Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Page 3
20
21
+
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999
Valsmenn á tímamótum:
Þung spor
- engin dauðadómur, segir formaðurinn
Sport
Páll ráðinn
- til tveggja ára í Keflavík
Páll Guðlaugsson var í gær ráð-
inn þjálfari meistaraflokks Kefla-
víkur í knattspyrnu til tveggja ára.
Páll kvaðst mjög spenntur yflr
því að hafa verið ráðinn til Kefla-
víkur og markmið hans og forráða-
manna Keflavíkur væri að koma
Keflvíkingum á beinu brautina á
nýjan leik. Það væri mikil hefð fyr-
ir knattspyrnuiðkun í Keflavfk og
með tilkomu flölnotaíþróttahúss
myndu aðstæður suður með sjó
verða þær bestu á landinu til knatt-
spyrnuiðkunar.
Ekkert hefur verið ákveðið enn
með leikmannakaup og munu þau
mál verða skoðuð en ljóst er að hóp-
urinn mun verða styrktur eitthvað
fyrir næsta keppnistímabil.
Að sögn formanns Keflavíkur,
Rúnars Arnarssonar, hefur knatt-
spymudeildin ekki verið í viðræð-
um við Jens Martin Knudsen, mark-
mann Leifturs frá Ólafsflrði.
. Allir leikmenn Keflavíkur eru
með samning við liðið fyrir utan
Gunnar Oddsson en viðræður
standa nú yflr við hann um endur-
nýjun. Páll Guðlaugsson þjálfari
lagði mikla áherslu á að samið yrði
við Gunnar.
Verið er að vinna í því að fá
Velimir Sargic aftur til landsins.
Hann var unglingaþjálfari hjá Kefla-
vík í átta ár en þjálfar nú öll yngri
landslið Möltu í knattspyrnu. Ef af
verður mun hann verða yfirþjálfari
yngri flokka Keflavíkur og sjá um
tækniæfmgar meistaraflokks.
-KS
Arsenal slapp
með skrekkinn
Sporin hafa verið þung fyrir
leikmenn og stuðningsmenn Vals
undanfarna daga en sem kunnugt
er féllu Valsmenn í fyrsta sinn í
sögunni þegar þeir biðu lægri hlut
fyrir Grindvíkingum í lokaumferð
íslandsmótsins í knattspyrnu um
síðustu helgi.
Ekki hefur verið tekin nein
ákvörðun um það hvort Ingi
Bjöm Albertsson verður
áfram við stjórnvöl-
inn hjá Hlíðarenda-
liöinu og eins em
leikmannamálin
óljós. Þó er vitað að
Kristinn Lárasson og
Sigurbjörn Hreiðars-
son, tveir af máttarstólp-
um liðsins, munu leika
áfram með félaginu. Samn-
ingar Amórs Guðjohnsens,
Ólafs Stígssonar, Daða Dervics,
Ingólfs Ingólfssonar, Hjörvars
Hafliðasonar og Lúðvíks Jónasson-
ar eru útrunnir og alls ekki er vist
að þessir leikmenn haldi áfram að
leika með Val.
Endurheimta fjóra og
vonast eftir Bjarka
Valsmenn munu hins vegar end-
urheimta flóra leikmenn sem þeir
lánuðu til Dalvíkinga í sumar en
þetta eru Sigurður Flosason, Jó-
hann Hreiðarsson, Ágúst Guð-
mundsson og Grímur Garðarsson
og þá vonast Valsmenn eftir því að
Bjarki Stefánsson, varnarmaður-
inn sterki sem missti af öllu tíma-
bilinu í ár vegna meiðsla, verði
klár.
Ætlum upp með miklum
slagkrafti
„Þetta fall er enginn dauðadóm-
ur fyrir félagið þó svo að það hafi
verið gríðarlegt áfall. Við ætlum
að koma upp með eins mikl-
um slagkrafti og
hægt er og stefnan
verður tekin á að
fara beint upp í úr-
valsdeildina. Þar ætl-
um við að marka okk-
ur spor á allt öðrum
slóðum en við höfum
verið síðustu árin. Til þess
að svo megi verða þurfum
við að auka verulega flármagn-
ið í rekstrinum,“ sagði Eggert
Kristófersson, formaður knatt-
spyrnudeildar Vals, í samtali við
DV í gær.
„Það er ljóst að við missum ein-
hvern mannskap en við eigum
fullt af ungum strákum sem geta
tekið við. Við lentum í miklum
áföllum í sumar hvað varðar
meiðsli og það var dýrt fyrir þenn-
an litla hóp sem við höfðum úr að
spila. Nú þurfa Valsmenn að taka
saman höndum og koma félaginu
til vegs og virðingar að nýju,“
sagði Eggert.
-GH
- skoraði tvö á lokamínútunni gegn AIK
Arsenal slapp fyrir horn í gær-
kvöld þegar liðið sigraði AIKfrá
Svíþjóð, 3-1, í meistaradeild Evrópu
í knattspyrnu frammi fyrir 70 þús-
und áhorfendum á Wembley-leik-
vanginum í London.
Allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar
Thierry Henry skoraði fyrir
Arsenal á lokamínútunni. AIK
geystist í sókn og fékk hornspyrnu
en beint eftir hana óð Davor Suker
upp völlinn og gerði þriðja mark
Arsenal.
Manchester United var hins veg-
ar ekki í vandræðum gegn Sturm
Graz í Austurríki, skoraði þrívegis í
fyrri hálfleik og lét þar við sitja. í
seinni hálfleik varði Raimond Van
Der Gouw, markvörður United,
vítaspyrnu frá Ivica Vastic.
Barcelona sýndi snilldai'knatt-
spymu gegn Fiorentina og 4-2 sigur
var í minnsta lagi. Rivaldo skoraði
tvö markanna á þremur mínútum í
síðari hálfleik.
Rosenborg sýndi enn styrk sinn
með 2-2 jafntefli gegn Feyenoord í
Þrándheimi þar sem öll mörkin
komu á fyrstu 24 mínútunum. John
Carew gerði bæði mörk Rosenborg-
ar. Árni Gautur Arason sat á vara-
mannabekknum hjá Rosenborg eins
og í síðustu tveimur leikjum.
-VS
David Beckham, Andy Cole og Dwight Yorke fagna marki Cole gegn Sturm
Graz í Austurríki í gærkvöld. Reuter
IRB fer til Sviss
og Finnlands
- og til Nancy í Frakklandi
Lugano frá Sviss og Huima frá
Finnlandi komust í gærkvöld áfram
í Korac-bikamum í körfubolta og
leika því í riðli með ÍRB úr Reykja-
nesbæ. Franska liðið Nancy fór
beint i riðlakeppnina og er flórða
liðið í riðlinum sem verður leikinn
frá 6. október til 17. nóvember.
Lugano tapaði fyrir Seixal í
Portúgal, 76-72, en hafði unnið fymi
leikinn, 83-71. Lugano virðist nokk-
uð öflugt lið, hefur unnið tvo fyrstu
leikina á tímabilinu í Sviss og ann-
an þeirra með 51 stigs mun.
Huima tapaði fyrir Ulm í Þýska-
landi, 86-84, en vann fyrri leikinn,
100-87. Huima vann á dögunum
fyrsta leik sinn í flnnsku A-deild-
inni. Athygli vekur að í leiknum í
Þýskalandi notaði Huima aðeins 6
leikmenn og breiddin hjá liðinu
virðist ekki mikil.
Lið Nancy hefur valdið miklum
vonbrigðum i upphafi tímabilsins í
Frakklandi og tapað báðum deilda-
leikjum sínum, öðrum með 25 stiga
mun. Fjórir Kanar leika með liðinu,
tveir þeirra með franskt ríkisfang,
og auk þess finnskur landsliðsmað-
ur. -VS
Maður leiksins:Edda Garðarsdóttir, Islandi.
Lykilmaður i sterkri og skipulagðri íslenskri vörn.
íslenska kvennalandsliðið hefur
komið mörgum á óvart í upphafi
undankeppni Evrópumóts landsliða.
Markalaust jafntefli gegn silfurliði
ítala frá síðasta Evrópumóti í Laug-
ardalnum í gær kemur liðinu í topp-
sæti síns riðils eftir flögur stig í
fyrstu tveimur leikjunum.
íslenska liðið spilaði vel gegn ítöl-
um í gær, það er ljóst að stelpumar
hafa alla burði til að halda áfram að
nálgast bestu þjóðir álfunnar.
\ Þannig gátu ítalir, sem teljast til
þeirra, þakkað fyrir að vera ekki
tveimur mörkum undir í hálfleik.
íslenska liðið hafði völdin í fyrri
hálfleik og var 5-0 yfir i skotum á
mark. Tvö gullin færi hjá þeim
Rakel Ögmundsdóttur á 3. mínútu
og Ásthildi Helgadóttur á þeirri sjö-
undu hefðu auðveldlega gert stöðu
íslenska liðsins enn betri.
í seinni hálfleik fór að bera á
meiri tilburðum hjá þeim ítölsku en
sterk og skipulögð íslensk vöm gaf
þeim fá færi til að ógna íslenska
markinu verulega en nokkur hálf-
færi sluppu þó í gegn er leið á leik.
Sterkur mannskapur
Þórður Lárusson er með sterkan
framtíðarmannskap í höndunum,
+
liðið er skipað ungum stelpum auk
nokkuma jaxla en það sem mestu
skiptir er að stærsti hluti þess hefur
mikla reynslu og í hópnum em
fimm af átta leikreyndustu lands-
liðskonum okkar frá upphafi.
Vörnin mjög sterk
Vörnin var mjög sterk í gær, með
hina tvítugu Eddu Garðarsdóttur í
fararbroddi, dyggilega studda af
tveimur reynsluboltum, þeim Auði
Skúladóttur og Guðrúnu Jónu Krist-
jánsdóttur. Katrín Jónsdóttir skilaði
sínu hlut.verki einnig vel á miðjunni
og Rakel Ögmundsdóttir var sú sem
gerði usla í vörn ítala. Áhyggjuefnið
var kannski að þær Ásthildur
Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir
hafa átt betri daga. Það og sending-
armistök á sóknarvelli var aftur á
móti eitt af fáum vandamálum sem
Þórður Lárusson þarf að huga að
fyrir næsta leik úti gegn Evr-
ópumeisturum Þjóðverja í næsta
mánuði.
Auður Skúladóttir fyrirliði var
ánægð. „Það gekk mjög vel en við
hefðum átt að skora í fyrri hálfleik.
Ég bjóst við þeim grimmari en held
að við höfum slegið þær út af
laginu. Ég er mjög sátt.“ -ÓÓJ
Ágæt byrjun íslands í Evrópukeppni kvenna:
toppnum
aðilinn í 0-0 jafntefli gegn silfurliðinu úr síðustu keppni
- sagði þjálfari ítala
Á
- sterkari
Hugrún Þorsteinsdóttir, markvörður og fyrirliði Fram, átti stærstan þátt í sigr-
inum á Stjörnunni og það var því við hæfi að hún tæki við meistarabikarnum.
DV-mynd Hilmar Þór
íslenska lið-
ið sterkt
„Ég er aðeins búinn að stjórna ítalska liðinu í
eina viku þannig ég gat ekki búist við miklu hjá
stelpunum í þessum leik,“ sagði þjálfari ítala,
Ettore Recagni, í samtali við DV eftir leikinn í
gærkvöld.
Keppnistímabilið hjá okkur byrjar ekki fyrr
en í október en ég sá það sem ég þurfti í þessum
leik. Fyrri hálfleikurinn var slakur hjá okkur en
þetta lagaðist í þeim seinni. Island átti skilið
meira en stigið í fyrri hálfleik en við áttum
skilið meira en stigið í þeim síðari.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé til íslenska
liðsins og það spilaði vel í kvöld og kom mér á
óvart hversu sterkt það er. Leikmaður númer
tvö (Auður Skúladóttir) í vörninni var best hjá
íslandi að mínu rnati," sagði ítalski þjálfarinn.
-ÓÓJ
ísland 0 - Ítalía 0
Þóra B. Helgadóttir - Rósa Júlía Steinþórsdóttir,
Auður Skúladóttir, Edda Garðarsdóttir, Guðrún Jóna
Kristjánsdóttir - Guðlaug Jónsdóttir (Sigrún Óttarsdóttir 82.), Margrét
Ólafsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Rakel Ögmunds-
dóttir - Ásgerður H. Ingibergsdóttir (Erla Hendriksdóttir 70.). Vara-
menn: Sigríður F. Pálsdóttir, Helena Ólafsdóttir og Guðrún Sóley
Gunnarsdóttir. Gul spjöld: Rósa.
Giorgia Brenzan - Luisa Marchio, Elisa Miniati, Ro-
berta Stefanelli, Danilela Tavalazzi - Damiana Dei-
ana (Paola Zanni 46.), Tatiana Zorri, Federica D'Astolfo, Pamela Conti
- Rita Guarino (Silvia Tagliacame 86.), Patrizia Panico.
Gul spjöld: Conti, Panico.
Sport
ÞÝSKAUND
Flensburg - Essen.........25-23
Christiansen 8 - Dragunski 8/1.
Grosswallstadt - Minden . . 28-20
Roos 7/4, Jensen 6, Kljaic 6 - Dushe-
bajev 6, Traub 5.
Willstátt - Gummersbach . . 19-23
Stahl 6 - Yoon 10/3, Kodljpv 5.
Dormagen - Kiel.........26-27
- Wislander 6.
Wetzlar - Nordhorn .....19-27
Klimpke 4, Kestawitz 4 - Flemister 6,
Hagen 6, Pettersson 6/3.
Nettelstedt - Bad Schwartau 30-24
Beuchler 10, Mikulic 7/2 - Kordo-
wiecki 5, Thorsson 5.
Wuppertal - Eisenach.......31-29
Nordhorn 4 4 0 0 112-83 8
Kiel 4 4 0 0 120-93 8
Flensburg 4 4 0 0 111-95 8
Lemgo 3 3 0 0 77-61 6
Grosswallst. 4 3 0 1 97-88 6
Magdeburg 3 2 0 1 80-61 4
Essen 3 2 0 1 83-72 4
Minden 4 2 0 2 102-103 4
Wuppertal 4 2 0 2 99-103 4
Nettelstedt 4 2 0 2 98-106 4
Frankfurt 3 1 0 2 70-68 2
Gummersb. 3 1 0 2 65-68 2
Eisenach 4 1 0 3 106-110 2
Wetzlar 4 1 0 3 88-106 2
Dormagen 4 0 1 3 87-102 1
Schutterw. 3 0 1 2 71-86 1
Willstátt 4 0 0 4 84-112 0
B. Schwartau4 0 0 4 81-114 0
Flensburg hefur nú fengið 35 stig af
36 mögulegum í síðustu 18 heima-
leikjum sínum í deildinni.
Minden er greinilega vængbrotið án
Alexanders Tutschkins og var
auðveld bráö fyrir Grosswallstadt.
Tutschkin leikur ekkert i vetur vegna
bílslyssins sem hann lenti í fyrr í
mánuðinum.
Lemgo og Magdeburg mætast í
sannkölluðum stórleik í kvöld.
Lemgo er án Daniels Stephans, leik-
manns ársins í heiminum, en hann er
meiddur.
-VS
* Ímeistaradeildin
A-riðill:
Maribor - Leverkusen.........0-2
0-1 Zivkovic (82.), 0-2 Kirsten (90.)
Lazio - Dynamo Kiev.........2-1
O-l Rebrov (67.), 1-1 Negro (69.), 2-1
Salas (71.)
Leverkusen 2 110 3-1 4
Lazio 2 110 3-2 4
Maribor 2 10 1 1-2 3
D. Kiev 2 0 0 2 1-3 0
B-riðill:
Arsenal - AIK .................3-1
1- 0 Ljungberg (28.), 1-1 Nordin (53.),
2- 1 Henry (90.), 3-1 Suker (90.)
Barcelona - Fiorentina ........4-2
1-0 Figo (7.), 2-0 Enrique (10.), 2-1
Amoroso (50.), 3-1 Rivaldo (68.), 4-1
Rivaldo (70.), 4-2 Chiesa (79.)
Barcelona 2 2 0 0 6-3 6
Arsenal 2 110 3-1 4
Fiorentina 2 0 11 2 -i 1
AIK 2 0 0 2 2-5 0
C-riðill:
Dortmund - Boavista.........3-1
1-0 Möller (44.), 1-1 Bento (44.), 2-1
Bobic (53.), 3-1 Bobic (64.)
Rosenborg - Feyenoord.......2-2
0-1 Tomasson (10.), 1-1 Carew (21.),
1-2 Kalou (22.), 2-2 Carew (24.)
Rosenborg 2 110 5-2 4
Dortmund 2 110 4-2 4
Feyenoord 2 0 2 0 3-3 2
Boavista 2 0 0 2 1-6 0
D-riðill:
Sturm Graz - Manch. Utd ... 0-3
0-1 Keane (15.), 0-2 Yorke (31.), 0-3
Cole (33.)
Croatia Zagreb - Marseille . . . 1-2
0-1 Bakayoko (5.), 1-1 Sokota (64.), 1-2
Perez (77.)
Marseille 2 2 0 0 4-1 6
Manch.Utd 2 110 3-0 4
Croatia Z. 2 0 11 1-2 1
Sturm Graz 2 0 0 2 0-5 0
Nýliðarnir eru
óstöðvandi
- Guðmundur og félagar í efsta sætinu
Nýliðar Nordhorn, með Guðmund
Hrafnkelsson í markinu, héldu áfram sig-
urgöngu sinni í þýska handboltanum í
gærkvöld og sigruðu þá Wetzlar, 19-27, á
útivelli. Nordhorn hefur unnið alla flóra
leiki sína og er efst með betri markatöiu
en stórliðin Kiel og Flensburg. Sigurður
Bjarnason skoraði eitt mark fyrir Wetzlar
í leiknum.
Willstátt á í meiri vandræðum með að
laga sig að A-deildinni og tapaði, 19-23,
fyrir Gummersbach og er enn án stiga.
Gústaf Bjarnason skoraði 2 mörk fyrir
Willstátt og Magnús Sigurðsson lék aðeins
í vörn liðsins vegna meiðsla sem hann
varð fyrir á æfingu um síðustu helgi.
Dormagen tapaði naumlega fyrir meist-
urum Kiel, 26-27, en Kiel hafði reyndar
ekki unnið sigur í Dormagen í flögur ár.
Það var fyrst og fremst stórleikur hjá
Magnus Wislander og markverðinum
Steinari Ege sem tryggði Kiel sigurinn.
Patrekur Jóhannesson átti góðan leik
með Essen sem tapaði í Flensburg, 25-23.
-VS
Sátt meö stigið
„Við hefðum átt að geta náð í öll þrjú stig-
in en erum nokkuð sátt með að fá eitt út úr
þessum leik. Við fómm í þennan leik með
því takmarki að spila agaðan vamarleik og
gerðum það. Þær fengu nokkur hálffæri en
Þóra þurfti aldrei að veija í leiknum. Ég
bjóst við að þær kæmu framar enda með eitt
af bestu liðum Evrópu og það voru aðeins
flórar breytingar á liði þeirra frá því á HM.
Ég hefði viljað sjá tvö mörk í byrjun og
það hefði breytt leiknum og fengið þær til að
koma framar á völlinn sem hentar okkur
betur. Fjögur stig er kannski meira en við
áttum von á og mjög gott fararnesti í næstu
leiki. Sjálfstraustið er gott hjá stelpunum,
þær eiga sér engin takmörk og eiga eftir að
koma fleimm á óvart en sjálfum sér,“ sagði
Þórður Lárusson, þjálfari íslenska liðsins.
Sterkari en sumir halda
„Það var mjög fint að ná í jafntefli en við
hefðum þó átt að klára færin okkar betur í
fyrri hálfleik. Við hleyptum þeim ekkert í
gegn um vömina og erum sterkari en sumir
halda,“ sagði Edda Garðarsdóttir, besti leik-
maður íslenska liðsins í gær, gríðarsterk í
hjarta íslensku vamarinnar. -ÓÓJ
ísland - ítalia ísland - ítalia
Markskot: 6 6 Völlur: Mjög góður.
Horn: 2 6 Dómari: Bente Skogvang, til
Áhorfendur: 1.021. fyrirmyndar, mjög röggsöm.
Öruggur sigur Fram í meistarakeppninni:
„Stoppuðum þær strax“
m
j|
Falur Harðarson.
Herbert Arnarson.
Helgi J. Guðfinnsson.
Helgi einn í sigurliði
Framstúlkur tryggðu sér sigur í
meistarakeppni HSÍ í kvenna-
flokki með öraggum sigri, 22-19,
yfir Stjömustúlkum í Ásgarði i
gærkvöld. Sigurinn var mun ör-
uggari en þessar tölur gefa til
kynna því Fram komst í 10-2 og
Stjarnan gerði flögur síðustu
mörkin í leiknum.
„Við náðum að stoppa þær strax
í byrjun í vörninni og það skóp
forskotið. Við vorum síðan
ákveðnar í að tapa ekki leiknum,"
sagði Hugrún Þorsteinsdóttir, fyr-
irliði Fi-am, eftir leikinn. Fram-
stúlkur léku ágætlega, sérstaklega
miðað við að þær hafa átt í
nokkrum meiðslavandræðum í
sumar. Hugrún var þó fremst með-
al jafningja og varði geysivel.
Díana Guðjónsdóttir nýtti sín færi
einnig vel í horninu. Þær eiga ör-
ugglega eftir að mæta mjög sterkar
til leiks í vetur og hugsanlega upp-
skera meira en þær náðu að gera í
fyrra.
„Við byrjuðum mjög illa og það
var erfitt að elta þegar við voram
svo langt undir. Við fengum svo
tækifæri til að saxa á forskotið en
Hugrún var okkur erfið. Við eig-
um eftir að stilla okkur betur sam-
an,“ sagði Ragnheiður Stephensen,
skytta Stjömunnar, eftir leikinn.
Hjá Stjörnustúlkum var Sigrún
Másdóttir best og Rut Steinsen
sýndi einnig ágæta takta eftir að
hún kom inn á. Liðið á trúlega eft-
ir að slípast betur þegar á líður en
það hefur misst sterka leikmenn
síðan í fyrra og það mun trúlega
hafa áhrif á gengið hjá því í vetur.
Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður
Stephensen 6/3, Sigrún Másdóttir 5,
Nína K. Bjömsdóttir 3, Inga S. Björg-
vinsdóttir 2, Rut Steinsen 2, Svava
Björk Jónsdóttir 1.
Varin skot: Sóley Halldórsdóttir 9/1.
Mörk Fram: Díana Guðjónsdóttir 6,
Hafdís Guðjónsdóttir 5, Marina Zueva
4/1, Olga Prokorova 3, Katrín Tómas-
dóttir 3, Jóna Björg Pálmadóttir 2.
Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir
14.
-HI
Helgi Jónas Guðfinnsson var
eini íslenski atvinnumaðurinn í
körfubolta sem var í sigurliði í
Evrópukeppni í vikunni.
Lið Helga, Telindus Antwerpen,
vann Sparta frá Lúxemborg auð-
veldlega, 85-48, og hafði unnið
fymi leikinn svipað, 95-57. Helgi
skoraði 8 stig á 24 mínútum og
hitti úr tveimur 3ja stiga skotum
af sjö í leiknum.
Herbert Arnarson og félagar í
Donar frá Hollandi eru úr leik í
Korac-bikarnum en þeir töpuðu,
61-78, fyrir Vacallo frá Sviss á
heimavelli. Herberf lék í 31 mín-
útu og skoraði 12 stig en hitti illa.
Falur Harðarson skoraði 3 stig
á 30 mínútum þegar ToPo
Helsinki tapaði, 63-70, fyrir Saka-
lai Vilnius frá Litháen í Evrópu-
keppni bikarhafa. -VS