér hefur verið mjög vel tekið og mér líður mjög vel. Allir hafa viljað allt fyrir mig gera. Ég gerði eins árs samning við félagið en í þeim samningi era ákvæði um að ég megi fara í alla landsleiki þar sem mín er óskað en líki mér ekki vist- in þá má ég ekki fara í ann- að félag en Breiðablik." Eru miklir peningar í þessu? „Nei, það sem félagið ger- ir fyrir mig dugir mér til framfærslu en ég verð ekki rík á dvölinni hér.“ „Ég held að leikmennirnir heima hafi svipaða tækni og leikmennirnir hér en munurinn felst fyrst og fremst í hraða leiksins. Heima geta leikmenn verið með boltann í lang- an tíma án þess að að þeim sé sótt en hér þarf að losa boltann í fyrstu eða annarri snertingu. Ég held að margir leikmenn sterkari liðanna heima, eins og Breiðabliks, Vals og KR, geti átt fullt erindi í dönsku deildina." Hvernig hefur þér gengiö aö kom- ast inn í lióiö, máliö og þjóöfélagiö hér? „Það hefur gengið ágætlega, tungumálið vafðist reyndar dálítið fyrir mér fyrst en það kom smátt og smátt og eftir að ég byrjaði í skól- anum gengur þetta hraðar. Svo er ég alltaf að kynnast félög- um mínum í liðinu betur." Þú getur ekki falið Þig Hvernig er andinn lióinu? „Það ríkir mikil sam- keppni meðal stelpnanna á æfingum og þá er and- rúmsloftið oft öðravísi en ég hef átt að venjast að heiman, þar er ekkert gefið eftir. Það er mikil sam- keppni um að komast í liðið en að loknum æfmgum er allt góðu og allir góð- ir vinir. Ég held að margir leikmenn heima hefðu gott af því að komast í slíka sam- keppni eins og er hér. Maður þarf alltaf að leggja sig fram, þú get- ur ekki falið þig á æfingum heldur verður þú að leggja þig hundrað prósent fram. Æfmgar eru ekki oftar heldur en heima en þær eru erfiðari og meiri hraði. Hér er ekki litið svo á að það sé fjöldi æf- inga sem skipti máli heldur gæði hverrar æfingar fyrir sig,“ Kœrasti þinn, Bragi Jóns- son, er með þér hér úti. Hvaö er hann aö gera? Heim eftir þrjú ár „Bragi er að fara í framhaldsnám g stefnir að því að komast að hjá handboltaliði hér í Kaupmanna- höfn í vetur. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef hann hefði ekki komið með mér. Það er mjög gott að hafa stuðning, bæði gagnvart bolt- anum og líka á meðan ég er að komast inn í liðið, þá er gott að hafa ein- hvern að tala við.“ Stefnir þú aó því aö vera hér í langan tíma? „Já, ég stefni að iðjuþjálfa- námi um áramótin, en það tekur þrjú ár, en ég ætla að byrja á því að hugsa bara um eitt ár í einu. Ef mér gengur vel þá verð ég áfram,“ sagði Erla Hendriksdótt- ir, landsliðskona í knattspyrnu. -ih Meiri hraði en heima Hvaö meö leikmennina, hver er helsti munurinn á milli landa?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.