Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 1
19
Randy Bolden:
Rekinn
- í gær og Birmingham fenginn í staðinn
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur
hefur ákveðið að senda Randy Bolden
heim þar sem hann stóð ekki undir
þeim væntingum sem til hans voru
gerðar, að sögn Einars Einarssonar,
þjálfara Grindavíkur, í gærkvöld.
Ákvörðunin kemur nokkuð á óvart þar
sem Bolden fór á kostum í Valsmótinu
á dögunum en frá þeim tíma hefur
hann hins vegar ekki náð sér á strik.
Grindvíkingar hafa þegar ráðið leik-
stjómanda í stað Boldens og það er eng-
inn annar en Brenton Birmingham sem
lék mjög vel með Njarðvíkingum á síð-
asta tímabili. Hann er væntanlegur til
landsins á morgun.
Grindvíkingar fara til ísafjarðar um
helgina og leika þar tvo leiki við KFÍ
og þar verður Birmingham (að ofan)
væntanlega mættur í slaginn. Fyrsti
leikur Grindvíkinga í úrvalsdeildinni
verður næsta fimmtudag gegn ÍA en
annar leikurinn er einmitt gegn Njarð-
vík þremur dögum síðar. -bb/VS
Mikilvægt gegn Makedóníu:
ísland beint í
úrslitaleiki
- um sæti á HM í Frakklandi 2001
Sigur íslands á Makedóníu í einvígi þjóðanna á dögunum
tryggði landsliðinu í handknattleik ekki aðeins sæti í úr-
slitakeppni Evrópumótsins í Króatíu. Hann kemur islenska
liðinu líka í góða stöðu til að tryggja sér sæti í lokakeppni
HM sem fram fer í Frakklandi árið 2001.
ísland sleppur við undankeppni fyrir HM þar sem þátt
taka 22 þjóðir, þar á meðal Júgóslavía og Ungverjaland,
sem misstu af því að komast á EM. Island, ásamt níu öðr-
um þjóðum, fer beint í úrslitaumferð og mætir liði sem
vinnur sinn riðil í undankeppninni. Þar er leikið heima og
heiman um sæti á HM. -VS
Gleymdu að skipta:
Halldór missir
fjóra leiki
Halldór Kristmannsson, fyrrum leik-
maður ÍR og Breiðabliks, missir af fjór-
um fyrstu leikjum KFÍ frá ísafirði í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik. Ástæðan
er sú að ísfirðingar gleymdu að ganga
frá félagaskiptum hans úr Breiðabliki í
KFÍ fyrir síðustu mánaðamót. Skiptin
áttu sér ekki stað fyrr en I gær og þar
með verður Halldór ekki löglegur fyrr
en eftir mánuð, þegar íjórar umferðir
verða búnar í deildinni. Hann var í
Bandaríkjunum síðasta vetur. Fjarvera
hans getur reynst ísfirðingum erfið en
þeir hafa misst nokkuð úr sínum leik-
mannahópi frá því í fyrra.
-VS
Haukur Ingi hyggst óska eftir aö verða leigður frá Liverpool:
„Vil fá að spreyta migM
Italíu og
oppnum
Haukur Ingi Guðnason, atvinnu-
maður hjá Liverpool, hefur lítið
sem ekkert fengið að spreyta sig
hjá félaginu eftir áð Frakkinn Ger-
ard Houllier tók við stjórn liðsins í
fyrra. Haukur ætlar að ganga á
fund stjórans í vikunni og ræða
sína stöðu við hahn og sjálfur seg-
ist hann vera tilbúinn að verða
leigður til félags í neðri deildum.
„Ég átta mig ekki alveg á þessu
en Houllier hefur keypt marga leik-
menn til félagsins síðan hann tók
við stjórninni þannig að hann verð-
ur að nota þá á undan mér til að
sýna fram á að hann hafi ekki
keypt þá til einskis," sagði Haukur
í spjalli við DV i gær en hann fékk
ekki að spreyta sig með Liverpool
í leiknum gegn Hull í fyrrakvöld.
Það var Roy Evans, fyrirrennari
Houlliers, sem keypti Hauk Inga og
á meðan Evans var við stjómvöl-
inn var Haukur farinn að banka á
dyr aðalliðsins.
„Eðlilega vil ég fá að spreyta mig
þvi á þessum aldri verður maður
að fá að spila. Ég veit um marga
unga stráka sem eru í svipaðri
stöðu og ég og hafa verið leigðir til
neðri deildarliða. Ég held að þetta
væri besti kosturinn eins og staðan
er í dag. Það er erfitt að sanna sig
hér hjá Liverpool ef maður fær
ekki að spila.“
Haukur missti mikiö til af undir-
búningstímabilinu í sumar. Hann
varð fyrir því óláni að fá matareitr-
un i æfingaferð Liverpool í Sviss og
það tók nokkuð langan tima að fá
Hann segist vera búinn að ná sér
og vera kominn í ágætt form, eins
og sást vel í U-21 árs landsleiknum
gegn Úkraínu á dögunum, en hann
skorti leikæfinguna.
-GH