Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Síða 2
20 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 21 Sport rwT,nrm Arsenalklúbburinn á íslandi efnir til 20. hópferðar sinnar i næsta mánuði. Farið verður utan á 17 ára afmæli klúbbsins þann 15. október á leik Arsenal og Everton á Highbury og á leik Arsenal og Barcelona í meistara- deildinni á Wembley. Farið verður í skoðunarferö á Highbury og fleira. Heimferð er 20. október en líka er hægt að fara í sólarhingsferð á leik Arsenal og Barcelona. Allar nánari upplýsmgar fást hjá Lúðvík á Úrval-Útsýn, í s. 569 9300 eða hjá klúbbnum. LEK-golfmót var haldið á Hólmsvelli í Leiru á dögunum og urðu úrslitin þessi: Karlar 55 ára og eldri, án forgjafar: 1. Sigurður Albertsson, GS.....80 2. Helgi Hólm, GS...............82 3. Jens Karlsson, GK............83 Karlar 55 ára og eldri, með forgjöf: 1. Steinn Erlingsson, GS........70 2. Guðjón E. Jónsson, GK........70 3. Helgi Hólm, GS...............72 Konur 50 ára og eldri, án forgjafar: 1. Sigrún Ragnarsdóttir, GKG .... 86 2. Kristín Pálsdóttir, GK ......91 3. Ingibjörg Bjamadóttir, GS ...91 Konur 50 ára og eldri, með forgjöf: 1. Sigrún Ragnarsdóttir, GKG .... 70 2. Ingibjörg Bjamadóttir, GS ...76 3. Lovísa Sigm-ðardóttir, GR ...78 Karlar 70 ára og eldri, með forgjöf: 1. Ólafur Á. Ólafsson, GR.......79 2. Bjami Guömundsson, GKG .... 81 3. Einar Markússon, GO..........85 Karlar 50_54 ára, án forgjafar: 1. Sturlaugur Ólafsson, GS.....82 2. Þorsteinn Geirharðsson, GS .... 83 3. Rúnar Valgeirsson, GS........88 Mótió var jafnframt síðasta viðmið- unarmótið til landsliðs eldri kvenna, sem mun taka þátt í Evrópumeistara- móti eldri kvenna, sem fram fer á ítal- íu í byrjun október. Liðið verður þannig skipaö: Kristín Pálsdóttir, GK, Inga Magnúsdóttir, GK, Sigríö- ur Mathiesen, GR, Ingibjörg Bjarna- dóttir, GS og Sigrún Ragnarsdóttir, GKG. Liðsstjóri er Lucinda Gríms- dóttir. Franski landsliðsmaðurinn Ibrahim Ba hefur verið lánaður til ítalska A- deildarliðsins Pemgia út þessa leiktíð frá AC Milan. Fyrir nokkm höfðu AC Milan og enska A-deildarliðið Middles- brough náð samkomulag um félaga- skipti Ba en hann vildi vera um kyrrt á Ítalíu. Bandaríkjamaðurinn Maurice Green, nýbakaöur heims- meistari í 100 metra hlaupi, vann auöveld- an sigur I greininni á móti í Tokyo í fyrr- inótt. Green kom í mark á 10,35 sekúnd- um en heimsmet kappans í greininni er 9,79 sek. Landi hans, Curtis Johnson, varð annar á 10,40 sek. Petya Pandareva frá Búlgaríu sigraði í 100 og 200 metra hlaupi kvenna á þessu sama móti. Hún hljóp 100 metrana á 11,36 sek. og 200 metrana á 23,27 sek. Mikil spenna var í 400 metra hlaupi karla en þar sigraði Bandaríkja- maðurinn Antonio Pettigrevj, heims- meistari 1991, eftir harða keppni við Alejandro Cardenas. Sigurtími Pettigrews var 46,08 sek en Cardenas kom i mark á 46,13 sek. Andy Townsend, hinn 36 ára gamli leikmaður Middlesbrough, er á leiðinni til B-deildarliðsins WBA. Townsend hefur ekki náð að vinna sér sæti í liði Middlesbrough á þesari leiktíð. Meira úr herbúóum Middlesbrogh. Brasiltski miðjumað- urinn Juninho hefur fengiö atvinnuleyfi á Englandi og getur þvt byrjað að spila með Middlesbrough. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag og gæti orðið í leikmannahópi Boro á sunnudaginn þegar það mætir Leeds. Portúgalinn Luis Figo hjá Barcelona hefur verið úrskuröaöur í þriggja leikja bann í kjölfariö á rauðu spjaldi sem hann nældi sér í þegar Barcelona lék gegn Espanyol um síðustu helgi. Figo, sem er varaliði Börsunga, var rekinn í bað fyrir mjög ljóta tæklingu og hann missir af leikjum liðsins gegn Alaves, Real Betis og Valladolid. Atli Samúelsson, handknattleiks- maður úr HK, handarbaksbrotnaði í leik með Kópavogsliðinu á æfmga- mótinu á Akureyri um síðustu helgi. Atli, sem kom til HK frá Þór á Akureyri í sumar, missir því af fyrstu 7-8 vikum tlmabilsins. GH/VS DV DV Sport Manasková að bjarga Makedóníu - tveir aðrir bætast í hópinn fyrir leikinn í Skopje Stórskyttan Pepi Manaskov, sem leikur með Celje Pivovama Lasko í Slóveníu, kemur inn i lið Makedón- íu sem mætir íslendingum í síðari leik þjóðanna í undankeppni Evr- ópumóts landsliða í handknattleik í Skopje á sunnudaginn. Manaskov var ekki með í fyrri leiknum í Kaplakrika á sunnudaginn en hon- um er ætlað að koma Makedóníu- mönnum til bjargar sem töpuðu fyrri leiknum með 9 marka mun. Þetta verður síðasti leikur Mana- skov fyrir Makedóníu en hann er 35 ára gamall og lék lengi með Hameln í Þýskalandi. Hann hafði reyndar gefið það út að hann væri hættur eftir HM í Egyptalandi en lét til leið- ast að spila leikinn gegn íslending- um. Þá hefur Stevce Stefanovski, þjálf- ari Makedóníu, valið Boro Cur- levski, sem leikur í Grikklandi, og Uros Mandic, sem spilar með Prule 67 í Slóveníu, í hópinn en þeir voru ekki með í fyrri leiknum. Makedóníumenn hafa langt i frá gefið upp alla von um að vinna upp þennan 9 marka ósigur. Leikmenn- irnir segja að þeir muni fá geysiöflugan stuðning frá áhorfend- um í Skopje sem munu fylla höllina. Höllin í Skopje er mikil ljónagryfja og þar hafa Makedóníumenn aÚtaf náö að knýja fram þau úrslit sem þeir hafa þurft til að komast í úrslitakeppni HM eða Evrópu- keppninnar síðustu ár. -GH/VS Spilum til sigurs úti „Þetta ætti að duga nema það verði stórslys úti. Þeir spila mikið á sömu mönnum og þegar leið á leikinn voru þeir orðnir þreyttir. Við komum alltaf með ferska menn inn á og spiluðum þetta á tíu mönnum. Nú er bara að klára seinni leikinn. Það verður dýrmæt reynsla, hann ætlum við að nota en jafnframt spilum við til sigurs úti. Það gengur ekkert að ætla halda mun í körfubolta, það vita allir að forysta i körfubolta er ekki lengi að fljúga í burtu en þetta ætti að duga,“ sagði Teitur Örlygsson. -ÓÓJ Attum von á þeim „Þetta gekk mjög vel. Við bjuggumst við þeim betri og með meiri breidd því þeir notuðu bara sex menn, þar til í lokin. Við keyrðum bara á þá, hittum vel og þeir brotnuðu. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að við værum svona góðir og það varð okkur til happs,“ sagði Guðjón Skúlason eftir leikinn við DV. „Við sögðum við sjálfa okkur fyrir leikinn að 20 stiga forskot væri frábært en 36 stig er mjög gott. Seinni leikurinn verður þó erfiður og við verðum að spila annan eins leik til að komast Hér hiær enginn að okkur „Mér hefur alltaf fundist gott að spila í Keflavík en fyrri hálfleikurinn var einstakur,“ sagði Hermann Hauksson sem gerði þrjár þriggja stiga körfur á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og alls átján stig. „Við vissum ekki mikið um þá, spiluðum bara harða vörn og keyrðum á þá. Vömin er síðan númer eitt tvö og þrjú úti. Þeir bjuggust ekki við neinu af okkur og vom bara að hlæja að okkur í upphitun en það kemur enginn og hlær að okkur hér,“ sagði Hermann Hauksson sem gerði 15 stig í fyrri hálfleik. -ÓÓJ Hinir leikirnir jafnir Ef lið Reykjanesbæjar kemst áfram í riðlakeppni Korac-bikarsins, eins og allt bendir nú til, mætir það Nancy frá Frakklandi, sem situr hjá í forkeppn- inni, og sigurvegurum í tveimur öðmm einvígjum. Þar fóra heimaliðin með 12 og 13 stiga sigra af hólmi og því getur allt gerst í seinni leikjunum. Luga- no/Bellinzona frá Sviss sigraði Seixal frá Portúgal, 83-71, og Huima frá Finn- landi vann Ulm frá Þýskalandi, 100-87. Alls komast 32 lið áfram úr forkeppninni og 32 lið sátu hjá. Þessi 64 lið mynda 16 fjögurra liða riðla sem leiknir verða frá 6. október til 17. nóvem- ber. Tvö efstu lið í hverjum þeirra fara síðan áfram í útsláttarkeppni. -VS sterkari áfram. Við stefndum á að komast áfram og það yrði frábært fyrir íslenskan körfubolta ef íslenskt lið kemst í riðlakeppni Evrópukeppninnar í fyrsta skipti, sagði Guðjón Skúlason, fyrirliði ÍBR. -ÓÓJ ^ Reykjanesbær fór á kostum í körfuboltanum: Islenskum Birgir Leifur í öðru sæti Birgir Leifur Hafþórsson er í 2.-3. sæti eftir tvo keppnisdaga af fjórum í undankeppni fyrir úrtökumót evrópsku mótaraðarinnar í golfi sem stendur yfir á Five Lakes golfvellinum í Essex-sýslu í Englandi. Birgir Leifur, sem var efstur ásamt fjórum öðram eftir fyrsta daginn, lék á 69 höggum í gær og er samtals með 136 högg. Jafn honum er Paul Simpson, en fyrstur er Simon Burnell sem hefur leikið á 135 höggum. Staða Birgis Leifs er þvi vænleg en 28 efstu komast á sjálft úrtökumót- iö. Þátttakendur í undankeppninni skipta hundraðum en henni er skipt í fimm slík mót sem nú standa yfir í Englandi. -VS Styrkleikalisti FIFA: Island fellur um eitt sæti íslenska landsliðsliðiö i knatt- spyrnu fellur niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knatt- spymusambandsins, FIFA, sem gef- inn var út í gær. í ágústmánuði var ísland í 48. sæti en eftir landsleikina tvo gegn Andorra og Úkraínu er ís- lenska liðið í 49. sæti. Um áramótin var ísland í 64. sæti og hefur því hækkað um 15 sæti. Brasilíumenn era sem fyrr í efsta sæti listans en þeir hctfa trónað á toppnum um nokkurt skeið. Tékkar, sem hafa farið á kostum i und- ankeppni Evrópumótsins, skjótast upp fyrir heimsmeistara Frakka upp í annað sætið og Spánverjar fara úr 7. sæti upp í 4. sætið. Landslið Palestínu er hástökkvari listans að þessu sinni en það fer upp um 22. sæti, úr 191. sætinu í 169. sætið. Rússar, sem eru með íslendingum í riðli í undankeppni Evrópumóts- ins, taka gott stökk upp á við eftir gott gengi að undanfomu. Rússar eru komnir í 19. sætið en voru í því 28. fyrir mánuði síðan. Efstu þjóð- imar á listanum eru þessar, í sviga fyrir aftan er staðan fyrir mánuði síðan: 1. Brasilía ................ 838 (0) 2. Tékkland................. 772 (3) 3. Frakkland ............... 766 (2) 4. Spánn.................... 757 (7) 5. Þýskaland ............... 735 (5) 6. Króatía.................. 727 (8) 7. Argentína ................717 (6) 8. Italía ...................714 (4) 9. Noregur...................712 (11) 10. Mexlkó.................. 709 (9) 10. Rúmenía ............... 709 (10) 12. England................ 683 (14) 13. Portúgal................671 (12) 14. Holland ............... 668 (13) 15. Svíþjóð................. 667 (15) 16. Danmörk.................661 (17) 17. Júgóslavía ............. 656 (22) 18. Paragvæ................. 647 (16) 19. Rússland ............... 642 (28) 20. Bandaríkin.............. 621 (20) 49. ísland................. 536 (48) Fyrir aftan íslendinga era þjóðir er eins og Slóvenía (52.), Sviss (53.), Finnland (58.) og N-írland (71.) Alls era um 200 þjóðir á listanum. -GH Úrvalsdeildin í knattspyrnu: Tveir Víkingar í banni Víkingar verða með tvo leikmenn í banni þegar þeir raæta Frömurum í miklum fallbaráttuleik í lokaumferð úrvalsdeildinnar í knattspymu á laugardaginn. Þetta eru framherjinn Sumarliði Ámason og vamarmað- urinn Sigurður Sighvatsson sem skaut Víkingum svo eftirminnilega upp í úrvalsdeildina á síðustu leiktið þegar hann skoraöi gegn Stjömunni á síöustu sekúndum leiksins. Framarinn Sigurvin Ólafsson er einnig í banni í þessum leik en honum var vikið af velli í leik Fram og Vals um síðustu helgi. Stefán Ómarsson úr Val var úrskurðaður í tveggja leikja bann og hann leikur því ekki með Valsmönnum gegn Grindvíkingum í öðrum fallslag og Grindvíkingcir verða án Óla Stefáns Flóventssonar sem fékk eins leiks bann. Heimir Guðjónsson, ÍA, og Baldur Bragason, ÍBV, fengu eins leiks bann og þeir missa af leik liðanna í Eyjum og KR-ingurinn Bjarki Gunn- laugsson tekur út bann gegn Keflvíkingum. Fimm leikmenn úr 1. deildinni vora úrskurðaðir í leikbönn og missa þeir af leikjum sinna liða í lokaumfeðinni á fóstudaginn. Marinó Ó.lason, Dalvík, fékk tveggja leikja bann og þeir Arnar Þór Valsson, ÍR, Stefán Þórðarson, KA, Bjarki Már Ámason, Skallagrími og Gunnar M. Jónsson, Skallagrími, fengu allir eins leiks bann. -GH Fannar Oiafsson reynir hér að opna leiðina fyrir Friðrik Ragnarsson gegn Lundúnaliðinu í Keflavík í gærkvöld. Leiðin var greið fyrir Reykjanesbæ sem sigraði með yfirburðum í leiknum. Á innfelldu myndinni hugar Jón Jóhannsson að netinu í annarri körfunni eftir skothríð heimamanna. Jón var frægur markaskorari Keflvíkinga í knattspyrnunni á árum áður og gekk undir nafninu Marka-Jón. DV-mynd Hilmar Þór korfubolta til sóma - Englendingar teknir í bakaríið með 36 stiga mun DV; Keflavík: Hið sameinaða lið Njarðvíkur og Keflavíkur, sem spilar undir nafn- inu Reykjanesbær, tók á móti enska liðinu London Leopards í gærkvöld og var spilað í íþróttahúsi Keflavík- ur. Reykjanesbær tók ensku gest- ina í bakaríið og sigraði, 111-75, eft- ir að hafa leitt í hálfleik, 53-37. Eins og leikurinn spilaðist hefði verið nóg að senda annaðhvort Keflavík eða Njarðvík til að klára dæmið gegn gestunum frá London. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi leiks en það átti eftir að breyt- ast svo um munar. Reykjanesbær tók öll völd á vellinum og sýndi þeim ensku hversu vanmetinn ís- lenskur körfuknattleikur er. Heimamenn spiluðu mjög svo stífan varnarleik og vora gestimir ekki alltaf sáttir og voru duglegir að tuða í dómurum leiksins á meðan Reykjanesbæjarliðið skoraði hverja körfuna af annarri. Hittnin góð allan leikinn Hitni heimamanna var mjög góð allan leikinn og var spilað upp á frí skot fyrir utan, sem Londonliðið átti ekkert svar við, ásamt því að mata Pumell Perry, Fannar Ólafs- son og Friðrik Stefánsson inn í teig. Það kom á óvart hversu fá svör Londonliðið átti við leik Reykjanes- bæjar og var ekkert breytt um leik- aðferð þrátt fyrir að ekkert gengi upp, hvorki í vörn né sókn. Purnell Perry átti stórleik Allir leikmenn Reykjanesbæjar spiluðu vel í þessum leik og var gaman aö sjá leikmenn úr tveimur liðum ná svona vel saman og spila eins og eitt lið. Pumell Perry, Bandaríkjamaður Njarðvíkurliös- ins, átti stórleik og er með styrk á við þungavigtarboxara. Hermann Hauksson átti frábæran fyrri hálf- leik og leyfði öðrum að njóta sín í þeim seinni. Þá áttu Guðjón Skúla- son, Fannar Ólafsson, Teitur Ör- lygsson, Hjörtur Harðarson og Gunnar Einarsson allir mjög góðan leik. Hjá London Leopards var fátt um fína drætti enda Englendingar þekktir fyrir allt annað en körfuknattleik. Hugmyndaleysið var algjört og hægt var að sjá á leik- mönnum liðsins að mótspyrnan kom þeim virkilega á óvart. Liðið var greinilega ekki vant því að spila einungis með 2 erlenda leikmenn þar sem 5 Kanar eru leyfðir í ensku deildinni. Það sýndi sig í breidd- inni sem var engin og var sóknar- leikur liðsins borinn uppi af þrem- ur leikmönnum. Robert Young- blood og Peter Peppisch áttu ágæt- isleik en aðrir voru úti á þekju. Síðari leikurinn nánast formsatriði Það er ljóst að lið Reykjanesbæjar er komið áfram í Evrópukeppni fé- lagsliöa og seinni leikur nánast formsatriði. Ekki kæmi á óvart að leikmenn og þjálfarar Reykjanes- bæjar kæmu heim með tilboð í vas- anum frá enskum liðum -BG Eigum enga möguleika „Dómgæslan vai- okkur erf- ið. Við fengum nokkra rugl- aða dóma og á 20 ára ferli mínum hef aldrei séð aðra eins dóma og í kvöld. Við eig- um enga möguleika í seinni leiknum. ísland er land íss og elda en þótt við notuðum alla jarðorku íslands gætum við ekki unnið ÍBR með 40 stigum úti. íslensku leikmennimir era sterkir fyrir utan en vant- ar talsvert mikið upp á leik sinn undir körfunum. Ég vildi gera samning við alla ís- lensku leikmennina sem hittu þriggja stiga körfu i kvöld því okkur vantar skotmenn í Englandi," sagði Billy Mimms, þjálfari enska liðs- ins, eftir leikinn í gær. -ÓÓJ 0-2, 15-8, 23-17, 32-23, 40-30, 47-34, (53-37). 61-41, 72-48, 85-55, 90-55, 100-62, 103-69, 11-75. Stig Reykjanesbæjar: Purnell Perry 26, Hermann Hauksson 18, Teitur Örlygsson 13, Guðjón Skúlason 12, Hjörtur Harðarson 10, Fannar Ólafsson 10, Gunnar Einarsson 9, Chi- anti Roberts 6, Friörik Stefánsson 5, Friðrik Ragnarsson 3. Stig London Leopards: Peter Peppisch 20, Robert Youngblood 18, Kenya Capers 12, Steph- en Gianaolo 8, Mark Robinson 6, Mark Quashi 4, David Attwell 3, Michael Martin 2. Dómarar: Frá Svíþjóð og Lúxemborg. Áhorfendur: Um 900. Fráköst: Reykjanesbær 32, London Leop- ards 34. Vítahittni: Reykjanesbær 16/26, London Leopards 23/27. 3ja stigaskot: Reykjanesbær 14/26, London Leopards 4/11. Maður leiksins: Pumell Perry, Reykja- nesbæ. Siöari leikur liöanna verður í London á þriðju- daginn kemur. Voru hissa „Ég held að þeir hafi orðið geysilega hissa, þeir urðu pirraðir og réðu ekki betur við þessa óvæntu mót- spyrnu. Við spiluðum á öll- um okkar 10 mönnum og all- ir spiluðu vel í kvöld. Við breytum ekki neinu fyrir seinni leikinn enda lítur þetta svo vel út að það er engin ástæða til að breyta til“, sagði Sigurður Ingi- mundarson annar þjálfari ÍBR en Friðrik Ingi Rúnars- son hinn þjálfarinn var einnig sáttur. Frábær leikur „Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við byrjuðum sterkt og byggöum síöan upp for- ustuna með skynsamlegum leik. Menn voru á sömu línu, spiluðu vel saman og það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur ef menn vinna svona vel saman. Mér finnst líklegt að frammistaða okkar hafi komið þeim mikið á óvart og sett þá úr jafnvægi. Þetta er samt bara fyrri hálfleikur, núna eram við í leikhléi og fóram yfir stöðuna og við verðum að fara út í seinni hálfleikinn til að sigra. Við þurfúm líka aö sýna þá aö viö getum spilað svona leik aftur,“ sagði Friðrik Ingi eftir leikinn í gær. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.