Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Page 1
19 Pétur tekur við KR Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV verður Pétur Pétursson næsti þjálfari íslands- og bikarmeistara KR í knattspymu og tekur hann við starfi nýskipaðs landsliðsþjálfara, Atla Eðvaldssonar. Fundur var hjá Rekstrarfélagi KR nú í morgun og að öllu óbreyttu verður tilkynnt um ráðningu Péturs á blaðamannafundi síðar í dag. Pétur var efstur á óskalista KR-inga sem eftirmaður Atla og næstur þar á eftir var Willum Þór Þórsson sem nýlega var ráðinn þjálfari Hauka. Viðræður hafa staðið yflr við Pétur síðustu daga og er búist viö því að hann skrifi undir í dag eða á morgun. Pétur er vel kunnugur vesturbæjarliðinu. Hann lék með liðinu í nokkur ár og hefur síðan verið virkur í starfi félagsins. Pétur á farsælan feril að baki sem þjálfari. Hann tók við liði Keflavíkur af Ian Ross snemma sumars 1994 og undir hans stjórn unnu Keflvíkingar 7 leiki, gerðu 2 jafntefli og töpuðu 2 og enduðu í þriðja sæti. Árið á undan þjálfaði hann lið Tindastóls og sumarið 1995 þjálfaði hann lið Víkings sem lék þá i 1. deildinni. -GH Leikmenn Galatasaray fagna sigri sínum á AC Milan en ítalarnir ganga niöurlútír af leikvelli enda liö þeirra úr leik í ÉJ Evropukeppninnifi m )t ^ 20-2 Sýningarleikur - hjá Ríkharði Daðasyni með Viking gegn Werder Bremen i kvöld Framtíð Ríkharðs Daðasonar, landsliös- manns í knattspyrnu og leikmanns norska liðsins Viking Stavanger, kann að ráðast eftir Evrópuleik Viking gegn þýska liðinu Werder Bremen sem fram fer í Noregi í kvöld. Fulltrúar sex liða mæta í það minnsta sex knattspymulið eiga full- trúa meðal áhorfenda í Stavanger í kvöld sem mæta gagngert til að fylgjast með Ríkharði í leiknum. Einn þeirra sem ætla að mæta á leikinn er Jim Jefferies knatt- spymustjóri hjá skoska A-deildarliðinu Hearts í Edinborg en hann hefur um hríð lýst yfir áhuga á að kaupa Ríkharð fyrir 117 milljónir króna. Jefferies hefur verið í Englandi síðustu tvo daga til að fylgjast með leikmönnum en ætlar að styrkja leikmannahópinn hjá Hearts á næstu dög- unum og hefur 450 millj- ónir króna úr að spila. Ræður miklu Sjálfur segir Ríkharður leikinn gegn Werder Bremen koma til með að ráða miklu um framtíð sína sem knattspyrnu- manns og hann segir að ef hann nái sér ekki á strik í leiknum minnki það möguleika hans að komast frá Viking. Ríkharður á eitt ár eft- ir af samningi sínum við norska liðið. Forráða- menn félagsins hafa sagst reiðubúnir að selja Rík- harð berist í hann gott til- boð en þeir vilja ekki missa hann fyrr en þátt- töku félagsins i Evrópu- keppninni lýkur. -GH Hoover á förum frá Njarðvík Jason Hoover óskaði eftir því í gær að verða leystur undan samningi við körfuknattleikslið Njarðvikinga. Hoover er sagöur hafa verða óánægður meö frammistöðu sína með liðinu og sá þann kost vænstan að hverfa heim til Bandaríkjanna. Hoover mun þó leika næstu tvo leiki með Njarðvíkingum i úrvalsdeildinni en á meðan verður leitað að eftirmanni hans. Þetta er annar útlendingurinn sem fer frá Njarðvíkingum á þessu tímabili en áður hafði Purnel Perry tek- ið pokann sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.