Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 3
+ 20 FIMMTUDAGUR 7. OKTOBER 1999 FIMMTUDAGUR 7. OKTOBER 1999 21 Sport Sport Blcitici i pokci Viking Stavanger hefur áhuga á að kaupa Steinar Adolfsson, landsliðs- mann í knattspyrnu, frá Kongsvin- ger, samkvæmt frétt í Stavanger Af- tenblad. Kongsvinger er fallið úr A- deildinni og í samtali við blaðið segir Steinar að það sé ekki spennandi að spila í næstu deild fyrir neðan, sér- staklega ekki ef hann ætli að halda sæti sínu í landsliðinu. Hnéskel Steínars brotnaði í byrjun september og spilar hann ekki meira á þessu ári. Bobby Robson, knatt- spyrnustjóri hjá Newcastle, hefur fengið Argentínumanninn Lucas Comineli að láni frá spænska liðinu Grenada út þetta tíma- bil. Hann er þriðji leik- maöurinn sem Robson fær til liðs við félagið eftir að hann tók við stjórn- inni. Isiðustu viku gekk Brasilíu- maðurinn Fumaca í raðir Newcastle frá Barnsley og um helgina keypti Newcastle skoska landsliðsmanninn Kevin Gallacher. Þorvaldur Örlygsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs KA í knattspyrnu til tveggja ára. Þorvald- ur lék með KA til ársins 1989 en hef- ur siðan spilað sem atvinnumaður i Englandi með Nottingham Forest, Stoke og Oldham. Hann er 33 ára og mun jafnframt leika með KA-mönn- um. Stern John, 22 ára gamall leikmaður frá Trínidad, er orðinn mjög eftirsótt- ur og sækjast ensk knattspyrnufélög mjög eftir honum. John hefur skorað 43 mörk í 54 leikjum fyrir Columbus Crew í bandarísku atvinnudeildinni og Leicester, Watford og Nottingham Forest eru nú komin i harða baráttu um piltinn sem er með lausan samn- ing um áramót. Arnar Gunnlaugsson lék í 70 mínútur með varaliði Leicester þegar það tapaði, 1-2, fyrir Watford á mánudags- kvöldið. Þetta var annar leikur Arnars eftir langvarandi meiðsli og hann er sagð- ur eiga langt í land með að ná fyrra formi. Það verður því eflaust einhver bið á að hann fari að spila með Leicester í A-deildinni. Edson, fyrrum markvörður Santos í Brasiliu og sonur knattspyrnugoðs- ins Pele, var i gær dæmdur í sex ára fangelsi í heimalandi sínu. Edson var valdur að bílslysi fyrir sjö árum þar sem einn maður lét lífið. Þar sem Ed- son var ekki á sakaskrá fær hann að stunda vinnu að deginum en þarf að gista innan múranna að nóttu til. Hertha Berlin, lið Eyjólfs Sverris- sonar í þýsku knattspyrnunni, hefur átt i gífurlegum vandræðum i haust vegna meiðsla leikmanna. Nú er ljóst að tveir þeirra, Rene Tretschok og Rob Maas, fara i uppskurð á næstu dögum og verða ekki leikfærir fyrr en eftir vetrarfriið. Enska knattspyrnufélagiö West Ham gæti verið dæmt úr leik i UEFA- bikarnum fyrir að nota Króatann Igor Stimac gegn Osijek frá Króatiu á dögunum. Stimac fékk á sinum tima fjögurra leikja bann i Evrópu- keppni þegar hann lék með Hajduk Split og á enn eftir að taka út tvo síð- ari leikina. George Graham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Totten- ham, hefur hug á að fá sænska lands- liðsmanninn Yksel Osmanovski frá Bari á ítalíu og er tilbúinn til að greiða fyrir hann 600 milljónir króna. Birkir Kristinsson lék ekkí í marki Lustenau gegn Ried í austurrisku A- deildinni_^gærkvöld. Guó- jón Þórðarson landsliðs- þjálfari vildi fá hann strax í islenska landsliðið í Par- is og þangað var Birkir mættur í gær ásamt öðrum landsliðs- mönnum. Mick McCarthy, landsliðsþjálfari íra í knattspyrnu, framlengdi samning sinn við írska knattspyrnusambandið til ársins 2002. Hann veröur því með liðið fram yflr forkeppni heimsmeist- aramótsins. Grikkir sigruöu Albani, 2-0, í 2. riöli forkeppni Evrðpumóts landsliða í knattspyrni í Aþenu í gærkvöld. f þessum riðli eru Norðmenn langefstir með 22 stig og hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Slóvenía hefur 17 stig og Lettar hafa 13 stig. -GH/VS/JKS Natalia Gomzina og Anna Pavlicuk eru mættar í slaginn eystra og komn- ar í Þróttarbúninginn. Rússneskar í Þrótt Tvær rússneskar stúlkur leika með Þrótti frá Neskaupstaö í 1. deild kvenna í blaki í vetur. Þær heita Natalia Gomzina og Anna Pavlicuk og koma frá félaginu Trud í borginni Jaroslav. Ef að líkum lætur styrkja þær verulega lið Þróttar sem varð í þriðja sæti 1. deildar í fyrra. Þess má geta að Þróttur úr Neskaupstað átti sex íslandsmeistara af sjö mögulegum í yngri flokkum á siðasta tímabili og blakdeild félagsins er án efa ein sú öflugasta á landinu. -VS Gunnleifur í Fram? - leikur líklega með Ayr United í vetur Samkvæmt heimildum DV eru miklar líkur á að Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður úr KR, gangi til liðs við Fram fyrir næsta tímabil. Gunnleifur fékk fá tækifæri með KR í ár og hugs- ar sér nú til hreyfings þar sem nokkuð ljóst er að Krist- ján Finnbogason mun áfram verja mark Islands- og bik- armeistaranna. Gunnleifur vildi ekkert segja þegar DV bar þetta und- ir hann en sagði hinsvegar nokkuð öruggt að hann færi á næstu dögum til skoska B-deildarliðsins Ayr United. „Það kemst endanlega á hreint um helgina en það stefnir allt í að ég verði leigður til Ayr í fjóra mánuði. Það gæti farið svo að fyrsti leikurinn minn yrði gegn Celtic í deildabikarkeppninni strax næsta miðvikudag," sagði Gunnleifur við DV. -VS p *. f tfS^r * - «a-^» tM : JE ^^rifl 1. deild karla í handknattleik Aldrei að Vinnum á eðlílegum degi „Ég var mest óánægðastur með hve mótherjinn ýtti okkur alltof langt út í sókn- arleiknum. Við tókum ekki nógu vel á þeim vanda og ennfremur var svissneska liðið mun grimara. Lugano er sterkt en við náðum okkur því miður aldrei á flug í leiknum. Samt vorum við inn í leiknum alveg þangað til að fimm mínútur voru eftir. Á eðlilegum degi vinnum við þetta lið því það er ýmislegt sem við höfum sem þeir hafa ekki. Við ætlum að vinna þá þegar við mætum þeim aftur á heima- velli. Hittnin brást en við fengum ekki nógu mikið af góðum skotum og samvinna manna var ekki góð. Við vorum líka ekki hreyfanlegir og ekki duglegir að opna fyrir hvorn annan. Þetta var fyrsti leikurinn i keppninni og ég held að menn h'afi dregið lærdóm af honum. Núna verður allt sett í gang og ég lofa betri leik gegn finnska liðinu Huima i næstu viku," sagði Sigurður Ingimundarson, annar þjálf- ara liðsins, í samtali við DV eftir leikinn. -JKS Evrópukeppni félgasliða í körfuknattleik: Æm ILVIUJJUKtíppiil lUlgclíillUct I KUIIUmiclLLIt gefastupp Ii5i5lék - FH vann upp gott forskot ÍR og tók stigin tvö Ll^^r ll^^r I^^PIm alltlangt „Ég get ekki verið annað en sátt- ur við stigin tvö eins og leikurinn þróaðist. Strákarnir neituðu að gef- ast upp og þeir eiga hrós skilið fyr- ir góðan karakter. Ég var mjög ánægður með vörnina og mark- vörsluna en við eigum eftir að slípa sóknarleikinn mikið. Við gerðum mikið af tæknifeilum í fyrri hálfleik og við færðum þeim á silfurfati þetta forskot í byrjun," sagði Elvar Erlingsson, þjálfari FH-inga, við DV eftir hálf ævintýralegan sigur Hafn- arfjarðarliðsins á ÍR-ingum í Aust- urbergi í gær. Lokatölur urðu, 22-25, en FH-ing- ar áttu frábæran endasprett, þeir komust fyrst yfir í leiknum þegar tvær mínútur voru til leiksloka og tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörkin. FH-ingar byrjuðu ekki gæfulega og það stefndi í stórsigur heimanna í fyrri hálfleik. Þegar 17 mínútur voru liðnar af leiknum hafði FH að- eins skorað eitt mark en ÍR-ingar sjö og komu fimm þeirra úr hraða- upphlaupum eftir klaufaleg mistök FH-inga. Hafnfirðingarnir náðu að rétta sinn hlut áður en blásið var til leikhlés en þeim tókst að minnka muninn niður í eitt mark. í seinni hálfleik héldu ÍR-ingar þægilegu for- skoti mest allan timann og ekkert í spilunum benti til annars en að Breiðhyltingar væru að landa enn einum heimasigrinum. En FH-ingar eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og þegar Magnúsi Árnasyni var skipt inn á í FH-markið fóru hlutirnir að snúast FH-ingum í vil. Magnús skellti í lás og við það hljóp mikill hamur í fé- laga hans. Leikur ÍR-inga hrökk i baklás og FH-ingar færðu sér það í nyt og unnu sætan sigur og sinn annan í röð en ósigurinn var sá fyrsti hjá ÍR á tímabilinu. Stór galli á okkar góða liði „Ég á mjög erfitt með að skýra hvað gerðist í leik okkar en eitthvert einbeitingaleysi greip um sig hjá okk- ur. Við misstum niöur gott forskot og það er ekki í fyrsta sinn sem það ger- ist. Við verðum að vinna í þessu því þetta er stór galli á okkar góða liði," sagði Ragnar Óskarsson, leikstjórn- andi ÍR-inga, sem lék best heima- manna ásamt Ólafi Sigurjónssyni og síðan varði Hallgrímur vel í fyrri hálfleik. ÍR-ingar eru með gott lið en þeir þurfa að halda haus og einbeitingu allan tímann ef þeir ætla að ná langt í vetur. Lárus Long lék best i liði FH. Hann skoraði sjö glæsileg mörk og var með góða nýtingu. Gunnar Beinteinsson lék einnig vel en mennirnir sem fór langt með að vinna leikinn fyrir FH voru Magnús markvörður og Sigurgeir Ægisson sem greip tækifærin vel sem hann fékk í seinni hálfleik og skoraði 5 góð mörk. -GH undir getu - Reykjanesbær tapaði fyrir Lugano, 94-76 1-0, 1-1, 7-1, 7-3, 9-4, 10-6, (10-9), 12-9, 15-11, 17-13, 19-16, 19-19, 22-21, 22-25. ÍR: Ragnar Óskarsson 9/4, Ólafur Sigurjónsson 7, Bjarni Frantson 2, Finnur Jóhannsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1, Róbert Rafnsson 1, Erlendur Stefánsson 1. Varin Skot: Hallgrímur Jónasson 9, Hrafn Margeirsson 0. Brottvisanir: 6 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vítanýting: Skoraö úr 4 af 4. Áhorfendur: 300. Gceði leiks (1-10): 6. Dómarar (1-10): Guöjón Sigurðsson og Ólafur Haraldsson (7). FH: Lárus Long 7, Sigurgeir Ægisson 5, Gunnar Bein- teinsson 4, Guðmundur Pedersen 3/1, Brynjar Geirsson 2, Knútur Sig- urðsson 2, Hálfdán Þórðarson 1, Sverrir Þórðarson 1. Varin skot: Egidijus Petkkevicius 8, Magnús Árnason 8. Brottvisanir: 4 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 1 af 1. Maður leiksins: Lárus Long, FH. KörfuknattleiksUð Reykjanesbæjar tap- aði fyrsta leik sínum í riðlakeppni Korac-keppninnar í gærkvöld þegar liðið lék gegn Lugano frá Sviss. Lokatölur leiksins urðu, 94-76, en í halfleik var stað- an, 40-37, fyrir svissneska liðið. Leikurinn var í járnum lengst af og það var ekki fyrr en fimm minútum fyrir leikslok sem Lugano seig fram úr og munurinn var í lokin 18 stig. Þetta var fullmkill munur þegar á heildina er litið en Reykjanesbæj- arliðið var að leika langt undir getu að sögn Sigurður Ingimundarsonar sem er annar af þjálfurum liðsins. Sóknarleikur íslenska hðsins var strið- ur í fyrri hálfleik og raunar í öllum leikn- um. Hitnin, sem er einn sterkasti hlekkur Uðsins, brást því miður. Jafnt var á flest- um tölum en það íslenska var með for- ystu, 33-34, þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur þróaðist með svipuð- um hætti og sá fyrri og jafnt var á öllum tölum. í stöðunni, 74-74, fór að halla und- an fæti og Lugano tók leikinn smám sam- an í sínar hendur. Reykjanesbæjarliðið reyndi allt hvað það gat, breytti í svæðis- vörn og reyndi að setja pressu á heima- menn. Allt kom fyrir ekki og árján stiga ósigur var staðreynd í lokin. Liðið lék allt undir getu en segja má að að Purnell Perry og Hjörtur Hjartarson hafi staðið upp úr. Næsti leikur liðsins í riðlinum verður 13. október gegn finnska liðinu Humina í Kefiavík. Stigin: Pernell Perry 35, Hjörtur Harðarson 13, Chianti Roberts 8, Teitur Örlygsson 8, Hermann Hauksson 5, Guð- jón Skúlason, Friðrk Ragnarsson 3, Frið- rik Stefánsson 2. -JKS Keflvíkingar báru sigur úr býtum í Eggjabikarnum í fyrra með viðeigandi hætti, bikarlnn góði fékk rembingskoss hjá Kristjáni Guðlaugssyni og Sæmundi Oddssyni. IR-lngurinn, Ingimundur Ingimundarson, stekkur hér upp að FH-vörninni. Sigurgeir Ægisson og Ragnar Óskarsson fylgjast með. Finnur Jóhannsson, DV-mynd E.ÓL Perry skoraöi 35 stíg Pernell Perry, Bandaríkjamaðurinn í sameiginlegu liði Kefivíkinga og Njarðvíkinga, lék vel gegn Lugano í Evrópukeppninni í gærkvöldi og setti niður 35 stig. Hér er Perry í leik gegn London Leoparts í undankeppninni þar sem Suðurnesjaliðið fór með sigur af hólmi. Eggjabikarinn hefst í kvöld í fjórða sinn: Fjórir leikhlutar - prufukeyrsla á nýjum reglum í ár Eggjabikarinn hefdr göngu sína í ekki að mætast fyrr en í úrslitum, kvöld með þremur af átta viðureign- fari þau á annað borð aila leið í úr- um í 16 liða úrslitum. I Eggjabikar- slitin í ár. í fyrstu umferð Eggjabik- inn komast öll úrvalsdeildarliðin arsins mætast eftirtalin lið: auk fjögurra liða úr 1. deild sem Fimmtudagur 7. október náðu bestum árangri á siðasta vetri. ÍR-Grindavík..............19.00 Keppnin fer nú fram í fjórða sinn ÍA-Haukar................20.00 og hefur hún verið mikil lyftistöng SkaUagrúnur-KR...........20.00 fyrir annars rólega tíð í körfubolt- Föstudagur 8. október anum á þessum tíma. Keppni hinna Valur-KFÍ................18.00 fjögurra fræknu fer síðan fram 13. Stjarnan-Keflavík ..........20.00 og 14. nóvember í Laugardalshöll- Hamar-Tindastóll ..........20.00 inni en til þess að komast þangað Þór Þ.-Njarðvik............20.00 verða liðin að vinna sig í gengum Þór Ak.-Snæfell............20.30 tvær útsláttarumferðir með leikjum Laugardagur 9. október heima og að heiman. Grindavík-ÍR..............16.00 Ákveðið hefur verið að prufu- KR-Skallagrímur...........16.00 keyra nýjar reglur í ár, þær sömu Haukar-ÍA................16.00 og komast í gagnið næsta haust. Sunnudagur 10. október Þá á að fjórskipta leiktímanum KFÍ-Valur................20.00 þannig, að spilað verður fjóra 10 KeOavík-Stjarnan..........20.00 mínútna leikhluta. Leikhlé milli Njarðvík-Þór Þ.............20.00 fyrsta og annars leikhluta og 3. og 4. Tindastóll-Hamar ..........20.00 eru tvær mínútur en leikhléið sjálft Snæfell-Þór Ak.............20.00 er síðan tiu mínútur. Hvort lið má taka þrjú leikhlé í hvorum hálfleik „ «¦ *¦ . og liðsvillur fyrir bónuskot eru fjór- Keflvikingar osigraöir ar í hverjum leikhluta. Aðeins eitt lið hefur fagnað sigri í Eftir þessu fyrirkomulagi verður Eggjarbikarnum í þriggja ára sögu spilað í Eggjabikarnum í ár en 24 hans en það er lið Keflavíkur. sekúnda skotklukka (í stað 30 sek.) Keflavík hefur unnið alla átján og 8 sekúndna reglan til að koma leiki sína í keppninni og skorað bolta yfir í miðju (í stað 10 sek.) 105,2 stig og hitt úr 10,4 3ja stiga verður að bíða fram til næsta körfum að meðaltali í leik. hausts. Fimm lið, (Keflavik, KR, Grinda- Allt er þetta þáttur í reglubreyt- vík, Njarðvík og Tindastóll), hafa ingum FIBA sem eiga að skella á komist alla leið í Höllina og fjögur eftir Ólympíuleikanna í Sydney á af þeim, öil nema Njarðvík, hafa næsta ári. spilað til úrslita. 011 þrjú árin hafa Keppnin er styrkleikaröðuð, þrjú lið skipt því á milli sín að spila hugsuð þannig að bestu liðin í til úrslita gegn Keflvíkingum. fyrra, Keflavík og Njarðvík, ættu -ÓÓJ Einn besti domari Evrópu í París Einn besti dómari í Evrópu nú um stundir, Þjóðverjinn Bernd Heynemann, dæmir landsleik Frakka og íslend- inga í forkeppni Evrópumóts landsliða í París á laugar- daginn kemur. Heynemann hefur geysilega reynslu að baki og er í efsta dómaraflokki Knattspyrnusambands Evrópu. Heynemann, sem kemur frá Magdeburg, er 45 ára og því kominn á aldur samkvæmt almanki UEFA. Þvi er leikurinn á París með síðustu verkefnum hans innan UEFA. Aðstoðardómarar verða Harald Safher og Markus Scheibel en þeir dæma mikið af leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Eftirlitsmaður UEFA á leiknum verður Skotinn George Brian Smith. -JKS Frakkland-Island Frakkar treysta á Trezeguet Frakkar binda miklar vonir við framherjann David Trezeguet þegar þeir mæta íslendingum i und- ankeppni EM í knattspyrnuu í París á laugardaginn. Hinn 21 árs gamli Trezeguet, sem fæddur er í Argent- ínu, hefur leikið mjög vel með Mónakó í frönsku A-deildinni á leiktíðinni og er markahæsti leik- maður deildarinnar með 9 mörk í jafnmörgum leikjum. Roger Lemerre, þjálfari frönsku heimsmeistaranna, getur varla gengið framhjá Trezeguet þegar hann velur byrjunarliðið. Nicolas Anelka er ekki í leikmannahópnum og þeir Thierry Henry og Christophe Dugarry taka báðir út leikbann og það eitt ætti að tryggja Trezeguet sæti í liðinu. Trezeguet hefur ekki átt sæti í franska liðinu en hefur þess í stað leikið með U-21 árs liðinu. „Það hefur verið erfitt spila ekki með A-liöinu en ég held að ég hafi ekki átt skilið að vera í liðinu fram að þessu," sagði Trezeguet sem gekk ekki sem skildi með liði Mónakó á síðustu leiktíð enda mörg lið á Spáni og á ítalíu sem voru að krukka í hann á sama tíma og það kom niður á leik hans. Hann skrif- aði undir nýjan fjögurra ára samn- ing við Mónakó í sumar og í haust hefur hann farið á kostum í fram- línu Mónakó með Argentínumann- inn, Marcelo Gallardo, við hlið sér. Lióiö sem skorar á undan vinnur leikinn „Að spila með Gallardo í Mónakó er eins og að spila með Zidane í franska landsliðinu. Ég átti erfitt eftir heimsmeistarakeppnina. Ég var þreyttur og mér gekk illa hjá Mónakó. Núna er allt annað uppi á teningnum. Mér líður vel og er klár í slaginn. Við höfum fengið góð tækifæri í mörgum leikjanna í riðl- inum en ekki nýtt þau og þetta verð- ur að enda í leiknum gegn íslend- ingum. Það lið sem fyrr skorar í leiknum á laugardaginn mun vinna leikinn," sagði Trezeguet. -GH Sportkorn Valsmenn hlustuðu ekki Þaö vakti að vonum athygli í vor þegar Magnús V. Pétursson, kaup- maður og fyrr- um knatt- spyrnudómari, spáði því í sam- tali við DV að Reykjavíkur- stórveldin KR og Valur myndu falla úr úrvals- deildinni í knattspyrnu í ár. Helmingur- inn kom fram, Valur féll en KR varö hinsvegar tvöfaldur meistari. Magnús segir að skýringin á þessu væri einföíd. KR-ingar hafi tekið mark á sér, margir úr þeirra röð- um hafi þakkað sér fyrir viðvörun- ina og sagt við sig að hún hafi eflt þá til dáða. Valsmenn hafi hinsveg- ar látið varnaðarorð sín sem vind um eyru þjóta og því fór sem fór á Hlíðarenda. Þorleifur rekinn Þorleifur Ananíasson, fyrrum handknattleiksmaður með KA um áratuga skeið, hefur haldið uppi reglulegum og líflegum fréttaflutningi á heimasíðu KA undanfarin misseri. Þar til 7. september sl. þegar skyndi- lega birtust „Lokaorð" frá „Leibba". Þar segist hann hafa ver- iö rekinn vegna þess að stjórnar- menn handknattleiksdeildar vildu ekki lengur að á síðunni yrðu flutt- ar fréttir i þessum dúr. „Ég mun ekki verða skoðanalaus talsmaður misvitra stjórnarmanna sem nú munu taka við síðunni eða leggja hana niður eftir atvikum," segir Þorleifur meðal annars í lokagrein- inni. Og á þeim mánuði sem síðan er liðinn hefur ekki birst ein ein- asta frétt á síðunni. Skrifaði fyrir HK Þorleifur er þó ekki alveg hættur. HK-mgar í Kópavogi sáu sér nefni- lega leik á borði og fengu hann til að skrifa um leik KA og HK á dögunum á heimasíðu HK. Það var að von- um hin athyglis- verðasta grein og hún hófst þannig: „Mér þykir þið hugað- ir í Kópavoginum að sleppa mér inná þessa saklausu heimasíöu ykkar, dæmdum manninum. Ég gat því ekki annað en tekið boðinu um að skrifa um leik KA/HK og náði að laumast framhjá vökulum augum stjórnarmanna og vörpu- legra dyravarða með blýantsstubb og blaðsnifsi í KA-heimiIið á fóstu- dagskvöldið." Landskunnur sóðakjaftur Siðan tók við mergjuð lýsing á leiknum og að lokum sagði Þorleif- ur: Ég trúi ekki öðru en síðunni ykkar verði nú lokað og þið reknir, sem ekki nennið að skrifa sjálfir heldur fáið landskunna sóðakjafta til að tala ykkar máli. Ef ekki, teldi ég heppilegra að hafa frekar stjórnarmenn eða handboltamenn í næsta gámi sem þið fáið frá okkur að norðan," og vitnaði þar til þess að fleiri Akur- eyringar hefðu verið í byrjunarliði HKenKA. Tæklaði síöast 19. maí Viða er verið að stokka upp spilin hjá knattspyrnufélögunum þessa dagana og menn eru að vonum misánægðir með árangur sumarsins. 1 einum heyrði ég sem var afar óhress með leik- menn sms liðs og vildi losna við þá flesta og fá aðra í stað- inn. Ég nefndi þá einn leikmann liðsms og sagði að hann hlyti þó að verða um kyrrt. „Sá andskoti! Hann hefur ekki farið í tæklingu síðan 19. mai," svaraði viðmæland- inn að bragði. «**¦¦-¦> « Umsjón: Víðir Sigurðsson ±

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.