Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Page 1
19 Chelsea beittara í 0-0 jafntefli <3£> Kristinn með ÍBV - eðlilegt framhald af störfum hans, segir formaðurinn í gær var gengið frá ráðningu Kristins Rúnars Jónssonar sem næsta þjálfara meistaraflokks ÍBV karla. Tekur hann við af Bjarna Jó- hannssyni sem stýrt hefur liðinu síðastliðin þrjú ár. Jóhannes Ólafsson, formaður knattspymudeildar ÍBV, sagði ráðn- inguna eðlilegt framhald af störfum Kristins hjá félaginu undanfarið. „Kristinn hefur verið aðstoðar- þjálfari meistaraflokks síðustu tvö sumur og þjálfað annan flokk. Krist- inn hefur verið að gera það gott með strákana. Þarna eigum við efnilega stráka sem verða teknir grimmt inn næsta sumar. Kristinn þekkir þessa stráka mjög vel sem nýtist honum sem þjálfara meistaraflokks. Þó að við ætlum að stefna meira á heima- menn er ekki þar með sagt að við ætlum að slá af kröfunum. Við urð- um íslandsmeistarar tvö ár í röð og unnum tvöfalt í fyrra. Þessir titlar verða áfram takmarkið," sagði Jó- hannes við DV í gær. Bjami Jóhannsson stýrir ÍBV í síðasta sinn gegn ÍA á Hásteinsvelli á laugardaginn. Undir hans stjórn varð ÍBV íslandsmeistari 1997 og 1998 og bikarmeistari 1998. Jóhannes segir að stjórnin sé þakklát Bjarna fyrir gott starf. Kristinn er 35 ára og best þekktur sem leikmaður en hann lék um ára- bil með Fram, alls 171 leik með félag- inu í efstu deild og lék 11 landsleiki. Kristinn lagði skóna á hilluna eftir timabilið 1996 en þá tryggðu Fram- arar sér sigur í 1. deildinni. Kristinn hefur einnig þjálfað yngri flokkana hjá Fram og stýrði 3. flokki félagsins til íslandsmeist- aratitils árið 1997 áður en hann gerð- ist aðstoðarmaður Bjama. Ekki er reiknað með miklum breytingum á liði ÍBV. Þó gætu mið- verðirnir reyndu, Hlynur Stefánsson og Zoran Miljkovic, farið en sam- kvæmt heimildum DV eru þeir báð- ir í sigtinu hjá öðram félögum sem spilandi þjálfarar. Enn fremur er ólíklegt að ÍBV haldi Goran Aleksic þar sem lið hans í Júgóslavíu, Cukaricki Belgrad, sem lánaði hann til ÍBV, hefur hug á að selja hann til Frakklands eða Portúgals. -ÓG/GH/VS Kristinn Rúnar Jónsson. Eyjólfur sá kynþokka- fyllsti Eyjólfúr Sverrisson hefur verið útnefndur kyn- þokkafyllsti leik- maður þýsku A- deildarinnar í knattspymu af vikuritinu Bun- te. Það vora 14 kvenkyns íþróttafrétta- menn í Þýska- landi sem voru fengnir til að leggja mat sitt á útlit og útgeislun leik- mannanna og islenski víkingurinn þótti bera af. Þær þýsku völdu sitt draumalið og í það komst einn Norðurlandabúi auk Eyjólfs en það var Norðmaður- inn Jan-Áge Fjörtoft sem leikur með Frankfurt. -VS Herbert hitti vel í Vín Herbert Amarson skoraði 22 stig í gærkvöld þegar lið hans, Donar Groningen frá Hollandi, tapaði, 86-73, fyrir Luga- no/Bellinzona í Sviss. Leikurinn var liður í for- keppni Korac- bikarkeppninn- £ir, þeirra sömu og lið Reykjanes- bæjar fór á kostum í gegn London Leopards í gærkvöld. Herbert var öflugur fyrir utan 3ja stiga linuna og hitti þar úr 5 skotum af 9, og auk þess úr öllum þremur vítaskotum sinum. Hann lék í 37 mínútur af 40. Staðan í hálfleik var 40-32 fyrir svissneska liðið og Don- ar ætti að eiga þokkalega möguleika á að snúa blaðinu við á sínum heimavelli. -VS Chianti Roberts, leikmaður Keflavíkur, og Purnell Perry, leikmaður Njarðvíkur, voru ánægðir með stórsigur Reykjanesbæjar á London Leopards í Evrópukeppninni í körfubolta í gærkvöld. DV-mynd Hilmar Þór ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.