Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 21 Ofbeldisfullir tölvuleikir: Ekki skaðlegir fyrir meiri hluta barna og unglinga - segir Hilmar Thor Bjarnason fjölmiðlafræöingur L bjj1 Til að fá fram sjónarmið fræði- manna á mögu- legum áhrifum tölvuleikja á þá sem stunda leik- ina hafði DV- Heimur sam- band við Hilmar Thor Bjarnason, fjölmiðlafræðing við Háskóla íslands. Eins og Hilmar bendir á þekkja fjölmiðlafræðingar mjög til þessarar umræðu, hvort ofbeldis- efni hafl slæm áhrif á ungviðið. „Það má segja að fyrsta rann- sóknin á áhrifum fjölmiöla á böm og unglinga hafi verið gerð á tíma- bilinu 1929-1932,“ segir Hilmar. „Það var fræðimaður sem hét Blu- mer sem framkvæmdi hana og gekk hún út á að innihaldsgreina hátt í 1500 kvikmyndir. Á þessum ámm voru uppi miklar vangaveltur um áhrif kvikmynda á böm og þá hvort þau áhrif væru skaðleg fyrir sið- gæðisþroska og hegðun ungmenna. Hættulegar teiknimyndasögur Þegar sjónvarpið kom svo til sög- unnar upp úr 1950 í Bandaríkjunum hófust rannsóknir af þessu tagi af fullri alvöru. Málið var sett í þing- nefnd og var henni falið að skoða áhrif ofbeldis í sjónvarpi á ung- menni. Svörin sem fengust frá vís- indamönnum vöktu hins vegar nokkur vonbrigði vegna þess hve óljós þau voru.“ En að sögn Hilmars var heitasta umræðuefnið og mesta deilumálið á þessum tíma, um miðjan sjötta ára- tuginn, hins vegar um hasarblöð. Þar var fremstur í flokki sálfræð- ingur nokkur sem hét Frederic Wertham sem skrifaði bók sem kom út 1954 og hét The Seduction of the Innocent - Tæling hinna saklausu. Þar reyndi hann að sýna fram á að þær myndasögur sem böm og ung- menni lásu á þessum tíma væru uppfullar af ofbeldi og klámi og hefðu þar af leiðandi mjög skaðleg áhrif á börn. Hilmar Thor Bjarnason fjölmiðlafræðingur telur að spurningin sé ekki hvort ofbeldi í tölvuleikjum geti haft áhrif á börn og unglinga heldur hvort foreldrar ali börn sín upp þannig að þau verði óvarin fyrir áreiti af þessu tagi. DV-mynd Pjetur hve margir hafa áhuga á þessu málefni og auð- velt er að fá styrki til rann- sókna. Því má bú- ast við að niður- stöður fjölda rannsókna á þessu málefni líti dagsins ljós á næstunni. Öfgakenndur áróður „Stjórnvöld og almenningur höfðu mjög miklar áhyggjur af þessu máli og sem dæmi voru gerð- ar stuttar fræðslumyndir þar sem almenningur var varaður við myndasögum. Ein þeirra var t.d. þannig að hópur stráka var úti í skógi að lesa hasarblöð. Einn þess- ara pilta verður fyrir svo miklum áhrifum af lestrinum að hann tekur upp stóran hnullung og hyggst rota félaga sinn með honum. Þama var áróðurinn sem sagt kominn á tals- vert öfgakennt stig,“ segir Hilmar. Hann segist vita af því að verið sé að gera rannsóknir á áhrifum tölvu- leikja á böm og unglinga um þessar mundir en segist ekki vita tíl þess að komið hafl út neinar afgerandi niðurstöður úr þeim enn þá. Hilmar ségir þetta svið fjölmiðlafræðinnar, umræðuna um íjölmiðla og ofbeldi, standa í miklum blóma vegna þess Að drepa eða verða drepinn En er að hans mati mikill munur á tölvuleikjum og sjónvarpi hvað varðar áhrif á notenduma? „Fljótt á litið er mun- urinn aðallega sá að þegar fólk horf- ir á sjónvarp þá er það fyrst og fremst passívir neytendur, menn bara taka við efninu sem þeim er veitt. I tölvuleik era menn hins veg- ar þátttakendur og gerendur. Hlut- verk þess sem spilar tölvuleik er að vinna ákveðið verk- efni, maður á að afhausa skrímslið áður en það kemur höggi á mann. Til að vinna tölvuleikinn þarf maður að drepa áður en maður verður drepinn," segir Hilmar. „Um það er deilt hvort þessi munur geri það að verkum að tölvuleikir hafi meiri áhrif á fólk en sjónvarpsnotkun. En ég held að fyrir meginþorra barna sem horfa á sjónvarp eða spila tölvuleiki hafi notkunin ekki þau skaðlegu áhrif sem fólk óttast." Hilmar bendir á rannsókn sem gerð var 1961 á áhrifum sjónvarps á böm eftir þá Schramm, Lyle og Parker. Þau komust að eftirfarandi niðurstöðum: „Sumt sjónvarpsefni getur verið skaðlegt sumum börn- um undir sumum kringumstæðum. Fyrir önnur börn 'við sömu kring- umstæður, eða fyrir sömu bömin undir öðmm kringumstæðum getur sjónvarpsefnið verið gott og gagn- legt. Fyrir flest böm, viö flestar kringumstæður, er flest sjónvarps- efni sennilega hvorki skaðvænlegt né sérstaklega gott og gagnlegt." Ég held að þetta sé í rauninni kjami málsins," segir Hilmar. „Bam sem kemur frá góðu heimili þar sem ríkir ástúð og öryggi og er því í tilfinningalegu jafnvægi og hefur góðan siðferðisþroska þekkir muninn á réttu og röngu. Þar af leiðandi er afar lítil hætta á að sjón- varpsefni eða tölvuleikir geri það að verkum að það verði ofbeldis- hneigt." Ábyrgðin er foreldranna „Mér finnst svolítið gaman í þess- ari umræðu að taka skák sem dæmi. I raun og veru gengur hún ekki út á neitt annað en dráp en þrátt fyrir það veltir enginn fyrir sér skaðlegum áhrifum skáklistar- innar á fólk. Málið er einfaldlega að þetta er leikur og fólk veit af því al- veg eins og það veit af því að tölvu- leikur er ekki það sama og raun- veruleikinn." Hilmar bendir svo á að auðvitað búi alltaf lítið brot af hópnum við Eirtn þmsam pilta verður fyrir svo miktum áhrifum af lastri tmkni- myndasögunnar að hann tekur upp stómn hnullung og hyggst rota félaga slnn með honum. Þama var áróðurinn sem sagt kominn á talsvert öfgakennt stig. slæmar aðstæður og þá er alltaf möguleiki á að ofbeldisefni í sjón- varpi og/eða tölvuleikjum sé drop- inn sem fylli mælinn eða jafnvel kveikjan sem kemur barni af stað á slæma braut. Það em náttúrulega hlutir sem ekki mega gleymast í þessu sambandi að hans sögn. „Annars er mín skoðun á þessu sú að ekki eigi að gera börnum og unglingum auðvelt að nálgast of- beldisefni, hvorki í sjónvarpi né tölvuleikjum. En fyrst og síðast finnst mér að þessi umræða eigi að snúast um ábyrgð foreldra, þeir eiga að stjórna því á hvaða sjónvarpsefni sé horft á heimilinu og hvaða leiki barnið spilar í tölvunni. Það á ekki að vera stjórnvalda að ákveða það,“ segir Hilmar að lokum. -KJA Orvinglaðir nemendur við Columbine-skóla hlaupa í skjól eftir að þeir Harris og Clebold hófu skothríð í skólanum í vor. Sumir vilja meina að töivuleikir hafi að einhverju leyti ýtt undir brenglun þeirra pilta. Blóðugustu leikirnir Á síðustu árum hefur fjöldi of- beldisfúllra tölvuleikja af ýmsu tagi kom- ið fram á sjónarsviðið. Þeir sem hafa kannski veriö mest í sviðsljósinu eru fyrstu per- sónu skotleikimir. Þar hafa leikir frá fyrirtækinu id Software verið framarlega i flokki, en id hefur á afreka- skrá sinni leiki eins og Doom og Quake. En það eru ekki bara þessir leikir sem eru blóðugir. Leikurinn Postal varð frægur af endemum, en þar stjórnar spilarinn manni sem hefur gengið af göfhmum og ákveðið að drepa sem flesta saklausa vegfarendur. Einnig eru til fremur ósmekklegir akstursleikir eins og Carma- geddon og Grand Theft Auto, þar sem bílstjórarnir fá m.a. stig fyrir að keyra yfir sem flesta gangandi vegfarendur. Meirihluti ásakar ekki tölvuleiki Nokkrum vikum eftir at- burðina í Littleton gerði markaðsrannsóknarfyrirtæk- ið PC-Data skoðanakönnun um álit fólks á ýmsu sem við kom tölvuleikjum og ofbeldi. í ljós kom að rúmlega helming- ur aðspurðra, um 57%, töldu að ofbeldisfullir tölvuleikir or- sökuðu ekki ofbeldi hjá þeim sem þá spiluðu. Jafnframt kom í ljós að sala á slíkum tölvuleikjum minnkaði ekki næstu vikur eftir hina hörmu- legu atburði. Ofbeldisfullir tölvuleikir héldu áfram sínu hlutfalli hvað sölu varðar, þeir voru um 6% af öllum tölvu- leikjum sem seldust á þessum tíma. Þegar svarendur voru greindir nánar kom í ljós að eldri borgarar eru hvað harð- astir í andstöðu sinni við tölvuleiki, en þeir era jafn- framt ólíklegastir til að hafa tölvu á heimilinu eða spila tölvuleiki. Orsök fjöldamorða? Atburðirnir sem áttu sér stað í Col- umbine-skóla í Littleton í Bandaríkjun- um í lok apríl, þegar tveir nemendur við skólann, Eric Harris og Dyl- an Cleboid (á mynd), gerðu innrás í hann og myrtu á annan tug skólafélaga sinna, urðu til að beina kastljósinu að ofbeldis- fullum tölvuleikjum. Við rannsókn málsins kom nefnilega upp að þeir félag- ar höfðu mikla unun af að spila skotleikinn Doom, bæði sin á milli og við aðra. í kjölfarið fylgdu harðar ásakanir á tölvuleikjaiðnað- inn fyrir að framleiða of- beldisfulla leiki og gengu sumir svo langt að vilja banna þá alfarið. Þung orð féllu og sagði einn þingmað- ur t.d. að leikir af þessu tagi væm ekkert annað en „morð- hermar".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.