Alþýðublaðið - 12.11.1921, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐOB LAÐIÐ
Sjúkrasamlag Rvlkur
hefir ákveðið að halda hlutaveltu utn næstu helgi, meðlimir og aðrir
er styrkja vilja samlagið eru beðair að koma gjöfum
tii einhvers af eftiriöldum fyrir föstud,
Guðný Þórðardóttir Oddgeirsbæ, Þóra Pétursdóttir Bræðraborgarst 21,
Sigrún Tómasdóttir Bræðraborgarst. 38, Pétur Hansson Grettisg. 41,
Sighvatur Bryojólfsson Bergstaðastr. 43, Einar Þórðarson Kárast. 8,
Helgi Guðmundsson. Baldursg. 16, Chr. Nieissen pakkhúsi Sameinaða,
Jón Jónsson Dagsbrúnar pakkhúsið, Niljónus Ólfafsson Vesturgötu 26
W" Allir gefa eitthvað.
A Jóhanns hovnl er
ódýrast að kaupa nauðsynjar sín-
ifr, kg. melfs o 60 st. sykur 0,55,
kaffi 1,30, smjörliki 1,25, hrísgrjón
0,45 Pr- Va kg. Isl. smjör 3,00
Va kg. ódýrara f smáum stykkj-
ura. Kartöflur, lsuk og ýmiskonar
kryddvörur. Kex og kökur, marg-
ar teg. Rjól, rulla, sigarettur,
vindlar ódýrastir í bænum, hænsa-
mais, bankabygg, baunir, búsá-
höld ýmiskonar með niðursettu
verði. Gerið kaup við
ýóh. Ögm. Oddsson Laugav. 65,
Von hefir flest til lifsins þarfa.
Nýkomnir ávextir, epli, vfn-
þrúgur, sultuð jarðepli, þau bestu
f borginni. Nýjar vörur með hverri
feíð. — Má bjóða fólki að líta á
hákarl, harðfisb, hangikjöt og salt-
kjöt i „Von*. — Hrisgrjbn í heild-
sölu, mais, rúgmjöl, hveiti, hafra-
mjöl kom nú með ,íslandinu‘ siðast.
Allra vinsamiegast
Gnnnar Sigurðsson,
Sími 448.
Kolakörfur
Kolaskóflur
Prímushausar — Oiíuvélar — Glerbretti — Piímuskatlar
Pönnur — Brauðhnifar — Thermosflöskur — nýkomið f
Verzl. Gunnars Pórðarsonar
Ritstjóri ög ábyrgðarmaöur: Ólafar Friðriksson.
PrentsmiSjan Gutenberg.
lyan Turgsniew: Æekumlnnlngar.
fresta því, því við förum til Parísar, ekki á morgun
heldur hinn daginn. Má eg gefa þér eitt glas af víni í
viðbót?“
Andlit Polosofs var orðið glaðlegt og rjótt. Hann
fjörgaðist eingöngu af því að fá að borða, en ella
aldrei.
„Eg veit svei mér ekki, hvað eg á að gera,“ tautaði
Sanin.
„Ríður mikið á þessu?“
„Já, það gerir það. vinur minn.“
„ Þarftu mikla peninga?
„Já. Eg skal segja þér, að eg ætla af fara að gifta
jnig.“
Polosof lagði glasið aftur á borðið og hætti við að
drekka úr því.
„Gifta þigl“ hrópaði hann með undrunarröddu.
„Jæja — og það innan skamms?“
,Já“
< „Kærastan þín er auðvitað 1 Rússlandi?"
„Nei ekki 1 Rússlandi.“
„Hvar þá?“
„Hér f Frankfurt.“
„Og hver er hún?"
„Ung þýzk stúlka . . . nei . . . ítölsk! En hún á
heima hér.“
„Er hún efnuð?“
„Nei, fátæk"
„Þú ætlar þá að giftast henni af þvf, að þú elskar
hana?“
„Þú spyrð einkennilega! Auðvitað af þvl!“
„Og þessvegná vantar þig peningana?11
„Já — það er að segja . . . já . . .“
Polosof drakk vínið, þurkaði sér um munninnn,
þvoði sér um hendurnar og þerraði þær vel áseviett-
Hnni, tók svo vindil og fór að reykja. Sanin horði
þögull á hann.
„Eg sé aðeins eitt ráð," sagði Polosof að lokura,
reigði höfuðið aftur á bak og lét reykjarstrókinn standa
út frá sér. „Talaðu við konuna mína. ;Ef svo liggur á
henni, þá hjálpar hún upp á þigl*
„En hvemig á eg að fá að tala við konuna þína?
Þú segir, að þið ætlið að fara eftir tvo daga.“
Polosof lagði aftur augun.
„Eg skal segja þér,“ sagði hann svo, snéri vindinum
milli varanna og stundi. „sagði hann svo, sneri vindl-
inum milli varanna og stundi. „Flýttu þér heim, vertu
snar að hafa fataskifti og komdu hingað. Eg fer klukk-
an eitt, vagninn er stór, svo að eg get lofað þér að
verð með. Það er lanð best. Og nú ætla eg að leggja
mig út af sem snöggvast. Eg skal segja þér, að mér
þykir svo ákaflega goU að sofna þegar eg er búinn að
borða. Mér er þetta svo eðlilegt og eg reyni alls ekki
að venja mig neitt af því. Þú mátt heldur ekki trufla
mig.“
Sanin hugsaði og hugsaði . . ..loks leit hann upp;
hann var ráðinn í að fara|
„Jæja, eg verð með — og þakka þér kærlega fyrir.
Klukkan hálf eitt verð eg kominn og svo förum við
báðir til Wiesbaden. Eg vona að konan þín taki það
ekki illa upp. ..."
Polosof var þegar að byrja að hrjóta, en tautaði þó:
„Truflaðu mig ekki,“ hreyfði fæturna litið eitt og stein-
sofnaði svo.
Sanin virti hann en einu sinni fyrir sér. Þegar hann
var kominn út flýtti hann sér til Rosellihússins. Hann
varð að segja Gemmu frá þessari ákvörðun.
XXXII.
Hann hitti hana og mömmu hennar í kökubúðinni.
Frú Leonora stóð þar álút og var að rnæla breiddina
á gluganum.
Þegur hún sá Sanin rétti hún úr sér og heilsaði hon-